Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
On the Road
Kvikmynd byggð á samnefndri
skáldsögu bítskáldsins Jacks
Kerouacs. Hún fjallar um Sal
Paradise, ungan rithöfund, sem
kynnist rótlausum, ungum manni,
Dean Moriarty og hispurslausri
eiginkonu hans, Marylou. Þau
leggja í ferðalag og ætla sér að
njóta lífsins í botn. Leikstjóri er
Walter Salles og í aðalhlutverkum
eru Garrett Hedlund, Sam Riley,
Kristen Stewart, Kirsten Dunst
og Viggo Mortensen.
Rotten Tomatoes: 44%
Metacritic: 56/100
G.I. Joe: Retaliation 3D
Í þessari framhaldsmynd þurfa
liðsmenn sérsveitarinnar G.I. Joe
enn og aftur að takast á við Zart-
an og fleiri illmenni sem þjóna
Cobra. Zartan tekst með klækjum
að útrýma nær öllum sérsveit-
armönnunum, en þeir sem eftir
lifa einsetja sér að koma í veg fyr-
ir áform Zartans og Cobra um
heimsyfirráð.
Rotten Tomatoes: 29%
Metacritic: 41/100
Admission
Hugljúf gamanmynd um Portiu
Nathan sem vinnur við að fara yf-
ir og meta umsóknir þeirra sem
árlega sækja um skólavist í
Princeton-háskólanum. Hún má
eðli málsins samkvæmt ekki hygla
þeim sem eru persónulega tengd-
ir henni eða láta tilfinningar sínar
hafa áhrif á valið. Á þetta reynir
hins vegar þegar Portiu fer að
gruna að einn umsækjendanna sé
í raun hennar eigin sonur sem
hún gaf til ættleiðingar strax við
fæðingu. Leikstjóri er Paul Weitz,
en í aðalhlutverkum eru Tina Fey
og Paul Rudd.
Rotten Tomatoes: 43%
Metacritic: 49/100
Side Effects
Side Effects er sálfræðitryllir úr
smiðju Óskarsverðlaunaleikstjór-
ans Stevens Soderbergh, sem
hefur lýst því yfir að myndin
verði hans síðasta. Myndin
fjallar um Emily Taylor sem er
hamingjusamlega gift fjármála-
manninum Martin Taylor. Dag
einn er Martin handtekinn grun-
aður um misferli og í framhald-
inu leitar Emily sér sálfræðiað-
stoðar. Sálfræðingurinn gefur
henni lyf sem hafa óvæntar
aukaverkanir. Í aðalhlutverkum
eru Rooney Mara, Channing Tat-
um, Jude Law og Catherine
Zeta-Jones.
Rotten Tomatoes: 85%
Metacritic: 75/100
Bíófrumsýningar
Óvæntar aukaverkanir, erfitt val
og hasar í ólíkum myndum
Sturta Tina Fey og Paul Rudd í hlutverkum sínum í myndinni Admission
Nemendur Tónlistarskólans í
Reykjavík frumsýna söngleikinn
Kolrössu eftir Þórunni Guðmunds-
dóttur í leikstjórn höfundar í Iðnó
í kvöld kl. 20. Hljómsveitarstjóri
er Hrafnkell Orri Egilsson.
„Verkið er byggt á þjóðsögunni
um systurnar Ásu, Signýju og
Helgu og foreldra þeirra. Ása og
Signý vilja ólmar giftast og er að-
aláhugamál þeirra að tensa sig til
fyrir væntanlega biðla á milli þess
sem þær níðast á Helgu, sem á
engan vin nema hundinn Spak.
Það dregur til tíðinda þegar
myndarlegir menn birtast kvöld
eftir kvöld og biðja systranna, en
fljótlega kemur í ljós að það er
maðkur í mysunni, því að menn-
irnir eru í raun þríhöfða þurs. Þá
kemur til kasta Helgu að reyna að
bjarga málunum með aðstoð
Spaks. Inn í þetta blandast trölla-
flokkur, hefnigjörn álfkona og
álagadómur,“ segir m.a. í tilkynn-
ingu. Sýndar verða fimm sýningar
fram til 14. apríl. Miðasala er á
midi.is.
