Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 ✝ Þorvarðurfæddist á Suð- ureyri við Súg- andafjörð 14. ágúst 1927. Hann lést 28. mars 2013 á lungnadeild Land- spítalans í Foss- vogi. Foreldrar hans voru Örnólfur Valdimarsson kaupmaður og út- gerðarmaður á Suðureyri, f. 5.1. 1893 á Ísafirði, d. 3.12. 1970, og seinni kona hans, Ragnhildur Kristbjörg Þorvarðsdóttir, f. 24.2. 1905 á Stað í Súgandafirði, d. 16.9. 1986. Önnur börn þeirra eru Anna, f. 1928, d. 1999, Guð- rún, f. 1929, d. 1933, Valdimar, f. 1932, Ingólfur Óttar, f. 1933, Arnbjörg Auður, f. 1935, Þór- unn, f. 1937, Margrét, f. 1941, Guðrún Úlfhildur, f. 1943, og Sigríður Ásta, f. 1946. Með fyrri konu sinni, Finnborgu J. Krist- jánsdóttur, átti Örnólfur dótt- urina Finnborgu, f. 1918, d. 1993. Hinn 12. apríl 1969 kvæntist Þorvarður Önnu Garðarsdóttur tannsmiði, f. 4.6. 1944 á Selfossi, d. 22.1. 2005. Foreldrar hennar voru hjónin Garðar Jónsson, skógarvörður á Suðurlandi, f. 1919, d. 2003, og Móeiður Helgadóttir húsfreyja, f. 1924, d. 2006. Dóttir Önnu, uppeld- isdóttir Þorvarðar, er Helga Mó- eiður Arnardóttir, f. 6.10. 1964. Vegagerð ríkisins. Haustið 1968 var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og gegndi því starfi til 1973. Eftir það var hann tvö ár framkvæmdastjóri Barnavina- félagsins Sumargjafar. Frá 1975 til 1997 var Þorvarður fram- kvæmdastjóri Krabbameins- félags Reykjavíkur og átti þar frumkvæði að stórauknu tób- aksvarnastarfi í grunnskólum landsins. Þorvarður var kjörinn heiðursfélagi Krabbameins- félags Reykjavíkur 1999 og í heiðursráð Krabbameinsfélags- ins 2001. Hann sat í reykinga- og tóbaksvarnanefndum frá 1977-1997 og vann eftir það að ýmsum verkefnum fyrir heil- brigðisráðuneytið og tóbaks- varnanefnd. Á heilbrigðisþingi 2003 veitti ráðherra Þorvarði viðurkenningu vegna framlags hans til tóbaksvarna og árið 2008 hlaut hann viðurkenningu Lýðheilsustöðvar. Árið 1964 var stofnað félag, Fannborg hf., um rekstur skíðaskóla í Kerling- arfjöllum. Þorvarður var einn af stofnendum félagsins og í stjórn þess sem gjaldkeri frá stofnun til ársins 2001. Þá var hann ein- dreginn friðarsinni, gekk í Þjóð- varnarflokkinn, nýstofnaðan, 1953 og gegndi þar ýmsum trún- aðarstörfum, var t.d. kosinn í miðstjórn 1960 og vara- formaður 1962. Hann var í rit- stjórn Frjálsrar þjóðar 1962- 1963 og framkvæmdastjóri blaðsins 1964-1965. Hann var í framkvæmdanefnd Samtaka hernámsandstæðinga 1960- 1962. Útför Þorvarðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 5. apríl 2013, kl. 13. Hún var gift Har- aldi Péturssyni verkfræðingi, f. 9.1. 1965. Þau skildu. Börn þeirra eru Pétur Þór, Andri Þór og Anna Þöll. Synir Þorvarðar og Önnu eru: 1) Örn- ólfur læknir, f. 8.11. 1969, kvæntur Guð- laugu Þóru Krist- jánsdóttur erfða- fræðingi, f. 15.6. 1972. Börn þeirra eru Guðrún Sara, Þor- varður Snær og Kristján Sölvi. 2) Garðar, stærðfræðingur, f. 2.2. 1972, kvæntur Gunnhildi Jónsdóttur verkfræðingi, f. 9.11. 1972. Börn þeirra eru Jón Há- kon, Stefán Leó og Anna Sóley. 3) Arnþór Jón viðskiptafræð- ingur, f. 7.12. 