Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 37
reykinga. Náið samstarf var við
skóla landsins, skólastjóra og
kennara, og ekki síst voru nem-
endur virkjaðir í baráttunni.
Rauði þráðurinn í hugsun Þor-
varðar var að barátta gegn reyk-
ingum unga fólksins ynnist best
með baráttu unga fólksins sjálfs.
Einnig fékk Þorvarður lækna-
nema og aðra í lið með sér. Her-
ferðin vakti mikla athygli og ár-
angurinn lét ekki á sér standa. Í
næstu könnun, sem gerð var árið
1978, kom í ljós að hlutfall nem-
enda sem reyktu hafði lækkað á
fjórum árum úr rúmum 30% í
rúm 20% og árið 1986 var hlut-
fallið komið niður í rúm 10%.
Óhætt er að segja með skipu-
legu tóbaksvarnastarfi meðal
grunnskólanema hafi tekist að
forða þúsundum ungmenna frá
því að byrja að reykja. Eldmóður
Þorvarðar og áhugi fyrir velferð
landsmanna, ungra sem eldri,
var einstakur.
Þorvarður var framkvæmda-
stjóri Krabbameinsfélags
Reykjavíkur í rúma tvo áratugi,
frá árinu 1975 til ársins 1997,
þegar hann lét af störfum vegna
aldurs. Allan sinn starfstíma var
hann ötull baráttumaður fyrir
tóbaksvörnum, og náði sú bar-
átta langt út fyrir raðir skólanna.
Hann hafði mikil áhrif á tóbaks-
varnalöggjöfina og átti mikinn
þátt í þeim merku áföngum sem
þar hafa náðst, ekki aðeins á
starfstíma sínum heldur miklu
lengur.
Þorvarður var kjörinn heið-
ursfélagi Krabbameinsfélags
Reykjavíkur árið 1999, á 50 ára
afmæli félagsins, og í heiðursráð
Krabbameinsfélags Íslands árið
2001. Þetta eru æðstu viðurkenn-
ingar félaganna fyrir framlag til
baráttunnar gegn krabbameini.
Við þökkum Þorvarði Örnólfs-
syni af alhug fyrir samstarfið og
vottum börnum hans og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð
okkar.
Fyrir hönd Krabbameins-
félags Reykjavíkur,
Guðlaug Birna
Guðjónsdóttir.
Leiðir okkar Þorvarðar Örn-
ólfssonar lágu saman þegar við,
ásamt öðrum, börðumst fyrir því
að frumvarp um bann við tóbaks-
auglýsingum næði fram að ganga
á síðustu dögum Alþingis vorið
1971. Nokkrum árum síðar, þeg-
ar hann hafði tekið við starfi
framkvæmdastjóra Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur og var
að hefja herferðina gegn reyk-
ingum grunnskólanema, óskaði
hann liðsinnis míns við útgáfu-
starf. Af því leiddi rúmlega tutt-
ugu ára samstarf sem aldrei bar
skugga á.
Hugmyndir Þorvarðar um
nýjar leiðir í baráttunni fyrir
betri heilsu vöktu athygli, til
dæmis skipuleg fræðsla um
skaðsemi reykinga sem miðaðist
einkum við tólf ára börn, sem síð-
an miðluðu þekkingu sinni til
yngri nemenda. Þetta mun vera
upphaf jafningjafræðslu hérlend-
is. Árangurinn af starfinu í skól-
unum var mjög mikill og fullyrða
má að mörgum hafi verið bjargað
frá því að missa heilsu og líf.
Að því kom að þjóðfélagið
þurfti að bregðast við svo að enn
betri árangur næðist. Það var
einkum gert með margvíslegum
breytingum á löggjöf og þar
lagði Þorvarður sitt af mörkum.
Á tímabili voru Íslendingar í for-
ystu í heiminum á þessu sviði og
til þeirra var litið.
