Morgunblaðið - 17.04.2013, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. A P R Í L 2 0 1 3
Stofnað 1913 88. tölublað 101. árgangur
MAÐURINN
Á BAK VIÐ
GRÍMUNA
STÓRKOSTLEG
ORKA Í
TÓNLISTINNI
FÓLK KEMUR MEÐ
GÓÐA ORKU INN
Í FLUGVÉLINA
TECTONICS 38 LISTAKOKKUR OG FLUGFREYJA 10LADDI LENGIR LÍFIÐ 41
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Það er búið að vera gríðarmikið að
gera á Læknavaktinni í allan vetur og
sennilega bara aldrei eins mikið frá
upphafi. Yfirleitt er nú kannski farið
að draga úr ásókn á þessum tíma en
það bara er ekki að gerast núna,“ seg-
ir Gunnlaugur Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri lækninga á Lækna-
vaktinni. Þrátt fyrir að vor sé nú víða
í lofti virðast hinar ýmsu umgangs-
pestir enn gera landanum lífið leitt.
„Það er heilmikið af loftvegasýk-
ingum að ganga, mikið af almennum
öndunarfærasýkingum, og svo sér
maður jú einn og einn sem er með
þessi klassísku inflúensueinkenni,“
segir Gunnlaugur. Þá segir hann
marga hafa haft samband símleiðis
vegna magapesta og að hand-, fót- og
munnsjúkdómur hafi verið að ganga
á leikskólunum. Tilfellum streptó-
kokkasýkinga hafi einnig fjölgað und-
anfarið.
Gunnlaugur segir að aukið álag á
Læknavaktinni megi að hluta til
rekja til álags annars staðar í heil-
brigðiskerfinu, þar sem vaktin sé
nokkurs konar yfirfall á kerfinu. Þá
segir hann síðdegisvaktirnar hjá
heilsugæslustöðinni í Árbæ, þar sem
hann starfar sem heimilislæknir,
einnig mjög annasamar.
Inflúensan í hægri rénun
„Ég hef heyrt töluvert mikið sagt
frá veikindum í mínum hópi,“ segir
Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
en engar tölur liggi fyrir um aðsókn á
síðdegisvöktunum.
Hann segist þó vita til þess að mik-
ið álag hafi verið á heilsugæslustöðv-
unum vegna smitsjúkdóma undan-
farnar vikur, m.a. vegna langvinnra
kvefpesta og iðrasýkinga.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
segir inflúensuna í hægri rénun en
menn hafi orðið varir við breytingar
síðustu vikur.
„Við höfum tekið eftir því að þetta
voru nú mest inflúensa A, gamli
svínainflúensustofninn, H1N1, og
þessi hefðbundni A-stofn, H3N2, sem
voru algengastir framan af en svo
hefur inflúensustofn B svolítið verið
að sækja í sig veðrið á lokasprett-
inum. Ekki mikið en maður sér að
það er svolítil sveifla yfir á hann,“
segir Haraldur.
Umgangspestir valda enn álagi
Gríðarmikið að gera á Læknavaktinni í allan vetur Yfirfall á kerfinu
Morgunblaðið/Sverrir
Fyrri hluti aprílmánaðar var óvenjuþurr í borginni
með tilheyrandi ryki og óþrifum á rúðum. Það var
því ærið verkefni sem beið gluggaþvottamannsins
sem hékk í köðlum utan á Grand Hóteli í gær.
Framundan er hins vegar aukin væta í kortunum og
sjálfsagt vonast landsmenn eftir auknum hlýindum.
Morgunblaðið/Golli
Væta framundan eftir þurrkatíð
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Útflutningsverðmæti makrílafurða frá Ís-
landi undanfarin þrjú ár er samtals meira
en 60 milljarðar króna. Þar er um að ræða
frystan makríl til manneldis, mjöl og lýsi.
Árið 2011 fékkst mjög gott verð fyrir
makrílafurðir á
mörkuðum, bæði
fyrir frystan makr-
íl til manneldis og
eins mjöl og lýsi.
