Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 43

Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 43
sem þið munuð halda áfram að dreyma og dansa saman. Blessuð sé minning Dúddýjar. Þinn tengdasonur, Jesús. Elskuleg tengdamóðir mín og kær vinkona, Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir, er látin 85 ára að aldri. Ég var svo lánsöm að hitta Braga son hennar og Kristjáns fyrir 45 árum og verða hluti af fjölskyldu þeirra, sem tók okkur Áshildi minni opnum örmum. Guðbjörg, eða Dúddý eins og við fjölskyldan kölluðum hana, var bráðvel gefin kona þó að skólaganga hennar væri ekki löng. Hún var vel lesin og gædd þeirri náðargáfu að segja skemmtilega frá. Hún lærði bæði ensku og spænsku með því að horfa á sjónvarp og lesa erlendar bækur og tímarit og nutum við Bragi góðs af tungumálakunn- áttu hennar þegar við ferðuð- umst með henni erlendis. Dúddý var mjög ákveðin og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Dugnaður var líka einkennandi fyrir hana sem kom vel í ljós í veikindum hennar sem hún fór í gegnum með mikilli reisn. Dúddý vann alla tíð við hlið Kristjáns og var mjög ósér- hlífin til vinnu, þau nutu þess að ferðast, bæði innanlands og er- lendis, og eyddu löngum stund- um á sumrin í sumarbústað sín- um í Skorradal sem þau kölluðu Litla Bæ. Þar áttu þau yndisleg- an sælureit sem við fjölskyldan nutum með þeim og áttum marg- ar góðar samverustundir. Ég og Dúddý áttum mjög gott skap saman þó að við værum að mörgu leyti ólíkar. Við unnum saman í 30 ár og bar aldrei skugga á okkar samband. Ég hafði alltaf mikla ánægju af því að vera í kringum hana og ferð- uðumst við Bragi mikið erlendis með Kristjáni og Dúddý. Eftir að Dúddý varð ekkja voru einnig farnar margar ferðir með henni á erlenda grundu og höfðum við Bragi mikla ánægju af þeim ferð- um. Hún sá alls staðar fegurð, bæði í stóru og smáu, enda mikill fagurkeri og smekkmanneskja. Dúddý var mikill Reykvíking- ur og þekkti gamla bæinn mjög vel. Þau Kristján fóru oft í langa göngutúra um gamla bæinn til að skoða gömul hús og þá var jafn- vel skyggnst inn í garða og bak við hús. Dúddý vildi varðveita gömlu húsin í Reykjavík og þá götumynd sem hún þekkti og fylgdist því vel með skipulags- málum borgarinnar. Henni fannst oft of langt gengið í nið- urrifi á gömlum húsum og ekki mátti hún heyra minnst á að flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýr- inni. Hún Dúddý hugsaði vel um Kristján sinn í veikindum hans og verður henni aldrei fullþakkað fyrir að sjá til þess að hann héldi sínum glæsileika til síðasta dags. Síðustu níu mánuðir voru Dúddý mjög erfiðir, aldrei góðar fréttir eftir að veikindin tóku yf- irhöndina. Það reyndi mikið á fjölskylduna að horfa upp á hvernig líkamleg færni hennar fór þverrandi í veikindunum en hún hafði fulla vitsmuni fram á síðasta dag. Andlát hennar var mikil líkn fyrir hana og það mátti vita að Dúddý myndi kveðja á sinn sérstaka hátt. Fimmtudag- urinn 14. mars var dánardagur Kristjáns eiginmanns hennar og valdi hún að kveðja þann dag, nánast á sömu mínútu, fimm ár- um eftir að Kristján kvaddi. Þetta sýnir hvað þau voru sam- stiga alla tíð. Ég vil þakka kærri vinkonu og tengdamóður öll yndislegu árin sem ég átti með henni. Farðu í guðs friði. Erna Eiríksdóttir, tengdadóttir og vinkona. Afi skrifaði eitt sinn: „Líttu innra með þér og sjáðu þig eins og þú ert. Finndu sjálfan þig innra þíns heima, hvort það sé fallegur skógur eða eyðimörk. Þótt þú sért einungis aska og eldur að innan sjáðu fegurðina í eldinum frá logum eldfjallsins.