Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 ✝ Gísli Hall-dórsson fædd- ist í Króki í Gaul- verjabæjarhreppi í Árnessýslu 17. des- ember 1931. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 16. apr- íl 2013. Foreldrar hans voru hjónin Lilja Ólafsdóttir, f. 1892, d. 1974 og Halldór Bjarnason, f. 1888, d. 1988, er bjuggu í Króki. Gísli var einn tíu systkina. Eldri voru Stefán Helgi, f. 1917, d. 1991, Bjarni eldri, f. 1918, d. 2006, Ólafur, f. 1920, d. 2013, Ingibjörg, f. 1922, Guðfinna, f. 1924, d. 1988, Bjarni yngri, f. 1926, d. 1957, Páll Axel, f. 1928, en yngri Guðmundur, f. 1933 og Helga María, f. 1936. Sambýliskona Gísla var Helga Hreinsdóttir, f. 1936, d. 2012, en þau slitu sam- vistum 1976. Þau eignuðust tvö börn: 1) Lilja María, f. 18.12. 1965, maki Páll Óskarsson f. 21.7. 1951. 2) Ingvar Hreinn, f. 5.6. 1967, maki Lynn Ann Gíslason (fædd Olschewske), f. 21.4. 1970. Dæt- ur þeirra eru Emilía Ósk, f. 31.12. 2003, og Júlía Dís, f. 8.9. 2005. Gísli ólst upp í Króki við hefð- bundin sveitastörf. Hann tók við búi af foreldrum sínum og bjó alla sína ævi í Króki. Útför Gísla fer fram frá Vill- ingaholtskirkju í Flóahreppi í dag, 27. apríl 2013, og hefst at- höfnin kl. 15.30. Ég vil þakka Gísla margar góðar stundir á árum áður, þeg- ar við Lilja vorum stelpuskottur og lékum okkur saman. Það var alltaf ævintýri að koma í Krók í minningunni og oftast vorum við úti að leika okkur, trjágarðurinn sem þekktist ekki víða breyttist í töfraveröld feluleikja og rabar- bari sem var stærri en maður sjálfur. Á veturna fór Gísli stundum með okkur á skauta á flóðunum og ef maður átti ekki skauta batt maður á sig gamla tréskauta sem dugðu ágætlega og svo var farið í kapp eða reynt við listdansinn. Á háaloftinu í Króki voru þvílíkar gersemar geymdar, gamlir hlutir sem ein- hver gæfi mikið fyrir að eiga í dag, að þessu lékum við okkur og ekki man ég eftir að við vær- um skammaðar. Ekki man ég heldur til að við værum skamm- aðar þegar við komum heim rennandi blautar og drullugar upp fyrir haus upp úr einhverj- um skurðinum. Gísli minnti mig reyndar á þetta þegar ég var að spjalla við hann þegar hann lá á Sjúkrahúsinu á Selfossi þar sem ég vinn sem sjúkraliði. Við spjölluðum um ýmislegt og hann fór jafnvel með vísur fyrir mig. Hann sagði reyndar að ráðskon- urnar hefðu ekki verið eins hrifnar af komum mínum og stundum komum við fleiri syst- urnar, það fannst þeim alltof mikið en Gísla fannst ekki mikið að því. Þau voru ófá hjónaböllin þar sem hann skemmti ballgestum með vísum um nágranna og sveitunga sína og mikið vildi ég vinna til að hafa gott minni en ég get ekki munað vísu stundinni lengur en ég veit að það liggur mikið eftir hann sem gaman væri að skoða. Gísli var einstakur persónu- leiki og mikill náttúrunnandi. Hann hefur alla tíð átt pláss í hjarta mínu og ég vil kveðja hann með virðingu og þakklæti. Ég votta börnum hans og að- standendum samúð mína. Anna Pálína, Hólmaseli. Nú eru tveir áratugir síðan ég heyrði fyrst rödd Gísla Halldórs- sonar í Króki. Ég var þá byrj- aður að gefa út lítið fjölritað þýð- ingartímarit fyrir nemendur mína á Laugarvatni í Esperanto og var ritið helgað minningu meistara Þórbergs. Ég nefndi það La Tradukisto (Þýðandann). Ég fór fljótlega að spyrjast fyrir um þá menn sem fengist hefðu við þess konar þýðingar og var þá bent á Gísla Halldórsson í Króki í Gaulverjabæ. Ekkert þekkti ég til hans áður en ég hringdi í hann og bar upp erind- ið, sagði að ég hefði heyrt að hann hefði eitthvað verið að fást við þýðingar á esperanto og úr málinu. Gísli lét lítið yfir því, sagði þó að stöku sinnum hefði hann eitthvað verið að fást við slíkt og þá einkum ljóð sem til væru skemmtileg lög við. Ég spurði þá hvort hann gæti ekki látið mig hafa eitthvað í tímarit- ið. Gísli þagði við nokkra stund en segir svo: „Viltu að ég skrifi þau niður?