Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
✝ Árný SigríðurÞorsteinsdóttir
fæddist 21. maí
1928 í Reykjavík.
Hún lést 23. mars,
2013 á Landspítal-
anum í Reykjavík.
Foreldrar Árnýj-
ar voru Þorsteinn
Mikael Guðmunds-
son, f. 1896, d. 1957
og kona hans Guð-
rún Sigríður Guð-
björnsdóttir, f. 1895. d. 1994.
Systkini Árnýjar eru Garðar, f.
1931, d. 1996, Guðrún, f. 1935,
og Bjarni, f. 1937, d. 1958.
Árný stofnaði til hjúskapar
með Hilmari Birni Jónssyni, út-
gerðarmanni og framkvæmda-
stjóra, hinn 21. maí 1948. Hilm-
ar var fæddur árið 1925 á Borg,
Borgarfirði eystra, og lést árið
1995.
Börn Árnýjar eru: Kolbrún
Sigríður, f. 1949, maki var Daní-
el Lárusson. Kolbrún á tvær
dætur. Jón Þorbjörn, f. 1950,
að Laugum í Reykjadal, en síðan
tvö ár við Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar og lauk gagnfræðaprófi
þaðan.
Hún flutti tvítug að aldri til
heimahaga eiginmannsins á
Borgarfjörð eystra, þar sem þau
stofnuðu heimili og bjuggu
næstu þrettán árin. Árið 1961
flutti fjölskyldan búferlum suð-
ur í Kópavog til þess að auð-
velda börnunum, sem voru þá
orðin sjö, að ganga mennta-
veginn. Fyrstu sporin á vinnu-
markaðinum steig Árný sem
ung stúlka á símstöðinni á Flat-
eyri. Hún fann sér fjölbreyttan
starfsvettvang auk heim-
ilisstarfanna og stundaði meðal
annars búskap, hótelrekstur,
bókhaldsstörf og verslunar-
rekstur. Á fullorðinsaldri lauk
Árný stúdentsprófi frá öld-
ungadeild Menntaskólans við
Hamrahlíð og nokkrum árum
síðar BA-prófi í bókmennta-
fræðum frá Háskóla Íslands.
Starfsferlinum lauk hún eftir að
hafa unnið um árabil í fullu
starfi sem fulltrúi á Skattstofu
Reykjavíkur, þá 76 ára að aldri.
Útför Árnýjar verður gerð
frá Digraneskirkju í dag, 5. apr-
íl 2013, kl. 13.
maki er Dóra Guð-
rún Kristinsdóttir.
Jón á fjögur börn.
Sigrún, f. 1952. Sig-
rún eignaðist þrjá
syni, einn er látinn.
Katrín, f. 1954.
Katrín á eina dótt-
ur. Þórey, f. 1956,
maki er Helgi Þor-
valdsson. Steinunn
Bjarney, f. 1959,
maki er Sigurður
Guðmundsson. Steinunn eign-
aðist fjögur börn, eitt er látið.
Þorsteinn, f. 1961, maki er Sal-
vör Lára Olgeirsdóttir. Þor-
steinn á þrjú börn. Hilmar Árni,
f. 1964. Hilmar á þrjú börn. Af-
komendur Árnýjar eru 45, þar
af eitt langalangömmubarn.
Árný ólst upp í Reykjavík og
lauk barnaskólanámi í Miðbæj-
arskólanum. Hún fluttist með
foreldrum sínum vestur á Flat-
eyri við Önundarfjörð á ung-
lingsaldri. Hún sótti gagnfræða-
nám norður í land, fyrst tvö ár
Nú kveð ég ömmu mína, fyr-
irmynd og einn besta vin minn.
Ég er þakklát að hafa haft hana í
lífi mínu í næstum 45 ár. Ótal
minningar á ég og þær eru allar
góðar. Nokkur minningabrot: Ég
bjó á neðri hæðinni hjá ömmu og
afa fyrstu 12 árin, það var ekki
alltaf ánægjulegt fyrir foreldra
mína því ég leitaði mikið á efri
hæðina og sérstaklega ef að mínu
mati var ekki góður matur hjá
mömmu og einnig þegar ég var að
flýja skammir. Oft sat ég á
morgnana þegar ég var krakki
hjá ömmu og saman drukkum við
kaffi, mitt reyndar mjólk með
nokkrum kaffidropum og spjöll-
uðum saman. Heimilið var alltaf
líflegt, börnin mörg og mikill
gestagangur. Það voru forréttindi
að fá að sitja við eldhúsborðið eða
liggja á stofugólfinu og hlusta á
fullorðna fólkið spjalla saman og
alltaf gat maður tekið þátt í um-
ræðunum og það var hlustað.
