Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 45
fólk og taka því eins og það var
og skjólstæðingar hennar nutu
góðs af því. Hún barðist gegn
fordómum, hræsni og stétta-
skiptingu og var sjálf einstök
fyrirmynd í þeim efnum. Þó að
mér fyndist stundum frelsishug-
myndirnar ganga helst til langt
gengu þær upp í hennar tilfelli.
Börnin hennar komu vel fyrir
og virtust alveg laus við þá
ringulreið og agaleysi sem ég
hélt að fylgdi þessu mikla frelsi.
Hún mætti þeim af skilningi og
þess vegna gengu þessar að-
ferðir upp hjá henni.
Tóta hafði upplifað ýmsa erf-
iðleika í lífinu og var ekki efnuð
af veraldlegum gæðum en aldr-
ei fann ég fyrir biturleika. Fyrir
rúmum tveimur árum hafði
Tóta fundið ástina og það var
einstaklega gott að sjá hana
með góðum manni. Steinn er
skapandi, sérstakur og
skemmtilegur eins og Tóta var
og þau hæfðu hvort öðru mjög
vel.
Ég hitti Tótu síðast rétt fyrir
jólin þegar sjúkdómsgreiningin
var ekki komin á hreint en Tótu
leið illa í hendinni og víðar. Hún
var búin að fara á milli lækna
og grunaði ýmislegt og ég sá að
hún var kvíðin. Ég hafði frétt
að hana vantaði gullfiskagler-
kúlu og það vildi svo heppilega
til að ég var með eina slíka í
geymslunni, ég fór með hana til
hennar en hún gaf mér í staðinn
kertastjaka með kerti og poka
fullan af gæðatei. Tóta vildi allt-
af gefa á móti og núna þykir
mér afar vænt um að eiga þess-
ar gjafir og hef ég kveikt ótal
sinnum á Tótukerti eftir að hún
veiktist. Aldrei hefði mig grun-
að að þessi jólaheimsókn ætti
eftir að verða síðasta skiptið
sem við hittumst. Veikindin
ágerðust svo ótrúlega hratt og
áður en ég vissi af var orðið of
seint að heimsækja hana og ég
eftirlét hennar nánustu að eiga
með henni síðustu stundirnar.
Ég votta Steini, Birni Mána,
Erlu, Urði og öðrum aðstand-
endum alla mína samúð. Tóta
mun alltaf lifa í minningu þeirra
sem hana þekktu!
Kristjana Knudsen.
Elsku hjartans Tóta mín var
afskaplega góðhjörtuð og kær-
leiksrík og markaði spor í
hjörtu þeirra sem hana þekktu.
Tóta var 12 ára þegar ég fædd-
ist, þá bjuggu foreldrar mínir
hjá ömmu og afa í Bjarghúsum.
Tóta passaði mig mikið fyrstu
árin í lífi mínu og hefur alltaf
átt hluta í mér. Ég var ung þeg-
ar hún flutti að heiman en hún
passaði upp á samskiptin með
því að senda mér fjöldann allan
af bréfum, kortum og teikning-
um alla tíð. Það var alltaf mikil
tilhlökkun þegar Tóta var vænt-
anleg heim í sveitina, hún gaf
manni oft eitthvað fallegt en
best var að hún gaf manni allan
þann heimsins tíma til að
spjalla og spyrja hana um
heima og geima. Hún var alveg
sérstaklega listræn og margt
fallegt til eftir hana. Hvort sem
það voru fullorðnir eða börn þá
heilluðust allir af Tótu, hún gaf
svo mikið af sér og leikskóla-
kennarinn var svo sannarlega
hennar rétti starfsvettvangur.
Tóta eignaðist yndisleg börn
sem eru falleg að innan sem ut-
an eins og mamma þeirra. Fyrir
rúmum tveimur árum kynntist
hún Steini, þau áttu margt sam-
eiginlegt og reyndist hann
henni afar vel í veikindum
hennar.
Ég er innilega þakklát fyrir
allar stundirnar sem ég og fjöl-
skylda mín áttum með Tótu og
ég mun svo sannarlega gera
mitt allra besta til að passa upp
á gullmolana hennar sem hafa
misst svo mikið.
Elsku Björn Máni, Urður,
Erla, Jói, Steinn, amma og aðrir
ættingjar og vinir, minningin
um yndislega manneskju lifir í
hjörtum okkar allra.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þín frænka,
Guðrún Kristín
Eiríksdóttir.
