Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Fyrstu tölur, fyrstu viðbrögð, fyrstu fagnaðarópin eða vonbrigðin – við ætlum okkur að segja frá öllu þessu og miklu meiru á kosninga- vöku mbl.is,“ segir Sunna Ósk Logadóttir, fréttastjóri á mbl.is. Í dag verður öflug umfjöllun um kosningarnar á vefnum og þegar líða tekur á kvöldið og fyrstu tölur fara að berast verður ritstjórn mbl.is um allan bæ að leita við- bragða. Fylgst verður með fram- vindunni allan sólarhringinn. Úrslitin á myndrænu formi „Við munum birta nýjustu tölur í aðgengilegri grafík á forsíðu mbl.is um leið og þær berast frá kjör- stjórnum,“ segir Sunna. „Við mun- um svo einnig birta fréttaskýring- ar um stöðuna og fá viðbrögð stjórnmálafræðinga, formanna flokkanna og annarra svo fljótt sem auðið er.“ Kosningunum verða því gerð skil í fréttum, fréttaskýringum, ljós- myndum, myndskeiðum og grafík. „Á mbl.is munum við birta at- kvæðatölur úr öllum kjördæmum jafnharðan og þær berast og setja þær upp á myndrænan hátt,“ segir Soffía Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri mbl.is. „Eftir því sem talningu vindur fram breytist kosningaspáin og við munum stilla upp nöfnum og myndum af væntanlegum þing- mönnum auk þess sem hægt verð- ur að sjá hvernig útreikningi jöfn- unarsæta er háttað.“ Kosningavaka mbl.is  Fréttavakt á mbl.is allan sólarhringinn, alla helgina  Fyrstu tölur, viðbrögð, skýringar, grafík og myndskeið Morgunblaðið/Ómar mbl.is alltaf - allstaðar Mjaldur, skjannahvítur smáhvalur, sást í Steingrímsfirði í fyrradag. Mjaldrar eru sjaldséðir hér. Gunnar Jóhannsson skipstjóri var einn þeirra sem sáu mjaldurinn. Hvalurinn synti þá mjög nærri landi rétt utan við Bassastaði í Steingrímsfirði. „Ég var að keyra og sá hann af veginum,“ sagði Gunnar. „Ég hljóp niður í fjöru. Hann var bara 50-100 metra frá landi. Hann var alveg sallarólegur og virtist vera að snú- ast í einhverju æti, kom svo upp og blés. Maður sá hann alveg ofan í sjónum í langan tíma. Það lýsti af þessu eins og ljósi í sjónum.“ Gunn- ar var með síma með myndavél og tók nokkrar myndir af hvalnum. Hvalurinn virtist honum vera 4-6 metra langur. Ævar Petersen dýrafræðingur hefur reynt að skrá þau tilvik sem mjaldrar hafa sést hér við land. Hann sagði að komur mjaldra hing- að til lands hefðu verið skráðar í um 25 skipti. Síðast sást mjaldur hér við land árið 2007 eftir því sem Ævar vissi. Elsta skráða koma mjaldurs er í annál frá árinu 1641. gudni@mbl.is Mjaldur sást á sundi í Steingrímsfirði Mjaldur Hvíti bletturinn í sjónum er mjaldurinn. Það lýsti af honum í sjónum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Forystumenn stærstu stjórnmála- flokkanna, samkvæmt skoðanakönn- unum, vildu ekki gefa afgerandi svör um með hvaða flokki eða flokkum þeir vildu helst starfa í næstu ríkis- stjórn. Spurningu þess efnis var varpað til þeirra í umræðum tals- manna framboða sem bjóða fram á landsvísu í Ríkissjónvarpinu í gær- kvöldi. Þeir ræddu m.a. ríkisfjármálin, kosningabaráttuna, fjármál heimil- anna, fiskveiðistjórnun og málefni aldraðra og öryrkja. Þáttastjórnend- urnir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Sigmar Guðmundsson gáfu stjórn- málamönnunum kost á að ávarpa áhorfendur í lok þáttarins. Þorvaldur Gylfason sagði að Lýð- ræðisvaktin vildi nýjar leikreglur „til að lyfta Íslandi upp úr lægðinni“. Hann hvatti kjósendur til að hlusta á samviskuna og kjósa með hjartanu. Pétur Gunnlaugsson sagði að þeir sem kysu Flokk heimilanna kysu stefnu sem þorri landsmanna gæti stutt. „Ísland er heimili okkar og það þarf að verja fullveldi og sjálfstæði þessarar þjóðar,“ sagði Pétur „Það fyrsta sem við ætlum að gera er að setja neyðarlög fyrir heimilin í landinu,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna. Hann sagði að þeir vildu lækka verð- tryggðar skuldir heimilanna um allt að 45%. „Það þarf að lækka skatta, þar eru rúm 80% þjóðarinnar sammála okk- ur,“ sagði Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins. „Við munum með raunhæfum aðgerðum grípa til ráðstafana til að lækka skuldir heimilanna. Okkar aðgerðir miða að því að auka ráðstöfunar- tekjur heimilanna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að flokkurinn ætlaði að tryggja réttlæti fyrir heimilin á Íslandi sem hefðu beðið eftir aðstoð í fjögur og hálft ár. Hann sagði að það kæmi öllu samfélaginu til góða, því þá fyrst yrði hægt að auka verðmætasköpun til að standa undir velferðinni. Andrea Ólafsdóttir í Dögun sagði það skipta máli hvaða fólk væri kosið en ekki bara stefnur. Hún sagði að í Dögun væri margt baráttufólk. Smári McCarthy sagði Pírata vilja koma með nýja hugmyndafræði og vinnuaðferðir inn á Alþingi. Þeir legðu áherslu á gagnsæi og aukið beint lýðræði. Bjarni Harðarson, Regnboganum, sagði ESB sitja um fjöregg íslenska lýðveldisins. Hann sagði Regnbog- ann einan hafa algjöra sérstöðu gagn- vart ESB-málinu. Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði að Samfylking- unni væri treystandi til að tryggja al- menna velferð í landinu. Hún vildi líka tryggja framgang aðildar- umsóknar að ESB og að þjóðin fengi að velja hvort við gerðumst aðilar að því. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði flokkinn vera skýran valkost fyrir þá sem vildu bæta kjör almenn- ings, fjárfesta í menntun, heilbrigð- isþjónustu og velferð og afnema kyn- bundinn launamun. VG vildi auka verðmætasköpun í sátt við umhverfið og efla hagvöxt með hugviti. „Við erum frjálslynd, við erum græn, við erum róttæk í mannrétt- indamálum,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann kvaðst vera stoltur af því að geta boðið landsmönnum bjarta framtíð í kjörklefanum. Stjórnmálaflokkar ganga óbundnir til kosninga í dag  Stjórnmálaforingjarnir sögðust vilja bæta hag heimilanna og stuðla að hagvexti Morgunblaðið/Kristinn Biðin á enda Það var létt yfir stjórnmálaleiðtogum fyrir beina útsendingu í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Strembinni kosningabaráttu var að ljúka. Í dag gengur þjóðin til alþingiskosninga og velur hverjir fara með völdin. Svandís Svav- arsdóttir um- hverfis- og auð- lindaráðherra staðfesti í gær friðlýsingu Krepputungu, en það er 678 fer- kílómetra svæði á milli Jökulsár á Fjöllum og Kreppu. Svæðið verður hluti af Vatnajök- ulsþjóðgarði en innan þess eru með- al annars Kverkfjallarani og Hvannalindir. Krepputunga er ungt eldfjalla- land og yfirborð hennar er víðast þakið hraunum sem hafa runnið eftir að ísöld lauk að því er kemur fram í tilkynningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þar segir einnig að landvarsla verði aukin strax í sumar á friðlýsta svæðinu. Staðfesti friðlýsingu á Krepputungu Frá Vatnajök- ulsþjóðgarði. ’ Á næsta kjörtímabili munum við vinna að stöðugleika í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Við munum tefla fram efnahagsstefnu sem sýnir hvernig við getum lokað fjárlagagatinu, aukið hagvöxt, gert betur í velferðar- kerfinu og unnið með aðilum vinnu- markaðarins að því að skapa hér grund- völl fyrir nýtt stöðugleikatímabil. Bjarni Benediktsson ’ Hér þarf að auka verðmætasköpun en hana þarf að auka með hags- muni lengri tíma í huga, ekki með skyndilausnir í huga. Ákvarðanir um at- vinnuuppbyggingu þarf að taka bæði á grundvelli efnahags, samfélags og um- hverfis. Þannig eigum við að byggja hér jafnan og stöðugan hagvöxt. Katrín Jakobsdóttir ’ Það sem skiptir máli að gera núna er að nýta þann árangur sem náðst hefur og sækja fram og tryggja Íslend- ingum sambærileg lífskjör. Við vorum á pari við Norðurlandabúa fyrir hrun, við erum hálfdrættingar í launum núna. Árni Páll Árnason ’ Verðtryggingin er farin að viðhalda þessari hringavitleysu. Hún kemur líka í veg fyrir að helsta stýritæki stjórn- valda í baráttunni gegn verðbólgu, stýrivextir Seðlabankans, virki. Hún tekur þá í raun og veru úr sambandi. Loks kemur hún í veg fyrir að markaður með fjármagn vinni neytendum í hag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ’ Þegar við tölum um hagkerfið þá er stærsta vandamálið ekki þessi fjár- málalegi óstöðugleiki. Hann er ekki rót vandans. Rót vandans er pólitíski óstöðugleikinn. Það eru alltaf sviptingar fram og til baka. Smári McCarthy ’ Við þurfum að auka útflutning … og við þurfum að gæta aðhalds í opin- berum rekstri. Við þurfum að fá erlenda fjárfestingu. Markmiðið er að koma á opnu samkeppnis- og markaðsumhverfi á Íslandi, stöðugu. Þetta hefur mistek- ist alla 20. öldina, þetta hefur ekki tek- ist. Þetta er stóra málið og við megum ekki gefast upp í því. Guðmundur Steingrímsson Orðrétt Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.