Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
✝ Kristjana Sig-ríður Árnadótt-
ir fæddist í Innri-
Fagradal, Saurbæj-
arhreppi í
Dalasýslu, 14. apríl
1937. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 19. apr-
íl 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Jóns-
son, f. 1892, d. 1956,
sjómaður og Ragnheiður Ágúst-
ína Sigurðardóttir, f. 1899, d.
1979, húsmóðir. Systkini Krist-
jönu eru: 1) Þórhildur, f. 1919, d.
1999, 2) Ingibjörg, f. 1920, d.
1999, 3) Guðbjörg, f. 1921, d.
2002, 4) Ester, f. 1923, d. 2000, 5)
Júlíana, f. 1924, d. 2004, 6) Jón, f.
1926, d. 1998 og 7) Sigurður, f.
1928, d. 1970. Uppeldisbróðir
Kristjönu er Árni Heiðar, f.
1938.
Kristjana giftist 28. nóvember
1953 Svavari Marel Marteins-
syni, f. 12.5. 1923, d. 24.6. 2007,
þau eiga sex börn, þau eru: 1)
Arnheiður Ingibjörg, f. 9.5. 1953,
gift Einari Sigurðssyni, f. 26.3.
1955. Dætur þeirra eru: a) Krist-
jana Svava, f. 8.6. 1978, dóttir
hennar er Talía Fönn, f. 21.7.
Svandísi Birkisdóttur, f. 11.7.
1967, börn þeirra eru: a) Krist-
jana Sigríður, f. 5.9. 1983, dóttir
hennar er Gabríela Birta, f. 27.1.
2003, b) Margrét Svanborg, f.
12.12. 1986, í sambúð með Davíð
Erni Jónssyni, f. 22.1. 1985, son-
ur þeirra er Elvar Árni, f. 22.6.
2010, c) Birkir Svavar, f. 12.1.
1989, og d) Ásthildur María, f.
1.6. 1996. 5) Guðrún Hrönn, f.
21.7. 1964. 6) Svava Sigríður, f.
30.5. 1981, gift Erlendi Arnari
Gunnarssyni, f. 1.2. 1972, börn
þeirra eru Hrannar Marel, f.
22.3. 2001 og Sigríður Maren, f.
24.11. 2010.
Tveggja ára gömul fluttist
Kristjana með fjölskyldu sinni út
í Breiðafjarðareyjar. Síðar flutti
hún ásamt fjölskyldunni til
Reykjavíkur og 15 ára gömul fór
hún sem kaupakona að Hjalla-
króki í Ölfusi og kynnist þar
fljótlega Svavari og settust þau
að í Hveragerði. Kristjana var
kraftmikil og dugleg í öllu því
sem hún tók sér fyrir hendur.
Hún saumaði mikið á börnin,
prjónaði og gerði ýmsa handa-
vinnu. Þau hjónin áttu sameig-
inlegt áhugamál en þau voru
með tómstundabúskap í Ölfus-
inu. Kristjana var mikill dýravin-
ur og mátti ekkert aumt sjá.
Lengst af starfaði hún á Dvalar-
heimilinu Ási í Hveragerði.
Útför Kristjönu verður gerð
frá Hveragerðiskirkju í dag, 27.
apríl 2013, og hefst athöfnin kl.
14.
1998, og b) Anna
Sigríður, f. 5.11.
1980, sonur hennar
er Guðmundur Ein-
ar, f. 13.2. 2009. 2)
Anna María, f. 20.2.
1955, gift Wolfgang
Roling, f. 15.10.
1955. Hún á dóttur
af fyrra hjónabandi,
Lindu Óladóttur, f.
12.4. 1973, gift
Sölva Erni Sölva-
syni, f. 8.3.1972, börn þeirra eru
Alexandra Íris, f. 1.8. 1994, Kar-
ítas María, f. 6.12. 2001 og Ívar
Örn, f. 5.8. 2011. 3) Hannes Arn-
ar, f. 15.8. 1957, var kvæntur
Guðbjörgu Þóru Davíðsdóttur, f.
20.5. 1958. Dætur þeirra eru: a)
Daðey Ingibjörg, f. 7.11. 1975, í
sambúð með Auðuni Birgissyni,
f. 11.1. 1972, dætur þeirra eru,
Arna Björg, f. 27.5. 1996, Ásdís
Birta, f. 1.12. 1997, Þóra, f. 31.3.
2006 og Auður María, f. 4.12.
2012, b) Ragnheiður María, f.
30.6. 1979, gift Ágústi Erni Grét-
arssyni, f. 10.12. 1976, þau eiga
þrjú börn, Davíð Arnar, f. 5.11.
