Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
I.
Maður var nefndur
Pétur Ólafsson (1887-
1960) togarasjómaður,
bróðir Guðmundar
Ólafssonar er gaf KR
allar eigur sínar og bjó
að Garðastræti 11.
Þeir bræður voru frá
Bakka í Skil-
mannahreppi í Borg-
arfirði. Pétur var
kvæntur Sigríði Helgadóttur (1876-
1940), sem hafði verið vinnukona hjá
afa mínum, Haraldi Níelssyni, pró-
fessor (1868-1928). Pétur var lengst
af með Þórarni Olgeirssyni hinum
kunna togaraskipstjóra (1883-1969).
Nú deyr Sigríður árið 1940 og bjó
Pétur eftir það með ráðskonu, Ástu
að nafni, ættaðri úr Hornafirði aust-
ur. Nú deyr Pétur árið 1960 og arf-
leiðir Ástu ráðskonu að öllum eigum
sínum, Hverfisgötu 65 með.
II.
Hverfisgata 65 var talin eitt
minnsta hús í Reykjavík, 61,2 fer-
metrar. En hús eldast og þak ryðg-
ar, því tönn tímans vinnur sitt verk,
þar sem regn og stormur setja sitt
mark á húsin. Því var það, að Ásta
tekur eftir því, að þakið er farið að
leka og hún á engan að í bænum,
sem gæti gert við þaklekann. Þá er
það einn morguninn að hún vaknar
og man draum sinn greinilega: Pét-
ur hennar gamli húsbóndi segir við
hana í draumnum: „Talaðu við Leif.“
Hún hringir í Völund, þar sem grein-
arhöfundur starfaði og ber upp bón
sína um þakviðgerð.
Leifur hefur samband
við Hafstein Sigurðs-
son, sem sá um viðhald
fasteigna hans og dag-
inn eftir koma þeir Haf-
steinn og félagi hans og
nýtt þakjárn komið á að
kveldi.
III.
Menn hafa lengi deilt
um, hvað taki við að
loknu þessu lífsskeiði.
Ég hefi ávallt talið að
lífsskeið okkar hér á jörðinni sé að-
eins áfangi á langri þroskabraut, þar
sem einn áfangi taki við af öðrum,
þar til fullkomnum þroska sé náð.
Ég er fæddur árið 1927 og er því á
86. aldursári. Síðustu árin hef ég oft-
lega dvalið á sjúkrahúsum, þar til ég
lenti hér á Grund. Læknar segja
mér, að ég hafi dáið í 15 sekúndur á
einu sjúkrahúsinu, en ég man ekki
eftir neinu úr þeirri ferð yfir landa-
mærin. Flestir tala um tvo heima,
jarðlíf og framhaldslíf, en ef við
náum nægjanlegum þroska, þá ættu
þessir heimar að geta unnið saman
eins og við þaklekann að Hverf-
isgötu 65.
Þakviðgerðin á
Hverfisgötu 65
Eftir Leif
Sveinsson
Leifur
Sveinsson
» Læknar segja mér,
að ég hafi dáið í 15
sekúndur á einu sjúkra-
húsinu, en ég man ekki
eftir neinu úr þeirri ferð
yfir landamærin.
Höfundur er lögfræðingur.
Á síðasta ári áttu
48,2% heimila erfitt
með að ná endum sam-
an. Vöruverð hækkaði
jafnt og þétt allt árið
og minna og minna
fékkst fyrir þús-
undkallinn í dag-
vöruverslunum. Flest-
ar hækkanirnar má
annars vegar rekja til
sífellt hækkandi op-
inberra gjalda, sem
fráfarandi ríkisstjórn hefur purk-
unarlaust lagt á nauðþurftir heim-
ilanna, og hins vegar lélegs gengis
íslensku krónunnar gagnvart er-
lendum gjaldmiðlum sem notaðir
eru til vöruinnkaupa frá útlöndum.
Allur þessi kostnaður hefur síðan
áhrif á vísitöluna sem aftur hefur
áhrif á lánin okkar.
Stjórnvöld virðast ekki hafa nokk-
urn áhuga á ört vaxandi dýrtíð sem
hefur komið afar illa við buddu al-
mennings.
Starfsfólki er aftur á móti stöðugt
fjölgað í víðfeðmum eftirlitsiðnaði
stjórnvalda, sem hefur þær starfs-
skyldur að kröfu stjórnvalda og
valdbeitingar ESB að passa upp á að
boðum og bönnum frá Brussel sé
fylgt eftir. Þess er vel gætt að sem
flestar neysluvörur frá löndum utan
ESB endi í hæsta tollflokki, beri
nógu há vörugjöld og einn hæsta
virðisaukaskatt í heimi eingöngu til
þess að vöruverð verði nógu hátt og
skili sem flestum krónum í ríkiskass-
ann. Ég hef margsinnis upplifað að
ef tollverðir eru í vafa um hvernig
eigi að flokka tiltekna vöru þá er hún
yfirleitt sett í hæsta mögulega toll-
flokk. Til hvers? Til þess eins að
dagvaran skili sem mestum tekjum
til ríkisins á kostnað neytandans.
