Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
G.I.JOE:RETALIATION3D KL.3:20-5:40-8-10:20
G.I. JOE:RETALIATION2D KL.3:30
G.I. JOE:RETALIATIONVIP KL.3:20-5:40-8-10:20
SIDEEFFECTS KL.3:20-5:40-8-10:30
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50-8-10:10
JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8-10:30
THECROODS ÍSLTAL3D KL.3:40-5:50
THECROODS ÍSLTAL KL.3:40-5:50
DEADMANDOWN KL.8-10:20
KRINGLUNNI
SIDEEFFECTS KL. 5:40 -8 -10:20
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 5:50- 8 - 10:10
JACK THEGIANT SLAYER 3D KL. 10:40
OZ:GREATANDPOWERFUL 3D KL. 5:20 - 8
G.I. JOE:RETALIATION3DKL. 5:30 -8 -10:30
SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20
ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50-8
JACKTHEGIANTSLAYER KL.3D:82D:10:10
DEADMANDOWN KL.10:30
OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.5:30
THECROODS ÍSLTAL3D KL.5:50
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
G.I.JOE:RETALIATIONVIP KL.8
SIDEEFFECTS KL.10:20
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50-8-10:10
THECROODS KL.5:50
AKUREYRI
SIDEEFFECTS KL. 8 -10:10
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 6 -8 -10:10
JACKTHEGIANTSLAYER 3D KL.5:50
NICHOLAS HOULT - EWAN MCGREGOR
STANLEY TUCCI - IAN MCSHANE
88/100
CHICAGO SUN-TIMES –R.R.
FRÁBÆR ÍSLENSK
GAMANMYND
H.S. - MBL
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS
THE NEW YORK TIMES
LOS ANGELES TIME
WALL STREET JOURNAL
TIME
STÓRKOSTLEG ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D OG 3D
NÝJASTA MYND STEVEN SODERBERGH
í Menntaskólanum í Reykjavík
fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra
verður laugardaginn 6. apríl kl. 14-16.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Opið hús
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Breska tónlistarhátíðin All Tomor-
row’s Parties (ATP) verður haldin
hér á landi í sumar, 28.-29. júní, í
gömlu herstöðinni á Ásbrú í Kefla-
vík. Hátíðin var
fyrst haldin í
Bretlandi árið
2000, stofnuð af
tónleikaskipu-
leggjandanum
Barry Hogan. Há-
tíðin hefur verið
haldin víða um
heim og viðburðir
henni tengdir og
þekktar hljóm-
sveitir séð um listræna stjórnun
hennar, m.a. Nick Cave & The Bad
Seeds, My Bloody Valentine, Port-
ishead og Sonic Youth. Um 20 hljóm-
sveitir koma fram á hátíðinni hér á
landi, íslenskar og erlendar, og hefst
dagskrá beggja daga kl. 18. Hverjar
þessar hljómsveitir eru verður til-
kynnt 16. apríl nk.
Hátíð og íbúð
„Þegar hátíðin var stofnuð var
hún hugsuð sem svar við stærri há-
tíðum þar sem væru tugir þúsunda
manna, hún átti að vera lítil og nánd-
in mikil. Hún hefur alltaf farið fram í
strandbæjum á Englandi, fjarri
þéttri byggð,“ segir Tómas Young,
framkvæmdastjóri ATP hér á landi.
Hátíðin hafi alltaf verið haldin á
sumarleyfisstöðum fyrir Breta og sé
sérstök að því leyti að gestir fái íbúð
til afnota með aðgöngumiðunum.
„Við ætlum að gera það líka hér á Ís-
landi, bjóða upp á það en það verða
ekki allir miðarnir með íbúð. Ásbrú,
gamla varnarliðssvæðið, býður upp á
þetta því það er töluvert mikið þar af
ónýttu íbúðarhúsnæði,“ segir Tómas.
Sem fyrr segir hafa ýmsar hljóm-
sveitir séð um listræna stjórnun
ATP og valið hljómsveitir á hátíð-
ina, sem er heldur óvenjulegt fyrir-
komulag, en fyrirmyndin var sótt í
hátíð sem hljómsveitin Belle and
Sebastian stóð fyrir árið 1999, Bow-
lie Weekender. Stjórnendur ATP
sjá hins vegar sjálfir um val á þeim
hljómsveitum sem fram koma hér á
landi líkt og gert hefur verið áður
þegar viðburðir ATP hafa farið
fram á nýjum stöðum, m.a. í Japan.
Hver er hljómsveitin?
Tómas segir sex til átta erlendar
hljómsveitir koma fram og 10-12 ís-
lenskar. „Inni í þessum erlendu
nöfnum er einn „headliner“ og sú
hljómsveit er mjög stór, stærri að
umfangi en allar aðrar,“ segir Tóm-
as og iðar í skinninu að fá að til-
kynna hvaða hljómsveit það er.