Kennarareynsla Þorvarðar og
vandvirkni í hvívetna komu að
góðum notum og einnig lögfræði-
þekking hans. En mestu skipti
hugsjónaeldurinn sem aldrei
slokknaði. Þegar á móti blés í
baráttunni var leitað nýrra leiða
og sigur hafðist að lokum.
Það var einstakt lán að kynn-
ast Þorvarði Örnólfssyni, áhuga
hans á að búa æskunni betri
heim og fá að leggja honum lið.
Blessuð sé minning hans.
Jónas Ragnarsson.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
✝ Sigurður Kon-ráð Hauksson
fæddist á Sauðár-
króki 16. ágúst
1956. Hann lést á
líknardeild LSH í
Kópavogi 24.
mars síðastliðinn.
Sigurður var
elstur af fimm
börnum foreldra
sinna en þau voru
Helga Sigríður
Hannesdóttir, f. 1. febr. 1934,
d. 6. maí 2006 og Haukur Þor-
steinsson, f. 14. janúar 1932,
d. 21. september 1993. Systk-
ini Sigurðar eru Þorsteinn, f.
1959, kvæntur Birgittu Bjarg-
mundsdóttur, Sigríður, f.
1961, d. 2006. Eftirlifandi
maki hennar er Þráinn Jens-
son og börn Sigríðar eru Stef-
án Tjörvi, f. 1979, og Helga
Sól, f. 1984, Hrafnhildur, f.
1966, gift Bolla R. Valgarðs-
syni og eru börn þeirra Eyja
Eydal, f. 1991 og Egill Logi, f.
1998, Vala, f. 1967, maki Arn-
ar Bjarnason og börn Völu
eru Eymar, f. 2000 og Eydís,
f. 2003.
Þann 14. ágúst 1993 kvænt-
ist Sigurður Björk Helgadótt-
ur, f. 24. desember 1957. For-
eldrar hennar voru Anna
Guðmundsdóttir, f. 30. desem-
framkvæmdastjóri hjá Gull
Danish Dairy en síðustu tvö
árin vann hann í Medina sem
framkvæmdastjóri hjá Med-
ina Danish Dairy. Einnig
vann hann 9 mánuði í Amman
í Jórdaníu þar sem hann setti
á fót ísverksmiðju og stjórn-
aði henni fyrstu mánuðina.
Snemma árs 1987 fluttist
hann aftur til Danmerkur og
hóf störf sem gæðaeftirlits-
fulltrúi fyrir Quantier Oats í
Evrópu. Meðfram þeirri
vinnu hóf hann nám í
rekstrarhagfræði í Nakskov
Handlesskole en lauk ekki
námi þar sem heimþráin
greip hann og hann flutti til
Íslands. Nokkrum árum eftir
heimkomuna skráði hann sig
í Endurmenntun í viðskipta-
og rekstrarfræði í Háskóla
Íslands og lauk þar prófi vor-
ið 1992.
Árið 1988 hóf hann störf
hjá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík en söðlaði um 10
árum síðar og hóf störf hjá
Genís í líftækniiðnaði. Í árs-
byrjun 2006 varð hann starfs-
maður Matís og setti á stofn
verksmiðju í próteinrann-
sóknum í Verinu á Sauð-
árkróki. Verksmiðjan hlaut
nafnið Iceprotein og var
hann starfandi þar er sjúk-
dómur hans greindist sum-
arið 2010 og átti hann ekki
afturkvæmt í vinnu.
Útför Sigurðar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 5.
apríl 2013, og hefst athöfnin
kl. 13.
ber 1929, d. 8.
mars 2010 og
Helgi K. Helga-
son, f. 7. janúar
1926, d. 12. mars
1994. Börn Sig-
urðar og Bjarkar
eru Arna Björk, f.
3. júlí 1991 og
Magnús Haukur,
f. 14. júlí 1997.
Sambýlismaður
Örnu Bjarkar er
Aron Morthens, f. 1990.
Sigurður ólst upp á Sauð-
árkróki og lauk hinni hefð-
bundnu skólagöngu þar.