1981. Þorvarður ólst upp á heimili foreldra sinna á Suðureyri en fór 13 ára til náms í Reykjavík og varð stúdent úr stærðfræði- deild MR 1947. Hann nam við viðskiptadeild Háskóla Íslands 1947-1948 og guðfræðideild 1948-1949. Frá 1957 nam hann lög og tók embættispróf við Há- skóla Íslands vorið 1966. Vet- urinn 1967-1968 var hann við nám í félagsfræði og fleiru við háskólann í Uppsölum. Þorvarð- ur kenndi stærðfræði við Kvennaskólann frá 1948 til 1975, síðustu árin sem stunda- kennari. Þá vann hann mörg sumur við vegamælingar hjá Þakklæti og góðar minningar koma upp í hugann þegar við kveðjum tengdaföður okkar, Þorvarð Örnólfsson. Við svilkonurnar komum um svipað leyti inn í fjölskylduna í Vorsabænum og kynntumst þar hjónunum Þorvarði og Önnu. Fyrstu kynnin eru okkur minn- isstæð, viðtal í stofunni þar sem raktar voru ættir og viðhorf til tóbaks. Okkur var ávallt tekið opnum örmum og síðar sóttust barnabörnin eftir því að koma í heimsókn til ömmu og afa í Vorsó. Þorvarður var víðlesinn og fróður maður. Áhugasviðið var fjölbreytt og má þar nefna ætt- fræði, tónlist og félagsstörf ým- iss konar. Eins og góðum fjöl- skylduföður sæmir voru samverustundir með fjölskyld- unni honum mikilvægar, hvort heldur sem var í garðinum heima í Vorsabæ eða í berjamó í sveit- um landsins. Botnsskógur varð sögufrægur fyrir einstakt berja- land og var haldið á Súganda- fjörð með berjatínur að vopni og gist í Kvíanesi, sumarhúsi stór- fjölskyldunnar. Þorvarður náði ekki að smita okkur svilkonurnar af áhuganum á ættfræði en ber- jatínsluáhuginn hefur fest rætur og munum við fjölskyldan halda í þá hefð að fara vestur til berja. Þorvarður var afskaplega vel á sig kominn en fráfall Önnu fyr- ir átta árum fékk mjög á hann og síðastliðin tvö ár voru honum erf- ið vegna veikinda. Ein dýrmætasta ferðaminn- ingin er þó frá því þegar Anna varð sextug og stórfjölskyldan hélt saman til Spánar. Það var mikið gleðiefni að börn og barna- börn gátu fagnað þessum áfanga með þeim Önnu og Þorvarði. Þar var margt brallað og við eigum öll yndislegar minningar frá þessari afmælisferð í sólinni. Í tilefni áttræðisafmælis Þorvarð- ar var farið í Kerlingarfjöll þar sem gengið var um fjöll og firn- indi. Með þessum fáu orðum viljum við þakka Þorvarði samfylgdina og kveðjum hann með söknuði og trega en trúum því að vel verði tekið á móti honum. Guðlaug Þóra og Gunnhildur. Horfinn er af lífsins sviði ein- hver vaskasti og einlægasti liðs- maður bindindismanna, Þorvarð- ur Örnólfsson. Hann var hinn sívökuli í öllum störfum sínum, framúrskarandi vinsæll fræðari, heill og ódeigur í baráttunni gegn vá krabbameinsins, en við bindindismenn eigum honum miklar þakkir að gjalda fyrir öll hans gjöfulu og fórnfúsu störf, ekki sízt í þágu Sambands bind- indisfélaga í skólum. Þar fékk ég fyrst að kynnast öðlingnum Þor- varði og hans leiðsögn var ein- staklega dýrmæt þegar ég nítján ára, alls óreyndur, tók þar við formennsku, en hann þá umsjón- armaður starfsins í SBS og betri og ráðhollari mann var ekki hægt að hugsa sér. Þar átti hann sem í öðru hina ágætustu sögu og þar fékk ég að kynnast hug- sjónagleði hans og óþreytandi sjálboðaliðsstarfi, þar voru vinnustundirnar ekki taldar, allt sjálfsagt, allt fært til bezta veg- ar. Þorvarður