Morgunblaðið - 17.04.2013, Page 26

Morgunblaðið - 17.04.2013, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins. Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Umræða um stærstu vandamál landsmanna einkenn- ist af varðstöðu um sérhagsmuni. Hér er vísað til þeirra vanda- mála sem stafa af snjóhengju og vísitö- lulánum. Ísland á ekki alvöru pening (gjald- eyri) til að hleypa fram snjóhengjunni. Þess í stað verður að bræða hana og það viðfangsefni er auðvelt, ef menn kunna til verka og vilja leysa vandann. Eftir að gengislán voru dæmd ólögleg, liggur fyrir að vísitölulán hljóta að vera það einnig. Augljóst samband er á milli hækkana lána- vísitölunnar og gengisbreytinga krónunnar. Þetta samband er hægt að sanna stærðfræðilega og lánavísitalan er því afleiða af flot- gengi krónunnar. Við bankahrunið stökkbreyttist höfuðstóll húsnæð- islána og eignabruni fylgdi í kjöl- farið. Lánavísitölu húsnæðislána verð- ur því að færa til baka, á sama hátt og verið er að gera með geng- istryggðu lánin. Hins vegar er ekki hægt að treysta á skilvirkni ríkiskerfisins og leiðréttingar kunna að taka langan tíma. Það leysingavatn sem losnar við bræðslu snjóhengjunnar er kær- komið tæki til að stökkva eigna- bruna heimilanna. Fastgengi auðveldar bræðslu snjóhengjunnar Að bræða snjóhengjuna er auð- veldast í skjóli fastgengis og upp- taka fastgengis er einföld aðgerð. Fastgengi getur verið af tveimur gerðum, það er að segja upptaka erlends gjaldmiðils (Kanadadals), eða stofnun myntráðs sem annast útgáfu innlendrar myntar (rík- isdals). Kostnaður við stofnun myntráðs verður um 50 milljarðar króna. Lagt er til, að Seðlabankinn leggi til 45 milljarða í Kan- adadölum til að innleysa þær krón- ur sem hann er með í umferð og að ríkið leggi til afganginn. Til að hraða upptöku fastgengis er einfaldast að taka fyrst upp Kanadadal, sem hægt er að gera á einni viku. Að 12 mánuðum liðnum hæfist síðan starfsemi myntráðs með útgáfu ríkisdals. Bæði rík- isdalur og Kanadadalur verða lög- eyrir til frambúðar, en krónan um takmarkaðan tíma. Fastgengi með fyrirkomulagi myntráðs verður að festa í stjórnarskrána til að það hafi trúverðugleika. Þess vegna er hyggilegt að ætla 12 mánuði í und- irbúning. Vegna rangra upplýsinga, sem að undanförnu hafa komið fram, má nefna að einungis myntsláttur (seðlabankar eða myntráð) gefa út peninga. Fjarstæða er að halda fram að peningavelta viðskipta- banka sé útgáfa peninga. Engir peningar verða til við að aðilar skiptist á fjárkröfum. Ef banna ætti bönkum að endurlána peninga sem þeir fá til varðveizlu, jafngilti það banni á starfsemi banka. Seðlabanki og Samfylking standa vörð um sérhagsmuni Fram að þessu hefur hug- myndum um fastgengi verið vísað á bug af Seðlabankanum og rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hinum furðulegustu mótbárum hefur verið beitt, sem allar er auð- velt að hrekja. Staðreyndin er sú að þessir aðilar hafa verið að verja sér- hagsmuni sem eru í fullkominni andstöðu við hagsmuni þjóð- arinnar. Með röngum fullyrðingum um gjaldmiðilsmál eru starfsmenn Seðla- bankans að vernda eigið skinn. Allir vita, að þegar tekið verður upp fastgengi og Seðlabankinn lagður niður mun fjölmennt starfslið Seðlabank- ans verða að leita sér annarra starfa. Samfylkingin er ofstækisfullur rétttrúarsöfnuður, sem notar það sem hendi er næst til að réttlæta innlimun Íslands í Evrópusam- bandið. Þótt evran verði ekki tek- in upp án aðildar að ESB, talar Samfylking um fastgengi með evru, eins og ekki komi aðrir möguleikar til álita. Gjarnan vísa ESB-vinirnir til rangra fullyrðinga Seðlabankans. Málflutningur þess- ara aðila er jafn innantómur og barátta sömu aðila var í þágu Ice- save-kúgunar nýlenduveldanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skapaði snjóhengjuna Neyðarlögin frá 6. október 2008 heimiluðu ríkinu að stofna og eiga nýju bankana. Fyrirséð var að bankarnir yrðu gullnáma, vegna dulins eigin fjár, sem stafaði af fyrirfram afskriftum og einok- unaraðstöðu á markaðnum. Án fyrirvara afsalaði ríkisstjórnin bönkunum í hendur hrægamma og keypti síðan einn þeirra aftur, með 300 milljarða skuldabréfi í er- lendum gjaldeyri. Þannig skapaði ríkisstjórnin snjóhengjuna. Um síðustu áramót var eigið fé bank- anna þriggja yfir 500 milljarðar króna. Hrægammarnir, sem ennþá eiga tvo bankanna, krefjast þess að Seðlabankinn breyti eignum þeirra í alvöru pening (gjaldeyri). Raunverulega á Seðlabankinn eng- an gjaldeyri, því að hann er allur tekinn að láni. Ríkisstjórnin hefur skuldsett ríkið svo hroðalega að vextir af