Mörg sumur fór ég með ömmu og
afa á Borgarfjörð eystri og þaðan
eru góðar minningar. Afi var með
trillu og þau voru með litla fisk-
verkun og þar lærði (sá) maður
handverkið. Amma hengdi upp
fisk til að þurrka og reyndi ég að
gera eins, reyndar skildi ég aldrei
af hverju minn harðfiskur var allt-
af fullur af maðki en ömmu harð-
fiskur ekki. Oft keyrðum við bara
tvær einar í bíl og í þá daga voru
vegirnir ekki eins góðir og í dag
og það gekk á ýmsu á þeim löngu
ferðalögum. Bilanir og sprungin
dekk en mikið voru þetta
skemmtilegar ferðir. Ég bjó í
Þýskalandi í nokkur ár og amma
kom og heimsótti mig. Það var
gaman hjá okkur. Henni fannst
allt vera afskaplega fallegt, mikill
gróður og hún hafði gaman af tón-
listinni, bæverskri tónlist og kúlt-
úrnum í kringum það. Við höfum
reyndar oft hlegið að því þegar
hún kom og ég sótti hana á
Frankfurtarflugvöll. Ég beið og
beið og aldrei kom amma, ég
hringdi til Íslands í Kötu frænku
og spurði hvort amma hefði ekki
örugglega farið af stað. Jú, jú, hún
hafði farið, ég lét kalla hana upp
en hún kom ekki. Man að ég var
orðin örvæntingarfull um að ég
hefði týnt henni ömmu. Svo loks-
ins fyrir rælni sá ég hana innan
um ferðalanga sem voru að koma
frá Afríku. Mikið var ég fegin, ég
þurfti þá allavega ekki að afsaka
mig að hafa týnt henni. Ég man
aldrei eftir að amma hafi skamm-
að mig þó oft hafi verið ærin
ástæða til, hún hafði þau áhrif að
maður vildi standa sig vel og vera
góð fyrirmynd. Hún var svo sann-
arlega góð fyrirmynd. Eiginlega
skil ég ekki hvernig hún fór að því
að gera allt sem hún gerði. Ala
upp átta börn, sem hún hélt
reyndar fram að væru sjálfala og
nokkur barnabörn sem voru eins
og hennar börn. Vinna utan heim-
ilisins, vera með eigin rekstur.
Svo fór hún í MH, tók stúdens-
próf, fór í háskólann og lærði bók-
menntafræði og það með fullri
vinnu. Jákvæðari og glaðlyndari
manneskju hef ég aldrei kynnst.
Bara tveimur dögum fyrir andlát-
ið þá var hún enn að, skilaði skatt-
framtölum fyrir einstaklinga og
fyrirtæki. Þvílík forréttindi að
hafa átt svona ömmu og er ég
þakklát fyrir það. Ég mun alltaf
minnast ömmu með væntum-
þykju og virðingu og mun sakna
hennar.
Árný Sigríður Daníelsdóttir
(Addý yngri).
Elsku amma, án þín hefði ver-
öldin aldrei verið eins og hún er í
dag. Eftir að þú fæddir mömmu
var framtíð okkar systra strax
farin að skýrast, enda fæddist
Addý 19 árum seinna og ég síðan
eftir fimm ár.
Við fæddumst inn í stóra og
hjartagóða fjölskyldu sem þú átt
allan heiðurinn af, enda er
mamma elst af átta systkinum
sem seinna áttu eftir að verða
aukamömmur og pabbar í gegn-
um tíðina. En í miðjum hópnum
stóð alltaf kletturinn sem aldrei
veðraðist þrátt fyrir mikið annríki
heima og í vinnu, og það varst þú.
Yfirvegunin, þrjóskan og kraftur-
inn í þér varð okkur systrum mik-
ill innblástur og fyrirmynd, og
vegna þessara eiginleika hjá þér
fann maður alltaf öryggi, vænt-
umþykju og festu í lífinu sem
aldrei þurfti að hafa mörg orð um,
enda er erfitt að lýsa svo sterkri
manneskju eins og þér, og nær-
vera þín var andvirði óteljandi
sterkra lýsingarorða sem þú vild-
ir aldrei heyra í lifanda lífi, enda
fannst þér þitt hlutverk vera að
styrkja, hjálpa og hvetja aðra, en
ekki öfugt.