var fróðleikssjór og ættfróður, m.a. rakti hann undir- eins ættir okkar greiðlega saman og var mér veitult gleðiefni að eiga hann þannig að. Góð vinátta og frændsemi var með okkur alla tíð. Hann var einkar skemmtileg- ur ræðumaður, kryddaði mál sitt með ívafi glettninnar og af sann- færingarkrafti, hann var einnig prýðilega ritfær, þar kom til eins og í máli hans rökvísi hans og vel grundaður, heiðarlegur málflutn- ingur, íslenzkumaður var hann ágætur. Hann var róttækur í skoðunum og einlægur andstæð- ingur alls hernaðarbrölts. Þor- varður var um áratugi félagi í stúkunni Einingunni í Reykjavík og þegar hann varð 85 ára send- um við honum afmælis- og þakk- arkveðju þar sem þetta var eitt erindið: Vökull gengur að verki, veitull á bros og hlýju. Ber okkar mæta merki, er merlar að fornu og nýju. Drenglyndur, prýddur dáðum, djarfur gegn málstað röngum. Ríkur er hann að ráðum, réttsýnn og framsýnn löngum. Þessi orð eiga einnig vel við í dag, þannig var hann Þorvarður. Þorvarður Örnólfsson er kvadd- ur með alúðarþökk fyrir allt sem hann var í ötulli baráttu hvar- vetna á vettvangi. Ég sakna góðs vinar um ára- tugaskeið. Börnum hans og öllu hans fólki eru sendar einlægar samúðarkveðjur. Megi blessun fylgja honum um bjartar eilífð- arlendur. Honum fylgja þakkir svo ótalmargra. Blessuð sé hin mæta minning. Helgi Seljan. Sjaldgæfur ágætismaður og gull af manni var Þorvarður Örn- ólfsson. Þannig voru okkar kynni og samskipti og mjög kæmi á óvart ef aðrir hefðu ólíka sögu að segja. Hann fæddist fyrir vestan í Súgandafirði og þar slitum við barnsskónum hvor í sínum firð- inum án vitneskju um hinn enda var hann talsvert eldri og farinn suður þegar ég man eftir mér. Faðir hans, Örnólfur Valdimars- son, máttarstólpi síns samfélags þar vestra, var fyrsti formaður skólanefndar Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði. Svo hét skólinn frá árinu 1929. Fram að þeim tíma hafði hann heitið Ung- mennaskólinn að Núpi og verið í eigu stofnandans, sr. Sigtryggs Guðlaugssonar. Örnólfur var for- maður þeirrar skólanefndar er seinna treysti föður mínum, sr. Eiríki J. Eiríkssyni, fyrir Núps- skóla. Það var einhvern haustdaginn 1962 að ég vissi fyrst til Þorvarð- ar. Það var í klefanum litla á Gamla Garði. Hann var í síman- um að leita að forfallakennara í einn landafræðitíma eða svo í Kvennaskólanum í Reykjavík, 2. bekk Z. Aldrei komst ég til þess að spyrja Þorvarð hví hann leit- aði á þau mið en þyrsklinginn dró hann og skipti sköpum í ævi þess sem á önglinum var. Tím- arnir urðu fleiri; „það þarf svolít- ið að sitja á þeim þarna í 2Z“, sagði frú Guðrún. „Þetta eru bestu skinn,“ sagði Þorvarður, jákvæður, vinsamlegur, uppörv- andi. Ég kynntist því fljótt að Þor- varður var lykilmaður í sam- skiptum nemenda og skóla í Kvennaskólanum. Líklega hefur það verið frá byrjun kennslufer- ils hans árið 1948. Frk. Ragn- heiður skólastjóri hefur áreiðan- lega þurft á slíkum manni að halda. Stjórnunarhættir frú Þóru Melsteð og frk. Ingibjargar H. Bjarnason voru meðal fallinna í heimsstyrjöldinni síðari. Þor- varður, „Vassi“, var á sínu létt- asta skeiði fádæma vinsæll kenn- ari. Hann var félagi