erlendum lánum nema árlega um 100 milljörðum króna. Snjóhengjan veldur gjaldeyr- ishöftum og enginn möguleiki er að leysa þau nema bræða snjó- hengjuna. Sú aðgerð gerir fært að leiðrétta skuldir heimilanna. Þegar Kanadadalur/ríkisdalur hefur verið tekinn upp verður krónan áfram á ábyrgð Seðlabank- ans um tiltekinn tíma. Við gjald- miðlaskiptin færist hagkerfið yfir á nýja gjaldmiðilinn og þótt krón- an lækki í verði, hefur það engin önnur áhrif en að skuldbindingar í krónum lækka að verðmæti. Hag- kerfið hefur fengið langþráðan stöðugleika, er laust við gjaldeyr- ishöft og möguleikar opnast til að bæta stöðu heimilanna. Að bræða snjó- hengju og slökkva eignabruna er auð- velt með fastgengi Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Snjóhengjan veldur gjaldeyrishöftum og enginn möguleiki er að leysa þau nema bræða snjóhengjuna. Sú að- gerð gerir fært að leið- rétta skuldir heim- ilanna. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í félaginu Samstaða þjóðar. Tryggingastofnun gegnir lykilhlutverki í almannatrygg- ingakerfinu á Íslandi. Þar er leitast við að mæta mismunandi þörfum margra ólíkra hópa fyrir lífsvið- urværi. Í hverjum mánuði fá um 55 þús- und einstaklingar greiðslur frá Trygg- ingastofnun. Kerfið er marg- slungið því um er að ræða samspil margra bótaflokka sem oftar en ekki eru háðir tekjum. Til þess að greiða tugþúsundum manna réttar bætur á réttum tíma er þörf á öguðum vinnubrögðum og öflugum upplýsingakerfum sem framkvæma það sem almanna- tryggingalögin segja til um. Tölvu- kerfi Tryggingastofnunar eru með þeim viðamestu innan ríkiskerf- isins. Án þeirra væri rekstur stofn- unarinnar óframkvæmanlegur í núverandi mynd, öryggi við með- ferð gagna, minna og eftirlit með réttmæti greiðslna erfiðara. Með kerfunum er haldið utan um for- sendur, réttindaútreikning og að- stæður einstaklinga til að ákvarða og greiða réttindi til þeirra. Til þess er heimilt að sækja gögn til annarra stofnana með rafrænum hætti og má nefna upplýsingar frá Þjóðskrá um búsetu og Ríkisskatt- stjóra um tekjur sem dæmi. Greiðslur Tryggingastofnunar til einstaklinga voru um 100 milljarðar króna árið 2012. Árið 2012 fengu um 70 þús- und einstaklingar ein- hverjar greiðslur frá stofnuninni. Fjöldi innlagna á banka- reikninga var rúmlega 871 þúsund. Útreikningur rétt- inda á sér stað eftir ákveðnu ferli sem er endurtekið árlega á meðan umsækjandinn fær greiðslur frá Tryggingastofn- un. Réttindi eru iðulega háð tekjum og því er gerð tekjuáætlun fyrir umsækjandann og réttindin m.a. ákvörðuð út frá henni. Þegar réttindin liggja fyrir er gerð greiðsluáætlun sem greitt er mán- aðarlega eftir. Í júlí ár hvert fer fram endurreikningur og uppgjör fyrra árs sem m.a. byggist á upp- lýsingum um tekjur úr skatt- framtali frá Ríkisskattstjóra. Tryggingastofnun leggur metn- að í að veita viðskiptavinum sínum góða og persónulega þjónustu. Nú er lögð sérstök áhersla á að bæta þjónustu við viðskiptavini Trygg- ingastofnunar með því að efla raf- ræna þjónustu á netinu. Unnið er að því að auka framboð á rafrænni þjónustu á Mínum síðum áwww.tr- .is, meðal annars með því að fjölga rafrænum umsóknum. Sem stend- ur er hægt að sækja um barnalíf- eyri vegna náms, framlag vegna náms, dánarbætur og framlengdar dánarbætur á netinu. Bráðlega verður einnig hægt að sækja um mæðra- og feðralaun og stefnt er að því að síðar á árinu verði fleiri algengar umsóknir aðgengilegar á netinu svo sem umsóknir um með- lag, barnalífeyri, ellilífeyri og heimilisuppbót. Auk þess er unnið að fleiri þátt- um sem miða að því að bæta þjón- ustu við viðskiptavini stofnunar- innar. Verið er að endurskipuleggja skjalastjórnun á Tryggingastofnun og samhliða er tekið upp nýtt skjalastjórn- unarkerfi sem samþætt er við önn- ur tölvukerfi stofnunarinnar. Allt miðar þetta að því að bæta þjón- ustu við viðskiptavini og auka skil- virkni í starfsemi stofnunarinnar. Án nútímatækni og tölvuvæð- ingar væri utanumhald um gögn og greiðslur Tryggingastofnunar æði erfitt. Öflug tölvukerfi og öguð vinnubrögð tæknimenntaðs fólks tryggja réttmæti réttindaákv- arðana og útreiknings bóta- fjárhæða út frá gefnum forsendum og að 55 þúsund manns fá í hverj- um mánuði réttar greiðslur á rétt- um tíma. Mánaðarlegar greiðslur til 55 þúsund einstaklinga Eftir Hermann Ólason » Greiðslur Trygg- ingastofnunar til einstaklinga voru um 100 milljarðar króna ár- ið 2012. Hermann Ólason Höfundur er framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Tryggingastofnunar. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.