Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Við erum mjög spenntir fyrir þessu og ég held að rafbílar séu að verða raunhæfur kostur. Við erum búnir að gera okkur vonir um að selja ein- hverja tugi bíla á fyrstu 4-6 mán- uðunum,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri bílaumboðsins BL, um væntingar fyrirtækisins til sölu á raf- bílum á næstunni. BL undirbýr nú pöntun á fyrstu rafbílunum af gerðinni Nissan Leaf og eiga þeir að koma til landsins í júlí. Elko, í samstarfi við rafbílafyrirtækið Even hf., auglýsti í gær bíla af sömu tegund til sölu. Loftur segir erfitt að átta sig á áhuganum á rafbílum hér á landi og menn fari sér hægt til að byrja með. „Við erum ekkert of stórtækir í áætlunum með þennan bíl. Frekar jarðbundnir í takt við tíðarandann. Hins vegar þegar maður sér tækifær- in í því að þessi bíll er eins og eðlilegur fólksbíll í umgengni og verðið á við venjulega sjálfskiptan bíl þá er það ekki orðið erfitt að telja sér trú um að það sé raunverulegur kostur að eiga svona bíl og nota til allra daglegra nota hér á Reykjavíkursvæðinu,“ seg- ir hann. Það sem stendur helst í vegi fyrir rafbílavæðingu hér á landi sem stend- ur er efnahagsástandið að sögn Lofts. Um leið og það taki betur við sér og fólk fari að huga að því að endurnýja bíla á nýjan leik hafi hann trú á því að rafbílar verði valkostur. „Mig grunar að þetta sé nær en mann grunar. Það er öruggt mál að það er markaður fyrir þessa bíla.“ Aðstæður vænlegar á Íslandi Gísli Gíslason er framkvæmdastjóri Even hf. Fyrirtækið á von á því að fá á næstunni indverskan rafbíl, e2o, og segir Gísli að hann geti orðið ódýrasti bíllinn á markaðnum. Þá sé von á bíl með um 500 kílómetra drægni í sum- ar. Hann telur mikinn áhuga á rafbíl- um á Íslandi en framboðið hafi hins vegar verið lítið. Stjórnvöld hafi gert stórkostlega hluti í að liðka til fyrir sölu á þeim en umboðin hafi verið sein að taka við sér. Oft hafi menn einblínt á ökudrægni rafbíla en stór hluti þeirra sem búi á höfuðborgarsvæðinu aki hins vegar aldrei yfir mörkum raf- bílanna dags daglega. Aðstæður hér séu fullkomnar. „Ísland fellur undir öll skilyrði sér- fræðinga fyrir rafbílavæðingu. Við er- um með græna ódýra orku og dýrt bensín, eyjasamfélag og stærsti hluti fólksins er á Reykjavíkursvæðinu. Svo erum við í kjörloftslagi fyrir rafhlöður, því besta sem hægt er að hugsa sér. Við ættum að vera í fararbroddi í raf- bílavæðingunni,“ segir Gísli. AFP Rafhlaða David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, virðir fyrir sér raf- hlöðu í Nissan Leaf-rafbíl. Byrjað er að framleiða bílana í Evrópu. Verðum í fararbroddi rafbílavæðingarinnar  Umboð vonast til að selja tugi rafbíla á næstu mánuðum Raf- og tvinnbílar á Íslandi Heimild: Umferðarstofa Rafmagnsbílar í umferð Bensín/ Bensín/ Dísel/ Rafmagn Raf.tengill* Rafmagn Rafmagn Alls Fólksbifreið (M1) 804 19 1 31 855 Hópbifreið II (M3) 1 1 Sendibifreið (N1) 1 1 Samtals 804 19 1 33 857 Nýskráningar Fólksbifreið (M1) Bensín /Rafmagn Fólksbifreið (M1) Bensín /Raf.tengill* Fólksbifreið (M1) Dísel /Rafmagn Fólksbifreið (M1) Rafmagn Hópbifreið II (M3) Rafmagn Vörubifreið I (N2) Rafmagn 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 2008 (samt. 123) 2009 (samt. 19) 2010 (samt. 31) 2011 (samt. 68) 2012 (samt. 192) 2013 (samt. 55) 123 19 29 68 163 38 2 9 10 71 17 1 1 *Hægt að hlaða rafgeyma með því að stinga í samband við húsarafmagn. Metrostav as og Suðurverk hf. áttu lægsta boð í gerð Norðfjarð- arganga. Boðið hljóðaði upp á tæplega 9,3 millj- arða króna. Næstlægsta boð kom frá Ístaki hf., upp á 9,9 milljarða og þriðja boð frá ÍAV hf. og Marti Contractors ltd. upp á rétt tæpa 10,5 milljarða króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9 milljarða og 547 milljónir króna. Lægsta boð er því 97,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Buðu 9,3 milljarða króna í gerð Norð- fjarðarganga Frá Neskaupstað Stóriðjan mengaði mest árið 2008; eða nýtti um 11% af losunarheimild- um Kyoto-bókunarinnar á gróður- húsalofttegundum, fyrir fimm ára tímabil, 2008-2012. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um los- un gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá árinu 1990 til 2011. „Ástæðan fyrir þessari miklu losun árið 2008 er rakin m.a. til þess að Fjarðaál var nýtekið til starfa og Norðurál nýbúið að stækka, einnig var töluverð eldsneytisnotkun t.d. í byggingarframkvæmdum og vega- samgöngum. Við bjuggumst við þessu,“ segir Birna Sigrún Hallsdótt- ir, verkfræðingur hjá Umhverfis- stofnun. Síðan þá hefur losunin dreg- ist saman um 13%. Það má rekja m.a. til betri framleiðslustýringar í álver- um og samdrætti í efnahagslífinu frá 2008. Birna bendir á að hægt sé að hluta til að lesa í stöðuna í efnahags- kerfinu með því að skoða losun. Hins vegar hefur verið náð að aftengja samspilið milli hagvaxtar og losunar. „Við erum ánægð með útkomu skýrslunnar. Allt stefnir í að Ísland geti uppfyllt skuldbindingar sínar um losunarheimildir Kyoto-bókunarinn- ar fyrir tímabilið 2008 til 2012,“ segir Birna. Hins vegar var losun á hvern íbúa á Íslandi, árið 2011, meiri en meðatal ríkjanna á EES-svæðinu. Ástæðuna fyrir því segir Birna meðal annars þá að Íslands sé stórt og vegalengdirnar tiltölulega langar, sem kalla á vega- framkvæmdir og akstur. Einnig komi miklir toppar þegar gangsett sé til dæmis heil ný verksmiðja. thorunn@mbl.is Losun hefur minnkað mikið  Íslendingar munu halda sig innan marka um losun gróðurhúsalofttegunda  Stóriðjan nýtti um 11% af losunarheimildum Kyoto-bókunarinnar árið 2008 Gróðurhúsalofttegundir » Losun þeirra hefur aukist um 26% frá 1990. » Dregist saman um 13% frá 2008. » Minnkað um 4% frá 2010 og má einkum rekja þá minnkun til minni losunar frá álfram- leiðslu og frá fiskiskipum. Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, segir að 2.300 Nissan Leaf- rafbílar hafi verið seldir í Noregi á síðasta ári. Það nemi allt að tveim- ur prósentum af heildarbílasölu í landinu. Ennfremur hafi bíllinn verið sá mest seldi í sumum bæj- arfélögum eins og Þrándheimi. Norsk stjórnvöld hafi greitt götu rafbíla með því að fella niður gjöld eins og hérlendis. Þá sé þar fjöldi hleðslupósta og rafbílar fái að aka á akreinum fyrir almennings- samgöngur. Fá að aka á sérakreinum NISSAN LEAF MIKIÐ SELDUR Í NOREGI Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, og Heimdallur bjóða til fundar um stöðu húsnæðismála og tillögur Sjálfstæðis- flokksins um nýjar leiðir til að auðvelda fyrstu íbúðakaup. Hvöt & Heimdallur 2013.XD.IS Staður: Naustið Vesturgötu,miðvikdag 17. apríl kl. 20 Framsögumenn: Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi til alþingis, Ásgeir Jónsson, efnahagsráðgjafi hjá Gam Management og lektor við Háskóla Íslands. Fundarstjóri: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar. Fyrsta íbúðin „Mér finnst skemmtilegt að tala í hvert einasta skipti. Mér finnst bæði mjög gaman að hitta fólk og gaman að miðla þessari reynslu. Að mörgu leyti er þetta draumastarf því ég er að uppfylla drauminn minn. Ég er að framkvæma það sem ég hef lengi stefnt á og þetta fer fram úr mínum björtustu vonum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fyr- irlesari, en hún hefur skipað sér sess meðal eftirsóttustu fyrirlesara landsins um þessar mundir. Hún er þétt bókuð og heimsækir mörg fyrirtæki, skóla og félaga- samtök. Viðbrögðin og ásóknin hef- ur komið henni á óvart. Aðspurð segist hún ekki gera upp á milli hópa en yngra fólkið kemur oft með líf- legar og áhugaverðar spurningar. „Þetta snýst ekki eingöngu um að ég sé að segja frá því hvað ég er gera. Heldur kemur oft fólk til mín og segir mér hvað það langi til að gera. Það hefur mikil áhrif á mig. Ég hvet einmitt fólk til segja frá draum- um sínum og markmiðum. Það er erfiðara að hætta við ef maður er bú- inn að segja frá því,“ segir Vilborg. „Ég er uppbókuð út apríl og í maí legg ég af stað í næsta leiðangur. Stefnan er sett á hæsta fjall Norður- Ameríku, sem heitir Denali. Eftir það mun ég koma heim og halda nokkra fyrirlestra svo stefni ég bara á að vera á fjöllum,“ segir Vilborg. Hún leggur þó ekki af stað einsömul á Denali, líkt og síðast heldur verður Sigurður Bjarni Sveinsson ferða- félagi hennar. Fjallið er gjarnan kallað kaldasta fjall heims. Hæsti tindur þess skagar 6.194 metra yfir sjávarmál. Fram úr björtustu vonum pólfarans  Fólk á að segja frá draumum sínum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirlestur Vilborgu þykir ávallt skemmtilegt að halda fyrirlestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.