Snemma hafði hann áhuga á
mjólkuriðnaði og vann við þá
iðngrein í sumarfríum á ung-
lingsárum en árið 1975 hóf
hann nám í mjólkurfræði hjá
Mjólkursamlagi KS á Sauð-
árkróki. Vorið 1977 hélt hann
til Danmerkur og stundaði
nám í Dalum Tekniske Skole í
Óðinsvé og lauk fyrst mjólk-
urfræðinámi og síðan
mjólkurtæknifræði árið 1979.
Þar sem ævintýraþráin hafði
lengi blundað í Sigurði þá fór
hann árið 1980 að vinna í
Sádi-Arabíu og dvaldi þar í 6
ár. Fyrstu 4 árin vann hann í
borginni Dhahran nálægt
Persaflóa þar sem hann vann
sem aðstoðar-
Nú er upprunnin stundin sem
ég vissi að væri óhjákvæmileg, en
er búin að kvíða fyrir í rúmlega tvö
og hálft ár. Að þurfa að kveðja eig-
inmann minn hinstu kveðju. Það
var á 54 ára afmælisdegi Sigga
sem okkur voru færð vátíðindin og
þótt okkur væri tjáð frá upphafi að
sjúkdómur hans væri ólæknanleg-
ur þá héldum við alltaf í vonina. Sú
von fleytti okkur lengi áfram.
Æðruleysi hans var ótrúlegt og
aldrei reiddist hann örlögum sín-
um. Að vísu fannst honum þau
óvægin því aðeins nokkrum árum
áður hafði systir hans látist úr
sama sjúkdómi, aðeins 44 ára göm-
ul.
Siggi fékk sterk heilsufarsgen í
vöggugjöf enda varð honum vart
misdægurt fyrstu 50 ár ævi sinnar
en þá fór að halla undan fæti. Að fá
heilablæðingu aðeins 51 árs og ná
ótrúlega góðum bata og síðan
krabbamein tveimur og hálfu ári
síðan sló hann ekki út af laginu.
Hann fór í hverja lyfja- og geisla-
meðferðina á fætur annarri og
fannst allt á sig leggjandi ef það
lengdi samverustundir hans með
okkur. Einhvern veginn tókst hon-
um að láta meðferðirnar líta út eins
þetta væri ekkert mál og það þarf
sterkan líkama til að þola yfir 50
lyfjameðferðir á svona skömmum
tíma. Aldrei kveið hann meðferð
eða að fá niðurstöður og lýsir það
honum best er við eitt sinn sátum á
biðstofunni og biðum niðurstöðu
myndgreiningar. Mér var óglatt af
kvíða en hann hagræddi sér í stóln-
um, lokaði augunum og fékk sér
blund. Mannkostir hans komu allt-
af betur og betur í ljós með árun-
um. Sem lífsförunautur var hann
yndislegur og betri föður hefðu
börnin okkar vart geta fengið.
Fjölskyldan var í fyrirrúmi og vel-
ferð okkar í forgangi hjá honum.
Ekki er hægt að minnast Sigga án
þess að nefna eldamennskuna
hans. Hann var snilldarkokkur og
töfraði fram gómsæta rétti með lít-
illi fyrirhöfn.
Þar sem við vissum að tími okk-
ar saman væri takmarkaður þá
nýttum við hann vel. Utanlands-
ferðirnar okkar og allar myndirnar
sem í þeim voru teknar eru dýr-
mætar minningar um gleði og
gæðastundir. Uppgjöf var ekki til í
hans orðaforða enda barðist hann
til síðasta andardráttar. Það var
óbugaður hugur en örþreyttur lík-
ami sem kvaddi lífið á björtum og
fallegum sunnudegi, pálmasunnu-
degi. Að þurfa að kveðja maka sinn
allt of fljótt er erfitt. Söknuðurinn
er nístandi en erfiðast er það fyrir
börnin okkar að þurfa að kveðja
föður sinn svona fljótt. Þeirra er
missirinn mestur.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti til allra þeirra sem
gerðu líf Sigga í sjúkdómsferli
hans eins gott og hægt var; læknis
hans sem á sinn milda hátt flutti
honum hver vátíðindi á fætur öðr-
um en sló aldrei á von hans, starfs-
fólksins á deild 11B sem við hittum
orðið oftar en vini okkar, hjúkrun-
arfræðinga Karítasar sem gerðu
okkur lífið auðveldara heima við og
síðast en ekki síst starfsfólksins á
líknardeildinni sem umvafði okkur
hlýju og ástúð á erfiðum stundum.