Það ár var slegið
aflamet í makríl og
mikil aukning varð
á frystingu afurða
til manneldis.
„Ég vona að
markaðirnir verði
þokkalegir,“ sagði
Gunnþór Ingvason,
framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, þeg-
ar hann var spurð-
ur hvernig hann mæti horfurnar á þessu
ári. Hann sagði þó erfitt að spá um það fyrr
en eftir sjávarútvegssýninguna í Brussel
sem haldin verður í næstu viku. Þar munu
kaupendur og seljendur makrílafurða hitt-
ast.
Búið er að gefa út reglugerð um stjórn
makrílveiða íslenskra fiskiskipa 2013.
Helsta breytingin frá hliðstæðri reglugerð
sem gefin var út í fyrra er að kvótinn er nú
15% minni en þá. Heimildir flestra skipa-
tegunda minnka í samræmi við það.
Undantekningin er sú að kvóti báta sem
veiða makríl á króka verður nú 3.200 tonn
eða nærri fjórfalt meiri en í fyrra.
M Vaxandi verðmæti »4
60 millj-
arðar úr
makríl
Kvóti krókabáta
fjórfaldast á milli ára
Makríll
» Útbreiðsla
makríls hefur
stóraukist í ís-
lenskri lögsögu.
» Íslensk skip
mega alls veiða
123.182 tonn af
makríl á vertíð-
inni í sumar.
» Það er 15%
minna en í fyrra
Þrír létust og 176 manns fengu
meðferð á bráðadeildum eftir
sprengingarnar í Boston í fyrra-
kvöld, 17 þeirra eru sagðir enn í lífs-
hættu. Átta ára drengur, sem beið
eftir föður sínum við marklínuna,
var eitt fórnarlambanna. Enginn
hefur lýst tilræðinu á hendur sér.
Einu sprengjurnar sem fundust
voru þær tvær sem sprungu við
lokamark hlaupsins. Svæðið hefur
verið kembt í leit að vísbendingum
og öryggisráðstafanir hafa verið
hertar í borginni. »2 og 21
Þrír látnir og 17 lífs-
hættulega slasaðir
Boston Blóm voru lögð við öryggishlið í
gær til að minnast hinna látnu.
AFP
„Þetta er sanngjarnt verð fyrir
eintakið,“ sagði Sverrir Kristinsson,
fasteignasali og bókasafnari, en
Guðbrandsbiblía sem
rituð var 1584 seld-
ist fyrir 75
þúsund
danskar
krónur
eða rúmar
1,5 millj-
ónir íslenskar í
uppboðshúsinu Bruun og Rasm-
ussen í Danmörku í gær.
Sverrir áætlar að kaupandinn
þurfi að greiða um 2,2 milljónir með
gjöldum, ef bókin yrði flutt til lands-
ins. Þetta er þriðjungur af söluverði
Guðbrandsbiblíu sem seld var í fyrra
en það ku hafa verið frábært eintak.
Biblían seldist á
ríflega 1,5 milljónir
Skíðamaður, sem var fararstjóri
fjögurra bandarískra skíðamanna,
lenti í snjóflóði við Sauðanes norð-
an Dalvíkur á sjöunda tímanum í
gærkvöldi. Skíðamennirnir höfðu
verið fluttir á þyrlu upp fjallið og
var fararstjórinn að kanna að-
stæður þegar flóðið féll.
Hann var fluttur slasaður með
skíðaþyrlunni til aðhlynningar á
sjúkrahúsi á Akureyri. Að sögn lög-
reglu var hann með meðvitund all-
an tímann og ekki í lífshættu. Flóð-
ið var stórt að sögn lögreglu, um
100 metra breitt, og var lokað fyrir
umferð um veginn um Ólafsfjarðar-
múla í um þrjár klukkustundir
meðan verið var að ryðja hann.
Skíðamaður lenti í
flóði við Sauðanes
Flóð Sauðanes er þekkt flóðasvæði.