Fuglarnir syngja fegurst á
vorin, svo hefur það verið und-
anfarna daga og sól hækkað á
lofti. Skjótt skipast veður í lofti,
myrkvað ský sorgar grúfir yfir,
litla systirin Tóta hefur lokið
lífsgöngunni ótímabært fráfall
eftir hetjulega baráttu við
ólæknandi krabbamein síðustu
vikur. Á erfiðum tímum er litið
til baka, minningar um glað-
vært barn í hópi sex eldri systk-
ina á æskuheimili okkar í
Bjarghúsum, eru okkur dýr-
mætur fjársjóður sem hefur
fylgt okkur út í lífið. Hún hafði
sérstöku hlutverki að gegna,
eignaðist mág þriggja ára, með
þeim tókust vináttu- og kær-
leiksbönd, sem þau ein áttu fyr-
ir sig, í huga hans var hún alltaf
„Tóta litla“. Móðursystir varð
hún fimm ára, eignaðist keppi-
naut um hylli ömmu og afa og
tók því af einstakri geðprýði,
eins og henni einni var lagið.
Nýlega rifjaði hún upp þegar
litli frændinn kom til sumar-
dvalar, fylgdi hann afa sínum
hvert fótmál og varð hann hlut-
skarpari í samkeppninni um að
passa kengjaboxið í girðinga-
vinnu, snéri hún sér þá að öðru
svo lítið bæri á. Tóta bar mikla
umhyggju og kærleika fyrir
litla frænda, snáðinn var ekki
orðinn læs, hún vildi upplýsa
hann um gang mála í sveitinni,
iðin við að teikna dýrin og ann-
að fréttnæmt og sendi honum í
myndskreyttum umslögum.
Tóta var afar listræn, teikn-
aði, skrautritaði og málaði. Eiga
margir samferðamenn listsköp-
un hennar af ýmsu tagi. Skóla-
ganga var eins og tíðkaðist á
uppvaxtarárunum, auk þess var
æskuheimilið með mömmu í far-
arbroddi opið fyrir hvers konar
fræðimennsku sem víkkaði sjón-
deildarhringinn.
Tóta fór í framhaldsskóla í
Reykjavík, á þeim tíma bjó hún
hjá okkur hjónum, fullvaxta
með framtíðarsýn ungrar konu
á leið út í lífið. Hún fór ekki
troðnar slóðir, náttúrubarn,
kærleiksrík, fordómalaus og
æðrulaus. Hún var mikill grúsk-
ari og þegar tímar liðu þróaðist
með henni húmanismi, sem
hafði áhrif á lífsgildi og skoð-
anir. Hún varð leikskólakenn-
ari, fræðimennska var henni
eðlislæg og sinnti hún störfum
af fagmennsku, áræðni og fram-
sýni. Samstarf við foreldra var
henni eiginlegt.
Tóta eignaðist fjölskyldu,
miðlaði börnum sínum þremur
kærleika, háttvísi og fegurð sem
einkennir þau. Steinn kom inn í
líf hennar fyrir fáum árum, áttu
þau góðan tíma og féllu áhuga-
mál og lífssýn saman sem eitt.
Síðustu vikur og mánuðir hafa
verið erfiður tími, jafnframt
lærdómsríkir, gefandi og þrosk-
andi. Steinn fékk sig lausan frá
vinnu til að annast ástina sína
síðustu vikur á Líknardeildinni í
Kópavogi.
Ýmsir höfundar voru henni
hugleiknir eins og Steinn Stein-
arr, sem hún vitnaði oft til. Eitt
af uppáldskvæðum hennar voru
„ Einræður Starkaðar“ Einars
Benediktssonar, nokkurskonar
lífsmottó:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Ég ásamt fjölskyldu minni
þakka elsku litlu systur sam-
fylgd og leiðsögn alla tíma.
Hvíl í friði, minningin lifir.
Guðrún Jónsdóttir.
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
✝ Jón Rafn Jóns-son fæddist á
Einifelli í Stafholt-
stungum þann 12.
apríl árið 1932, þar
sem hann ólst upp.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 26. mars
2013.
Foreldrar hans
voru Jón Jónsson
og Sigríður Halldóra Jónsdóttir
frá Einifelli, og var hann eina
barn þeirra. Sem ungur maður
hafði Rafn mikinn hug á að læra
eitthvað, og þá helst einhvers-
konar listnám. En svo varð úr að
hann fór í smíðaskóla einn vetur
að Hólmi í Vestur-Skaftafells-
sýslu, en þar komu margir ungir
menn af öllu landinu. Þar urðu
þeirra fyrstu kynni, Þórunnar
Árnadóttur og Rafns. Eftir að
skólanum lauk fluttu þau upp í
Borgarfjörð og bjuggu þar og
störfuðu við búskap að Einifelli
Rangárvallasýslu, þar sem þau
bjuggu til ársins 1972 þegar þau
svo fluttu í Borgarnes.