Miðasala er hafin á hátíðina, fer
hún fram á atpfestival.com og segir
Tómas að margir kaupi miða án
þess að vita hverjir komi fram á
henni. Hátíðin sé þekkt vörumerki í
tónlistargeiranum, fólk treysti því
að boðið verði upp á góða dagskrá
og miðar með gistingu hafi þegar
selst á hátíðina hér á landi. „Svo er
staðsetningin náttúrlega aðalmálið
hjá okkur,“ bætir Tómas við og seg-
ir stjórnendur hátíðarinnar hafa
kolfallið fyrir henni. „Þeim fannst
þetta svo flottur staður og flott hug-
mynd að vera á yfirgefnum NATO-
velli.“
Tónleikar hátíðarinnar verða
haldnir á tveimur sviðum, stærra
sviðið verður í Atlantic Studios, sem
er í gömlu flugskýli sem breytt var í
kvikmyndaver, og minna sviðið í
Offiseraklúbbnum. Andrew’s Thea-
ter verður einnig nýtt, kvikmyndir
sýndar og boðið upp á ýmsa við-
burði.
Ljósmynd/Leigh Johnson
Stuð Bandaríska indíhljómsveitin Yeah Yeah Yeahs á fljúgandi ferð á einni af hátíðum All Tomorrow’s Parties.
Ein hljómsveit sem er
stærri en allar aðrar
All Tomorrow’s Parties verður haldin á Ásbrú í júní
Tómas Young
Herbergi 9 nefnist sýning á nýjum
verkum Siggu Bjargar Sigurðar-
dóttur sem opnuð verður í ÞOKU í
dag kl. 17. „Furðudýr og aðrar
kynjaverur í ýmsum athöfnum hafa
lengi verið viðfangsefni Siggu
Bjargar. Verurnar eru oft á tíðum
frekar ógeðfelldar og óhugnanlegar
en á sama tíma er hægt að skynja
eitthvað mannlegt við þær. Margar
þeirra eru stórar og loðnar með lík-
amshluta úr hlutföllum og búa þær í
sínum eigin heimi sem gæti verið í
annarri vídd. Oft er ekki alveg ljóst
hvað er á seyði en líkamsvessar og
vandræðaleg atvik koma iðulega við
sögu. […] Blásið hefur verið lífi í
karaktera og táknmyndir sem taka á
móti áhorfandanum í formi skúlp-
túra. Á veggjunum má sjá teikn-
ingar sem unnar hafa verið út frá
völdum þáttum í sögunum. Með inn-
setningunni brúar hún bilið á milli
hennar myndheims og okkar
heims,“ segir í tilkynningu.
Út er komin bókin 9 Fingers, sem
samanstendur af níu myndasögum
eftir listakonuna. „Sumar sagnanna
innihalda söguþráð á meðan aðrar
snúast um senur. Lesandinn fær að
kynnast ákveðnum karakterum bet-
ur eins og frönskum kassa sem á við
bagalegt vandamál að stríða og hár-
kúlunni Smith sem er ekki öll þar
sem hún er séð. Þótt margar af sög-
unum fjalli um eitthvað óþægilegt
eða hræðilegt eru þær fullar af kald-
hæðni og húmor sem hefur einkennt
fyrri verk Siggu Bjargar.“
Sýningin er hluti af utandagskrá
Sequences og stendur til 12. maí.
Loðið Furðuverur listakonunnar
eru oft og tíðum frekar ógeðfelldar.
Sigga Björg sýnir
Herbergi 9 í ÞOKU
„Við erum mjög spennt yfir
komu ATP til Íslands. ATP hef-
ur sterka tengingu við Ísland
og hljómsveitirnar sem munu
koma fram tryggja það að
þetta verður ógleymanlegur
viðburður. Ísland er fallegt
land og það er heiður að vinna
með frábærum skipuleggj-
endum þar og á svona ein-
stökum stað eins og fyrrver-
andi NATO-herstöðin í
Keflavík er,“ er haft eftir
stofnanda ATP, Barry Hogan, í
tilkynningu frá skipuleggj-
endum hátíðarinnar hér á
landi. Viðburðir á vegum ATP
hafa verið haldnir víða um
heim allt frá stofnun hátíðar-
innar og íslenskir tónlistar-
menn og hljómsveitir komið
fram á henni, m.a. Sigur Rós,
múm, Mugison og Botnleðja.
Einstakur
staður
ATP Á ÍSLANDI
Mugison Hefur leikið á ATP.
Íslensku barnabókaverðlaunin
verða ekki veitt í ár. Í tilkynningu
frá Forlaginu kemur fram að dóm-
nefnd Íslensku barnabókaverð-
launanna hafi rýnt vel í þau átján
handrit sem bárust í samkeppnina
að þessu sinni en ekkert þeirra
þótti henta sem verðlaunasaga og
því verða verðlaunin ekki veitt í ár.
Höfundar geta sótt handrit sín á
skrifstofu Forlagsins næstu tvo
mánuði.
„Íslensku barnabókaverðlaunin
hafa verið veitt árlega frá 1986, að
undanskildum árunum 1999 og
2005 þegar sama var uppi á ten-
ingnum og nú,“ segir m.a. í tilkynn-
ingunni. Næsti skilafrestur í sam-
keppnina verður í byrjun næsta árs.
Að Íslensku barnabókaverðlaun-
unum standa auk Forlagsins fjöl-
skylda Ármanns Kr. Einarssonar
rithöfundar, Barnavinafélagið
Sumargjöf og IBBY á Íslandi.
Íslensku barnabókaverðlaunin ekki veitt