Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 31
geyma, hún verður áfram með okkur í öllum góðu minningunum sem við eigum. Hetjulegri bar- áttu við óvininn, krabbameinið, er lokið en sú barátta er búin að standa meira og minna í 13 ár, óvinurinn var óvæginn og mis- kunnarlaus, allt var reynt, mat- aræði tekið í gegn og það voru ófáar ferðirnar í lyfjagjafir, blóð- gjafir og blóðflögugjafir en sjald- an komu góðar fréttir úr þessum meðferðum, hún hélt ótrauð áfram, hún ætlaði að sigra óvin- inn og að vissu leyti sigraði hún því hún gafst aldrei upp, það var aðdáunarvert hvernig hún tók þessu öllu. Hún var hetja hún vin- kona mín. Við hennar hlið stóð Svenni maðurinn hennar rólegur og traustur og alltaf var vonað og vonað. Synirnir eru þrír, Baldur, Valgeir og Siggi, velferð þeirra var númer eitt, uppeldi þeirra var til fyrirmyndar, þeir tóku mikinn þátt í heimilisverkunum og var kennt að meta gildi peninga og það að þurfa að hafa fyrir því að eignast þá. Baldur er í sambúð með Aniu Halwa og eiga þau gull- molana Alexander og Ian, það veitti henni mikla gleði að eignast barnabörnin og Guði sé lof fyrir að hún fékk að upplifa það að verða amma. Hún vinkona mín hugsaði fyrst og fremst um aðra, hún vildi ekki láta hafa fyrir sér. Hún kenndi mér að þiggja, það er auðvelt að gefa hvort sem það er greiði eða gjafir, hún taldi það ekki eftir sér að rétta öðrum hjálparhönd og ef henni var gerð- ur greiði gleymdi hún því ekki. Ferðalög, jólaboð, afmæli, minn- ingarnar eru margar og góðar, of- arlega er ferð til Rómar, Vatík- anið og Pompei skoðuð en Pompei lagðist í eyði þegar Vesuvius gaus árið 79 e.k. Önnur ferð stendur ofarlega á minningalistanum en þá fórum við til Bath á Englandi, en Bath er ein elsta borg Eng- lands og þar hélt aðalsfólkið til yf- ir sumarið þaðan fórum við í ferð til Stonehenge sem eru eldgamlar minjar en enginn veit með vissu til hvers steinarnir voru notaðir, í Bath gistum við í gamalli villu til að fanga stemninguna. Ógleym- anlegar ferðir. Nú erum við nýbú- in að halda upp á upprisuhátíðina, sem gefur okkur loforð um líf eft- ir dauðann og á það trúi ég. Elsku Sissa mín, ég sé þig fyrir mér í landi ljóssins og friðarins, laus við þjáningar og þrautir, birtan um- vefur þig ljúflega og þarna eru margir að taka á móti þér. Elsku hjartað mitt, hversu erfitt er það að kveðja þig. Ég ætla að gera þessi ljóð eftir Ágúst Jónsson að mínum: Vinan góða, þér um ljóssins leiðir lífið eilíft kærleiksfaðm sinn breiðir, þótt að tjaldbúð lífs þíns hvíli hér, himins til vér leitum eftir þér. Hjartans þakkir fyrir aðstoð alla, er í kærleik léstu í skaut oss falla; Öll þín gæði er ávallt nutum vér, eilíflega drottinn launi þér. Far þú sæl til framþróunarinnar, frelsi gædd í ríki dýrðarinnar, sæla endurfunda vissan vor – varpar geislum á vor saknaðsspor. Elsku Svenni og fjölskylda, Gunna og Svenni. Við Rútur vott- um ykkur okkar innilegustu sam- úð. Bergljót Einarsdóttir. Í klúbbinn okkar komum konurnar, sorgmæddar til að hylla veikan vin. Þá kom fregnin svo ísköld. Hún var horfin. Við grátum. En minningarnar lifa. Sem litlir glaðir fuglar þær fljúga mót sólinni. Og allt mun verða betra er tíminn líður. Því trúum við vinirnir. Sissa lifir í hugum okkar svo trygg og trú um eilífð. (Elísabet Árnadóttir) Sissa okkar er horfin af vettvangi, við drúpum höfði. Baráttunni er lokið. Ungar blönduðum við geði, glöddumst á góðum stundum. Skemmtum okkur í áhyggjuleysi æskunnar. Ung að árum kynntist Sissa honum Svenna sínum. Þau voru einstaklega samhent hjón, miklir félagar og vinir. Saman sköpuðu þau sonum sínum hlýtt og fallegt heimili. Sissa var trú sínum, mikil og góð móðir og ekki síðri amma. Sá ekki sólina fyrir ömmustrákunum sínum þeim Al- exander og Ian. Tengdadóttur sinni reyndist hún hin besta móð- ir. Sissa var fagurkeri og snill- ingur í höndunum. Hún hafði mikinn áhuga á allri handavinnu, blómum og garðrækt. Þau