“ Og þá varð mér allt í einu ljóst að þessar þýðingar hans væru einungis varðveittar í munnlegri geymd þýðandans og bað hann fyrir alla muni að skrifa þær niður og senda mér eitthvað af þeim í La Tradukisto. Stuttu síðar fékk ég bréf frá Gísla með tveim íslenskum ljóð- um þýddum á esperanto og síðan hefur Gísli alltaf brugðist vel við þegar ég hef hrópað til hans í ritnauðum mínum og skrifað eitthvað niður af þýðingum sín- um sem margar hverjar hafa verið gerðar við gegningar í fjós- inu í Króki. Af íslenskum skáld- um sem hann hefur snúið ljóðum eftir á hina þjóðlausu tungu Za- menhofs má til dæmis nefna Freystein Gunnarsson, Stein Steinarr og Jón frá Ljárskógum og alls staðar hélt hann hætti frumkvæðis og tókst að gæða þýðingar sínar einhverjum und- arlegum seið. Þá sendi Gísli mér og stundum ljóð eftir sig sem hann hafði frumsamið á íslensku um gróður og votlendi Flóans, ástina og tregann sem hann lýsti öllu af einstöku næmi. Gísli var góður í esperanto, keypti erlend blöð á málinu og skrifaðist á við útlenda esperant- ista. Friðarhugsjónir esperant- ista voru runnar í blóð þessum rólega og íhugula Flóamanni, heimsborgara í kyrrð sveitarinn- ar sem dreymdi um batnandi heim. Í sumar verður haldið hér á Íslandi Alþjóðaþing esperantista í Hörpu. Var ég farinn að hlakka til að geta þar á þjóðkvöldi gest- gjafanna með góðvini mínum, Gísla í Króki, hlustað á flutning hans eigin þýðingar úr esperanto á ljóði Bob Dylans sem endar svo: Hversu mörg ár gnæfa fjöll yfir fold þar til fárviðrin hafa þeim eytt? Já, hversu mörg ár standast mann- kynið má uns mildi fær hörkunni breytt? Já, hvað getur maðurinn hrist lengi haus og horfandi séð ekki neitt? Svarið er bundið, vinur, fast í vind, já, vinur minn, bundið í vind. En svo verður okkar góða fé- laga best minnst að halda fram á hans hljóðláta hátt friðarhug- sjónum esperantista í þeirri von að smám saman lægi og létti til og þokist í friðarátt í okkar heimska heimi. Börnum, barnabörnum og öll- um aðstandendum Gísla Hall- dórssonar í Króki sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd ritstjórnar La Tradukistos og Íslenska esper- antosambandsins, Kristján Eiríksson. Gísli Halldórsson Móðir mín Guð- björg á Sjónarhóli í Hafnarfirði tók á móti Baldri í þröngu súðarherbergi á Austur- götunni í Hafnarfirði. Það var óvænt og skyndileg fæðing. Sjálf fæddist ég fimm árum síðar og hittumst við fyrst þegar ég var kaupakona hjá móður hans í Bölta í Skaftafelli og hann kom þangað í heimsókn. Þá var ég 13 ára. Að eignast vin tekur augnabik. Að vera vinur tekur heila manns- ævi og þannig vinur var Baldur. Hann bar alltaf velferð mína og fjölskyldu minnar fyrir brjósti. Ég minnist hans á æskuárum í Skaftafelli. Það hellirigndi úti svo kýrnar voru mjólkaðar inni í gluggalausum torfkofa. Á meðan ég mjólkaði sagði hann sögur, helst draugasögur og svo magn- aður sögumaður var hann að ég man þær sumar enn, sextíu og þremur árum seinna. Ég minnist óvæntra en stabílla heimsókna hans á heimili mitt. Við sátum við eldhúsborðið, Baldur, Hallur eiginmaður minn og ég og spjölluðum og hlógum fram á nótt. Löngu eftir að ég fór að sofa mátti heyra í þeim tveim- ur hlæja og segja sögur, báðir fróðir og Baldur óþrjótandi af sögum sem alltaf var gaman að hlusta á. Baldur gerði það að venju sinni að koma í heimsókn á Þor- láksmessu og ef hann ekki komst hringdi hann til að óska okkur gleðilegrar hátíðar og fá fréttir. Eitt sinn sem oftar kom hann og var þá með stórt skegg sem hringaði sig langt út á kinnar og augabrúnir sem hringuðu sig upp á ennið. Þá hrópuðu börnin: „Mamma mamma, jólasveinninn er kominn!