Morgunblaðið - 17.04.2013, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Þú borgar 3 mánuði en færð 5
Kort sem gildir til 15. sept.
á aðeins kr. 23.900,-
Skvass - körfubolti
spinning - krossfitt
ketilbjöllur - tækjasalur
Allt á einum stað
Vertu í formi í sumar
„Hvað ætlar þú að verða?“ er yf-
irskrift tónleika kammerhópsins
Nordic Affect sem fram fara í Þjóð-
menningarhúsinu í kvöld kl. 20. Á
tónleikunum verður sjónum beint að
tónlistarkennslu á barokktímanum.
„Verður flakkað víða um álfuna og
komið við á Ítalíu, í Frakklandi,
Bretlandi og Þýskalandi.Við sögu
koma geldingar, skólar og ráðríkir
foreldrar í bland við að leikin verða
verk eftir Cima, Locatelli, J.S. Bach,
Geminiani, C.P.E. Bach og Hotte-
terre,“ segir m.a. í tilkynningu.
Flytjendur á tónleikunum eru þau
Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðlu-
leikari, Georgia Browne þverflautu-
leikari, Sigurður Halldórsson selló-
leikari og Guðrún Óskarsdóttir
semballeikari. Kynning milli verka
er í höndum Höllu Steinunnar, en
hún er listrænn stjórnandi NoA og
þáttastjórnandi Girnis, grúsks og
gloría, þáttar um tónlist fyrri alda á
Rás1. Nordic Affect hefur verið
starfræktur frá árinu 2005, en hann
var á dögunum tilnefndur til Tónlist-
arverðlauna Norðurlandaráðs. Hóp-
urinn er þekktur fyrir framsækni í
nálgun og verkefnavali en NoA hef-
ur á tónleikum sínum flutt allt frá
danstónlist 17. aldar til spennandi
raftónlistar samtímans. Framundan
hjá NoA er hljóðritun á nýjum
geisladiski með verkum eftir íslensk
kventónskáld.
Framsækni Kammerhópurinn Nordic Affect, sem hefur verið starfræktur
frá árinu 2005, er þekktur fyrir framsækni í nálgun og verkefnavali.
„Geldingar og
ráðríkir foreldrar“
Nordic Affect í Þjóðmenningarhúsinu
Wolffs sé einn tónlistarmaður leið-
andi en í öðrum margir. Hann hafi
skrifað fjölda opinna verka þar sem
engin hljóðfæraskipan sé gefin og
sum verka hans krefjist afar stórs
hóps flytjenda. „Það eru margar
áhugaverðar, félagslegar aðstæður
sem skapast í tónlist hans sem eru
hluti af sögu verksins og frásögn.
Það er heillandi að fylgjast með fólki
flytja þessa tónlist því maður veit
aldrei hvað gerist næst. Það er ein-
hver stórkostleg orka í henni,“ segir
Volkov.
Í öllum sölum og öðrum rýmum
Dagskrá hátíðarinnar er viða-
mikil. SÍ mun m.a. flytja verk eftir
Eyvind Kang, Jessiku Kenney, Hildi
Guðnadóttur, Önnu Þorvaldsdóttur,
Atla Ingólfsson, Þráin Hjálmarsson
og Guðmund Stein Gunnarsson og
meðal einleikara með sinfóníu-
hljómsveitinni verða píanóleikarinn
Víkingur Heiðar Ólafsson og
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tectonics, tónlistarhátíð Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands, hefst á morg-
un í Hörpu og stendur í þrjá daga, til
og með 20. apríl. Hátíðin hóf göngu
sína í fyrra að frumkvæði Ilans Vol-
kovs, listræns stjórnanda hátíð-
arinnar og aðal-
stjórnanda SÍ.
Tectonics er í til-
kynningu lýst
sem vettvangi
tónlistarlegra til-
rauna, tilrauna
sem fram-
kvæmdar séu af
einstaklega fjöl-
breyttum hópi
flytjenda úr ýms-
um geirum tónlistarinnar. Fram-
úrstefnufólk starfi með hefðbundinni
sinfóníuhljómsveit, atvinnumenn
með áhugamönnum og nemendur
með reyndum tónskáldum. Volkov
segir aðaláhersluna lagða á tónlist á
hátíðinni þó aðrar listgreinar komi
við sögu og styðji við tónlistina, m.a.
myndlist.