Ég kveð með sárum söknuði
eiginmann minn með orðunum hvíl
í Guðs friði, Siggi minn.
Björk.
Hetjan Sigurður Hauksson,
mágur minn, er fallinn í valinn eftir
að hafa barist við krabbamein til
hinstu stundar með ótrúlegum
baráttuvilja. Ef Siggi var spurður
um líðan eða hvað hann segði í dag,
var svarið alltaf „ég hef það fínt eða
allt fínt“. Samvera með konu sinni
og börnum var honum mikilvæg-
ust. Fjölskyldan var dugleg að
ferðast um landið, fara í tjaldútil-
egur og fara á ættarmót norður í
Skagafjörð, í nálægð við uppeldis-
stöðvar Sigga. Einnig hafa þau
hjónin, Björk og Siggi, farið oftar
til útlanda en áður og eiga þær
ferðir örugglega eftir verða fjöl-
skyldunni líka mikilvægar minn-
ingar, því þau hafa alltaf verið dug-
leg að festa það á mynd sem þeim
hefur fundist markverðast. Siggi
naut sín vel við matarpottanna
enda flinkur að töfra fram gómsæt-
an mat. Vonandi getur fjölskyldan
haldið þeirri hefð við. Gaman þótti
Sigga að fara í veiðiferðir með fé-
lögum eða ættingjum og var þá
ekki verra að koma með fisk heim.
Fjölskyldan á íslenska tík, sem
Siggi kallaði „ljónið“, en hún veitti
honum góðan félagsskap í veikind-
um hans og veitir vonandi konu
hans og börnum áfram. Siggi ætl-
aði í gegnum veikindin á eljusemi
og dugnaði og svo stóð Björk systir
mín sem klettur við hlið hans. Siggi
og Björk gengu þannig samstíga
allt til loka. Guð blessi minningu
Sigurðar Haukssonar.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Inga Lára.
Það var í byrjun júní 1989, ég að
koma með þriðju dóttur mína heim
af fæðingardeildinni, sem yngsta
systir mín Björk hringir í mig og
spyr hvort hún megi koma með vin
sinn í heimsókn því hann langi svo
til að sjá nýfædda barnið. Hann
hafi ekki séð svona ungt barn í tugi
ára.
Það var þá sem ég sá þennan
glæsilega unga vin systur minnar í
fyrsta sinn sem síðar átti eftir að
verða mágur minn. Gleðin þegar
hann fékk að halda á barninu
hverfur mér aldrei úr minni. Hann
ljómaði. Ég hef aldrei séð mág
minn öðruvísi en glaða og jákvæða
persónu.
Siggi var mikið fyrir börnin sín
og heimili. Hann var frábær kokk-
ur og hleypti helst engum í mat-
argerðina. Sérstaklega var hann
snillingur í sósum. Hann hafði
gaman af útiveru og fór ófáar ferð-
ir með fjölskylduna í útilegu og var
þá sofið í tjaldi. Ekki var verra ef
hann komst í veiði.
Fyrir fimm árum fékk Siggi
mágur heilablóðfall 51 árs. Aldrei
kvartaði hann yfir örlögum sínum.
Hann náði með styrk konu sinn-
ar og barna ótrúlegum bata enda
mikill baráttumaður. Lífið hefur
ekki leikið við þessa fjölskyldu sl.
fimm ár. Fyrir tveimur og hálfu ári
á afmælinu sínu, 54 ára, fékk Siggi
enn eitt áfallið. Hann greindist
með krabbamein sem síðar dró
hann til dauða. Hann var nýbúinn
að fá vinnu í borginni og hlakkaði
hann til að vera nær fjölskyldunni
og þurfa ekki að eyða vinnuvikunni
á Sauðárkróki. Þetta var tvöfalt
áfall því hann þurfti í meðferðir og
að afþakka þá vinnu sem honum
bauðst. Hafði hann verið valinn úr
tugum umsækjenda. Enn og aftur
sýndi systir mín ótrúlegan styrk í
baráttu með sínum manni. Ég hef
aldrei kynnst jafn sterkum karl-
manni í veikindum sínum og Sigga.
Hann barðist eins og ljón allan tím-
ann en varð að lúta í lægra haldi
um síðir. Allan tímann sagðist
Siggi hafa það ágætt.
Siggi minn, þú varst algjört
kraftaverk.
Mikið væri gott ef þeir sem vilja
kveðja þetta líf réttu sitt logandi
kerti til þeirra sem þrá að lifa leng-
ur en eru með útbrunnið kerti.
Elsku mágur, ég kveð þig með
sárum söknuði.
Hvíl í friði.
Elsku systir, börn, tengdasonur
og aðrir aðstandendur. Ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Ykkar
María Helgadóttir.
Þá skelfur jörð er höfðingjar
falla. Þá hefur kvatt okkur, langt
fyrir aldur fram, svili minn, vinur
og veiðifélagi, Sigurður Konráð
Hauksson. Hann kom í fjölskyld-
una árið 1989 og fljótlega fór hann
að taka þátt í veiðiferðum með okk-
ur svilunum og mágum. Við fórum
víða og áttum góða daga í íslenzkri
náttúru við fegurstu vötn og ár
veraldar og þrátt fyrir allar gerðir
veðurs var það aðeins til að herða
okkur og njóta enn betur. Þegar
komið var í hús að kveldi og slakað
á, var glatt á hjalla og eins gott að
enginn utanaðkomandi hlustaði á
okkur. Yndislegir dagar sem ekki
verða endurteknir. Djúpavatn á
Reykjanesi var staðurinn fyrir
pabbana, en þar mættum við með
börnin, en mömmurnar Björk og
systur hennar fengu frí. Þá hófst
fjörið þegar Sigurður mætti með
Örnu Björk, Magnús Hauk og loð-
dýrið – hundinn Sölku. Þá byrjaði
fjörið fyrir alvöru. Börnin uxu svo
úr grasi en héldu samt áfram að
mæta í Djúpavatn með nýjum fjöl-
skyldum, mökum og börnum og
miklu fjöri. En Björk og systur
hennar fengu ennþá frí. Nú gengur
þú með þeim sem á undan eru
farnir. En öll eldumst við og að lok-
um göngum við veiðifélagarnir
saman að nýju og lítum eftir feng-
sælum hyljum.
Ég votta ykkur, fjölskyldu Sig-
urðar, samúð mína og veit að við öll
munum leitast við að halda minn-
ingu Sigurðar á lofti.
Friðrik G. Gunnarsson.
Vinur minn og veiðifélagi til
margra ára er fallinn frá. Ég kynnt-
ist Sigurði í kringum 1990 þegar
Björk samstúdent minn og vinkona
konunnar kynnti hann fyrir vina-
hópnum. Frá fyrsta degi náðum við
vel saman og gátum rætt mikið og
lengi um þjóðmál og pólitík. Ekki
vorum við alltaf sammála, en það
gerði umræðurnar bara líflegri og
skemmtilegri. Fljótlega uppgötvuð-
um við sameiginlega ástríðu sem er
stangveiði. Í nokkur ár ræddum við
oft um að fara saman í veiðiferð en
loks létum við verða af því og fórum
saman á Arnarvatnsheiði. Þrátt
fyrir dræma veiði í þessari fyrstu
ferð okkar náðum við vel saman
sem veiðifélagar, báðir óþreytandi
við að kanna ný svæði og leita að
líklegum veiðistöðum. Langar
göngur og löng viðvera við veiði var
ekki vandamál. Þegar vandamál
komu upp, þá voru lausnir fundnar,
en ekki verið að velta sér upp úr
vandamálunum. Eitt árið lentum
við í því að þurfa að leita að manni
sem hafði orðið viðskila við félaga
sína, þá var útihitastigið tvær gráð-
ur, hann skilaði sér svo eftir marga
klukkutíma.
