Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 60
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 95. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Óska upplýsinga um látinn mann 2. Ég er skíthræddur við þetta 3. Látin í bíl sínum í marga daga 4. Í hættu í briminu við Reynisfjöru »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart- ansson er meðal þeirra sem sýna verk sín á sjónlistahátíðinni Sequen- ces sem hefst í dag. Ragnar mun á sunnudaginn opna sýningu á sjálfs- myndum sem hann málaði í einu af herbergjum hótelsins, herbergi 413. Verkin mun hann sýna innan um mál- verk þekktra, íslenskra listmálara sem prýða jarðhæð hótelsins. »54 Morgunblaðið/Einar Falur Sýnir sjálfsmyndir málaðar á Hótel Holti  ÚÚ 6, sjötta spunaplata sjálf- stæðu hljóð- verkaútgáfunnar Úslands, er komin út. Á spunaplöt- unum koma sam- an tónlistarmenn sem hafa ekki unnið saman áður og taka upp hljóðrit sem fer óbreytt á netið og síðan á plötu. Úsland gefur út spunaplötu á mánaðarfresti og verða þær á endanum 12. Meðal þeirra sem leika á ÚÚ 6 eru Agnar Már Magnússon píanóleikari og Fred Lynn Jacques sem leikur á bouzouki. Spunaröð Úslands hálfnuð með ÚÚ 6  Í ár eru 20 ár liðin frá því Margrét J. Pálmadóttir og konur úr kórskóla Kramhússins stofnuðu Kvennakór Reykjavíkur. Af því til- efni verða haldnir hátíðartónleikar í Eldborg í Hörpu, 7. apríl og hefjast kl. 15. Sex kvennakórar koma þar saman og syngja, um 400 konur. Um 400 konur syngja saman í Eldborg Á laugardag Austan og norðaustan 5-13 m/s, en hægari NA- lands. Dálítil snjókoma eða él SV-til á landinu og við NA-ströndina, Á sunnudag Hæg breytileg átt og bjartviðri, en skýjað og él V- lands. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 5-13, hvassast NV-til. Skúrir eða él á S- og SV-landi, dálítil él NA-lands. Frost 0 til 8 stig VEÐUR Þýska handknattleiks- félagið Wetzlar rifti í gær samningi sínum við Kára Kristján Kristjánsson fyrir að spila með íslenska lands- liðinu í Slóveníu í fyrrakvöld á meðan hann var skráður í veikindaleyfi hjá félaginu. Kári mun hinsvegar hafa talið sig í fullum rétti til að taka þátt í leiknum eftir að hafa óskað eftir því við lækni Wetzlar að verða tek- inn af sjúkralistanum. »2 Kári taldi sig vera í fullum rétti Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðs- kona í handknattleik og leikmaður Fram, á von á tilboði frá sænska fé- laginu Sävehof. Birna æfði með liðinu á dögunum og Svíarnir vilja í kjölfarið fá hana í sínar raðir. „Ég er bjartsýn á að ég fari til Svíþjóðar,“ segir Birna en útilokar ekki að fara til Zwickau í Þýskalandi, ásamt Þorgerði Önnu Atladóttur úr Val. »1 Birna bjartsýn á samning í Svíþjóð KR-ingar jöfnuðu metin í einvíginu gegn deildarmeisturum Grindavíkur í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik í gær. KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar gegn Suður- nesjamönnum á heimavelli sínum í Frostaskjólinu og uppskáru 18 stiga sigur, 90:72. Liðin hafa þar með unnið sinn leikinn hvort en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. »4 KR-ingar fóru illa með Grindvíkinga ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Jón Heiðar Gunnarsson jhg@simnet.is „Við vorum nýbúnir að þrífa Turn- inn í Kópavogi í fyrra þegar brjálað öskufall gekk yfir. Við urðum því að þrífa hann allan aftur,“ segir Arnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri AÞ-Þrifa. Hann segir öskuna vera atvinnuskapandi því það hefur verið nóg að gera í utanhússþrifum frá því að Eyjafjallajökull gaus. „Þetta er erfið drulla því hún situr föst í gluggapóstum og listum. Við erum mikið að sópa hús að utan, skafa gler og þrífa klæðningar, bæði hjá fyrirtækjum og í heimahúsum,“ segir Arnar. Hann hvetur fólk til að fylgjast vel með veðurspánni því vindáttin skiptir gríðarlega miklu máli í sambandi við öskufallið. Askan leynist víða Sex til tíu manns sjá um að þrífa hús að utanverðu hjá fyrirtækinu en askan skapar einnig atvinnutæki- færi innandyra. „Við finnum fyrir auknu álagi í ræstingum innandyra því askan nær að smeygja sér inn um glugga og dyr ef fólk gleymir að loka.“ Arnar mælir þó ekki með að fólk loki öllum gluggum heima hjá sér því það getur leitt til móðu- og rakasöfnunar innandyra. „Það eru engar töfralausnir til og það er nauðsynlegur fylgifiskur þess að eiga húsnæði að þrífa það vel.“ Lítil kreppuáhrif Arnar hefur mikla reynslu af hreingerningum en hann hefur starfað við þær í rúm ellefu ár. Hann er ánægður í starfi og sér ekki fram á að hætta í bráð. „Ég horfi björtum augum til framtíðar þrátt fyrir að margir góðir að- ilar séu einnig á markaðnum og samkeppnin mikil. Það þarf alltaf að þrífa og það er ekki hægt að láta hluti grotna niður þótt það komi kreppa.“ Ekki fyrir lofthrædda Það taka við stór verkefni hjá Arnari og félögum eftir helgi en þá þrífa þeir turnana í Kópavogi og Borgartúni ásamt stórhýsinu sem hýsir Grand hótel. Þegar því er lok- ið hefjast þeir handa við að þrífa Hörpu. „Það er stórkostleg frels- istilfinning að þrífa hús í 50 metra hæð. Tilfinningin er svipuð og við falhlífarstökk en maður hefur að sjálfsögðu meiri tíma til að njóta út- sýnisins. Ég mæli ekki með þessu fyrir lofthrædda,“ segir Arnar. „Stórkostleg frelsistilfinning“  Askan skapar fjölda starfa í gluggaþvottinum Morgunblaðið/Golli Gluggaþvottur Samúel Alexandersson, gluggaþvottamaður hjá AÞ-þrifum, að störfum í Garðabæ í gær. „Þetta er mikið vandamál enda loðir drullan föst við gluggana,“ segir Arnar Hallsson, rekstr- arstjóri Turnsins í Kópavogi. „Ég hlakka til að sjá bygg- inguna skínandi hreina í næstu viku því það sést mikið á henni eftir vetrartímann.“ Bjarni Geirsson, viðhaldsstjóri á Grand hóteli, tek- ur í svipaðan streng. „Það berst mikið ryk og drulla inn á hótelið þegar vindáttin er óhagstæð. Gler- þakið okkar er stundum eins og kartöflugarður ef öskufallið kemur beint í kjölfarið á rigningu,“ segir Bjarni. Báðar byggingarnar, Grand hótel og Turninn, eru þrifnar að ut- anverðu tvisvar á ári. Það þurfa að vera mjög sérstakar veðurfars- aðstæður til að hægt sé að þrífa þær að vetrarlagi. Glerið eins og kartöflugarður HÁHÝSIN ÞRIFIN EINU SINNI TIL TVISVAR Á ÁRI Turninn í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.