1996, Sigrúnu Elfu, f. 12.9. 2000
og Jóhönnu Ýri, f. 23.11. 2007,
og c) Guðlaug Arna, f. 28.6. 1994.
4) Árni, f. 4.11. 1961, kvæntur
Elsku mamma.
Það var svo margt sem þú
kenndir mér í lífinu. Góð gildi og
æðruleysi einkenndu þig og ég
hef reynt að tileinka mér þannig
hugsun. Þú varst sterk og kraft-
mikil kona og ósérhlífin. Dyrnar
stóðu alltaf opnar, öllum mínum
vinum var vel tekið á heimilinu.
Þú kenndir mér einstaka gest-
risni sem ég hef reynt að tileinka
mér á mínu eigin heimili. Það var
oft gestkvæmt á Breiðumörkinni
og ég hafði gaman af því að sitja
með ykkur fullorðna fólkinu og
spjalla um heima og geima. Þá
einkum og sér í lagi með henni
Gunnu okkar á móti.
Það var alltaf svo gaman að
skottast með þér og pabba í sveit-
inni en þið höfðuð unun af tóm-
stundabúskap ykkar. Við áttum
alltaf mörg gæludýr enda varst
þú sá mesti dýravinur sem fyrir
finnst. Mér er sérstaklega minn-
isstætt þegar þú varst með útung-
unarvélina. Hjá okkur voru sko
alvöru páskaungar á páskunum.
Umhyggjusemi þín fyrir dýrun-
um var ótakmörkuð og í eitt skipt-
ið þegar rafmagnið fór af heima
þá tókst þú til þinna ráða og hélst
hita á eggjunum undir sænginni
þinni, svona bjargaðir þú lífi ung-
anna.
Þegar ég giftist honum Arnari
mínum árið 2010 þá kom aldrei
annað til greina en að ég kæmi til
þín kvöldið áður og myndi gista
hjá þér nóttina fyrir brúðkaupið.
Sennilega er það rétt hjá Gunnu
að ég er gömul sál og því er ég
stolt af enda alin upp hjá yndis-
legum foreldrum með góð gildi.
Það var svo yndislegt að sjá hvað
þú skemmtir þér vel í brúðkaup-
inu og hvað þú varst ánægð jafn-
vel þó svo að þú myndir ekki eftir
því daginn eftir.
Einnig þykir mér svo vænt um
þína lýsingu á honum Arnari mín-
um en þú sagðir hann vera gull af
manni demöntum skreyttan.
Þannig veit ég að þú veist að við
erum í góðum höndum, elsku
mamma mín.
Þú varst mér alltaf stoð og
stytta í þeim ótalmörgu íþróttum
og tómstundum sem ég tók mér
fyrir hendur.
Mig langar þó sérstaklega að
nefna stuðninginn sem ég fékk
þegar ég var ófrísk og eignaðist
Hrannar Marel. Stuðningurinn
sem ég fékk frá þér, pabba og
Hrönn í gegnum tíðina var og er
ómetanlegur. Ég er þakklát fyrir
að þú hafir kynnst litla skottinu
henni Sigríði Maren og ég ætla að
vera dugleg að halda minningu
þinni á lofti og segja henni sögur
af ömmu Kiddu.
Elsku mamma, Drottinn hefur
nú leyst þig þrautunum frá og
sameinað þig og pabba á ný. Þar
til við hittumst aftur munum við
passa vel uppá hvert annað alveg
eins og þið pössuðuð alltaf svo vel
uppá okkur. Við munum halda
áfram að vera dugleg að heim-
sækja Hrönn og elsku dýrin sem
þú elskaðir svo mikið.
Svava Sigríður.
Kidda amma kvaddi þennan
heim eftir stutta sjúkrahúslegu
19. apríl sl. 76 ára að aldri. Það var
henni mikið kappsmál að geta bú-
ið heima eins lengi og hægt væri.
Amma var mjög sjálfstæð kona og
hjúkrunarheimili var ekki alveg
inni í myndinni hjá henni enda var
ríkur þáttur í hennar fari að
hugsa frekar um alla aðra en
sjálfa sig. Hún var mikill dýravin-
ur og naut þess að hafa dýrin sín
hjá sér og stússa í kringum þau.
