Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað, tók saman úr tölum Hagstof-
unnar hve miklu var landað af
makríl og hvert útflutningsverð-
mæti makrílafurða var á árunum
2007-2012. Þar er um að ræða fryst-
an makríl til manneldis, mjöl og lýsi.
Eins og sést á meðfylgjandi skýr-
ingarmynd hefur umfang makríl-
veiðanna og verðmæti afurðanna
vaxið ár frá ári. Verðmætið er gefið
upp í krónum hvers árs. Gengi krón-
unnar hefur sveiflast mikið á þessu
árabili og ber að hafa það í huga
hvað varðar heildarútflutningsverð-
mætið og útflutningsverðmæti hvers
tonns.
Árið 2011 sker sig úr að ýmsu
leyti. Þá fékkst mjög gott verð fyrir
makrílafurðir á mörkuðum, bæði
fyrir frystan makríl til manneldis og
eins mjöl og lýsi. Þetta ár var slegið
aflamet í makríl og mikil aukning
varð á frystingu afurða til mann-
eldis. Í fyrra þyngdust markaðirnir
og einnig dró úr heildarafla.
Búið er að gefa út reglugerð um
stjórn makrílveiða íslenskra fiski-
skipa 2013. Helsta breytingin frá
hliðstæðri reglugerð sem gefin var
út í fyrra er að kvótinn er nú 15%
minni en þá. Heimildir flestra skipa-
tegunda minnka í samræmi við það.
Undantekningin er sú að kvóti
báta sem veiða makríl á króka verð-
ur nú 3.200 tonn eða nærri fjórfalt
meiri en upphafskvóti þeirra var í
fyrra. Þá er makrílveiðitíma króka-
báta skipt þannig að veiða á 1.300
tonn í júlí og 1.900 tonn frá 1. ágúst
til ársloka. Það er gert með tilliti til
þess að makríll verði genginn á
grunnslóð og að krókabátar fái tæki-
færi til að veiða makríl á sínum
heimamiðum við landið, að sögn Jó-
hanns Guðmundssonar, skrifstofu-
stjóra í atvinnuvega- og nýsköpun-
arráðuneytinu.
Makríll Makrílveiðar hafa reynst vera mikil búbót fyrir þjóðarbúið á undanförnum árum. Aukin vinnsla til mann-
eldis hefur aukið útflutningsverðmætið. Vonir standa til þess að markaðir verði þokkalegir á þessu ári.
Vaxandi verðmæti
Reglugerð um makrílveiðar 2013 gefin út Kvótinn 15%
minni en í fyrra Makrílkvóti krókabáta aukinn á þessu ári
Verðmæti makrílafurða
30
25
20
15
10
5
0
Ve
rð
m
æ
ti
FO
B
(m
a.
kr
.)
180.000
160.000
140.000
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
Landað
m
agn
(tonn)/
Verðm
æ
ti(kr/tonn)
2007 2008 2009 2010 2011 2012
2,4
5,2
7,2
11,8
26,6
22,2
36.257
112.352
120.850116.164
153.358
144.899
66.683 kr.
46.538 kr.
61.667 kr.
97.867 kr.
173.527 kr.
153.347 kr.
Makrílveiðar 2013
» Heildarkvótinn er 123.182
tonn eða 15% minni en 2012.
» Skip án aflareynslu sem
veiða fyrir vinnslu í landi fá nú
6.703 tonna kvóta.
» Vinnsluskip fá 25.976 tonna
kvóta og skip sem veiddu mak-
ríl í flottroll og nót á árunum
2007-2009 fá 87.303 tonn.
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Sendinefnd á vegum ÖSE, Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu, er
nú hér á landi vegna kosninga til Al-
þingis sem fara fram eftir tíu daga.
Tilgangurinn er m.a. að fylgja eftir
um mánaðargamalli skýrslu ÖSE en
þar er að finna nokkrar athugasemd-
ir við framkvæmd og reglur sem
gilda um þingkosningarnar.
Sendinefndin kom hingað á mánu-
dag og átti m.a. fund með embættis-
mönnum í utanríkiráðuneytinu í
gær. Fundahöld halda áfram í dag.
Síðast var sendinefnd frá ÖSE hér
á landi í lok febrúar og í skýrslu sem
hún birti í lok mars er m.a. bent á að
þótt stjórnmálaflokkum sé heimilt
að tilnefna fulltrúa til að fylgjast
með talningu atkvæða sé heimild
óháðra félaga eða alþjóðlegra sam-
taka til eftirlits ekki tryggð með lög-
um. ÖSE hafi lagt til árið 2009 að
þessu yrði breytt.