Ég kveð með söknuði mína
elskulegu ömmu, sem var ekki
nein venjuleg amma, heldur
kjarnakona fram í fingurgóma.
Eins og alltaf vildi hún drífa hlut-
ina af sem fyrst, enda er mér
minnisstætt þegar hún veiktist
fyrst fyrir nokkrum árum, að þeg-
ar hún var send á bráðamót-
tökuna eftir viðtal á vaktinni,
ákvað hún að koma við heima hjá
sér, klára bókhaldsverkefni, taka
á móti gestum og fara síðan upp á
deild. Þarna kom þrjóskan skýr-
lega fram sem einkenndi hana svo
vel. Hún hugsaði alltaf um aðra
áður en hún hugsaði um sjálfa sig
og barmaði sér aldrei.
En í dag standa minningarnar
ljóslifandi fyrir mér, og aldrei hef-
ur fallið skuggi á minningarnar
um ömmu, enda er um einstaka
konu að ræða sem upplifað hefur
tímana tvenna og alltaf komið til
dyranna eins og hún er klædd og
tekist á við vandamálin strax og
þau koma upp. Í dag skilur hún
eftir sig stóra arfleifð, átta börn,
fjölda barnabarna, barnabarna-
börn og síðasta sumar upplifði
hún að eignast sitt fyrsta langa-
langömmubarn sem skírt var
Árný Helga. Nafnið mun ætíð
verða minning um góða konu.
Hvíl í friði, elsku amma. Minn-
ing þín mun lifa í hjörtum okkar.
Brynja.
Kveðja frá Noregi.
Langt úr fjarlægð, elsku amma mín,
ómar hinzta kveðja nú til þín.
En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér,
ég allar stundir geymi í hjarta mér.
Ég man frá bernsku mildi og kærleik
þinn,
man hve oft þú gladdir huga minn.
Og glæddir allt hið góða í minni sál,
að gleðja aðra var þitt hjartans mál.
Og hvar um heim, sem liggur leiðin
mín
þá lýsa mér hin góðu áhrif þín.
Mér örlát gafst af elskuríkri lund,
og aldrei brást þín tryggð að hinztu
stund.
Af heitu hjarta allt ég þakka þér,
þínar gjafir, sem þú veittir mér.
Þín blessun minning býr mér ætíð hjá,
ég björtum geislum strái veg minn á.
(Höf. ók.)
Elsku Addý amma, takk fyrir
samfylgdina og allar ljúfu stund-
irnar.
Anton Tjörvi og fjölskylda,
Bergen.
Elsku Addý.
Örfá kveðjuorð til að þakka
samfylgdina og allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman gegn-
um árin, sem nú eru orðnar að fal-
legum minningum.
Mikið verður nú tilveran grá og
tómleg án þín, þú varst svo stór
partur í mínu lífi. Alltaf gat maður
poppað inn hjá þér þegar maður
var á ferðinni og alltaf var mér
tekið opnum örmum. Ófáar stund-
ir var setið yfir kaffi og spjalli við
eldhúsborðið á Digranesveginum,
sem alltaf hefur verið eins og mitt
annað heimili. Svo var maður
kvaddur með hlýju faðmlagi og
beðinn að koma sem fyrst aftur.
Addý var mikil heiðurskona og
miklum mannkostum búin, hún
var mjög fróð og víðsýn á menn og
málefni og alltaf fór maður frá
henni með meiri visku í fartesk-
inu. Ég tel það forréttindi að hafa
fengið að kynnast þessari ein-
stöku konu sem ég og synir mínir
eigum svo ótal margt að þakka,
það var enginn einn sem átti hana
að. Ég á eftir að sakna þess að
eiga ekki fleiri stundir með Addý
minni, en hinar allar varðveiti ég
ásamt ferð sem við fórum í Kjós-
ina á dögunum, hún er ógleym-
anleg. Elsku Addý, þú átt eftir að
búa í huga mínum og hjarta sem
yndisleg tengdamóðir, elskuleg
amma og ekki síst tryggur og góð-
ur vinur. Svo óska ég þér góðrar
ferðar til nýrra heimkynna mín
kæra og megi hið eilífa ljós lýsa
þér veginn.
Ég sendi ástvinum Addýjar
innilegar samúðarkveðjur.
Þú varst sú hetja svo hlý og góð
það hugljúfa vildir þú sýna.
Ég tíni í huganum brosandi blóm
og breiði á kistuna þína.
(SG)
Þín
Margrét.
