Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 54

Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 STOFNAÐ1987 M ál ve rk : Ú lf ar Ö rn einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a Sími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang, í samvinnu við Leik- félag Akureyrar, frumsýndi í gær leiksýninguna Lög unga fólksins í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Verkið er þátttakendaverk í anda leikflokks- ins, þar sem allir taka þátt á sínum forsendum og enginn leikhúsgestur er skilinn útundan. Kviss búmm bang samanstendur af listakonunum Evu Björk Kaaber, Evu Rún Snorradóttur og Vilborgu Ólafs- dóttur. „Við fengum þær til að koma hingað til þess að vinna að þemanu Hvað er að vera unglingur? Þær fóru þá leið að taka þetta út frá þeirri manndómsvígslu sem ferming er,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Núningur á milli æviskeiða Í verkinu fékk leikhópurinn 20 krakka á fermingaraldri til að taka þátt í uppsetningunni. „Þau minna okkur á hvernig það var að vera ung- lingur og að heimsækja þann kraft sem er til staðar á þessum unglings- árum,“ segir Ragnheiður. Hún segir unglinga geta kennt hinum sem eldri eru margt. Þeir séu opnir fyrir nýjungum og ekki með fyrirfram gefnar hugmyndir um hluti. ,,Það er sagt að þegar þú ert kominn í fullorðinna manna tölu, þarftu að kunna inn á ákveðna kóða og hegðun. En er það svo sjálf- gefið?“ spyr Ragnheiður. Upphaf samstarfs LA og Kviss búmm bang má rekja til þess þegar þær stöllur úr Kviss búmm bang voru fengnar í vinnustofu í nóvem- ber. „Þar var rýnt í það hvað það var að vera ungur. Þær langaði að skoða það hvernig er að vera á þessum millibilsaldri þar sem ríkir núningur á milli æviskeiða, á milli þess að vera barn og fullorðinn. Þá er fólk að upp- götva sjálft sig og storkar þeim gild- um sem hinir eldri hafa,“ segir Ragnheiður. Áhorfendur fá kökuhlaðborð Þátttakendaleikhús felur í sér eins og nafnið gefur til kynna að áhorf-endur eru hluti af verkinu. Áhorf-endur taka þátt í ákveðnum verkefnum sem þarf að leysa eða inna af hendi. Annaðhvort í hóp eða einn með sjálfum þér. „Það er boðið upp á kökuhlaðborð og þú tekur þátt í því eins og hver annar gestur í fermingarveislu. Hver og einn fær sinn unga leiðbeinanda sem vísar veginn í gegnum verkið. Það eru því engir áhorfendur í raun, aðeins þátt- takendur,“ segir Ragnheiður. Þrjátíu gestir komast á hverja sýningu en einungis verða sex sýn- ingar í heild. Uppselt er á fjórar þeirra en sýningar fara fram á fimmtudögum og föstudögum. Krakkarnir sem taka þátt í sýn- ingunni hafa ekki endilega reynslu af leiklist þó sumir geri það. „Þetta eru frábærir krakkar og allt hefur gengið mjög vel,“ segir Ragnheiður. Kviss búmm bang er orðið þekkt út fyrir landsteinana fyrir fram- andgerð verk sín og vinnu-brögð. Þær hafa sýnt á stórhátíðum á borð við Listahátíðina í Vínarborg og Bal- tic Circle í Helsinki auk þess að koma fram á New Baltic Dance í Vil- níus og Bonus Festival í Héde í Frakklandi. Nýlega voru þær valdar til að taka þátt í verkefninu Global City. Local City sem hátíðir á borð við Spielart í München og LIFT í London standa að. Öllum er boðið að taka þátt í veislunni  Leiksýningin Lög unga fólksins hef- ur verið sett upp í Hlíðarbæ  Ferm- ingarveisla sem áhorfendur taka þátt í Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Frá lokaæfingu Lög unga fólksins er þátttakendaverk í anda Kviss búmm bang. Í því