Það er sorgleg staðreynd að 40%-
45% af smásöluverði stórs hluta
neysluvara eru opinber
gjöld, þ.e.a.s. ef varan
er flutt inn frá Banda-
ríkjunum. Eftirlitsiðn-
aðurinn sér til þess að
amerískar neyt-
endavörur megi ekki
vera ódýrari en ESB-
vörur. Þetta gildir um
mikilvægar neysluvör-
ur almennings eins og
t.d. bleiur, dömubindi,
tannbursta, munnskol,
þvottaefni og hand-
sápur, vörur sem bera
15% til 20% toll og
25,5% virðisaukaskatt.
Nú hefur sykurskatturinn hans
Steingríms J. bæst við og leiðir til
mikillar hækkunar á matvöru. Fyr-
irslátturinn er tannskemmdir ungs
fólks. Væri ekki meira vit í því að
lækka opinberar álögur á tann-
bursta og tannkrem? Hvers vegna
eru ekki felldir niður skattar af
heilsuvörum eins og tannburstum og
tannkremi og af hverju má ekki
leggja 7% virðisaukaskatt á þær í
stað 25,5%?
Við hjá Kosti erum stöðugt að
glíma við hið opinbera til þess að
lækka ofurtolla, vörugjöld og draga
úr ofmönnuðum og dýrum opinber-
um eftirlitsiðnaði til að lækka vöru-
verð til fólksins. En án sýnilegs
árangurs. Þetta minnir mig jafnan á
spænsku söguhetjuna Don Quixote
sem barðist við vindmyllu án þess að
geta stöðvað spaða hennar. Það var
sama hve oft hann réðst á mylluna –
áfram snerust blöð hennar. Svona er
glíman við eftirlitsiðnaðinn og áfram
birtast auglýsingar um mannaráðn-
ingar til MAST. Þar virðist enda-
laust vanta fólk í vinnu til að passa
að við förum eftir reglum ESB, sem
við Íslendingar erum ekki einu sinni
hluti af og ég vona að aldrei gerist!
Hvorki neytendur né matvöru-
verslun landsmanna geta beðið
miklu lengur eftir því að nauðsynja-
vörur lækki verulega í verði til að
létta undir með heimilunum. Það eru
sjálfsögð mannréttindi.
Nýverið sýndu bræðurnir í Mela-
búðinni hvert smásöluverð gæti ver-
ið ef opinbera gjaldtökufarganinu
yrði létt af neytendavörum. Þeir
buðu einn laugardag 30-40% lægra
smásöluverð í búðinni í nokkrar
klukkustundir. Viðskiptavinir létu
þetta tilboð ekki fram hjá sér fara og
upplifðu vöruverð eins og það er í
Bandaríkjunum og Evrópu. Tóku
frambjóðendur til Alþingis eftir
þessu? Það kemur í ljós þegar ný
ríkisstjórn tekur hér við innan
skamms. Ný stjórn verður að taka til
hendi og létta álögur á íslenska
neytendur. Ástandið getur ekki orð-
ið verra en hjá „norrænu velferð-
arstjórninni“ sem nú er að hrökklast
frá og skilur landið eftir sem rjúk-
andi rúst.
Einelti eftirlitsiðnaðarins gagn-
vart Kosti ríður ekki við einteyming.
Þegar ég var að ljúka við þessa grein
kom eftirfarandi bréf frá MAST:
„Komið þið sæl. Við landamæraeft-
irlit á sendingu;
EREY21023USORFW045, gámanr.
EIMU 450545 2, innflytjandi Kostur
Lágvöruverslun ehf., kom í ljós var-
an: „Bertolli-Alfredo Sauce“. Af
merkingum vörunnar að dæma þá
inniheldur varan mikið magn mjólk-
urafurða (ost o.fl.) Út frá merk-
ingum vörunnar þá er ekki hægt að
ákvarða hlutfall mjólkurafurðanna í
vörunni, þ.a. MAST fer fram á að
innflytjandi leggi fram gögn frá
framleiðanda vörunnar sem sýni
hlutfall mjólkurafurða í vörunni.
Varan var tekin í vörslu MAST þar
til þessar upplýsingar liggja fyrir.
Alls 255 kg net. / 600 krukkur. Með
kveðju, Haukur Bragason, sérfræð-
ingur Inn- og útflutningsskrifstofa
MAST.“
Hvað næst?
Hvers á almenningur að gjalda?
Eftir Jón Gerald
Sullenberger »Eftirlitsiðnaðurinn
sér til þess að amer-
ískar neytendavörur
megi ekki vera ódýrari
en ESB-vörur.
Jón Gerald
Sullenberger
Höfundur er eigandi Kosts.
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is
Sláttutraktorar
Ýmsar útfærslur
mosatætarar,
jarðvegstætarar,
laufblásarar,
kantskerar.
Garðsláttuvélar
Rafmagns- eða
bensíndrifnar
Úðabrúsar
1-20 ltr.
Með og án
þrýstijafnara
Einnig
Sláttuorf
Rafmagns- eða
bensíndrifnar
Keðjusagir
Rafmagns- eða
bensíndrifnar
Hekkklippur
Rafmagns- eða
bensíndrifnar
Þýsk gæðatæki
sem auðvelda þér
garðvinnuna
Gerðu garðverkin skemmtilegri