Þá kemur fram að nokkrir hafi
bent á að misræmi væri í reglum um
meðmælendur framboða á milli kjör-
dæma og að hvergi væri að finna
samræmdar leiðbeiningar hvernig
staðið skyldi að söfnun undirskrifta.
Í skýrslu ÖSE frá í mars eru at-
hugasemdir við misvægi atkvæða
ítrekaðar. Misvægið er sagt töluvert,
jafnvel þótt Norðvesturkjördæmi
missi nú einn þingmann sem færist
yfir til Suðvesturkjördæmis.
ÖSE gerði einnig athugasemdir
við að í lögum væri ekki með skýrum
hætti mælt fyrir um verkaskiptingu
við framkvæmd kosninganna og
reglur um val í kjörstjórnir væru
óskýrar.
ÖSE fylgist með
kosningunum
Önnur sendinefndin á þessu ári
Ítrekaði athugasemdir við misvægi
Morgunblaðið/Golli
Fundur Tatyana Bogussevich, Jorge Fuentes, formaður nefndarinnar, og
Rasto Kuzel við upphaf fundar í utanríkisráðuneytinu í gær.
Sendinefnd ÖSE mun meta hvort
kosningarnar standist viðmið ÖSE
og hvort stjórnvöld uppfylli alþjóð-
legar skuldbindingar sínar. Sér-
staklega verður lagaleg umgjörð
kosninganna könnuð, fjármögnun
stjórnmálaflokka og framboða og
umfjöllun fjölmiðla um kosninga-
baráttuna.
Í skýrslunni frá í mars var m.a.
bent á að fáar reglur giltu um um-
fjöllun fjölmiðla og sá tími sem
ætlaður væri til kosningabaráttu
væri ekki afmarkaður. Þá hefðu
sumir viðmælendur ÖSE lýst yfir
áhyggjum af því að ný framboð
fengju ekki næga kynningu.
Nefndin mun ekki fylgjast kerf-
isbundið með talningu atkvæða en
mun fara á nokkra kjörstaði til að
fylgjast með framvindu kosning-
anna.
Nefndin mun vera að störfum
hér til 30. apríl og von er á skýrslu
hennar um tveimur mánuðum síð-
ar.
Verða hér fram yfir kjördag
FYLGJAST MEÐ FJÖLMIÐLAUMFJÖLLUN
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Bensínverð hefur lækkað verulega
að undanförnu en ástæðuna má
rekja til lækkunar á heimsmark-
aðsverði og sterkara gengi krón-
unnar, að sögn Magnús Ásgeirs-
sonar, innkaupastjóra eldsneytis hjá
N1. Fyrirtækið lækkaði verð á elds-
neyti um þrjár krónur í gær en frá
lokum febrúar hefur það lækkað um
tæpar 22 krónur.
„Þetta er afar sérstakt núna. Ef
það er eitthvað sem maður getur
sagt að sé eðlilegt á markaði þá vær-
um við frekar að sigla inn í hæsta
verð ársins en það er ekki að gerast.
Það virðast vera efnahagslegar
aðstæður úti í hinum stóra heimi
sem valda lækkun á heimsmarkaðs-
verðinu,“ segir Magnús og nefnir
hagtölur í Bandaríkjunum sem voru
verri en menn höfðu vænst. Þá hafi
gengi krónunnar gagnvart dollara
styrkst um átta krónur frá því í lok
febrúar.
Honum finnst þó ekki líklegt að
verðið haldi áfram að lækka.
„Það er náttúrulega mikið gleði-
efni þegar verðið lækkar svona en
svo er að sjá hver þróun gengisins
verður, það er alltaf mikil óvissa í
kringum hana. Mér finnst ekki lík-
legt að þetta haldi áfram þó að það
geti verið að krónan verði svona
áfram. Ég hef ekki trú á því að verð-
ið á heimsmarkaði haldi áfram að
lækka svona mikið þó að það gæti
lækkað eitthvað í viðbót og að það sé
mjög æskilegt út af fyrir sig svo að
það lifni yfir atvinnumálum í
heiminum,“ segir Magnús.
Ekki búist við því að eldsneyt-
isverð haldi áfram að lækka
Styrking krónu og lækkun á heimsmarkaði lækkar verðið
Dæla Bensínverð hefur lækkað.
VIÐ VILJUM VITA
MÖGULEG INNGANGA ÍSLANDS Í
EVRÓPUSAMBANDIÐ SNÝST UM HAGSMUNI
ALMENNINGS – UM LÍFSKJÖR – UM FRAMTÍÐ.
KLÁRUM VIÐRÆÐURNAR OG SJÁUM
SAMNINGINN.
JAISLAND.IS