nemenda, leiðbeinandi, huggari, hvort heldur það voru skólaferðir, dansæfingar, sýningar, skóla- blaðið, málfundir eða kvöldvök- ur. Hann var allt í öllu, ráðagóð- ur, áreiðanlegur og hugmyndaríkur. Ef þetta er ekki nóg get ég bætt við vandvirkni, reglusemi og kímnigáfu. Samt fannst mér hann alltaf fúsari til að standa til hlés fremur en feti framar, að aðrir en hann nytu sviðsins. Hlédrægan mátti kalla hann. Þorvarður var töflusmiður skólans með alla strengi skipu- lagsins í hendi sér. Hann var einkavinur Maríu húsvarðar og hinn sterki maður kennara- liðsins, eldra og yngra. Auður var þar og Sigurjón, Barði, Val- borg, frú Salóme og frú Þorbjörg að ógleymdum skólastjórum þess tíma. Þá eru þeir nefndir sem fyrst koma undirrituðum í hug en þegar hann kom var held- ur að síga á þennan kafla starfs- ævi Þorvarðar. Þessi sveit er þeim sem kynntust ógleymanleg. Þorvarður kenndi síðast við Kvennaskólann 1975, árið eftir 100 ára afmæli skólans. Þá höfðu skólinn og hann átt samleið fjórðumg þeirrar aldar. Það er fullvíst að aðeins örfáum öðrum á sá skóli jafn mikið og óeigin- gjarnt starf að þakka og Þor- varði Örnólfssyni. Mér er óhætt fyrir margra hönd bæði að minn- ast þess og þakka. Aðalsteinn Eiríksson. Hann var gull af manni og gegnheill, en hljóður, hógvær og hjartahlýr, svo að fáir kynntust honum að marki og sumir kannski aldrei. Hann tók erindi sitt við skólann alvarlega, að menntast sem mest og best, og var því ætíð í fararbroddi náms- árangurs, en fór ekki hátt, held- ur kom helst fram við þá, sem þurftu liðsinnis á krákustígum stærðfræðinnar. Á stúdentsprófi varð hann dúx stærðfræðideildar með 8,84 fullnaðareinkunn og nánast sömu og hæst bar í mála- deild. Þorvarður flíkaði lítt skoðun- um sínum og síst í stjórnmálum og þótti samtíðin fara fullgeyst í þeim efnum utan skólans sem innan. Þó var hann kjörinn í eina æðstu félagsmálastöðu sem scriba scholaris, ritari skóla- félagsins, á fimmtabekkjarári ’45-6, en starfaði þá einkum með forustuliði sjötta bekkjar, næsta á undan okkur. Komst síðar til okkar vitundar, að hann hafði samið frábæra skýrslu um alla þætti skólalífsins og komið til skila í sögu skólans. Kom hún okkur síðar að miklum notum til yfirlits um gjörðir okkar ár- gangs. Þorvarður var góður og sam- viskusamur skólafélagi, sem átti hlut að mörgum menningar- og velferðarmálum innan skóla og eftir. Við deildum með honum því sorgarferli, er hann missti Önnu konu sína fyrir nær áratug. Tals- verðan þátt hefur hann tekið í sumarferðum okkar út í náttúr- una, átt samleið með mörgum í nautn æðri tónlistar, og átt í heil- brigðisstarfi sínu skipti við mörg okkar á skólavettvangi og að auki á vegum skíðaíþróttar. Undirrituðum er tjáð af kunn- ugra fólki, að Þorvarður sé kom- inn af dugnaðar- og öndvegis- fólki vestra, og veit sjálfur þá staðfestingu þess, að erum sex- menningar af Sigurði Ásmunds- syni í Ásgarði, Grímsnesi, afa séra Sigurðar Jónssonar á Rafnseyri. Í eigin nafni og stúd- entsárgangs frá MR 1947 votta ég fjölskyldu Þorvarðar innilega samúð við fráfall hans og óska henni alls velfarnaðar. Bjarni Bragi Jónsson. Að sýna gott fordæmi er eitt það besta sem