“ Og er ég nú búin að finna mig, umvafinn stjörnum þínum og ljósi sem einungis barnabörn finna frá afa sínum og ömmu. Þau skína bjart alls staðar í kringum mig og lýsa upp minn- ingar mínar. En stjörnur deyja og ljós þeirra dvína og það hefði mátt halda að stjörnurnar þínar myndu slokkna líka, en þær skína einungis bjartar fyrir mér, nú meir en áður. Ég vil þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gert, sagt og hugsað og ég lofa þér að ég mun alltaf einungis vera ég sjálfur. Takk fyrir allt. Kristján Jesús. Elsku Dúddý frænka mín er dáin. Ég man þegar ég sá Dúddý fyrst, þá var ég lítil stelpa með foreldrum mínum í versluninni Herjólfi, sem þau hjón, Dúddý og Kristján, ráku ásamt syni sín- um og tengdadóttur, þeim Braga og Ernu. Ég man hvað mér fannst Dúddý falleg, fannst hún eins og drottning í ævintýri. Seinna fór ég sjálf að vinna í Herjólfi í smá tíma og kynntist betur Dúddý frænku minni, Kristjáni, Braga, Ernu og börn- unum þeirra sem hjálpuðu öll til í versluninni, þá ung að árum. Dúddý og Kristján giftust ung, voru falleg hjón og afar sam- rýnd, en Kristján lést fyrir örfá- um árum. Mér þótti afar vænt um Dúddý frænku mína, við náð- um vel saman og vorum alla tíð góðar vinkonur og gátum talað saman um allt milli himins og jarðar. Við hjónin fengum kon- unglegar móttökur, með veislu- borði sem svignaði undan kræs- ingunum, þegar við komum í heimsókn til hennar. Síðastliðið ár átti Dúddý við hrakandi heilsu að stríða og var hún á spítala. Ég heimsótti frænku mína og vin- konu nokkrum sinnum þangað og bar hún sig vel þrátt fyrir hrakandi heilsu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég veit að Dúddý er nú á góð- um stað með Kristjáni sínum. Ég votta Braga, Maríu og fjölskyld- um þeirra mína dýpstu samúð. Ingibjörg Sigurðardóttir. Í dag kveðjum við föðurömmu okkar í hinsta sinn. Dúddý amma, eins og við barnabörnin kölluðum hana, var einstaklega glæsileg og vel gefin kona sem hafði jákvæð áhrif á samferða- fólk sitt. Amma var fædd og upp- alin í Reykjavík og var alla tíð stolt af því að vera Reykvíking- ur. Það var merkilegt fyrir okkur barnabörnin að fá að heyra sögur hennar af uppeldisárunum, fjöl- skyldunni, fátæktinni og mann- lífinu sem hafði svo mótandi áhrif á lífsviðhorf hennar. Amma hafði mikinn áhuga á málefnum líðandi stundar og var óhrædd við að láta skoðanir sínar í ljós. Hún var hrókur alls fagnaðar í fjölskylduboðum þar sem þjóð- málin hafa ætíð verið rædd í þaula og vorum við systkinin ekki há í loftinu þegar við fórum að blanda okkur í þær umræður. Við lærðum snemma af ömmu að skoðanaleysi kemur manni ekki áleiðis og að hver er sinnar gæfu smiður. Á tímamótum sem þessum reikar hugurinn til allra þeirra góðu samverustunda sem við systkinin áttum með ömmu og afa. Helgarnar á Kleppsveginum þar sem farið var í göngutúra, sest niður við skák, sippað í for- stofunni, dansað diskó í sjón- varpsherberginu og spjallað við eldhúsborðið. Þær voru einnig ófáar helgarnar sem við fórum saman í bústaðinn þeirra í Skorradal þar sem göngutúrar og útivera í náttúrunni voru í miklu uppáhaldi. Á kvöldin var svo iðulega setið saman yfir spil- um og þjóðfélagsmálin krufin. Það var þroskandi fyrir unglinga að vera þátttakendur í slíkri um- ræðu og mikilvægur þáttur í því að móta þá fullorðnu einstak- linga sem við erum í dag. Amma var í mörgu ólík sinni kynslóð, og ekki hin hefðbundna ömmuímynd, sem gerði hana af- ar áhugaverða og skemmtilega. Var hún alla tíð sannur heims- borgari, hún elskaði að ferðast, hafði brennandi áhuga á tísku og fylgdist vel með „stjörnum“ sam- tímans. Öll höfum við systkinin átt góðar og eftirminnilegar stundir með ömmu á erlendri grundu þar sem við fengum að kynnast henni enn betur. Gleym- um við aldrei stundunum með ömmu og afa á Spáni sem þau heimsóttu oft. Ferðaáhugi ömmu hefur smitast til yngri kynslóða í fjölskyldunni og skipar Spánn og minningarnar þaðan sérstaklega