Árný Sigríður
Þorsteinsdóttir
Það eru engir vasar á líkklæð-
um! Gull, djásn og mublur er
mönnum ekki tiltækt við vista-
skipti og veraldlegar eigur Sig-
urvalda hefðu allar auðveldlega
komist fyrir í einum vasa.
Frammi fyrir Pétri hefur hann
staðið keikur og ekkert íþyngt
honum hið minnsta en ég trúi því
að við þá spurningu Péturs hvort
ekki hafi hvarflað að honum að
deila með höfuðenglum þar efra
þó ekki væri nema rifnum þorsk-
hausi af Íslandi hefði hann svar-
að svo skýrt og skorinort að
sjálfur erkipostuli hefði næsta
fokið af hásæti: „Vita skaltu,
Pétur, að seint hefða ek haft þol-
inmæði eða geð fyrir gögl þau er
á bæjarburst þenja raddbönd sín
og jafnskjótt við þriðja gal af-
neitað öllum hugsjónum mínum.
Þær eru eilíf auðlegð mín og
fyrr skal ek tungudreginn, nef-
skorinn
eða lagður öfugur uppá asna
til aflimunar að hætti Ólafs kon-
ungs Haraldssonar en að ég selji
þær nokkrum manni því ekkert í
ríki þínu fær svipt mig sjónu eða
viti að ek fari á svig við þann
sannleika sem ek veit réttastan;
fyrr skal haninn fljúga hauslaus í
keltu þér, Pétur!
Í standbjörgum við Ísland
finnast enn hvannir þær rótfast-
ar svo sem er um það besta úr
fræðum Marx og Engels og get
ek mér þess til að ek hafi þær þá
nógar meðan veröldu skiptir
nokkru höfuðhugsjónir um jöfn-
uð, frelsi og bræðralag til handa
öllum mönnum.
Og fyrr mun þrítugur ham-
arinn í sjó hrynja fram en að ég
óaflátandi tigni ekki og dái slíkt
gegn helsi og arðráni hvort held-
Sigurvaldi Óli
Ingvarsson
✝ Sigurvaldi ÓliIngvarsson
fæddist á Kárastöð-
um í Svínavatns-
hreppi 8. mars
1935. Hann lést í
Reykjavík 15. októ-
ber 2012.
Sigurvaldi var
jarðsunginn í kyrr-
þey frá Grafar-
vogskirkju 24.
október 2012.
ur frá drýsildjöflum
í austri eða vestri.“
Ég minnist þess
frá Hafnarárum að
Sigurvaldi heim-
sótti mig í nokkur
skipti á laugardags-
morgnum og var
umræðuefnið út-
legging og skilning-
ur á Pater Nostr-
um, Faðirvorinu;
hinni Drottinlegu
bæn.
Sigurvaldi líktist ekki hrun-
verjum nútímans, hann var ekki
alvitri, hafði ekki uppi það geip,
hundakæti og ruddaskap sem
þar tíðkast. Hann var ekki svo
lærður að ekki mætti við bæta.
Þvert á móti hafði hann æv-
inlega uppi jafnt í samræðu um
bókmenntir, íslenskar, þýzkar
sem enskar eða fiskveiðar við Ís-
landsstrendur; hinztu rök tilver-
unnar sem helstu skýringar
hrossabænda á makavali hrossa í
víðlendi og frjálsræði Íslands
hvort heldur á Arnarvatnsheiði
eða í Borgarfjarðardölum.
Spurningar Sigurvalda um þau
hinztu rök voru sannar; hann
vildi bera sannleikanum vitni.
Enginn afsláttur þar. Grun hef
ég um að Hrunbiblían frá 2007
hafi verið honum lítt að skapi
þar sem þéringum og tvítölu var
sleppt og málvillur allnokkrar og
þýðing frá 1981 ekki leiðrétt til
samræmis við frumtexta. (Pré-
dikarinn, 10:2)
Björn í Brekkukoti bjó við
jústereraða Biblíu en hrunverjar
nútímans við afurð sinnar tíðar,
Hrunbiblíuna.
Oft fór ég í smiðju til Sig-
urvalda varðandi einstök þýzk
orð; bókakostur bestur þar sem
voru Brockhaus og Duden, ekk-
ert veggfóður þar enda vegsam-
aði hann orðabækur öðrum
fremur.
Sigurvaldi var gagnmenntað-
ur maður og bjó að hugsun þess
sem vakir þá aðrir sofa.
Drottinn: Lát þú þjón þinn í
friði fara!
Ég sendi Hjálmari, syni hans,
og vandamönnum öllum
samúðarkveðjur mínar.