voru ófá listaverkin sem urðu til í „Ljósinu“ og var hún þakklát fyr- ir það góða starf sem þar er unn- ið. Sissa var mikil fjölskyldukona og bar einstaka umhyggju fyrir fjölskyldu og vinum. Hugsaði ávallt um alla hina, úrræðagóð, útsjónarsöm, heil og sönn. Hún var jákvæð, traust og hlý kona sem gafst aldrei upp. Við í saumaklúbbnum Trillun- um höfum átt margar dásamleg- ar stundir saman, saumaklúbbar, kaffihús, sumarbústaða- og dek- urferðir innanlands sem utan, sem við þökkum nú fyrir af heil- um hug. Það besta sem við eigum er vinátta. Hún er trygg í gleði og sorg svíkur aldrei alltaf hlý, alltaf góð. (EÁ.) Elsku Sissa okkar, takk fyrir yndislega vináttu, Ásta, Birna, Hulda Elísabet, Hjálmfríður, Valborg, Kristín, Þórdís og Ágústa. Í dag kveðjum við Sesselju Signýju Sveinsdóttur, Sissu okk- ar, ritara í Kársnesskóla, hinstu kveðju. Það er sorg í huga okkar allra, við sjáum á eftir góðum starfsmanni og vini. Sissa hugs- aði um vinnu sína eins og um eig- in fjölskyldu væri að ræða, af al- úð og umhyggjusemi. Nemendur, starfsmenn og foreldrar gátu ávallt leitað til Sissu með sín mál, sem hún leysti úr með bros á vor. Margir ungir nemendur skólans hafa síðustu daga skrifað fallegar kveðjur til Sissu sem við varð- veitum á skrifborðinu hennar. Að berjast við erfiðan sjúkdóm í mörg ár er vandasamt verk. Sissa barðist til síðasta dags og var staðráðin í að koma aftur til vinnu sem allra fyrst. Sissu er sárt saknað í Kársnesskóla. Leiðir okkar Sissu lágu saman í Kársnesskóla þegar ég hóf störf við skólann árið 2004. Hún tók á móti mér af vinsemd og hjálp- semi. Samstarf okkar Sissu hefur alla tíð einkennst af glaðværð og virðingu. Fyrir það er ég þakklát. Sissa var mikil fjölskyldukona og bar hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti og eiga eiginmaður henn- ar, synir og fjölskylda um sárt að binda og sendi ég þeim innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæra Sissa. Guðrún Pétursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla. Við áttum það allar sameigin- legt að hafa verið skólaritarar í Kársnesskóla og Sissa okkar, eins og hún var yfirleitt kölluð af Kársnesskólasamfélaginu, byrj- aði fyrst af okkur í skólanum. Það var gott að mæta hennar hlýja viðmóti og hjálpsemi þegar við undirritaðar byrjuðum að starfa við skólann hennar. Því þetta var hennar skóli og henni þótti einstaklega vænt um alla sem tilheyrðu honum hvort sem það voru nemendur, foreldrar eða starfsmenn. Við göntuðum oft með það að Sissa vissi deili á næstum öllum á Kársnesinu, hvar hver fjölskylda bjó og þar fram eftir götunum. Og það kom sér oft vel, til dæmis þegar hún og stjórnendur röðuðu niður sex ára nemendum í bekki á haustin. Þá var gott að hafa þessa þekkingu. Það var gaman hvað við þrjár tengdumst traustum böndum, þótt við værum gerólíkar. Við höfðum það fyrir reglu að hafa samband hvor við aðra og hitt- umst reglulega í kaffi. Annað- hvort í heimahúsi eða eitthvert kaffihús bæjarins varð fyrir val- inu. Síðasti kaffihúsahittingur okkar var núna í byrjun febrúar og þá í fyrsta sinn sáum við að glampinn og lífsviljinn var svolít- ið farinn að fjara út hjá Sissu. En hún ætlaði samt að berjast áfram og heitasta ósk hennar var að komast aftur í vinnuna, skólann sinn í Skólagerði. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hennar á þessum erfiða tíma. Ritaravinkonur hennar Sissu, Halla og Þóra Elín. Það var síðla á vordögum árið 1997 að móðir drengs í skólanum okkar kom að máli við mig og bað sérstaklega vel fyrir drenginn sinn í kórferðalagi Skólakórsins til Danmerkur, sem stóð þá fyrir dyrum. Hún hafði nokkrar áhyggjur af drengnum sínum og vildi ítreka nokkur atriði við mig, einn af fararstjórum hópsins. Þetta var Sissa, góð mamma drengjanna sinna og amma ömmustrákanna sinna síðar. Hún stóð með sínum eins og ætíð. Drengurinn var Valgeir, sem stóð sig vel í ferðinni og hef- ur heldur betur verið