Fer sínar eigin leiðir
Bandaríska tónskáldið Christian
Wolff verður heiðursgestur hátíð-
arinnar í ár og verða mörg verka
hans flutt á henni, m.a. nýlegt
kammerverk, Dijon, sem hann mun
leiða með píanóleik. Wolff mun einn-
ig taka þátt í spunaverkefni með Ey-
vind Kang, Skúla Sverrissyni,
Jessiku Kenney og Hildi
Guðnadóttur.
„Christian er eitt af leiðandi sam-
tímatónskáldum Bandaríkjanna.
Hann var nemandi Johns Cage á
sjötta áratugnum en hefur farið sín-
ar eigin leiðir í rúm 50 ár,“ segir Vol-
kov um Wolff. Sýn hans á tónlist sé
afar sérstök og verkin tilraunakennd
en um leið einföld. „Hann er tón-
skáld sem leitar leiða til að eiga sam-
skipti við áhorfendur jafnt sem flytj-
endur,“ segir Volkov. Í sumum verka
ísraelski klarínettuleikarinn Chen
Halevi. Þá verður bandaríski slag-
verksleikarinn, tónskáldið og mynd-
listarmaðurinn Eli Keszler áberandi;
sýnir innsetningu, fremur spuna-
gjörning og leikur á tvennum tón-
leikum með Duo Harpverk. People
Like Us, þ.e. breska listakonan Vicki
Bennett, mun standa fyrir kvik-
myndagjörningum í samstarfi við ís-
lenska tónlistarmenn og rafbassa-
leikarinn Skúli Sverrisson verður í
ýmsum hlutverkum á hátíðinni.
Tónleikar Tectonics verða haldnir
í öllum sölum Hörpu sem og í opnum
rýmum í húsinu og fyrir utan húsið,
m.a. hótelgrunninum vestan við það.
Hátíðin verður einnig haldin í Glas-
gow, 11. og 12. maí, undir listrænni
stjórn Volkovs og á vegum BBC
Scottish Symphony Orchestra.
Dagskrá og frekari upplýsingar
um þá sem koma að hátíðinni má
finna á vef hennar, www.tectonics-
festival.com.
„Maður veit aldrei hvað gerist næst“
Christian Wolff
er heiðursgestur
Tectonics í ár
Morgunblaðið/Rósa Braga
Einleikarar Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og ísraelski klarínettuleikarinn Chen Halevi á æfingu í Hörpu í gær. Þeir leika með SÍ á Tectonics.
Ilan Volkov
Kammerkór Suðurlands kemur fram á tvennum tón-
leikum á Tectonics. Þeir fyrri verða haldnir 18. apríl en
þá tekur kórinn þátt í frumflutningi verksins Concea-
led Unity eftir Eyvind Kang og Jessika Kenney, ásamt
Sinfóníuhljómsveit Íslands og þremur sólóistum.
Kenney leggur rödd sína í verkið, Kang leikur á víólu
og Skúli Sverrisson á rafbassa. Stjórnandi er Ilan Vol-
kov. Seinni tónleikarnir fara fram 19. apríl og verður
þá flutt verk eftir Christian Wolff, Wobbly Music, und-
ir stjórn Egils Gunnarssonar. Kammerkór Suðurlands
hefur starfað frá árinu 1997 undir stjórn stofnanda
síns, Hilmars Arnar Agnarssonar, organista í Graf-
arvogskirkju. Kórinn hefur verið önnum kafinn síðastliðið ár og rúmlega
það, tók þátt í Myrkum músíkdögum í febrúar í fyrra þar sem hann frum-
flutti m.a. verk sem ung íslensk tónskáld sömdu fyrir kórinn og söng á
Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri í ágúst í fyrra. Kórinn kom einn-
ig fram á tónlistarhátíðinni UNM (Ung Nordisk Musik) í Skálholti í lok
ágúst. Plata með kórnum er væntanleg á árinu.
Kang, Kenney og Wolff
KAMMERKÓR SUÐURLANDS Á TVENNUM TÓNLEIKUM
Hilmar Örn
Agnarsson