Í Borgarnesi starfaði Rafn í
mörg ár við uppsetningu og við-
hald á sjálfvirkum mjaltakerf-
um, sem voru að ryðja sér til
rúms á þessum árum hjá bænd-
um í Borgarfirði og vestur í
sveitum. Hann vann einnig
mörg haust við sauðfjárslátrun í
Borgarnesi, þar sem hann
kynntist mörgu góðu fólki.
Hann var eins og áður er sagt
mjög listhneigður og málaði
hann margar myndir og all-
mikið eftir pöntunum. Hann
samdi einnig nokkur lög sem
hafa verið spiluð við mörg tæki-
færi. Skáldsögur hefur hann
skrifað nokkrar og var ein með-
al annars gefin út í Heima er
best sem framhaldssaga, Perlur
í mold. Afkomendur eru orðnir
allmargir, eða eins og fram er
komið sjö börn. Einnig eru 23
barnabörn á lífi, 24 barna-
barnabörn og eitt barnabarna-
barnabarn.
Útförin fer fram frá Borgar-
neskirkju í dag, 5. apríl 2013, kl.
11.
og fleiri bæjum eins
og tíðkaðist á þeim
tíma.
Bjuggu þau á
Hafþórsstöðum í
Norðurárdal í eitt
ár, en fluttu svo að
Hermundarstöðum
í Þverárhlíð árið
1963 og voru þá
komin fjögur börn í
heiminn, sem áttu
eftir að verða sjö
talsins. Þau eru: Jón Einar, f.
1955. Maki Jónína Ísleifsdóttir.
Sigríður Kristín, f. 1956. Maki
Einar Hannesson. Anna Eygló,
f. 1958. Maki Sveinn Gunnar Eð-
varðsson. Kári Þór, f. 1962.
Maki Guðbjörg Dagný Þórð-
ardóttir. Erlingur Smári, f.
1964. Maki Unnur Margrét
Karlsdóttir. Kolbrún Alma, f.
1966. Maki Hafliði Ólafur Gunn-
arsson. Júlíus Árni, f. 1967.
Maki Helle Larsen.
Árið 1970 fluttu Rafn og Þór-
unn að bænum Húsum austur í
Elsku Rabbi afi minn, mér
finnst svo óraunverulegt að þú
sért ekki hérna hjá okkur leng-
ur. Veikindi þín voru það sem
tók þig frá okkur öllum, allri
þessari stóru fjölskyldu sem þú
skilur eftir þig, og henni ömmu.
Stutt var baráttan en erfið var
hún, fyrir alla. Ég áttaði mig
ekki á því hvað veikindin voru al-
varleg. En svo varðstu veikari
og það var ekki fyrr en á spít-
alanum nokkrum dögum áður en
þú kvaddir sem ég áttaði mig á
því hversu alvarlegt ástandið
var.
Allar stundirnar sem við
eyddum niðri í kjallara, þú varst
alltaf að sýna mér eitthvað nýtt
á hverjum degi þegar ég kom til
ykkar ömmu. Svo allar sögurnar
sem þú sagðir mér þegar ég var
hjá ykkur þegar skólinn byrjaði
ekki fyrr en eftir hádegi. Hefðin
var að borða hádegismat hjá
ömmu og afa áður en skólinn
byrjaði. Erfitt er að sjá svona
hraustum og sterkum manni
hraka svona fljótt beint fyrir
framan sig, sá sem hefur alltaf
verið þarna til staðar fyrir
mann. Verð að viðurkenna það
að tilhugsunin lætur bara tárin
renna niður kinnarnar. Þú varst
alltaf til staðar og ert það enn,
vegna þess að ég trúi því að þú
sért þarna uppi að fylgjast með
okkur öllum.
Þær minningar sem standa
upp úr eru allir þeir klukkutímar
og mínútur sem ég gat setið á
gólfinu heima í Höfðaholtinu og
hlustað á þig og jafnveg Pálma
bróður með þér þarna líka að
spila lögin ykkar, og fleiri góð
lög, á harmónikurnar. Að sjá þig
spila fékk mig alltaf til þess að
brosa vegna þess að það geislaði
svoleiðis af þér gleðin og ham-
ingjan þegar þú tókst upp nikk-
una. Þetta var nokkuð sem þú
elskaðir að gera, ásamt mörgu
mörgu öðru. Ég á eftir að sakna
þín mjög mikið og ég held það
verði mjög skrítið að fara í
næsta 17. júní-boð, að hafa eng-
an afa til þess að faðma og
knúsa. Síðustu áramót þegar ég
kom heim til ykkar ömmu varst
þú sá sem ég faðmaði fyrst og
óskaði gleðilegs nýs árs og þakk-
aði þér fyrir öll þau gömlu góðu,
og ég stend við það afi minn.
