Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
✝ Beata RybakAndrésson
fæddist í Tomas-
zow Lubelski í
Póllandi 31. maí
1974. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 20. mars
2013.
Foreldrar Beötu
eru Helena og
Stanislaw Rybak.
Systkini Beötu
eru: 1. Robert Rybak, sam-
býliskona hans er Krystyna. 2.
Sylwia Czaban, eiginmaður
2. Sigríður Andrésdóttir. 3.
Linda Andrésdóttir, gift Haf-
steini Björgvinssyni.
Beata útskrifaðist með
mastersgráðu í efnafræði frá
Háskólanum í Marii Curie-
Sklodowskiej í Lublin 1998.
Beata flutti til Íslands 1998 og
hóf störf í fiskvinnslu í Hnífs-
dal og síðar vann hún við
rækjuvinnslu í Súðavík í sex
ár. Beata og Þorsteinn fluttu
til Póllands árið 2005, bjuggu
þar í eitt ár og fluttu síðan aft-
ur til Íslands og settust að í
Kópavogi. Beata starfaði sem
skrifstofumaður hjá Geðdeild
Landspítalans eftir að þau
fluttu til Íslands árið 2006 og
vann þar til æviloka.
Jarðarför Beötu fer fram í
Landakotskirkju í dag, 5. apríl
2013, kl. 15.
hennar er Pitor. 3.
Stanislaw Rybak.
4. Zdzislaw Rybak,
sambýliskona hans
er Aleksandra.
Beata giftist
Þorsteini Andrés-
syni í Póllandi 21.
júlí 2001. For-
eldrar Þorsteins
eru Andrés Sig-
urðsson og Jensína
Þórarinsdóttir.
Systkini Þorsteins eru: 1. Þór-
arinn Hólm Andrésson, kvænt-
ur Rósamundu B. Jónsdóttur.
Í dag kveðjum við góða mág-
konu og vinkonu. Þú varst svo
falleg kona jafnt að innan sem
utan, brostir svo fallega og
heilsaðir okkur og kvaddir með
svo fallegu faðmlagi.
Alltaf varst þú fyrst til að
bjóða fram aðstoð þína þegar
eitthvað stóð til, t.d. í boðum
hjá foreldrum mínum, við upp-
vask, frágang og undirbúning
fyrir og eftir boðin.
Þú varst svo ósérhlífin við
allt sem þú tókst þér fyrir
hendur og svo hógvær kona.
Þín er sárt saknað.
Sigríður Andrésdóttir.
Í dag verður jarðsungin
elskuleg mágkona mín, hún
Beata. Okkar fyrstu kynni voru
um jólin 1999 þegar Steini litli
bróðir kom í jólafrí með nýju
kærustuna frá Póllandi en þá
störfuðu þau í rækjuvinnslu á
Súðavík. Þar sem við þekktum
enga Pólverja á þessum tíma
hafði ég smá áhyggjur af því
hvað hann bróðir minn væri að
gera en Beötu gat maður ekki
annað en elskað, hún var svo
blíð og góð og vildi allt fyrir
alla gera. Hún laðaði að sér
börn og öll hundkvikindin í fjöl-
skyldunni vissu hvar þau áttu
að halda sig, þau vissu að Beata
laumaði að þeim bita.
Árið 2001 gengu Beata og
Steini í hjónaband og var at-
höfnin í Póllandi. Ég ásamt for-
eldrum okkar Steina fór til Pól-
lands til að vera viðstödd
athöfnina. Þar fengum við höfð-
inglegar móttökur hjá foreldr-
um og litla bróður Beötu og eitt
skemmtilegasta brúðkaup sem
ég hef farið í um ævina. Hel-
enu, móður Beötu, höfðum við
kynnst á Íslandi þegar hún var
að vinna hér en þarna fengum
við að hitta aðra fjölskyldumeð-
limi. Litli bróðir Beötu tók að
sér að vera leiðsögumaður okk-
ar um bæinn og lét okkur aldr-
ei finna að hann væri orðinn
leiður á þessu endalausa brölti
okkar út um allan bæ en þá var
hann aðeins 14 ára og gekk
undir nafninu „bangsi“, því við
gátum ekki borðið nafnið hans
almennilega fram en hann heit-
ir Zdzislaw. Seinna kom hann
svo til Íslands í heimsókn og
enn síðar flutti hann til þeirra
Steina og Beötu og fór að læra
steinsmíði sem hann lauk með
sóma. Þau systkinin voru alla
tíð mjög samrýnd.