stóran sess í lífi okkar allra. Amma og afi voru glæsileg hjón og ástin á milli þeirra fór ekki framhjá nokkrum manni sem umgekkst þau. Samband þeirra var til mikillar fyrirmynd- ar. Á milli þeirra ríkti skilyrð- islaus umhyggja, ást og virðing sem kom enn sterkar í ljós eftir að afi veiktist. Sú vinna og sá styrkur sem amma sýndi við að sinna afa var aðdáunarverð og engu minni var sá styrkur sem hún sýndi í eigin veikindum síð- ustu mánuði. Við teljum það engri tilviljun háð að amma kvaddi þennan heim nákvæm- lega fimm árum eftir að afi lést, nánast upp á mínútu. Fyrir okk- ur er það merki um hið sterka og fallega samband sem einkenndi þeirra hjónaband í rúma sex ára- tugi. Amma var okkur einstaklega góð fyrirmynd. Jákvæðni henn- ar, glæsileiki og lífsgleði mun ætíð fylgja okkur. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allar góðu samverustundirnar. Guðbjörg Lilja, Styrmir Þór, Kristján Páll og Áshildur. Elskuleg langamma okkar er látin. Dúddý amma var ekki eins og flestar langömmur, hún hafði mikinn áhuga á tísku, naut þess að klæða sig upp og mætti alltaf í háum hælum í boð. Þegar við hrósuðum henni fyrir skóna sem hún var í sagði hún; „þessa skó hef ég átt heillengi og eins og þið vitið elskurnar fer tískan í hringi,“ og svo hló hún. Amma hafði ferðast um allan heim, upplifað margt og þekkti mjög marga. Hún hafði því frá mörgu að segja og sagði svo skemmtilega frá. Við langömm- ustelpurnar gátum setið og hlustað á hana tímunum saman og okkur leiddist aldrei. Það var virkilega gaman að heimsækja ömmu og afa á Kleppsveginn og koma upp í bú- staðinn þeirra í Skorradal. Þau vildu gera allt til að skemmta okkur, alltaf var stutt í hláturinn og mikið líf og fjör í kringum þau. Amma er kona sem við höfum ávallt litið upp til og okkur dreymir allar um að líkjast henni þegar við verðum eldri. Við kveðjum ömmu með sökn- uði og munum ætíð minnast hennar. Unnur Jóna, Erna Björk, Steinunn Margrét, Tinna Sól, Erna María, Birna Mjöll, Elín og María Ósk. Það er skrýtið og óraunveru- legt að Dúddý hafi kvatt fyrir fullt og allt. Hún hefur verið hluti af fjölskyldunni frá því að elstu menn muna. Hún var kornung þegar hún og Diddi, bróðir mömmu okkar, Jennýjar, fóru að vera saman. Dúddý varð eins og tákn um stöðugleika lífsins, af- stæði tímans og þráðinn sem aldrei slitnar. Í samheldnum systkinahópnum var mikið sam- neyti og ástríki, en umgengni var mismikil eftir aðstæðum og tíma- skeiðum. Mamma var yngst og bara 11 ára þegar Bragi fæddist enda þótt einungis sex ár skilji þær mágkonurnar að. Þær voru því ekki samferða í barneignum og barnastússi. En mamma leit upp til bróður síns og mágkonu, þau voru einstaklega samhent og urðu henni kjölfesta, fyrirmynd og félagsskapur. Í fjölskyldual- búminu er að finna mynd af glæsilegu fólki í fínum gleðskap, það eru Diddi og Dúddý, pabbi og mamma. Að öðru leyti snúast bernskuminningar okkar systra – mín, Sigrúnar og Aldísar – að- allega um ferðir í búðina þeirra, Herjólf, sem var eins og hvert annað konungsríki, fjölskyldan á heimavelli og tengsl við gesti og gangandi báru vitni um glettni, vinskap, heiðarleika og traust. Nýr kapítuli tók við eftir að mamma varð ekkja eftir andlát Jóa stjúpa okkar árið 1992. Ferð- ir hennar með Didda og Dúddýju urðu tíðar, í Skorradalinn, á æskuslóðirnar á Vestjörðum, til Spánar þar sem hún dvaldi hjá þeim í góðu yfirlæti – þótt sú stutta kvartaði stundum yfir gönguferðunum enda hjónin sér- lega vel á sig komin. Þau voru umhyggjusöm, traust og ræktar- leg og tíminn með þeim í Samfrí- múrarareglunni var mömmu mikill styrkur. Enn á ný urðu kaflaskil þegar Diddi dó fyrir fimm árum. Þá voru þau bara þrjú eftir af þessari kynslóð, mamma, Dúddý og Garðar bróð- ir mömmu. Mágkonurnar bund- ust enn sterkari böndum og kynni okkar systra við Dúddýju þar með. Það var svolítið eins og að eignast vinkonu til viðbótar við fjölskyldumeðlim, eins og að kynnast upp á nýtt. Það var gam- an að heyra Dúddýju segja frá uppvexti sínum og systkinum, Bræðraborginni sem hún bjó í sem barn og stendur nú glæsileg á Bræðraborgarstígnum, skemmtilega skökk í götumynd- inni. Saman áttum við einnig góðar minningar um Eiríku vin- konu mína og frænku hennar sem lést langt um aldur fram og það var heilun og huggun að heyra Dúddýju tala um hana. Dúddý var einstök manneskja, víðsýn og fróð, sérlega skörp og minnug. Hún hafði mikla réttlæt- iskennd og ákveðnar skoðanir sem hún lá ekki á en var á sama tíma sanngjörn og traust í sam- ræðum. Hún bar virðingu og um- hyggju fyrir öðru fólki sem birt- ist ekki síst í því að í návist hennar leið manni eins og maður væri alveg sérstakur. Það er með virðingu og þakklæti í huga sem við systurnar og mamma kveðj- um Dúddýju og sendum Braga, Maríu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þorgerður Einarsdóttir. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Það hæfir vel að kveðja hana Guðbjörgu Lilju (Dúddý) með niðurlagi kvæðisins Ferðalok eft- ir listaskáldið góða þegar frændi minn og sómadrengurinn Krist- ján Sigfússon (Diddi) kallar hana til sín á sínum eigin dánardegi 14. mars 2008. Hverju sem fólk kýs að trúa þá kom kall þeirra beggja sama dag og sömu stund. Rétt fimm ár skildu að. Það eru áreiðanlega vandfundin hjón sem síðustu þrjár ljóðlínurnar eiga betur við en þau Diddi og Dúddý svo samrýmd og samhent sem þau voru á langri lífsgöngu. Dúddý tengdist stórri ætt er hún, tæplega átján ára, giftist frænda mínum Kristjáni Páli Sigfússyni þann 23. júní 1945. Ætt hans hefur lengi verið kennd við Litlabæ í Skötufirði við Ísa- fjarðardjúp sem þá var eitt fjöl- mennasta kot á þeim slóðum en er nú virðulegt safn sem hefur þá sérstöðu að hafa aldrei verið höfðingjasetur en er í dag lifandi minning um hvernig alþýðufólk sótti lífsbjörg í greipar Ægis og framfleytti sér fremur af auðæf- um hafsins en því litla sem landið gaf. Það er því ekki tilviljun að Diddi og Dúddý komu sér upp unaðsreit í Skorradal og skírðu hann Litlabæ. Það hæfði Dúddý vel að tengj- ast manni með þessar rætur því bæði voru þau af fólki komin þar sem arfurinn var dyggðir og mannkærleiki fremur en verald- legur auður. Saman ráku þau um árabil matvöruverslunina Herj- ólf í Skipholti. Á þeim árum stóðu eigendur sjálfir í verslun, þekktu sína viðskiptavini og hvað þeim hentaði, leiðbeindu og að- stoðuðu við vöruval. Herjólfur varð því miðpunkturinn í tilver- unni sem sameinaði fjölskylduna. Ekki þarf neinn að undra að Diddi hafi orðið hrifinn af þessari ungu konu. Hún var stórglæsileg en hafði að auki þá mannkosti til að bera sem hann var sjálfur al- inn upp við í foreldrahúsum. Eig- inleikum hennar er vel lýst með orðunum hreinskiptni og heiðar- leiki. Dúddý var ekki fyrir að fara í launkofa með skoðanir sín- ar. Hún bar lof á það sem henni fannst lofsvert en gagnrýndi tæpitungulaust það sem var að hennar mati ósæmandi. Það er því ekki ofmælt að hún hafi verið ímynd hins sanna og heiðarleika. Við eigum aðeins góðar minn- ingar um samverustundir með þeim sómahjónum, fyrst á Ísa- firði á okkar heimili en síðustu árin við eldhúsborðið á Klepps- veginum. Alltaf hressti það and- ann að hitta og ræða við Dúddý eins og að vera í hlýjum sunn- anvindi. Hennar verður sárt saknað og að leiðarlokum send- um við Salbjörg þeim Braga, Ernu, Maríu og Jesus ásamt öll- um vandamönnum innilegar samúðarkveðjur og biðjum góð- an Guð að varðveita minninguna um þessa mætu konu. Ólafur Bjarni Halldórsson. Það var táknrænt að andlát Dúddýjar varð