Ég þakka þér fyrir öll þau
góðu ár sem ég átti með þér. Það
er rosalega erfitt að kveðja
svona góðan mann, sem vildi
aldrei neinum neitt illt og gerði
allt til þess að koma brosi á sorg-
mætt andlit. Ég veit það að þú
og Ebbi afi minn og Dídí amma
eruð þarna uppi að fylgjast með
mér. Þau hafa tekið vel á móti
þér, það efast ég ekki um. Við
munum öll hugsa um ömmu fyrir
þig, þú veist að hún er í góðum
höndum hjá okkur. Hún á líka
eftir að sakna þín jafn sárt og ég
á eftir að sakna þín. Þú verður
alltaf með mér. Elska þig að ei-
lífu.
Ég vil nota þetta tækifæri og
þakka þeim hjúkrunarfræðing-
um og læknum á spítalanum á
Akranesi sem hugsuðu vel um
afa minn og ég vil líka þakka
fjölskyldunni minni, vinum og
samstarfsfélögum fyrir allan
þann stuðning og þá umhyggju
sem þeir hafa veitt mér og mín-
um, þið eruð algjörar hetjur.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson)
Anna Margrét Sveinsdóttir.
Daginn áður en við Ása Sig-
urlaug fórum til Tenerífe fórum
við heim til Rabba og Tótu til að
kveðja þau og fá fréttir af heilsu-
fari hans, þá átti hann að fara til
Reykjavíkur í aðgerð sem hafði
tekist vel að sögn kunnugra. Ég
átti alls ekki von á því þegar við
fórum út að ég myndi skrifa
minningargrein um þennan vin
minn stuttu eftir að við komum
að utan. Hann andaðist 26.3. á
Sjúkrahúsi Akraness. Rafn
Jónsson var hár maður og sterk-
ur og hélt sér vel þó orðinn væri
áttræður. Hann hafði mikla
ánægju af harmonikkuleik og
spilaði sjálfur allvel og samdi lög
sem hafa oftast verið spiluð á
fundum félagsins. Hann var
mjög listrænn, málaði fínar
myndir sem hanga á veggjum á
heimili hans. Hann var mjög
handlaginn, gerði upp gamla
dráttarvél og var flinkur við allt
sem hægt var að gera í hönd-
unum. Við Ása erum búin að
þekkja þau hjón lengi áður en
við fluttum í Borgarnes og þá
fyrst á skemmtun hjá Félagi
harmonikkuunnenda Vestur-
lands sem haldið var í Þverár-
rétt en hann var þá formaður fé-
lagsins. Eftir að við fluttum í
Borgarnes kom hann stundum í
heimsókn og við til þeirra, var þá
oft tekin fram harmonikka og
tekið lagið. Rabbi var góður
maður og vinur vina sinna, ég sá
hann aldrei skipta skapi, alltaf
jafn rólegur og þægilegur. Hann
var lengi formaður Félags harm-
onikkuunnenda Vesturlands og
bar ótakmarkaða umhyggju fyr-
ir því félagi enda voru allir fund-
ir haldnir á heimili þeirra Tótu
þótt hann væri hættur for-
mennsku og voru veitingar
þeirra líkt og væri afmæli eða
fermingarveisla. Í haust stóð
jafnvel til að félagið yrði lagt
niður því enginn vildi taka við
formennsku, þá kom hann til
mín og bað mig að taka að mér
formennskuna, hann skyldi að-
stoða mig eins og hann gæti ef
með þyrfti. Hann átti alls ekki
von á því að hann færi svona
fljótt í sitt langa ferðalag. Við
Ása Sigurlaug sendum Tótu,
börnum og öðrum aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Rafns Jóns-
sonar.
Einar Óskarsson, Ása
Sigurlaug Halldórsdóttir.
Nú í dag, þegar þau tímamót
blasa við að einn meðal bestu
vildarvina minna hefur nú kvatt
mannlífið, minnist ég í huganum
sjónmyndar sem hverfur ekki þó
árin líði. Dagurinn sem þessi
sjónmynd vísar til er 8. júní
1965, upphafsdagur bændafarar
Borgfirðinga um Suðurland á því
vori. Meðal ferðalanga var hár
maður og burðamikill, sjáanlega
gæddur skarpri athyglisgáfu og
viðleitni til að njóta sem best alls
þess sem ferðalagið hafði upp á
að bjóða.