Þessar veiðiferðir urðu síðan ár-
legur viðburður hjá okkur. Mörk-
uðu í raun upphaf sumarsins fyrir
okkur. Fljótlega lærðum við vel á
Arnarvatnsheiðina og aflinn fór að
aukast svo mikið að konum okkar
þótti oft nóg um. Á Arnarvatnsheiði
hittum við marga ár eftir ár og
eignuðumst nýja vini, Eiríkur veiði-
vörður var þar fremstur í flokki og
alltaf yljaði það hjarta okkar hve
fagnandi hann tók ávallt á móti okk-
ur.
Eftir nokkur ár var ekki nóg fyr-
ir okkur að fara eingöngu á heiðina
og bættum við þá við annarri veiði-
ferð, fórum að fara í sjóbirting aust-
ur í Skaftafellssýslu á haustin. Þær
ferðir urðu margar og mörkuðu lok
sumars hjá okkur. Þetta voru
styttri ferðir og aðstæður oft erf-
iðar, en alltaf var jafngaman í þess-
um ferðum.
Sigurður var góður og traustur
félagi, sem féll frá alltof snemma.
Barátta hans í veikindunum sýndi
hversu sterkur maður hann var,
aldrei gafst hann upp og alltaf var
hann sannfærður um að hann
myndi sigra, en sumar orustur er
ekki hægt að vinna. Ég er þakk-
látur fyrir þau ár sem ég þekkti
Sigurð og margar góðar minningar
sem ég á.
Við hjónin vottum fjölskyldu Sig-
urðar, Björk, Örnu Björk og Magn-
úsi Hauki, einlæga samúð okkar á
þessum erfiðu tímum, megi Guð
styðja ykkur og styrkja.
Ég kveð kæran vin og veiði-
félaga með sorg í hjarta, minning
hans mun lifa.
Hafliði S. Magnússon.
Sigurður Konráð
Hauksson
Fallin er frá elskuleg amma
okkar og kveðjum við hana með
söknuði og erum þakklátar að
hafa átt hana að. Amma var ynd-
isleg í alla staði, jákvæð,
skemmtileg og ein sú besta kona
sem við höfum kynnst. Við syst-
ur eigum æðislegar minningar
Inga Margrét
Sæmundsdóttir
✝ Inga MargrétSæmundsdóttir
fæddist að Minni-
Vogum í Vogum,
Vatnsleysuströnd,
3. ágúst 1923. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
21. mars 2013.
Útför Ingu Mar-
grétar fór fram frá
Kálfatjarnarkirkju
á Vatnsleysu-
strönd, 3. apríl 2013.
um hana, hvernig
hún laumaði í okkur
kandís og ristuðu
brauði með jarðar-
berjasultu og sagði
okkur sögur af
dansleikjunum þeg-
ar hún var ung og
ekki má gleyma
þegar hún kenndi
okkur á píanóið.
Það var yndislegt
að alast upp í hús-
inu við hliðina á ömmu og afa.
Nú síðari ár höfum við notið
þess að kíkja til ömmu í kaffi og
spjall og var mikið rætt um allt
milli himins og jarðar og jafnvel
kíkt á einn Leiðarljóssþátt. Nú
geymum við systurnar alla svan-
ina, nistið og fallegu eyrnalokk-
ana hennar sem hún hélt svo
upp á.
Elsku amma, takk fyrir allar
dýrmætu stundirnar sem við átt-
um saman. Við elskum þig!
Elsku afi, við vitum að þú átt
eftir að sakna ömmu mikið en
hún er komin á fallegan stað og
þú átt okkur að.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur Halldórsson)
Jóhanna Ósk Þorsteins-
dóttir og Inga Margrét Þor-
steinsdóttir.