Samhentari hjón en Steina
og Beötu er vart hægt að finna,
þau deildu sömu áhugamálum,
fóru að veiða eða að horfa á fót-
bolta og Beata var einstaklega
dugleg að ganga og tók þá
Steina sinn stundum með í
göngutúrana. Þau áttu svo auð-
velt með að ræða við alla hvort
sem það voru börn eða full-
orðnir og þeim fannst það ekki
mikið mál að flytja til okkar í
viku og hugsa um dætur okkar
sem þá voru unglingar, á með-
an við hjónin brugðum okkur í
sólina. Dætur mínar hafa alla
tíð litið upp til þeirra og þótt
alveg einstaklega vænt um þau.
Beata var snillingur í bakstri
og þegar þau komust ekki yfir
að borða það sem hún bakaði
fór hún með bakkelsið til for-
eldra okkar, þar naut maður
þess að fá bakkelsi frá Beötu
með kaffinu. Þegar halda átti
veislu var alltaf hægt að stóla á
að Beata var tilbúin að aðstoða,
bæði með bakstri og frágangi.
Þessar síðustu vikur í lífi
Beötu eru svo lýsandi fyrir
hana. Hún tók sér tveggja
vikna orlof þar sem hún var svo
slæm af vöðvabólgu og henni
fylgdi slæmur höfuðverkur.
Hún vildi aldrei láta hafa fyrir
sér og var ekkert vælandi um
verki þegar við hittum hana í
síðbúnu bollukaffi aðeins rúmri
viku áður en hún lenti á spítala
með blóðtappa í heila. Sagðist
bara ekki vera orðin alveg nógu
góð.
Ég veit að í huga flestra er
þakklæti yfir því að hafa fengið
að kynnast þessari góðu konu.
Við eigum bara fallegar minn-
ingar.
Linda Andrésdóttir.
Yndislega svilkona mín, hún
Beata, er fallin frá langt fyrir
aldur fram.
Beata fæddist í Póllandi, á
hennar uppvaxtarárum var lítið
um varning í verslunum, oft
þurfti hún að vakna eldsnemma
og bíða í biðröð til þess að geta
keypt brauð fyrir fjölskylduna
og stundum var ekkert annað
til í versluninni en edik. Þessi
lífsreynsla kenndi henni að
meta það sem hún hafði og fara
vel með.
Steini og Beata felldu hugi
saman og voru þau m.a. að
vinna við rækjuvinnslu í Súða-
vík. Beata og Steini gerðu ekki
miklar kröfur og létu sér nægja
að búa í verbúð í sex ár og
undu vel við sitt í mikilfeng-
legri náttúru Vestfjarða.
Beata var skarpgreind og
var með mastersgráðu í efna-
fræði en vegna atvinnuleysis í
Póllandi fékk hún ekki starf við
sitt fag og ákvað hún því að
fara til Íslands. Hún lagði sig
fram um að læra íslensku og
gekk henni það mjög vel. Steini
og Beata keyptu sér íbúð í
Kópavogi og bjuggu sér þar
notalegt heimili og var Beata
mikil húsmóðir og alltaf að út-
búa eitthvert góðgæti.
Beata reyndi án árangurs að
fá starf hér á Íslandi sem hæfði
hennar menntun en hafði ekki
erindi sem erfiði. Henni bauðst
síðar starf sem skrifstofumaður
á geðdeild Landspítalans og
vann þar, þar til hún lést.
Mannkostir Beötu voru ein-
stakir, þó svo að það væri ekki
hún sem talaði hæst né léti
mest fyrir sér fara átti hún
stóran stað í hjörtum okkar
allra og náði að sýna öllum mik-
inn kærleika. Hún var dugleg
að hrósa öðrum og veitti öllum í
fjölskyldunni eftirtekt og
skynjuðum við öll kærleika
hennar í okkar garð og að
henni leið vel með okkur og var
það svo sannarlega gagn-
kvæmt.
Við konurnar í fjölskyldunni
höfum verið í prjónaklúbb sam-
an og vorum í einum slíkum
þegar Hörpu dóttur minni varð
að orði þegar við komum heim:
„Mikið rosalega er hún Beata
falleg“ og það var svo sann-
arlega rétt hjá henni, hún var
ekki eingöngu falleg að utan
heldur var fegurðin ekki síðri
að innan.