nákvæmlega á sama tíma og manns hennar, Kristjáns frænda míns Sigfús- sonar, fyrir fimm árum. Atvikið minnir okkur sem þekktu þau á hve samrýnd þau voru alla tíð, ástfangin til hinsta dags og trygg hvort öðru. Þau voru alltaf sam- an; unnu saman, áttu sameigin- leg áhugamál, ferðuðust og nutu lífsins glæsileg bæði tvö. Dúddý bauð til veislu í tilefni stórafmæl- is fyrir nokkrum árum og sté í pontu og ávarpaði veislugesti í leikandi léttum dúr en hún gleymdi einu og fór því aftur að ræðustólnum; hún gleymdi að tala beint til mannsins síns sem þá var orðinn sjúklingur, en sat og horfði á konu sína aðdáun- araugum, og segja honum að hún elskaði hann. Líkt henni sem alltaf var svo kjörkuð og áræðin. Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar hún tjáði sig, svo áhrifaríkt var augnablikið. Þessu gleymi ég ekki. En gamansemin var ekki langt undan. Í þessari sömu veislu sagðist hún hafa hó- að okkur saman til að fá að vera með okkur sjálf því því yrði öðru- vísi farið við jarðarför hennar. Ég kynntist Dúddý fyrir margt löngu þegar ég, ung að ár- um, réð mig í eina af verslunum Silla og Valda í Reykjavík en þar var Kristján maður hennar versl- unarstjóri og hún við afgreiðslu- störf. Þar nutu hjónin sín vel, voru vinsæl og lipur innanbúðar enda ráku þau sjálf í kjölfarið verslun um langt árabil. Þau voru bráðskemmtilegt sam- starfsfólk og vissu nákvæmlega hvað okkur unga fólkinu kom best. Dúddý var glæsileg kona á velli, ákveðin og stóð oft föst á sínu en að sama skapi orðheppin og sagði skemmtilega frá. Hún hafði mikla útgeislun og var hlát- urmild sem smitaði út frá sér enda oft glatt á hjalla hjá okkur í búðinni og ekkert var okkur óviðkomandi í umræðunni um líf- ið og tilveruna. Gegnum árin gát- um við Dúddý alltaf rifjað eitt- hvað skemmtilegt upp frá gamalli tíð og hlegið saman þeg- ar við hittumst. Það gerðum við einnig þegar ég heimsótti hana undir það síðasta þó af veikum mætti væri. Sá góði vinskapur sem skap- aðist í búðinni forðum daga á milli okkar Dúddýjar og Krist- jáns risti djúpt, var ástríkur og hefur haldist allar götur síðan, bæði við þau hjónin og börnin þeirra. Fyrir það er ég óendan- lega þakklát. Ég kveð nú þessa mætu konu og votta Braga, Mar- íu Önnu og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Halldóra Sigurgeirsdóttir. Nú þegar ég kveð frænku mína Dúddý, eins og hún var kölluð, langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum. Dúddý var nefnd Guðbjörg í höfuðið á ömmu okkar Guðbjörgu Guð- mundsdóttur en var alltaf kölluð Dúddý. Við vorum systkinabörn og ólumst upp í nábýli, þar sem fjögur systkini bjuggu ásamt fjölskyldum sínum í þremur hús- um á Bráðræðisholtinu. Þrjár systur og einn bróðir, sem var faðir minn. Amma okkar, Guð- björg, bjó í sama húsi og við vor- um eins og ein stór fjölskylda. Það var gaman hjá okkur krökk- unum og við Dúddý lékum okkur saman ásamt hinum frændsystk- inunum í móunum í kring, á tún- unum og á fiskistæðunum þar sem fiskurinn var þurrkaður. Margar skemmtilegar og góðar minningar eru frá þessum tíma. Seinna fluttum við í austurbæinn og alltaf hélst sambandið á milli fjölskyldnanna. Ég minnist Dúddýar með sinn létta og fallega hlátur. Alltaf svo hlý og góð. Dúddý giftist ung Kristjáni Sigfússyni sem var allt- af kallaður Diddi. Ég minnist þess hvað brúðkaupið var flott og þau svo fín og glæsileg. Dúddý og Diddi voru alla tíð mjög sam- rýnd hjón og áttu svo vel saman. Ég vil þakka Dúddý fyrir góð- ar stundir og vináttu í gegnum öll árin. Hennar er sárt saknað, en minningin lifir. Guð veri með þér Dúddý mín. Ég votta Braga, Maríu og fjölskyldum þeirra samúð mína. Þín frænka, Ruth Petersen Sigurhannesdóttir. MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.