Það er reyndar alveg augljóst
að ekki verður fjallað um lífs-
hlaup og hæfileika Rafns Jóns-
sonar að neinu ráði í þeim línum
sem til umráða eru hér. Æsku-
sveitinni unni hann mjög þó at-
vikin réðu því að bóndastaðan
yrði ekki hlutskipti hans til allr-
ar framtíðar og að hann leitaði
þá á önnur mið.
Smíðahæfni hans, einkum á
sviði málma, var svo ótvíræð að
hann varð eftirsóttur til þess
háttar verkefna. Slíkt kom sér
meðal annars vel er hann var
starfsmaður mjólkureftirlits í
rúman áratug. Þá bjó hann einn-
ig yfir eftirtektarverðu listfengi
á ýmsum sviðum sem einkum
voru listmálun, samning laga og
sagnagerð. Myndverk hans voru
litauðug, oftast af þjóðlegri rót
þar sem leitast var við að laða
fram og varðveita einkenni gam-
alla horfinna bæja eftir minni
eða myndum.
Ungur lærði Rafn að leika á
harmoniku en hélt þeirri íþrótt
naumast við óslitið þar til hann
tók þráðinn upp að nýju löngu
síðar. Gerðist hann ótrauður for-
göngu- og liðsmaður félags þess
er hlaut heitið Harmonikuunn-
endur Vesturlands og gegndi
þar ýmsum störfum, þar á meðal
formennsku. Um langt árabil
hafa þau Þórunn skotið skjóls-
húsi yfir skemmtifundi harmon-
ikumanna jafnhliða aðalfundi við
mikla rausn og vinsældir. Rafn
hefur samið allnokkur harmon-
ikulög sem hlotið hafa afbragðs
viðtökur þar sem þau hafa verið
tekin til flutnings.
Ótalin er þá skáldsagnagerð
hans, sem kallaði hugmyndaflug
hans fram á víðan völl, því sögur
hans gerast bæði í sveit og sjáv-
arbyggð. Samning lengri sagna
hans hófst líklega fyrir alvöru
þegar hann var að verða hálf-
fimmtugur og hélt áfram langt
fram eftir ævi hans. Hér skulu
einungis nafngreindar þrjár af
mun fleiri sögum, en þær eru:
Vagga norðursins, Flóttinn til
frelsis og Perlur í mold. Hefur
hin síðastnefnda ein komið út á
prenti enn sem komið er.
Um jarðfræðileg efni og fjöl-
mörg önnur fyrirbæri náttúr-
unnar þótti Rafni gott að ræða,
og þar naut sín vel glöggskyggni
hans á margt sem ýmsum öðrum
er hulið. Um dularmögn al-
heimsins las hann sér til af mikl-
um áhuga og ekki á allra færi að
fylgja honum eftir væri um slík-
ar ráðgátur rætt.
Ég kveð þennan eftirminni-
lega mann og góða vin með hlý-
hug og þökk fyrir yndisstundir
sem ekki verða tölum taldar um
áratuga skeið. Og Þórunni, sem
staðið hefur sem hetja dagsins í
lífi Rafns, ber hið mesta hrós.
Henni og allri hennar fjölmennu
fjölskyldu færi ég samúðar-
kveðjur með ósk um góða daga.
Bjarni Valtýr Guðjónsson.
Jón Rafn Jónsson
✝
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR,
Túni,
Flóa,
sem lést fimmtudaginn 28. mars, fer fram frá
Selfosskirkju laugardaginn 6. apríl kl. 13.30.
Jarðsett verður í Hraungerðiskirkjugarði.
Jóhann Stefánsson, Þórunn Sigurðardóttir,
Ragnheiður Stefánsdóttir, Guðjón Á. Luther,
Guðmundur Stefánsson, Guðrún H. Jónsdóttir,
Hafsteinn Stefánsson, Guðfinna S. Kristjánsdóttir,
Vernharður Stefánsson, Auður Atladóttir,
Jónína Þ. Stefánsdóttir, Halldór Sigurðsson,
Bjarni Stefánsson, Veronika Narfadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
KNÚTUR BJARNASON
bóndi,
Kirkjubóli í Dýrafirði,
verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju laugar-
daginn 6. apríl kl. 14.00.
Bjarni Guðmundsson, Ásdís B. Geirdal,
Gunnar Guðmundsson, Gíslína Lóa Kristinsdóttir,
Guðmundur Gr. Guðmundsson, Hildur Inga Rúnarsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir
og fjölskyldur.