Guðni Björgólfsson, kennari.
✝ Auður ÁsdísHafsteinsdóttir
Pedersen fæddist í
Reykjavík 11. febr-
úar 1943. Hún lést
á Sjúkrahúsi Akra-
ness 27. mars
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Níels Haf-
stein Pedersen, f.
25.10. 1913, d.
30.4. 1973, og Guð-
rún Hrefna Pedersen, f. 15.6.
1915, d. 13.7. 2001.
Maki: Ásgeir Krinsson, f. 3.
september 1939.
Börn þeirra eru
Ágústa Lilja Ás-
geirsdóttir, f. 25.
apríl 1961, Kristín
Ásgeirsdóttir, f. 7.
júlí 1962, og Auður
Ásgeirsdóttir, f.
30. mars 1964.
Auður Ásdís lætur
eftir sig 11 barna-
börn og 11 barna-
barnabörn.
Auður Ásdís verður jarð-
sungin frá Akraneskirkju í
dag, 5. apríl 2013, kl. 13.
Vorið komið og allur gróður
að vakna til lífsins, þá kveður
ástkær vinkona mín, hún Ásdís,
lífið. Þegar Stína vinkona mín
og dóttir Ásdísar flutti mér
þessa fregn að morgni miðviku-
dagsins 27. mars langaði mig
mest til að leggja símtólið niður
og láta sem ég þyrfti ekki að
hlusta, því þó að ég hafi vitað
að þessi dagur kæmi var ég
ekki tilbúin og sátt við að hún
væri dáin. Ég var svo lánsöm í
lífinu að fá að kynnast fjöl-
skyldunni þegar við Stína urð-
um vinkonur og var tíður gest-
ur á heimili þeirra Ásdísar og
Ásgeirs sem ávallt umvöfðu
mig með kærleika sínum sem
þau hjón áttu meira en nóg af
og naut ég þess alltaf og kem
til með að njóta þess hjá Ás-
geiri um ókomna tíð. Við höfum
svo oft gantast með það í gegn-
um árin að ég væri þessi ætt-
leidda og ég átti alltaf skjól hjá
þeim hjónum. Þau glöddust
með mér þegar vel gekk, þau
leyfðu mér að gráta þegar þess
þurfti, studdu mig ávallt og er
ég þeim óendanlega þakklát
fyrir allt. Ásdís var hlý og gef-
andi og hafði mikinn skilning á
mannlegu eðli. Við töluðum
saman hreint og beint um alla
hluti. Alltaf var svo stutt í kát-
ínu, hlátur og gleði hjá henni.
Mér þykir súkkulaði alltof gott
og þegar ég lagðist inn á spít-
ala mættu þau hjón alltaf með
stóran Toblerone og blóm.
Súkkulaðið faldi ég og borðaði
ein. Þau komu alltaf til mín á
Þorláksmessukvöld, fengu sér
kaffi og gáfu mér Toblerone og
oftar en ekki jólaskreytingu.
Oft var erfitt fyrir mig að vera
töffarinn eftir að hún veiktist,
en samt eftir hverja heimsókn
var Ásdís búin að láta mig
brosa, hún var svo mikil hetja,
svo ótrúlega sterk og við hlið
hennar stóðu Ásgeir og dæt-
urnar ávallt tilbúin. Henni var
annt um fólkið sitt og fylgdist
vel með öllum afkomendum sín-
um svo ótrúlega stolt var hún
af þessum stóra og flotta hóp.
Ég átti vissan kaffibolla heima
hjá þeim og Ásgeir vildi að ég
tæki núna bollann með mér
heim. Ég sit núna með kaffi-
bollann minn kæra og rifja upp
minningar liðinna áratuga með
tárin í augunum.
Margs er að minnast, ljúft er
að muna og það yljar núna við
leiðarlok. Ég sé hana Ásdísi
fyrir mér umvafða kærleika
sinna nánustu sem farnir voru
á undan henni og í þeirri vissu
að einn daginn hittumst við á
nýjan leik, kveð ég ástkæra
vinkonu.
Elsku Ásgeir, Lilja, Binni,
Stína, Sigurdór, Auður og fjöl-
skyldan öll. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð, og bið al-
góðan Guð að gefa ykkur styrk.
Ég þakka fyrir allar yndislegu
minningarnar. Megi þær verða
ljós í lífi ykkar og milda sökn-
uðinn.
Sigrún Ríkharðs.
Auður Ásdís Haf-
steinsdóttir Pedersen
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann