Morgunblaðið - 05.04.2013, Page 44

Morgunblaðið - 05.04.2013, Page 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 ✝ ÞórhildurJónsdóttir, Tóta, fæddist á Hvammstanga 19. nóvember 1965. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi föstu- daginn 29. mars 2013. Tóta var dóttir hjónanna Jóhönnu Björnsdóttur, f. 4. ágúst 1930, og Jóns Marz Ámundasonar, f. 11. október 1921, d. 12. júní 2000. Systkini hennar eru: Guðrún, f. 1. nóvember 1950, gift Hall- dóri H. Árnasyni og þau eiga einn son. Ámundi Grétar, f. 14. apríl 1952, og hann á tvo syni. Birna, f. 23. nóvember 1954, gift Eiríki Jónssyni og þau eiga þrjú börn. Dagbjört, f. 19. des- ember 1955, gift Hermanni J. Ívarssyni og þau eiga tvo syni. Daði, f. 12. ágúst 1958, í sambúð með Olgu S. Ákadóttur og þau eiga þrjár dætur. Svanhildur, f. urskóla Íslands árið 1992 sem leikskólakennari. Hún starfaði sem leikskólakennari í Reykja- vík allt þar til hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til Würzburg í Þýskalandi en þar bjó hún frá árinu 2001 til ársins 2007. Þá flutti hún aftur heim til Íslands og hóf störf að nýju sem leik- skólakennari í Reykjavík, lengst af í Hulduheimum en síðast í Vinagerði. Tóta var ekki mikið fyrir að fara troðnar slóðir. Hún var mjög kærleiksrík, fordómalaus, æðrulaus og mikið náttúrubarn. Tóta var alltaf glaðvær og mik- ill grúskari. Helstu áhugamál hennar voru myndlist og önnur listræn sköpun. Hún notaði listamannsnafnið Húna og vann t.d. fjölda korta fyrir vini og ættingja og einnig skrautskrif- aði hún, teiknaði og málaði. Tóta spilaði á gítar og söng. Hún var virk í starfi frið- arhreyfinga og kynnti sér húm- anisma. Tóta var mikill fagmað- ur í starfi sínu sem leikskólakennari og var áhuga- söm og framsýn. Þetta kom vel fram í því hvað hún lagði mikla rækt við foreldrasamstarf. Útför Tótu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 5. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15. 30. ágúst 1961, gift Bárði Helgasyni og þau eiga tvö börn. Börn Tótu eru: Erla Rún, f. 7. nóv- ember 1989, í Reykjavík, í sam- búð með Jóhanni Páli Kulp, f. 31. janúar 1989, Urður Mist, f. 14. sept- ember 1993, í Reykjavík og Björn Máni, f. 1. desember 2004 í Würzburg í Þýskalandi. Eftirlifandi unnusti Tótu er Steinn Skaptason, f. 19. mars 1963. Móðir hans var Svein- fríður Guðrún Sveinsdóttir, f. 30. apríl 1929, d. 16. febrúar 1993, og faðir hans er Svein- berg Skapti Ólafsson, f. 7. októ- ber 1927. Tóta ólst upp á æskuheimili sínu í Bjarghúsum í Vestur- Húnavatnssýslu fram á ung- lingsaldur en þá fór hún suður til Reykjavíkur í framhalds- skóla. Hún útskrifaðist frá Fóst- Elsku besta, fallegasta og yndislegasta mamma í öllum heiminum, orð fá því ekki lýst hvað við söknum þín mikið og hversu sárt það er að missa þig svona snemma frá okkur. Að heyra ekki sönglið í þér þegar þú varst að vaska upp og taka til í eldhúsinu, að fá ekki knús frá þér aftur, því það voru bestu knús í heimi, að heyra ekki lengur fallega og innilega hlát- urinn þinn þegar við krakkarnir vorum eitthvað að fíflast, að heyra ekki „góða nótt, sofðu vel og dreymi þig fallega“ fyrir svefninn. Þú varst svo falleg og með svo gott hjarta og varðst aldrei reið eða fúl, heldur mætt- ir okkur með skilning og opinn faðm. Það væri erfitt eða jafn- vel ekki hægt að finna betri manneskju en þú varst. Eitt sem var líka svo aðdáunarvert við þig var að þú týndir aldrei barninu í þér. Þú gast sett þig í spor allra barna og leikið við þau og skilið þau. Um leið og það er svo sárt að kveðja þig, þökkum við þó fyrir að hafa átt þig sem móður og að hafa fengið þann tíma sem við fengum með þér. Við munum alltaf geyma þig í hjörtum okk- ar og tökum þig með allt sem við förum og gerum það sem eftir er. Við tökum þig með á tónleika, því þú elskaðir góða tónlist og að fara á tónleika, við ferðumst með þig í hjartanu á alla þá staði sem við eigum eftir að heimsækja og þú varst ekki búin að fara til og þú verður með okkur í hjörtum okkar þeg- ar við eignumst okkar börn og segjum þeim sögur af svo ynd- islegum engli sem hefði verið amma þeirra. Við elskum þig mest og best, að eilífu og alltaf. Erla Rún, Urður Mist og Björn Máni. Hetja er fallin. Hetja sem var elskuð, dáð og virt. Hetjan, Þór- hildur eða Tóta, var litla systir mín. Hún háði harða og snögga baráttu við krabbamein sem náði að sigra hana á mjög skömmum tíma. Tímann sem hún hafði til stefnu nýtti hún vel og hann var dýrmætur allt fram á síðustu stundu. Minningarnar streyma, mað- ur sér hana fyrir sér sem lítið stelpuskott í sveitinni, glaðvær og að athuga heiminn. Heim- urinn stækkaði svo eftir því sem árin liðu en gleðin var alltaf hennar aðalsmerki og til staðar fyrir allt og alla. Um tíma voru samskipti ekki til staðar á milli okkar en þeim mun meiri þegar þau hófust að nýju. Þá var yndislegt að kynn- ast gullmolunum hennar Tótu og mesta stolti hennar, börn- unum Erlu Rún, Urði Mist og Birni Mána svo og tengdasyn- inum Jóa. Hún umvafði þau ást og kærleika og hafði endalaust tíma fyrir þau. Þannig var hún einnig í starfi, mikil fagmann- eskja og vinsæl. Tóta fór oft ótroðnar slóðir, þurfti að kanna heiminn á sín- um forsendum og þannig eign- aðist hún mjög stóran vinahóp. Vinir eru dýrmætari en gull og það fann Tóta sannarlega í veik- indum sínum. Þær eru ófáar fal- legu kveðjurnar og kærleikur- inn til hennar á „fésbókinni“. Hún hafði á orði að það hefði gefið henni ómældan kraft í veikindunum. Það er ekki hægt að segja að Tóta hafi gengið í gegnum lífið í gullskóm en hún var svo lánsöm að eiga góða vini og fjölskyldu sér til stuðnings á erfiðum tím- um. Lífið kenndi Tótu margt og lífið gaf henni margt en hún kunni líka að njóta þess. Fann stóru ástina í lífi sínu frekar seint en naut hverrar stundar með honum Steini sínum. Hann stóð við hlið hennar sem klettur allt frá fyrsta degi veikindanna og það var henni ómetanlegur styrkur og stuðningur. Tóta hafði stórt hjarta og þar var pláss fyrir alla sem henni þótti vænt um, þar ætlaði hún sér að geyma okkur öll. Núna á erfiðum tímum er dýrmætt að eiga góðar minn- ingar, eitthvað sem ekki verður tekið frá manni, það er ljúft. Ég held að heimurinn yrði betri ef lífsmottó systur minnar yrði haft að leiðarljósi: „All You Need is Love.“ Svanhildur. Í dag kveðjum við elskulega systur og mágkonu með miklum söknuði og trega í hjarta. Þór- hildur eða Tóta, eins og hún var ávallt kölluð, var með stórt hjarta. Börn voru henni mjög kær og allt frá unga aldri hændust börn að henni og hafði hún alltaf tíma til að sinna þeim. Ekki nutu aðeins hennar eigin börn hjartagæsku og mildi hennar, heldur börn annarrra, t.d. systkinabörnin, sem dýrk- uðu frænku sína. Það sást á heimili hennar að þar voru börn alltaf velkomin, enda tók hún alltaf á móti þeim með mikilli gleði. Tóta vann lengst af sínum starfsferli við að sinna börnum, sem leikskólakennari og /eða sem leikskólastjóri á höfuðborg- arsvæðinu en einnig úti á lands- byggðinni. Í upphafi starfsfer- ilsins vann hún við leikskólann á Hvammstanga og dvaldi hún þá á heimili okkar í um tvö ár. Þann tíma fengu synir okkar að njóta samvista við Tótu, sem var óþreytandi við að segja þeim sögur, syngja fyrir þá eða teikna og skapa eitthvað. Hún var mikil listakona í sér og skapaði mörg listaverkin með teikningum og skrautskrift og nutum við oft góðs af því. Í veikindum sínum sýndi hún mikið