Þurs Meðal persóna verksins er þríhöfða þurs sem leitar kvonfangs.
Söngleikurinn Kolrassa í Iðnó
Einar Garibaldi Eiríksson opnar í
dag kl. 18 sýningu á nýjum mál-
verkum í Slippnum á Skólavörðu-
stíg 25a. „Sýningin ber heitið
Stautar og vísar titillinn til mynd-
efnis verkanna er byggist á al-
þjóðlegri táknmynd fyrir rakara-
stofur, einskonar vafningum eða
spírölum sem gjarnan snúast í
hringi til að vekja athygli á starf-
semi þeirra. Á sýningunni vinnur
Einar frjálslega með vísanir í
popplist, minimalisma og hug-
myndalist, þar sem úrtölur, ofur-
einfaldanir og húmor ráða ferð-
inni,“ segir m.a.
í tilkynningu.
Sýning Einars
Garibalda er sú
þriðja í nýrri
sýningaröð er
FUGL (Félag um
gagnrýna list)
stendur að á
þessum vetri, en
markmiðið er
m.a. að fá lista-
mennina til að takast á við óhefð-
bundin sýningarrými. Sýningin
stendur til 31. maí nk.
Stautar í Slippnum
Einar Garibaldi
Eiríksson
Femínistafélag Íslands fagnar 10
ára afmæli sínu um þessar mundir
og af því tilefni verður opnuð
sögusýning um starf félagsins í
Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 16.
Sýningin er byggð á vinnu Karen-
ar Ástu Kristjánsdóttur og Rósu
Bjarkar Bergþórsdóttur sem
skrásettu sögu Femínistafélags-
ins á seinasta ári. Var skráningin
unnin undir handleiðslu Þorgerð-
ar Einarsdóttur, prófessors í
kynjafræði við Háskóla Íslands,
og styrkt af Nýsköpunarsjóði
námsmanna. Uppsetning sýningarinnar er styrkt af Hlaðvarpanum. Sýn-
ingarstjóri og hönnuður sýningarinnar er Kolbrún Anna Björnsdóttir og er
sýningin hluti af námi hennar í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ.
Sögusýning um Femínistafélag Íslands
Auður Styrkársdóttir hjá Kvennasögusafni og
Kolbrún Anna Björnsdóttir sýningarstýra.
Hörku spennumynd
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Páskamyndin 2013
Stórkostleg
ævintýramynd fyrir
alla fjölskylduna
og 3D
ÍSL TAL
FÓR BEINT
Á TOPPINN
Í USA!
EIN FLOTTASTA
SPENNUMYND ÁRSINS!
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
12
12
L
L
L
12
12
G.I. JOE 2: RETALIATION 3D Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15
I GIVE IT A YEAR Sýnd kl. 8 - 10
THE CROODS 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - 6
THE CROODS ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - 6
SNITCH Sýnd kl. 8
IDENTITY THIEF Sýnd kl. 10:20
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU Sýnd kl. 4
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
EIN FLO
TTASTA
SPENN
UMYND
ÁRSINS
G.I. JOE RETALATION 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
G.I. JOE RETALATION 3D LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
ADMISSION KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
I GIVE IT AYEAR KL. 8 - 10.15 12
SAFE HAVEN KL. 8 12
THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L
THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.45 L
21 AND OVER KL. 10.30 14
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.30 L
GI JOE KL. 8 - 10.15 16
ADMISSION KL. 8 - 10.15 L
I GIVE IT AYEAR KL. 5.50 L
SAFE HAVEN KL. 5.50 12
ADMISSION KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
ON THE ROAD KL. 8 16
THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 5.45 L
SAFE HAVEN KL. 8 - 10.30 12
SNITCH KL. 10.40 16 / JAGTEN KL. 5.30 - 8 -10.30 12
ANNAKARENINA KL. 5.15 12
FÓR BE
INT Á T
OPPINN
Í USA!