menn gefa öðrum og sjálfum sér. Þau sannindi komu upp í huga mínum við frá- fall míns góða vinar og skóla- bróður, Þorvarðar Örnólfssonar. Háttvísi, prúðmennska og hógværð einkenndu framkomu Þorvarðar. Hann var einlægur bindindismaður og vísaði öðrum veginn til heilbrigðs lífernis með baráttu sinni gegn tóbaksreyk- ingum og áfengisdýrkun. Kynni okkar Þorvarðar hófust í Menntaskólanum í Reykjavík, en þar vorum við í námi á sama tíma. Fann ég fljótt hversu skyldurækinn og vandaður Þor- varður var í alla staði. Hann var framúrskarandi nemandi og með hæstu einkunn í stærðfræðideild við stúdentspróf okkar árið 1947 og fékk næstbestu einkunn þeirra 72 stúdenta sem þá út- skrifuðust frá menntaskólanum. Fyrir nokkrum árum leitaði Þorvarður til mín um lögfræðiað- stoð. Þá gáfum við okkur góðan tíma til að rifja upp ljúfar minn- ingar frá menntaskólaárunum. Minntumst við til dæmis á þann góða sið okkar ágæta rektors, Pálma Hannessonar, að láta nemendur koma saman í sal skól- ans og syngja nokkur lög áður kennslan hófst á morgnana. Ljóðið við eitt laganna, sem þá var stundum sungið, hefst með orðunum: „Lífsgleði njóttu svo lengi kostur er.“ Þorvarður fylgdi þeim hollu heilræðum, sem koma fram í því ljóði og naut sannrar lífsgleði á sinni ævi. Megi björt minningin um Þor- varð vera mörgum leiðarljós í líf- inu og sefa söknuð barna hans við missi góðs föður. Kveð minn kæra skólabróður með virðingu og hjartans þakklæti fyrir lær- dómsrík kynni og framlag hans til góðra málefna. Árni Gunnlaugsson. Það voru viðbrigði fyrir þrett- án gamlar ára stúlkur að koma úr barnaskóla í Kvennaskólann um miðja tuttugustu öld. Allt var í föstum skorðum. Kennararnir þéruðu stúlkurnar sem lærðu að þéra á móti og tungumálanám var haft í hávegum. Námsmeyj- ar, sem stefndu á landspróf og menntaskólanám, fengu auka- kennslu í algebru á þriðja ári á meðan hinar lásu þýsku undir leiðsögn frú Nagel. Eðlisfræði var kennd eftir hádegi á laug- ardögum þegar aðrar námsmeyj- ar voru farnar heim. Ungur mað- ur, Þorvarður Örnólfsson, kenndi þessar greinar. Hann var uppáhaldskennarinn okkar. Hon- um var hægt að segja allt það sem á dagana hafði drifið í vik- unni. Hann skildi okkur, tók mál- stað okkar og hann sýndi okkur hlýju og glaðlegt viðmót. Þor- varður var fyrsti kennari minn í eðlisfræði, sem varð mér allra námsgreina kærust. Mér er löngum minnisstæð kennsla hans, ekki vegna kennsluaðferð- anna, þar voru taflan og krítin drýgst, heldur fyrir löngunina sem hann skapaði til að læra þessar nýstárlegu námsgreinar. Ekkert námsefni annað dundaði ég við að hreinskrifa í lok vik- unnar, ekki af því að ég kviði því að vera tekin upp, heldur af löng- un. Eftir á að hyggja minnir mig að algebrudæmin sem hann tók hafi verið nokkuð snúin, snúnari en ég hefði lagt fyrir 15 ára nem- endur síðar þegar ég var komin í sama hlutverk. En málið snerist ekki um það, kröfurnar voru hvort sem er miklar í öllum námsgreinum, það var viðmótið sem var vinsamlegt og hvetjandi. Þorvarður og fleiri ungir kennarar fylgdust með okkur á skólaböllum og gættu þess að allt færi vel fram. Uppi varð fótur og fit þegar ungur menntaskólapilt- ur tók að