Morgunblaðið - 17.04.2013, Side 20

Morgunblaðið - 17.04.2013, Side 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Marokkómenn eru nú bálreiðir Bandaríkjamönnum sem sækja það hart að fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna fái að rannsaka mannréttinda- brot í Vestur-Sahara sem Mar- okkómenn hernámu á áttunda áratugnum. Mannréttindasamtök og sendimenn SÞ hafa sakað Mar- okkómenn um að pynta V-Sahara- menn sem berjast gegn hernáminu. Frakkar styðja Marokkó en Bretar styðja kröfur sjálfstæðis- hreyfingar V-Saharamanna, Pol- isario, um að SÞ taki upp eftirlit með mannréttindabrotum á svæðinu. Vestur-Sahara er á norðvestur- strönd Afríku, sunnan við Marokkó. Helmingur íbúanna, sem eru um hálf milljón, er í útlegð. Auðug fiski- mið eru við landið og talið að olía sé á hafsbotni. Einnig er geysimikið af fosfati í landinu og sennilega ýmsir málmar. Rannsaki réttindabrot  Marokkómenn sakaðir um pyntingar í V-Sahara  Hernámu landið með ólöglegum hætti 1973 Lítil þjóð undir oki » Engin ríki viðurkenna yfir- ráð Marokkó á svæðinu og al- þjóðadómstóllinn í Haag úr- skurðaði þau ólögleg árið 1975. » Þegar Marokkó og Mári- tanía lögðu landið undir sig 1973 hófu íbúarnir uppreisn. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Jarðskjálfti sem mældist 7,5 stig reið yfir suðausturhluta Írans í gær um klukkan 15.14 að þarlendum tíma og fannst víða um Miðausturlönd og Indland. Vitað var um fimm sem létu lífið í Pakistan og fréttastofur vitn- uðu í íranska ríkissjónvarpið sem sagði að 40 hefðu látið lífið, hugs- anlega mörg hundruð. En aðrir emb- ættismenn sögðu að ekki væri vitað til þess að nokkur hefði dáið enda væri það langt frá þéttbýli. Fjarskiptasamband rofnaði á svæðinu sem er mjög fjöllótt og til- tölulega fámennt. En þar eru mörg hundruð fátæk þorp og húsin eru oft úr veikburða leirsteinum. Rauði hálfmáninn í Íran sagði að þegar hefðu 20 leitarflokkar og þyrlur ver- ið send á vettvang. Upptök skjálft- ans voru nálægt borginni Khash við landamærin að Pakistan, í rúmlega 80 km fjarlægð norður af Saravan í Sistan Balúkistan-hérað, á um 18 km dýpi. AFP-fréttastofan sagði skjálft- ann hafa verið 7,5 stig en BBC 7,8 stig. Um 180 þúsund manns búa í Khash en 250 þúsund í Saravan, skemmdir munu hafa verið litlar í síðarnefndu borginni. Skjálftinn fannst vel í milljóna- borgunum Karachi og Quetta í Pak- istan. Skrifstofuhús voru yfirgefin í Abu Dhabi og Dubai við Persaflóa og þar söfnuðust þúsundir manna sam- an fyrir utan skýjakljúfa. „Það eru allir á götunum, það ríkir fát,“ sagði heimildarmaður í Dubai. Háar bygg- ingar svignuðu í Nýju Delí, höfuð- borg Indlands. Harður jarð- skjálfti í Íran  Óljóst hve margir létu lífið Jarðskjálfti í Íran Í R A N Upptök skjálftans Pa ki st an Af ga ni st an TúrkmenistanKaspía- haf Persa- flói Oman- flói Aserbaídsjan Írak Sádi- Arabía Katar SAF Óman Tehran Andstæðingar sósíalistans Nicolas Maduros, starfandi forseta Venesúela, velta ruslatunnum í höfuðborginni Caracas á mánudagskvöld. Lögreglan beitti táragasi gegn hundruðum stúdenta, fólk barði potta og pönnur til að láta í ljós óánægju sína með stjórnvöld. Ráðamenn sögðu í gær að sjö stuðningsmenn Maduros hefðu fallið og tugir særst í átökunum. Alls hefðu 135 verið hand- teknir. Kjörstjórn hefur lýst Maduro rétt kjörinn for- seta landsins en hann hlaut samkvæmt opinberum töl- um nauman meirihluta atkvæða, 50,7%, sl. sunnudag. Andstæðingur hans, Henrique Capriles, krafðist end- urtalningar og sagði að svik hefðu verið í tafli. Fyrstu viðbrögð Maduros, sem er arftaki Hugo Chavez er lést úr krabbameini, voru að taka vel í í tillöguna um end- urtalningu. En honum snerist fljótt hugur og segir nú að úrslitin muni standa. Sigri Maduros í forsetakosningum mótmælt í blóðugum óeirðum AFP Nokkrir sagðir fallnir í Venesúela Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.