víðförull síðan. Fjórum árum síðar, haust- ið 2001, hafði Sissa nýlokið námi við Ritaraskólann og var ráðin skólaritari í Kársnesskóla, þegar skólarnir tveir á Kársnesinu höfðu verið sameinaðir. Skólinn og starfið varð henni strax mikið metnaðarmál og þar stóð hún líka strax vel með sínu fólki, stóru og smáu, og einnig með sínu fagi. Sissa var félagshyggju- manneskja, stéttvís vel. Hún tók virkan þátt með stéttarfélaginu sínu, Starfsmannafélagi Kópa- vogs, við gerð nýs mats á störf- um skólaritara í bænum og varð afar glöð þegar hún heyrði frá starfsmanni þess, sem við mig ræddi vegna þessa, að ég hefði talað um skólaritara sem „gull- mola“ í hverjum skóla. Það eru þeir nefnilega að mínu mati og það var Sissa. Samstarf okkar þróaðist þannig, einkum eftir 2003 þegar ég flutti í skrifstofuna á móti hennar, að við bættum hvort annað upp, hygg ég. Hún gat verið snögg og viljað afgreiða verkefni fljótt og æðraðist stund- um en ég vildi fara hægar enda óþarflega hægur að sumra mati. Hún fann líka, með tímanum, hjá sér hvöt til að „vernda“ mig þeg- ar mikill erill var og tók þá af mér margt ómakið sem hún gat sinnt sjálf og gerði það svo ljómandi vel. Það varð því erfitt á okkar vinnustað þegar veikindi Sissu ágerðust í áföngum. Það var bæði henni og okkur samstarfsfólkinu hennar erfitt. Hún vildi duga sem best og sem lengst en vissi þó, held ég, eins og við öll að hverju stefndi. „Dauði hvar er broddur þinn?“ Þú hefur, þrátt fyrir allt, ekki haft sigur. Þú hefur misst förunaut þinn og minningar lifa um svo margt og svo margt, kannski í mynd lítillar perlu úr skel. Þökk Sissa mín fyrir sam- starf og félagsskap öll árin okkar í Kársnesskóla frá mér og okkur öllum hér. Innilegar samúðar- kveðjur til ástvinanna. Augu hennar nú aftur sofa, elskulegrar, í aldanið. Það sem var er vert að lofa, vonum prýða framhaldið. Grétar Halldórsson aðstoð- arskólastjóri Kársnesskóla. Í dag er til hinstu hvílu borin Sesselja Signý Sveinsdóttir eða Sissa eins og hún var alltaf köll- uð. Sissa kom til starfa við Kárs- nesskóla haustið 2001 sem skóla- ritari og gegndi hún því starfi allt til dauðadags þrátt fyrir erfið veikindi. Það er eins í Kársnes- skóla og öðrum skólum að ritar- inn er hjartað í skólanum og Sissa var okkar hjarta. Hún var vakin og sofin yfir starfi sínu og sinnti því af alúð og umhyggju alla tíð. Nemendur leituðu til hennar í raunum sínum, Sissa setti plástur og huggaði og þá læknaðist allt. Sissa hafði mikla yfirsýn og fylgdist vel með fólk- inu í kringum sig og lét sig vel- ferð allra varða. Hún var um- burðarlynd, dugleg og umfram allt góð og hlý manneskja. Það er höggið stórt skarð í starfsmanna- hópinn við fráfall Sissu og við er- um öll harmi slegin. Það er hugg- un harmi gegn að nú hafi hún fengið hvíldina frá veikindunum. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Við sendum Svenna, strákun- um og ömmustrákunum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð og góðar vættir að vera með þeim. Þuríður Óttarsdóttir og Vala Nönn Gautsdóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR LEIFSSON fyrrverandi rafverktaki, Lækjarseli 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 19. apríl kl. 13.00. María Helga Guðmundsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Guðjón L. Sigurðsson, Louisa Aradóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Eggert Ólafsson, Kolbrún Alda Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Margrét Svavarsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Rósa Sigríður Guðmundsdóttir, Rúnar H. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, Seljahlíð, áður Brúnavegi 3, sem lést á Landspítala við Hringbraut miðvikudaginn 10. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 18. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Ástu er bent á sjóð fyrir blind börn á Íslandi. Sigríður Gunnarsdóttir, Theódór Gunnarsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, afi, bróðir og mágur, ÓSKAR JÓHANN BJÖRNSSON, Lóurima 14, Selfossi, sem lést á heimili sínu föstudaginn 5. apríl, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 19. apríl kl. 15.00. Sigríður Haraldsdóttir, Björn Jóhann Óskarsson, Aðalbjörg Katrín Óskarsdóttir, Hákon Daði Hreinsson, Erna Karen Óskarsdóttir, Bjarki Rafn Kristjánsson, Jóhanna Ósk Óskarsdóttir, afastrákarnir, Guðlaugur Gunnar Björnsson, Elsa Birna Björnsdóttir, Guðmunda Rut Björnsdóttir, Pétur R. Gunnarsson, Sigurður Guðni Björnsson, Lilja Viðarsdóttir. Elsku Sissi minn. Ég bar gæfu til þess að kynnast þér sem ungur drengur þegar við Siggi sonur þinn vorum að skrattast með skellinöðrur og seinna bíldruslur sem áttu hug okkar allan. Seinna þegar við Kolla felldum hugi saman þá tókst þú mér svo sannarlega opnum örmum og varst mér sem faðir og einstakur vinur. Vinátta okkar var mér ómetan- leg og allar þær gleðistundir sem við áttum saman ylja manni svo sannarlega nú þegar þú ert fallinn frá, meira að segja litlir hvers- dagslegir hlutir sem við gerðum saman eru nú orðnir sem fjársjóð- ur í minningabankanum. Þú varst alltaf hrókur alls fagn- aðar og hafðir alveg einstaklega hlýja nærveru. Veiðiferðin sem við fórum í saman með strákunum var einstök. Þú grillaðir af þinni snilld og ekki varstu að kveinka þér þegar þú skaðbrenndir þig við grillið heldur kláraðir verkið og fórst svo að huga að brunasárinu, en þannig varst þú. Aldrei kvartað eða kveinkað sér á neinn hátt. Við stóðum báðir í því að byggja á sama tíma og það að hafa þig sér við hlið meðan á því ferli stóð var algjörlega ómetanlegt. Alltaf gat maður leitað í reynslu- bankann þinn þegar mann vantaði hjálp eða var við það að gefast upp á þessu. Aldrei mun ég gleyma því þegar Kolla kom og eldaði fyrir okkur fyrstu máltíðina í nýja hús- inu. Fyrir valinu varð einn af þín- um uppáhaldsréttum, eða soðin ýsa með kartöflum. Innréttingar voru nýkomnar upp og eldavél hafði verið tengd þennan dag og Sigtryggur V. Maríusson ✝ Sigtryggur V.Maríusson fæddist í Keflavík 11. ágúst 1944. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 25. mars 2013. Sigtryggur var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 4. apríl 2013. enn var margt eftir að gera áður en flutt yrði inn en gleðin og stoltið sem skein út úr andliti þínu gaf manni kraft til þess að ráðast í að klára svo hægt yrði að flytja inn á tilsettum tíma. Þegar okkur Kollu fæddist svo drengurinn okkar, hann Sigtryggur Logi, var það auðveld ákvörðun að nefna hann eftir þér og var það dásamleg stund þegar hann var skírður en sjá mátti að þú klökknaðir af gleði og stolti yfir nafna þínum. Samskipti okkar voru því mið- ur ekki mikil undanfarið og var þar ekki þér um að kenna, Sissi minn, en það lá frekar mín megin eins og þú vissir og fyrirgafst svo auðveldlega. Varla leið þó svo dagur að ég hugsaði ekki til þín og saknaði ég þín afar mikið allan þann tíma. Það var mér því afar mikils virði þegar þú hringdir í mig og sérstaklega þegar ég kom til þín á sjúkrahúsið en þrátt fyrir að vera afar máttfarinn tókstu í hönd mína og straukst mér dágóða stund. Kærleikurinn og hlýjan sem streymdi frá þér á þessari stundu var slík að ég felli tár í hvert sinn sem ég hugsa til þess. Það var erfitt til þess að hugsa þegar ég lyfti nafna þínum upp í rúmið til þín til þess að kyssa afa bless að það gæti hugsanlega orð- ið í síðasta sinn sem hann sæi afa sinn sem reyndist svo raunin. Það síðasta sem ég sagði við þig var: Við hittumst fljótlega aftur, og ég trúi því að það munum við gera. Sissi minn, þú varst einstakur maður og er ég fullur þakklætis fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ekki bara þótti mér vænt um þig. Ég elskaði þig sem þú værir faðir minn, vinur og mentor og mun alltaf gera, minninguna um þig mun ég geyma alla tíð. Halldór Jón Jóhannesson (Dóri).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.