Í huga okkar flestra eru
Steini og Beata eitt. Þau voru
svo samrýnd og báru mikla
virðingu hvort fyrir öðru. Nú í
seinni tíð voru þau farin að
njóta lífsins betur enda kominn
tími til eftir allt vinnuálag und-
anfarinna ára. Enginn hafði bú-
ið sig undir það að hún færi
svona fljótt frá okkur og fannst
okkur eins og að nú væri þeirra
tími kominn til þess að njóta
uppskerunnar eftir mikla vinnu.
Skyndilega fékk hún heilablóð-
fall og lést skömmu síðar. Við
stöndum eftir sem lömuð. Það
verður mikið tómarúm sem
Beata skilur eftir sig en minn-
ingin um einstaka konu mun
fylgja okkur um ókomin ár.
Elsku Steini, missir þinn er
mikill og meiri en orð fá lýst og
hugur okkar Tóta er allur hjá
þér á þessum erfiðu tímum.
Megi minningin um þína ein-
stöku konu umvefja þig á allan
hátt og að allt sem hún var og
kenndi okkur fylgja okkur um
ókomin ár. Einnig vottum við
fjölskyldu Beötu innilega sam-
úð, þeirra missir er ekki síður
mikill.
Megi Guð geyma elsku Beötu
okkar og minningin um stór-
kostlega og einstaka manneskju
dvelja í hjörtum okkar allra um
ókomna tíð.
Blessuð sé minning þín,
elsku Beata.
Rósamunda og Þórarinn.
Ég kynntist Beötu fyrir all-
nokkrum árum þegar Steini
frændi kynnti okkur fyrir nýju
kærustunni sinni, henni Beötu.
Þau höfðu kynnst fyrir vestan.
Það duldist engum að hérna var
eitthvað gott í gangi, eitthvað
verðmætt. Beata varð strax
órjúfanlegur hluti fjölskyldunn-
ar sem borðaði hamborgar-
hrygg og rjómabollur hjá
ömmu og afa í Hrauntungunni
og hló. Hún smellpassaði inn í
gleðina.
Maður þurfti ekki að hafa
þekkt Beötu lengi til að átta sig
á því hversu traust hún var og
alltaf reiðubúin að hjálpa. Hún
var brosmild og það var gott að
vera í kringum hana. Hún var
líka afbragðsgáfuð, það fór ekki
fram hjá neinum, en hún var
ekkert að flagga því. Þannig
var hún.
Ef markmið þessa lífs er að
skilja eftir sig góðar minningar
og hafa góð áhrif á fólkið í
kringum sig er óhætt að segja
að Beötu hafi tekist vel til. Ég
á eingöngu góðar minningar um
hana Beötu, allar tengdar góð-
um stundum og gleði. Þannig
mun minning hennar lifa að ei-
lífu í hugum okkar allra.
Sindri og fjölskylda.
Þegar við hugsum um Beötu
þá minnumst við kærleiksríkrar
og brosmildrar manneskju.
Það var alltaf gott að vera í
kringum hana og hugsaði hún
vel um sína. Við erum mjög
þakklátar fyrir að hafa fengið
að kynnast þessari frábæru og
duglegu konu.
Hún var mjög barngóð og
mikill dýravinur og skynjuðum
við vel hversu traust og trygg
manneskja hún var.
Beata var líka mjög vel gefin
og dugleg í öllu sem hún gerði.
Við vorum saman í prjónaklúbb
og hafði hún aldrei lært að
prjóna en á mjög stuttum tíma
lærði hún það og var búin að
prjóna íslenska lopapeysu á ör-
skotsstundu.
Það er mikill missir að Beata
sé farin frá okkur en við eigum
einungis góðar minningar um
hana sem við munum varðveita.
Við vottum Steina og fjöl-
skyldu Beötu frá Póllandi inni-
lega samúð.
Megi elsku Beata hvíla í
Guðs friði.
Gígja og Harpa.
Það er erfitt að sætta sig við
að þú sérst farin frá okkur,
elsku Beata, langt fyrir aldur
fram. Þín er sárt saknað af
okkur öllum, þú varst yndisleg
á allan hátt, dugleg og alltaf
tilbúin að hjálpa öllum. Missir
okkar er mikill og þá sérstak-
lega Steina. Frá því við hitt-
umst fyrst hefur þú verið ein af
fjölskyldunni og áttum við
margar góðar stundir saman.
Nú ætluðuð þið Steini að
fara að njóta lífsins, búin að
koma ykkur vel fyrir í fallegri
íbúð. Sannarlega búin að vinna
fyrir því.
Blessuð sé minning þín.
Jensína og Andrés.