æðruleysi og jákvæðni. Hún kenndi fólki í kringum sig mjög margt, t.d. að ekkert er sjálfsagt í lífinu. Það var alltaf mjög stutt í glensið og grínið hjá henni þrátt fyrir miklar þjáningar í veikindum hennar. Hún bar hag barna sinna mjög fyrir brjósti og það var hennar heitasta ósk að þau gætu átt heimili saman og varð henni að ósk sinni áður en hún kvaddi. Við þökkum elskulegu systur og mágkonu okkar allar ynd- islegu samverustundirnar. Hvíl í friði. Dagbjört og Hermann. Elskulega Tóta systir mín lést á líknardeildinni í Kópavogi eftir baráttu við erfiðan og ólæknandi sjúkdóm. Hún ólst upp í sveitinni og var yngst af okkur sjö systkinum. Tóta hafði einstaklega gott lag á börnum og voru þau fljót að hænast að henni. Hún byrjaði ung að passa börn fyrir systkini sín og nágranna og síðar varð leik- skólakennsla ævistarf hennar. Tóta var líka ákaflega listræn, teiknaði, málaði, skrautskrifaði og bjó til fallegar gjafir. Ég á fallega skrifuð bréf og teikn- ingar eftir hana sem ég varð- veiti vel. Hún spilaði einnig á hljóðfæri og hafði góða söng- rödd. Tóta systir mín var af- skaplega félagslynd, jákvæð og öllum góð og naut þess að hafa fjölskyldu og vini í kringum sig. Náin var hún börnum sínum og tengdasyni sem sýndi sig í mik- illi ástúð og umhyggju hjá þeim hverju fyrir öðru. Hún barmaði sér aldrei sem sást best í veik- indum hennar er hún barðist áfram jákvæð og raunsæ þótt hún væri sárkvalin. Í veikind- unum var hennar stoð og stytta Steinn unnusti hennar sem annaðist hana af mikilli ást og umhyggju sem ber að þakka fyrir. Ég ætla að geyma allar góðu og fallegu minningarnar um elsku litlu systur mína. Hvíl í friði. Þín systir, Birna Jónsdóttir. Þegar við settumst niður til þess að skrifa nokkur minning- arorð um okkar elskulegu Tótu gripum við í ljóðabókina „Að sigra heiminn“ eftir Stein Stein- arr. Þessa bók færði Guðrún, systir Tótu, okkur eftir að Tóta veiktist alvarlega. Okkur fannst ljóðið „Siesta“ eiga vel við sem kveðjuorð til hennar. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr) Minning Tótu mun lifa í huga okkar allra og birtist í starfi leikskólans. Hennar hugsjón í starfi, virðing fyrir samstarfs- fólki og börnum og síðast en ekki síst verkefnið „Barn vik- unnar“ mun lifa í menningu leikskólans Hulduheima um ókomna tíð. Við sendum börnunum henn- ar, Erlu Rún, Urði Mist og Birni Mána, Steini sem og öðr- um aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Við söknum þín elsku Tóta okkar. Fyrir hönd starfsfólks Leik- skólans Hulduheima, Jónína, Bryndís, Gróa, Karlotta og María Una. Þá er hún Tóta okkar horfin á braut. Laus við allar þján- ingar, en við hin orðin fátækari fyrir vikið. En samt ekki, því minningin mun lifa sterk í hin- um fjölmörgu vinum og ættingj- um sem eftir standa. Við erum því að vissu leyti ríkari en sú manneskja sem ekki naut þeirra forréttinda að kynnast Tótu. Sem barn var ég afskaplega hrifinn af Tótu frænku, en það reyndist svo vera einn af henn- ar fjölmörgu eiginleikum, hvað hún náði einstaklega vel til barna. Þegar hún bjó hjá okkur um tíma á Hvammstanga, átti hún alltaf tíma fyrir litla uppá- haldsfrænda sinn, eins og hún orðaði það. Við heilsuðumst þá oft að eskimóa sið, sem mér þótti alltaf svo sniðugt. Ég varð strax dolfallinn yfir því hversu listræn hún frænka mín var og þótti mikið til koma. Hún lét það líka oft eftir frænda sínum að teikna eitthvað skemmtilegt fyrir hann. Teiknimyndasögur og kennsluefni í myndrænum stíl átti eftir að hafa ofan af fyr- ir mér um nokkurt skeið. Mörgum árum seinna þegar Tóta var komin heim frá Þýska- landi sátum við heima í stofu hjá henni að skoða myndir sem Björn Máni hafði teiknað. Greinilegt var að