fylgja mér. Hann var samherji Þorvarðar í Þjóðvarn- arflokknum og bróðir látins vinar annars kennara svo að þessir góðu menn settu strax gæða- stimpil á piltinn sem hefur fylgt mér síðan. Þorvarður verður ávallt ungi kennarinn í mínum huga, hugsjónamaðurinn sem færði gleðina inn í skólastarfið, strangt námið og félagslífið. Hafi hann þakkir að leiðarlokum. Kristín Bjarnadóttir. Með þakklæti og söknuði minnumst við okkar gamla og góða kennara, Þorvarðar Örn- ólfssonar. Það var haustið 1948 að við hófum nám í 1. bekk A í Kvenna- skólanum í Reykjavík, vonglaðar ungmeyjar, sem vissu ekki hvað hvað framtíðin bæri í skauti sér. Kvennaskólinn var virtur og vel látinn og þótti eftirsóknarvert að fá inngöngu. Þorvarður var einn af mörgum kennurum skólans og var aðeins nokkrum árum eldri en við. Hann kenndi okkur stærðfræði og höfðaði til okkar stelpnanna og sýndi skilning, enda uppskar hann eftir því. Venja var að kennarar skipt- ust á að sitja yfir okkur í nest- istímanum og þegar Þorvarður var hjá okkur ræddi hann málin við okkur eins og jafningja. Í skólanum tíðkaðist að þéra kenn- arana en Þorvarður var ekki á þeirri línu og komst upp með það. Hann var sennilega fyrstur til að benda okkur á skaðsemi reyk- inga og talaði gegn þeim af eld- móði. Nú enn verður skarð fyrir skildi, því skuggann um svið okkar bar. Hann kenndi og veg okkar vildi, - sá vinur nú horfinn er þar. Þann vin hér við kjósum að kveðja sem kostgæfni í störfum sér bjó. Með áhugans glóð vildi gleðja við glaðsinna jafnvægis ró. Og bindindis hugsjónin besta var baráttu- og fagnaðargrein. Þar kom fram hans kappsemin mesta - það kallast má ævibraut hrein. Að syrgja er mannlífsins saga og sál verður döpur og klökk. En mætustu minningadaga við munum í gleði og þökk. (Höf.: Bjarni Valtýr Guðjónsson) Fjölskyldunni sendum við innilegar samúðarkveðjur. Góður maður er genginn. Ýrr Bertelsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Katrín Jóhannsdóttir. Kveðja frá Krabbameins- félagi Reykjavíkur Vorið 1974 var gerð könnun á reykingum grunnskólanema í Reykjavík. Niðurstöður hennar voru þær að annar hver 16 ára unglingur reykti og meira en 30% nemenda á aldrinum 12-16 ára reyktu, þar af meira en 20% daglega. Þetta var óviðunandi ástand sem bregðast þurfti við. Í því skyni var Þorvarður Örnólfs- son ráðinn til Krabbameinsfélags Reykjavíkur sem framkvæmda- stjóri haustið 1975 og í kjölfarið hófst „herferðin gegn reyking- um“ í samvinnu við Krabba- meinsfélag Íslands. Þorvarður stýrði öflugu starfi Krabbameinsfélags Reykjavíkur í áratugi. Að öðrum ólöstuðum má segja að hann hafi verið hug- myndasmiður og forystumaður fræðslustarfs Krabbameins- félagsins. Hann hafði frá upphafi ýmsar hugmyndir um eflingu þess, sérstaklega í skólum. Þor- varður lagði til að farið yrði reglulega í skólana þar sem nem- endum yrði gerð rækileg grein fyrir skaðsemi reykinga og að ekki síst yrði lögð áhersla á að heimsækja unga nemendur til að hafa áhrif á þá áður en þeir byrj- uðu að reykja. Fræðslan var sambland af umræðum um félagslega þætti og heilsufarslegar afleiðingar Þorvarður Örnólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.