Morgunblaðið - 17.04.2013, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Leggja þarf aukna áherslu á
heimaþjónustu fyrir þá sem þurfa
mest á henni að halda og hverfa
frá þeirri þróun að félagsleg
heimaþjónusta felist fyrst og
fremst í þrifum. Þetta segir Berg-
lind Magnúsdóttir, forstöðumaður
Heimaþjónustu Reykjavíkur, en
hún segir þörfina fyrir heimaþjón-
ustu og heimahjúkrun munu fara
stigvaxandi á næstu árum, samfara
fjölgun aldraðra.
Morgunblaðið sagði á dögunum
frá doktorsverkefni Sigurveigar H.
Sigurðardóttur, dósents í fé-
lagsráðgjöf við Háskóla Íslands, en
þar kom m.a. fram að tæp 60%
aldraðra sem búa í heimahúsi
þarfnast aðstoðar við eina eða
fleiri athafnir daglegs lífs og um
þriðjungur þeirra fær aðeins
óformlega aðstoð, þ.e. frá ættingj-
um eða vinum, en 4% fá eingöngu
aðstoð frá formlegum aðilum, þ.e. í
formi heimaþjónustu eða heima-
hjúkrunar.
Berglind segir Reykjavíkurborg
hafa leitast við að fara sömu leið
og farin hafi verið á hinum Norð-
urlöndunum, þ.e. að veita meiri
þjónustu og fleiri tímum til þeirra
sem eru elstir og veikastir. Hér-
lendis hafi of mikil áhersla verið
lögð á að veita þrifþjónustu, jafn-
vel þeim sem enn eru fullfrískir,
sem hafi gert það að verkum að
margir hafi verið að fá litla
þjónustu.
Fjölskyldan hafi líka hlutverk
„Ég held að við megum passa
okkur á því að taka ekki léttari
verkefnin frá fjölskyldunni en við
þurfum hins vegar líka að passa
okkur á því að þegar vandinn er
orðinn mikill þá verðum við
[Heimaþjónustan] að geta tekið
við. Ekki öllu en mesta
þunganum,“ segir Berglind.
Hún segir mikilvægt að bæði
aldraðir og aðstandendur þeirra
finni til öryggis gagnvart heima-
þjónustunni og því að hinn aldraði
komist inn á hjúkrunarheimili
þegar heimaþjónustan dugi ekki
lengur til.
Berglind segir almennt fáar
kvartanir berast varðandi heima-
þjónustuna og að unnið sé að því
að bæta gæði þjónustunnar í takt
við það meginmarkmið að fólk búi
eins lengi í heimahúsi og mögulegt
er. „En við þurfum að leggja til
meira fjármagn í heimahjúkrun og
félagslega heimaþjónustu til að
geta gefið enn frekar í og til að
geta brugðist við fjölgun aldraðra,“
segir hún. „Við erum á réttri leið
en við megum hvergi gefa eftir.“
Berglind segir að mörgu að
hyggja varðandi þjónustuna en til
að mynda sé erfitt að ímynda sér
að komandi kynslóðir muni sætta
sig við að fá böðun aðeins einu
sinni í viku, líkt og boðið er upp á í
dag.
Meiri aðstoð til handa
eldra og veikara fólki
Morgunblaðið/Heiddi
Þjónusta 80% beiðna um heimahjúkrun koma frá Landspítalanum.
Of mikil áhersla
verið lögð á þrif-
þjónustuna
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra kynnti í ríkisstjórn í gær hug-
mynd um að efnt verði til hug-
myndasamkeppni um framtíð
Hegningarhússins við Skólavörðu-
stíg í Reykjavík. Framkvæmdir við
fangelsisbyggingu á Hólmsheiði
eru að hefjast og þegar nýtt fang-
elsi tekur til starfa er m.a. gert ráð
fyrir að fangelsisstarfsemin í Hegn-
ingarhúsinu verði aflögð.
Ögmundur segir marga aðila
hafa komið fram með hugmyndir
um hvernig nýta beri þetta gamla
og sögufræga hús, eins og Lands-
samband lögreglumanna, Fanga-
varðafélagið, arkitektar, húsfrið-
unarfólk og fleiri. Til að byrja með
verði efnt til opinnar hugmynda-
samkeppni um notkun hússins. Að
fengnum tillögum yrðu þær faldar
starfshópi ýmissa aðila til frekari
úrvinnslu.
Spurður hvað honum finnist per-
sónulega að eigi að fara fram í
Hegningarhúsinu segir Ögmundur:
„Ef ég á að leyfa mér að hafa
skoðun á því, þá nefni ég það sem
ég hef oft teflt fram, að þarna verði
safn en hugsanlega einhver blanda
af veitingahúsarekstri og safni. Það
fyndist mér ekki slæmur kostur, en
menn kunna að finna einhverjar
snjallari leiðir. Margir horfa til þess
að húsið verði einhvers konar gátt
inn í fortíðina, þannig að við glötum
ekki tengslum við hana.“
Einnig var það rætt í ríkisstjórn í
gær hvort ríkið hefði áfram eign-
arhald á húsinu eða hvort eðlilegt
væri að Reykjavíkurborg kæmi þar
að málum. bjb@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Hegningarhúsið Innanríkisráðherra vill fá hugmyndir um framtíð hússins.
Safn og veitingar í
Hegningarhúsinu?
KYNNTU ÞÉR BMW X LÍNUNA
NÚ ER RÉTTI TÍMINN
WWW.BMW.IS
Þú ert í leit að ævintýrum, við erum í leit að tæknilegri fullkomnun. Allar aðstæður eru
kjöraðstæður fyrir BMW XDrive fjórhjóladrifskerfið. Þótt veðrið sé óútreiknanlegt er
akstursánægjan í X línunni eitthvað sem þú getur treyst á.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
7
4
8
9
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílahúsið
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
X LÍNAN Í TAKT VIÐ TÍMANN