Það sem gerði henni kleift að búa
heima eins lengi og raun ber vitni
þrátt fyrir veikindi síðustu ára var
að Hrönn frænka bjó hjá henni og
gerði henni það mögulegt.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
(Davíð Stefánsson)
Kidda amma talaði alltaf hlý-
lega um uppvaxtarár sín í Breiða-
fjarðareyjum og er ég ekki frá því
að hún hafi stundum saknað
eyjanna því oft talaði hún um
náttúrufegurðina þar, fjölskrúð-
ugt dýralíf og ómælt frelsi, þarna
undi hún sér vel. Amma hélt mikið
uppá hjónin Hannes Eyjólfsson
og Arnþrúði Sæmundsdóttur í
Hjallakróki, enda tókst með þeim
mikil vinátta þegar hún var hjá
þeim í kaupavinnu og varð hún
þeim sem dóttir. Svavar afi og
Kidda amma hjálpuðu gömlu
hjónunum við heyskap og annað
sem til féll árum saman.
Ég á margar góðar minningar
um ömmu mína. Hún var alltaf
stór partur af mínu lífi, einskonar
fastur liður í tilverunni, og stóð
heimili hennar og Svavars afa á
Breiðumörkinni alltaf mér og
mínum sem opinn faðmur. Gott
var að leita til ömmu með hvað-
eina, ekki síst það sem varðaði
handavinnu eða bakstur, hún var
alltaf mjög úrræðagóð og hafði
lausnir á öllu. Kidda amma hafði
gaman af því að gantast og varð
þá mjög kímin á svip. Eldhúsið
var miðpunktur heimilisins, oft
þéttsetinn bekkurinn og alltaf
gaman að sitja þar og spjalla um
lífið og tilveruna. Amma hafði
ákveðnar skoðanir, hún mátti
ekkert aumt sjá og tók alltaf upp
hanskann fyrir þá sem minna
máttu sín. Kiddu ömmu verður
sárt saknað, en ég get huggað mig
við það að vita af henni á góðum
stað hjá afa.
Elsku Hrönn, mamma og aðrir
ástvinir, Guð veri með okkur á
erfiðum tímum.
Linda Óladóttir og fjölskylda.
Elsku amma.
Ég veit að nú ert þú með Svav-
ari afa og að nú líður þér vel.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þú varst alltaf svo góð við mig
og fyrir það er ég þakklátur. Ég
mátti alltaf koma til þín og það var
gaman að koma og vera hjá þér og
Hrönn og fá að hitta kisurnar og
hundana. Það var líka gott að geta
hjálpað til með hundana.
Ég ætla að vera duglegur að
segja Sigríði Maren frá þér,
amma mín. Segja henni frá því
hve mikill dýravinur þú varst og
hvað þú varst alltaf góð við okkur.
Þú bakaðir bestu pönnukökur í
heimi.
Ég ætla líka að vera duglegur
að heimsækja Hrönn og hjálpa
henni með dýrin.
Þinn
Hrannar Marel.
Elsku amma Kidda.
Þegar ég spyr hvar þú sért þá
segja mamma og Hrönn að þú
sért í himnaríki hjá Svavari afa.
Það er falleg hugsun og ég sagði
pabba mínum frá því. Ég lærði
fljótt í mínu lífi að það væri alltaf
gaman að koma í Hveró til ömmu
og Hrannar og hjá ykkur leið mér
alltaf vel. Það var svo gaman að
borða ís með þér og fá að hoppa í
rúminu þínu. Ég ætla að halda
áfram að vera dugleg að heim-
sækja Hrönn og hitta dýrin sem
þú elskaðir svo mikið.
Það sem lýsir mér og þér best
er án efa þetta: „kemur maður
gangandi, kíkir innum gluggann,
kíkir innum hinn gluggann, snýr
uppá lykilinn, þurrkar sér á mott-
unni og gengur inn“. Þetta leyfðir
þú mér að endurtaka sí og æ og
þreyttist aldrei á því heldur hafðir
gaman af.
Ég veit að nú ert þú ekki lasin
og að nú líður þér vel, elsku
amma.
Sigríður Maren.
Við viljum hér kveðja Krist-
jönu með nokkrum orðum.
Ég, Georg Páll, fékk að vera
hjá Kristjönu og Svavari föður-
bróður mínum á Breiðumörkinni,
þegar ég var fimm ára gamall og
móðir mín dvaldi lengi á sjúkra-
húsi, og ég átti mér samastað hjá
þeim upp frá því. Þegar ég var sjö
ára gamall fluttist ég með fjöl-
skyldunni til Reykjavíkur. Þá
kom fljótt í ljós að ég saknaði
Hveragerðis mikið og þá sérstak-
lega fjölskyldunnar á Breiðu-
mörk, þar sem Kristjana og Svav-
ar voru mér sem aðrir foreldrar.