hann hafði erft listræna hæfileika frá móð- ur sinni. Stolt sagði hún mér að strákurinn líktist svolítið uppá- haldsfrænda sínum á þessum aldri. Mikið þótti mér vænt um að heyra það. Það var svo í október á síð- asta ári, að ég lendi í basli við eldamennsku. Kominn með langan innkaupalista, ætlaðan fyrir tyrkneska matargerð og algjörlega að brenna á tíma. Eitt símtal við Tótu og málin voru leyst. Af Háaleitisbraut- inni fór ég með fullan poka af nauðsynjum, fullan hausinn af fróðleik og fulla vissu um að þetta ætti allt eftir að ganga upp hjá mér. Enn og aftur varst það þú, kæra frænka, sem gafst svo mikið af þér. Sögu sagðir þú mér af bláa, tyrkneska auganu með svo miklum og góðum boð- skap og eldaðir chili handa okk- ur örsnöggt á pönnu. Við áttum nefnilega samleið í eldhúsinu líka. Við ætluðum svo í kjölfarið að hittast fljótlega eftir þetta og elda eitthvað saman, en af því varð ekki. Af æðruleysi tókstu á við erf- iðan sjúkdóm, umvafin vinum og vandamönnum. Þú hélst áfram að gefa af þér til síðustu stundar. Elsku frænka, eins og þú sagðir sjálf, þú áttir alveg hell- ing í mér og munt alltaf gera. Steini, Erlu, Jóa, Urði og Birni votta ég innilega samúð mína, sem og öðrum í fjölskyld- unni. Það sama gildir um vini Tótu. Þinn frændi, Jón Ívar Hermannsson. Elsku Tóta mín er farin á vit feðra sinna. Hún fór alltof snemma og það er erfitt til þess að hugsa að aldrei aftur verður svo margt. En Tóta skildi eftir sig spor í lífi allra sem voru svo lánsamir að kynnast henni. Ég var ein af þeim heppnu. Tótu kynntist ég árið 1986 í litlu þorpi úti á landi. Ég sótti þá um vinnu þar sem hún var yfirmaður. Á þeim tíma var ég með fjólublátt hár og Tóta sagði mér seinna að að sjálfsögðu hefði hún ráðið stelpuna með fjólubláa hárið, það var spenn- andi. Þetta lýsir Tótu vel. Hún dæmdi fólk aldrei en var spennt að kynnast flóru mannkynnsins. Árin 1986-87 vorum við óað- skiljanlegar. Við unnum saman og frístundunum eyddum við líka saman. Hún bjó hjá Döggu systur sinni og ég beint á móti. Það voru ófá skrefin yfir göt- una. Alltaf var gott að koma til Döggu og Hemma. Þar vorum við rétt tvítugar stelpur, föndr- uðum, hlustuðum á tónlist og fengum að njóta lífsins. Ég hugsa til þessa tíma með sökn- uði en er jafnframt þakklát fyr- ir allar þær minningar sem koma upp í höfuðið. Eftir að við fluttum báðar til Reykjavíkur var ekki lengur hægt að trítla yfir götuna en sterk vinabönd höfðu myndast. Við fluttum hvor í sitt landið svo alltaf urðu skrefin fleiri á milli okkar. Þegar við hittumst svo aftur eftir næstum 20 ára aðskilnað var eins og við hefðum hist í gær. Hún orðin þriggja barna móðir, ég tveggja barna og löngu hætt að vera með fjólu- blátt hár. Við tókum upp þráðinn þar sem frá var horfið og bjuggum til fleiri minningar. Tónleikar, mótmæla óréttlæti eða tala um lífið og tilveruna. Innst inni höfðum við lítið breyst nema það sem lífið sjálft hafði breytt okkur. Svo kom höggið. Tóta átti ekki langt eftir. Stundum getur lífið verið virkilega óréttlátt en aðalstyrkurinn var þó í Tótu sjálfri. Hún sýndi þvílíka hetju- dáð alveg fram á síðustu stundu. Æðruleysið, kærleikur- inn og raunsæið sem bjó í henni. Tóta lifir enn í hjarta mínu þó ég verði að kveðja hana um sinn. Við tökum aftur upp þráð- inn þegar við hittumst næst. Elsku Steinn, Erla, Urður og Björn Máni. Ég vona innilega að þið finnið styrk í gegnum þessa miklu sorg sem á ykkur er lögð. Mömmu Tótu og systkinum óska ég þess sama. Elsku Tóta, minning þín lifir. Kristín Guðmundsdóttir (Stínus). „Í dag er sólskin. Sólargeisl- arnir eru faðmlag mitt til ykkar allra í Vinagerði.