„Hann [Jesús] settist niður,
kallaði á þá tólf og sagði við þá:
„Hver sem vill vera fremstur sé
síðastur allra og þjónn allra.““
Lýsing Jesú á þeim sem er
fremstur allra er í raun ekki
ósvipuð lýsingu okkar á Beötu.
Það er í raun ekki hægt að
segja annað en að Beata hafi
frá því við kynntumst henni
fyrst tekið sér það hlutverk að
þjóna öðrum, hvort sem það var
með því að þjóna til borðs í
matarboðum, hjálp með flísa-
lögn eða með því að útbúa sér-
stakan matseðil fyrir Önnu í
prjónaklúbbnum, þar sem hún
vissi að hún borðaði ekki það
sama og hinir. Það fór yfirleitt
ekki mikið fyrir henni en hún
gaf sér tíma til þess að gefa af
sér og allir fundu fyrir hlýhug
frá henni, hún var bara hreint
út sagt alveg ótrúlega innilega
góð manneskja.
Dætur okkar fundu fyrir
sama hlýhug, enda gleymdu
þær ekki einn einasta dag, eftir
að hafa heyrt af veikindum
Beötu, að minna okkur á að
biðja fyrir henni, bæði á leið í
skóla og leikskóla og fyrir
svefninn. Þær litu á hana sem
vinkonu, enda spjallaði hún oft
við þær og lék sér við þær,
bæði í spilum og eltingarleik
segja þær.
Daley heyrði af því að hún
hefði verið aðeins 38 ára þegar
hún lést. Hennar viðbrögð við
því voru að segja við pabba
sinn: „Vó, ég vissi ekki að hún
hefði verið svona gömul, ég hélt
að hún væri bara 23 ára, ég
hélt hún væri miklu yngri en
þú.“ Þó Beata hafi verið ung að
aldri þá var hún ennþá yngri í
anda, elskuð af öllum og hennar
verður sárt saknað.
Við sendum Steina, foreldr-
um hennar, systkinum og allri
fjölskyldu Beötu okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Andri, Anna og stelpurnar.
Kveðja frá samstarfsfólki
á geðdeild Landspítala
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Í dag kveðjum við með trega
yndislega samstarfskonu sem
lést langt um aldur fram. Megi
Guð umvefja þig, elsku Beata.
Við sendum Þorsteini og öll-
um aðstandendum hlýjar sam-
úðarkveðjur.
Sigurlaug J. Sigurðardóttir.
Beata Rybak
Andrésson
✝ Sigríður Tóm-asdóttir fædd-
ist 2. janúar 1943 í
Álftagróf í Mýrdal,
síðast til heimilis á
Lindarbraut 5,
Laugarvatni. Hún
lést á Landspítal-
anum, Fossvogi,
31. mars 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Tómas
Lárusson frá Álfta-
gróf, f. 20.6. 1904, d. 19.9.
1983, og Sigurbjörg Bjarna-
dóttir frá N-Hvoli, f. 20.3. 1903,
d. 9.7.1985. Systur hennar: Elín
Tómasdóttir, f. 7.4. 1931, maki
Ólafur Björnsson, látinn, búsett
á Egilsstöðum, Erna Lára Tóm-
asdóttir, f. 28.8. 1932, maki
Kristinn Þórir Jóhannsson, bú-
dóttir, f. 4.4. 1964. Börn þeirra:
Friðþjófur, f. 22.1. 1986, í sam-
búð með Sveindísi Björgu
Björgvinsdóttur, f. 14.10. 1991
og er barn þeirra Sara Ant-
onía, f. 23.3. 2013. Ástþór, f.
24.7. 1989, í sambúð með Hjör-
dísi Báru Andrésdóttur, f. 30.9.
1991, og er barn þeirra Tómas
Steinn, f. 29.10. 2011. Íris f.
18.10. 1993. 2) Ásta Þóra, f.
28.6. 1964, búsett í Kópavogi.
Maki Jón Jóhannsson, f. 17.11.
1964. Börn þeirra: Snædís, f.
21.8. 1995 og Sigurður Tómas,
f. 11.12. 2001. 3) Gísli, f. 30.10.
1967, búsettur í Hafnarfirði.
Maki Kristín Ástþórsdóttir, f.
13.5. 1967. Börn þeirra: Helga
Auður, f. 8.3. 1986, maki Ás-
geir Ólafsson, f. 4.10. 1977,
barn þeirra Kristín Vilhelmína,
f. 26.12. 2012. Valdimar, f.
23.5. 1992, unnusta Guðlaug
Lilja Sævarsdóttir, f. 14.3.
1994. Ásta Þóra, f. 28.7. 1994.