Fram eftir aldri var ég síðan hjá
þeim í öllum fríum og varð sem
einn af börnunum þeirra.
Kristjana var hrein og bein
kona og lá ekki á skoðunum sín-
um. Það var alltaf gaman að sitja í
eldhúskróknum og hlusta á vin-
konurnar spjalla um daginn og
veginn. Þegar ég varð eldri bland-
aði ég mér í umræðurnar. Hún
var sérstaklega gestrisin og iðu-
lega voru fleiri í húsinu þegar
maður vaknaði, en þegar farið var
að sofa. Þá höfðu fleiri næturgest-
ir fengið inni sem áttu leið hjá.
Mér eru ákaflega minnisstæð-
ar allar góðu stundirnar sem við
áttum á Króki, að sinna rollum,
heyskap og hestamennsku. Krist-
jana var liðtæk og úrræðagóð í
bústörfum og þegar bjarga þurfti
lambi, sem fæddist veikburða, sá
hún um að hjúkra því og notaði þá
gjarna eldhúsofninn til að koma í
lambið hita. Hún elskaði dýr og
hafði alltaf hunda, ketti, páfa-
gauka o.fl. dýrategundir á heim-
ilinu. Ég lærði mikið af Kristjönu
og hún dekraði við mig, það var
t.d. eftir því tekið að alltaf voru
nýbakaðar pönnsur eða kleinur á
boðstólnum þegar ég var væntan-
legur.
Kristjana og Svavar áttu miklu
barnaláni að fagna og þau áttu
einnig stóran hóp barnabarna og
barnabarnabarna, sem hvert um
sig var í miklu uppáhaldi. Krist-
jana átti enda stóran faðm og
stórt hjarta. Þegar ég eignaðist
fjölskyldu féll hún strax á eðlileg-
an hátt inn í stóran hóp fjölskyld-
unnar á Breiðumörkinni. Strák-
arnir okkar Lindu, þeir Fjölnir
Daði og Daníel Gauti, höfðu sér-
stakt dálæti á að heimsækja
Kristjönu og Svavar, enda alltaf
tekið vel á móti þeim með pönnu-
kökum og öðru dýrindis meðlæti.
Veganestið sem þau hjónin
gáfu mér í æsku hefur haft mikil
áhrif á mig og mitt líf og mun ég
ávallt minnast þeirra með ást og
þakklæti.
Við hjónin og drengirnir okkar
biðjum guð að styrkja fjölskyld-
una, er við kveðjum Kristjönu
okkar að leiðarlokum.
Georg Páll Skúlason, Linda
Ósk Sigurðardóttir og synir.
Kristjana Sigríður
Árnadóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku mamma mín.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Drottinn blessi heimferð
þína,
þín
Guðrún Hrönn.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Elskulegur faðir minn, afi okkar og bróðir,
BENJAMÍN ÞÓRÐARSON,
Tjarnarási 13,
Stykkishólmi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 21. apríl.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 4. maí kl.
14.00.
Björg Benjamínsdóttir,
afabörn og systkini hins látna.
Elsku bróðir okkar, mágur og frændi,
HALLDÓR K. MATTHÍASSON
frá Arnardal,
lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar mánudaginn
22. apríl og verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
4. maí
kl. 14.00.
Sigríður G. Matthíasdóttir,
Guðmundur Matthíasson, Fríða Ólafsdóttir,
Matthías Matthíasson, Jónína K. Jensdóttir,
Jóhannes G. Jónsson,
og aðrir aðstandendur.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FINNBOGI HAUKUR SIGURJÓNSSON,
sem lést þriðjudaginn 16. apríl, verður
jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn
29. apríl kl. 15.00.
Bára Marteinsdóttir, Reynir Eggertsson,
Bragi Finnbogason, Guðný Guðgeirsdóttir,
Birgir Finnbogason, Margrét Ásgeirsdóttir,
Lárus Finnbogason, Hulda R. Rúriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
INGA LOVÍSA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Lækjasmára 8,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju í
Kópavogi þriðjudaginn 30. apríl kl. 15.00.
Innilegar þakkir til starfsfólks á B2 í Fossvogi fyrir góða
aðhlynningu og hlýhug.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Guðlaug Anna Ámundadóttir, Snorri Böðvarsson,
Gunnar Þorsteinsson,
Ásdís Ámundadóttir, Kjartan H. Bjarnason,
Guðmundur Ámundason, Elísabet Siemsen,
Ámundi Ingi Ámundason, Hanna G. Daníelsdóttir,
Reynir Ámundason, Guðrún H. Sigurðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.