“ Þessa fallegu kveðju gaf Tóta mér þegar ég heimsótti hana í síðasta skipti á líknardeild LSH. Tóta var sjálf eins og sólin, björt, hlý, umvefjandi og öllum góð. Þórhildur Jónsdóttir eða Tóta eins og hún var alltaf köll- uð hóf störf hjá okkur í leikskól- anum Vinagerði sem deildar- stjóri í byrjun september 2011. Í árum talið vann hún ekki lengi hjá okkur því hún veiktist eftir nokkurra mánaða starfstíma. En tíminn er afstæður og Tóta þurfti ekki lengri tíma til að festa sig í sessi í leikskólanum og hafa áhrif á okkur öll. Hún var einstaklega góður leikskóla- kennari sem bjó að dýrmætri reynslu og var fagmaður fram í fingurgóma sem var annt um stétt sína og félag. Hún hafði sterka réttlætiskennd og var fylgin sér og þegar hún ræddi uppeldis- og leikskólamál var hún í essinu sínu. Síðan og ekki síst átti hún gott samstarf við okkur öll og var góður vinnu- félagi sem bauð yfirleitt góðan dag með faðmlagi og kossi. Tóta var sérstaklega næm á börn og fljót að átta sig á sterk- um hliðum þeirra og þroska. Hún átti stóran faðm og börnin treystu Tótu sinni fyrir sér og dáðu gleðina og öryggið sem hún skapaði þeim og hún lagði sig fram um að stuðla að góðum samskiptum við foreldra þeirra. Í veikindum sínum hélt hug- sjónamanneskjan Tóta áfram uppeldisstarfi sínu áfram þó með öðrum hætti væri. Kennsl- an fór fram með æðruleysi hennar, einlægni og visku. Hún gaf verðmætar gjafir: kærleika, hrós, athygli og tíma. Hún sagð- ist eiga augnablikið og vera hamingjusöm. Það var ekki ver- ið að kvarta. Einlægni hennar og kærleikur til ástvina sinna og lífsins alls lét fæsta ósnerta og gerði það að verkum að mað- ur fór alltaf ríkari frá henni. Tóta varð þeirra gæfu aðnjót- andi að kynnast ástinni og trú- lofaðist Steini Skaptasyni 19. janúar. Steinn hefur ekki vikið frá Tótu í veikindum hennar og sýnt í verki skilyrðislausa ást. Þau voru falleg og hamingju- söm saman. Hún gerði margs konar ráð- stafanir á sjúkrasæng og reyndi eins og hægt var að skipuleggja framtíð barna sinna. Börnin hennar þrjú, Erla Rún, Urður Mist og Björn Máni, voru stolt hennar, hún ljómaði þegar hún talaði um þau. Missir þeirra er sár og þungur en megi ljósið og kærleikur fylgja þeim, Steini og fjölskyldu Tótu. Fyrir hönd starfsmanna Vinagerðis, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri. Vegir okkar Þórhildar (Tótu) lágu saman fyrir rúmum þrem- ur árum þegar ég fór til starfa tímabundið á leikskólanum Hulduheimum. Ég fann það strax við fyrstu kynni að hún var bæði sérstök og skemmtileg kona. Síðar átti ég eftir að kynnast því yfir hversu miklum kærleik hún bjó og ég sá að fólk laðaðist ósjálfrátt að henni. Hún hafði svo margt sem okkur flest skortir. Hún var hreinlunduð og átti auðvelt með að umgangast fólk af öllum stéttum, aldri og gerðum. Manngæska, kærleik- ur, umburðarlyndi og æðruleysi var einkennandi fyrir Tótu og ég leit upp til hennar og hún snerti einhvern streng í mér. Hún átti mörg áhugamál og var fróð um margt og mér fannst gaman að tala við hana um tón- list og menningarmál. Okkur greindi stundum á í samstarfi og vorum ekki alltaf sammála en alltaf voru málin rædd á fag- legan hátt því að Tóta var fag- maður fram í fingurgóma og átti gott með að taka gagnrýni og koma sínum skoðunum á framfæri. Tóta var mjög vinstrisinnuð en jafnframt frjálslynd og ég hugsa að viðhorf hennar hafi jaðrað við anarkisma. Hún vildi hafa börnin frjáls á leikskól- anum og hún vildi umvefja þau hlýju og virðingu. Hún lagði sig fram við að koma til móts við Þórhildur Jónsdóttir áða aði ng. og gli. us. itla um sla inn or- ög- gat pað án- nd- til ildi ótti gli. at- ein mín. var vað gur Ég með nu- gur dur um var ins em ör- um gað inn allt dar fur rn- .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.