taka allir þátt á sínum for- sendum og enginn leikhúsgestur er skilinn útundan. Áhorfendum er boðið í fermingarveislu. Alþjóðlega tónlistarakademían hlaut hæsta styrk eða 1,2 milljónir króna þegar úthlutað var fyrr í vikunni úr Ýli, tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk. Alls var úthlutað 4,5 milljónum króna til tíu tónlistarverkefna sem fram munu fara í Hörpu á árinu, en áður hefur Ýlir styrkt Nótuna, uppskeruhátíð tónlistarskóla, og Músíktilraunir þannig að samtals nemur stuðningur Ýlis við tónlistar- verkefni í Hörpu í ár alls 6,2 millj- ónum króna. Meðal þeirra tónlistarverkefna sem tilkynnt var í vikunni að fengju styrk eru tónlistarhátíðin Wacken Metal Battle á Íslandi, útgáfu- tónleikar Agent Fresco, barnamenn- ingarhátíðin Upptaktur, raf- tónleikar til heiðurs Biogen, lokatónleikar Stelpur rokka, raf- tónleikar ungra tónskálda sem og tónleikar þar sem leikið verður á langspil og hljóðfærið kynnt. Í tilkynningu kemur fram að markmið Ýlis sé að ýta undir fjöl- breytt tónlistarlíf í Hörpu, styðja ungt tónlistarfólk og veita því tæki- færi til að koma fram í húsinu. Alls bárust sjóðnum á fimmta tug um- sókna frá listamönnum, hljóm- sveitum, hópum og félagasamtökum um stuðning við verkefni sín og áform um tónleikahald í Hörpu. Meðal þeirra þátta sem stjórn sjóðs- ins leit til við afgreiðslu umsókna var hvernig verkefnið nýtti möguleika Hörpu sem tónlistarhúss, mögu- leikar þess til að höfða til nýrra áheyrandahópa og hvernig það nýtt- ist ungu og efnilegu tónlistarfólki. Tíu tónlistarstyrk- ir veittir úr Ýli Morgunblaðið/Júlíus Tónlistarhúsið Ýlir styrkir ungt fólk til tónleikahalds í Hörpu. Myndlistarhátíðin Sequences VI hefst með opnun sýningar Gretars Reynissonar Áratugur í Ný- listasafninu og Artíma á Skúlagötu 28 í kvöld kl. 20, en Gretar er heið- urslistamaður hátíðarinnar í ár. Á sama tíma verða opnaðar sýn- ingar Mörtu Wilson I Have become my own worst fear og Sigrúnar Hrólfsdóttur Líkan í Listamönnum á Skúlagötu 32-34. Klukkan 22 verð- ur haldin sérstök opnunargleði á Kex hosteli, en þar treður upp Magnús Logi Kristinsson. Hátíðin stendur til 14. apríl nk. en þetta er í sjötta sinn sem hún er haldin. Á hátíðinni er sjónum beint að tímatengdri myndlist eins og gjörningum, hljóð- og myndbands- verkum. Á þriðja tug listamanna tekur þátt í aðaldagskrá hátíð- arinnar auk þess sem fjöldi lista- manna tekur þátt í utandagskrá hennar. Meðal listamanna sem sýna á hátíðinni í ár eru Guido van der Werve en sýning hans Nummer Veertien, home verður opnuð í Kling & Bang á Hverfisgötu 42 á morgun kl. 17, Ragnheiður Gests- dóttir en sýning hennar Loco Mo- tion verður opnuð hjá Myndhöggv- arafélaginu í Reykjavík á Nýlendugötu 15 á morgun kl. 20, Tumi Magnússon en sýning hans 4 Times to The Shop verður opnuð í Hverfisgallerí á Hverfisgötu 4 nk. sunnudag kl. 15, Curver Thorodd- ssen en sýning hans The Fine And Delicate Art of Archival Processing verður opnuð í Gallerí Dverg á Grundarstíg föstudaginn 12. apríl kl. 20 og Erla Silfá Þorgrímsdóttir en hljóðverkið hennar Passion Hymns: Bootleg verður flutt í Bíó Paradís á Hverfisgötu 54 nokkrum sinnum meðan á hátíðinni stendur. Allar nánari upplýsingar um há- tíðina og dagskrá hennar má nálg- ast á vefnum sequences.is. Sequences sett í sjötta sinn Heiðurslistamaður Gretar Reynisson er heiðurslistamaður Sequences í ár.  Þrjár sýningar verða opnaðar í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.