Útför Sigríðar fer fram hjá
Fossvogskirkju í dag, 5. apríl
2013, kl. 13.
sett í Hafnarfirði,
og Helga Tómas-
dóttir, f. 14.5.
1938, maki Gunnar
Auðunn Oddsson,
búsett í Hafnar-
firði.
Sigríður giftist
26. ágúst 1962,
Valdimari Gísla-
syni frá Kirkjubæj-
arklaustri, f. 18.10.
1940. Foreldrar
hans: Gísli Brynjólfsson frá
Skildinganesi, f. 23.6. 1909, d.
4.5. 1987, og Ásta Þóra Valdi-
marsdóttir, fædd á Eyri við
Seyðisfjörð 11.10. 1915, d.
28.12. 1996.
Börn þeirra: 1) Tómas, f.
17.2. 1963, búsettur á Eskifirði.
Maki Sigríður María Friðþjófs-
Elsku tengdamóðir mín, hún
Sigga, lést þann 31. mars eftir
erfið veikindi sl. ár. Ég kveð
þig með söknuð í hjarta.
Minningar um sterka konu
sem aldrei féll verk úr hendi,
frábær amma barnanna minna
og sterk vinátta hennar og
Ástu alla tíð rifjast upp á síð-
ustu vikum. Minningarnar um
allan dugnaðinn, hvort sem var
í garðinum, heimilinu eða bara
að hjálpa okkur í fjölskyldunni
eða vinum, alltaf lífsglöð og
hraust.
Nú rifjast upp allar sam-
verustundirnar á Laugarvatni
þar sem alltaf var verið að spá í
mat eða bakkelsi, borðið svign-
aði af kræsingum og maginn
hló. Það var alltaf tilhlökkunar-
efni að fara til Laugarvatns um
helgar, hjálpa til á hjólhýsa-
svæðinu, börnin út um allt og
samverustundirnar með Siggu
og Dadda.
Það var alltaf gaman að
ræða málefni líðandi stundar og
Sigga lá ekki á skoðunum sín-
um á dægurmálum og pólitík,
hafði sterkar skoðanir sem hún
var óhrædd að láta í ljós af
skynsemi og rökfestu. Þetta
eru stundir sem við eigum eftir
að sakna um alla tíð. Börnin
okkar urðu þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast ömmu
sinni vel og munu búa að því
alla ævi, í þeirra huga mun
amma Sigga alltaf eiga stað í
minningunni og örugglega
munu þær minningar sefa sorg-
ir í framtíðinni.
Ég mun muna hana sem
fríska og sterka þó veikindin
hafi dregið úr henni mátt síð-
asta árið. Síðustu árin nutu þau
Daddi þess að geta sinnt hjól-
hýsasvæðinu af alúð á sumrin
og höfðu svo tækifæri til að
ferðast til heitari staða yfir
kaldasta tímann, þau nutu þess
að plana ferðirnar fram í tím-
ann og njóta síðan vel þegar
kom að því að ferðast suður í
lönd. Elsku Ásta mín missir
ekki bara móður heldur einnig
sína bestu vinkonu, svo tóma-
rúmið verður meira fyrir vikið.
Ég vil þakka þann tíma sem ég
hef átt samferða þér á lífsins
braut og minningin um þig mun
lifa í hjörtum okkar um ókomna
tíð.
Jón (Nonni).
Minning um mömmu
Kona þú, sem ólst ást þína.
Eilífð gafst og gleði.
Sköpun þinni aldrei gleymi.
Sár þín, gyðja sem grætur,
gróa senn þótt sárt nú blæði,
sindri tár og stirni á hvarma.
Þú sem þreyttir dimmar nætur
þöglu myrkri í og næði,
hulin mjúkri þoku vorra harma.
Móðir buguð, heyrðu bæn mína:
Bros þitt blítt sem öllu réði,
fegurð aftur færi þessum heimi.
Þessi ein er öll mín þrá:
enn þitt andlit rétt að sjá.
Svo ég gömul fræði forn
finn í mínu minni
magna seiðinn
sorgareiðinn
frið í hjarta svo ég finni
frelsi, kyrrð og sannleikskorn.
Allur mun þinn miski bættur
mistrið, tómið hverfa
Yndislega undravættur
aldrei mun að aftur sverfa.
Legg ég á og mæli um
að megi ljós þitt skína
með heita ást í huganum
ég yrki um móður mína.
(Heiða Dögg Liljudóttir)
Þín
Ásta.
Sigríður
Tómasdóttir