“ Börn í hverfinu voru Baldur Óskarsson ✝ Baldur Ósk-arsson fæddist í Hafnarfirði 28. mars 1932. Hann lést í Reykjavík 14. apríl 2013. Útför Baldurs fór fram frá Nes- kirkju 23. apríl 2013. sótt í tilefni þessa merka viðburðar og í öllu fjaðrafokinu stóð Baldur hljóður, með glettni í augun- um og veifaði auga- brúnunum. Um leið og ég votta fjölskyldu hans samúð mína þakka ég vináttu hans. Hann var fróður og skemmti- legur og sá besti vinur sem hægt er að eiga. Blessuð sé minning hans. Guðlaug Berglind Björnsdóttir. Kveðja frá Myndlistaskól- anum í Reykjavík Baldur Óskarsson var skóla- stjóri Myndlistaskólans í Reykja- vík á árunum1965 til 73. Ég kynntist Baldri fljótlega eftir að ég varð þar skólastjóri rúmum tveimur áratugum síðar. Okkur sárvantaði þá svipmikið og áhugavert andlit fyrir nemendur í módelteikningu að skoða og stúdera. Eftir bollaleggingar kom Baldur einn til greina, og það var úr. Hann sat fyrir og las á meðan ljóð úr nýútkominni bók sinni, „Ekki láir við stein“. Á meðan nemendur einbeittu sér að sterkum andlitsdráttum, síðu, fínlegu og hvítu skegginu hlustuðu þeir á orðin streyma úr munni skáldsins. Þeir munu aldr- ei gleyma þessum stundum – né við hin sem sáum teikningarnar smám saman framkallast á papp- írnum og upplifðum þá kyrrð, en kraft um leið, sem stafaði frá Baldri. Ég spurði Baldur einhvern tíma um tíð hans sem skólastjóra. Hann gaf lítið út á sín stjórnunar- störf og sagðist aðallega hafa ver- ið í því að panta pappír fyrir mannskapinn. Í skólastjórnartíð Baldurs var hins vegar margt á seyði. Tímamótasýningar voru haldnar á Skólavörðuholtinu – við hlið Ásmundarsalar þar sem skólinn var þá til húsa. Sýning- arnar voru hluti af Listahátíð í Reykjavík og örugglega ærnir snúningar við að koma þeim í kring. Fleira merkilegt var bar- dúsað í tíð Baldurs og má þar nefna leikritið „Snjókarlinn okk- ar“ sem nemendur skólans sömdu með Oddi Björnssyni rit- höfundi og leiktjöld sem þau gerðu fyrir uppsetningu í Leik- félagi Reykjavíkur. Það er ljóst að í tíð Baldurs gegndi skólinn mikilvægu og framsæknu hlut- verki í samfélagi þar sem al- menningur var ekki viss um að listnám yrði endilega í askana látið. Stuttu eftir að skólinn var stofnaður árið 1947, var tekið blaðaviðtal við Ásmund Sveins- son þar sem hann segir að fólk þurfi ekkert að óttast að nú fyllist hér allt af listafólki þó almenn- ingur geti loks lært myndlist. Námið muni skapa menningu og búa með nemendum alla þeirra ævi. Ásmundur bendir líka á, með sínum skemmtilega húmor, að Snorri Sturluson hafi í raun verið frístundarithöfundur og listir á Íslandi hafi löngum byggst upp í frístundavinnu. Baldur yrði seint kallaður frí- stundaljóðskáld en þó vann hann oft að ljóðum sínum til hliðar við önnur störf. Frístundin er sum- um drýgri en öðrum. Baldur sýndi skólanum alla tíð mikinn hlýhug og gaf bókasafn- inu ljóðabækurnar sínar eftir því sem þær komu út. Hann fylgdist vel með því sem fram fór í skól- anum, mætti kátur í jólaboðin, reykti sinn vindil og spjallaði inni á bókasafni. Við munum öll sakna hans og sendum aðstandendum samúðarkveðjur. Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri. Fyrstu kynni mín af Baldri Óskarssyni skáldi voru líklega þau sömu og margra annarra á mínum aldri: framlag hans til lokaheftis Tímarits Máls og menningar árið 1968. Þar gat að líta þýðingar hans á fjórtán kvæðum eftir García Lorca, það einstæða og vandþýdda skáld sem Baldur tignaði meira en önn- ur. Ekki duldist að þýðandi var sama sinnis og skáld eitt sem komst svo að orði að vondar ljóðaþýðingar stöfuðu yfirleitt af því að reynt væri að þýða of mik- ið, og átti þá væntanlega við þann sið að þræða sem nákvæmast efnisatriði ljóða, nánast orð móti orði. Sú aðferð var Baldri greini- lega fjarlæg. Honum tókst hins- vegar að skapa ljóðmál, hljóm og hrynjandi sem hæfði hinu spænska skáldi. Umfram allt var honum kappsmál að þýðingin yrði fullgilt ljóð á íslensku. Seinna lágu leiðir okkar saman þegar ég vann á fréttastofu út- varps einn vetur. Þar lét Baldur fremur lítið fyrir sér fara, og mér er nær að halda að blaða- og fréttamennskan sem hann hafði að brauðstriti um langt skeið hafi verið honum lítill yndisauki. Skömmu síðar fórum við svo að hittast á herráðsfundum Ljóð- húsa heima hjá Sigfúsi Daðasyni og Guðnýju Ýri á Skólavörðustíg 17b. Þá var mun léttara yfir Baldri, og gilti einu þó ekki væri útlit fyrir ýkja háar arðgreiðslur af útgáfunni. Sjálfur var Baldur afkastamikið skáld og sendi frá sér fjórtán bækur með ljóðum og ljóðaþýðingum. Þrjár þeirra komu út á forlagi Ljóðhúsa. Þrátt fyrir þetta hafði ég ekki veruleg persónuleg kynni af Baldri fyrr en við vorum orðnir heldri borgarar í vesturbænum við sundin grá. Þá hittumst við oft, gæddum okkur á rómaðri kjötsúpunni hjá Rúnari á Grandakaffi og spjölluðum um Jónas, Jóhann Sigurjónsson og Stefán Hörð (sem Baldur kallaði aldrei annað en Stebba), þau þrjú skáld íslensk sem Baldur hafði mestar mætur á. Ég las ljóða- handrit hans og hann leit stund- um yfir eitthvað sem ég var að skrifa. Seinast hitti ég Baldur nokkr- um dögum áður en hann dó, og hafði þá ekki séð hann um hríð. Mér brá, honum hafði hnignað mikið á skömmum tíma, en hann sagðist þó vera kominn með ljóðahandrit sem hann vildi sýna mér. Af því varð ekki. Undir það síðasta hafði hann farið að læra rússnesku, ekki síst til að geta talað það mál við Olgu, úkraínsk- an Íslending sem baðaði hann reglulega (og talar reyndar ís- lensku reiprennandi). Hann sagði mér brosandi að henni þætti gaman að heyra rússneskuna. Orðin lýsa Baldri vel: í hans aug- um var lífið ævintýri. Með skin og skúrir eins og títt er um ævintýri. Þorsteinn Þorsteinsson. Baldur Óskarsson, skáld, er látinn. Líkt og fleiri vissi ég fyrst af honum gegnum skáldverk hans í útvarpi. Persónulega kynntist ég honum svo, er hann sat mikið á Kaffi París, kringum 2005. Sat hann þó ekki með okkur í stærsta spjallhópnum þar. Hann hafði numið á Spáni á Franco-tímanum, og þar drukkið í sig bókmenntaáhrif frá Spáni nútímans, rómverska tímans, og ekki síst forn-gríska tímans; og sér þess víða stað í ljóðum hans. Má þar einkum nefna þýðingar hans á ljóðum Federico Garcia Lorca, svo og tilvitnanir hans í forn-gríska goðafræði. Eru þá bara nefndar nokkrar af hans fjölmörgu menningarlegu skírskotunum í nútíð og þátíð. Er mikill fengur að honum í íslensku skáldaflórunni í þá veru. Ég vil nú kveðja hann hér með einhverju málefnalegu frum- sömdu ljóði mínu. En svo vill til, að meðal sérstæðustu einkenna minna ljóða eru einmitt áhrif frá forn-grískum bókmenntum og goðsögu, en einnig nokkur ljóð um ævi Garcia Lorca. Eitt þeirra um hann er að finna í tíundu frumsömdu ljóða- bók minni, Ævintýraljóðum (2010), og heitir það Bogmenn- irnir blindu. Er ég þar að hug- leiða stöðu Lorca í nútímanum; en utan goðsögulegra og bók- menntalegra tilvísana hef ég þetta að segja um þjóðskáldið þeirra Spánverjanna: Eða þá sem byssukúlan Sem kvað hafa þotið gegnum Hjarta Garcia Lorca; Send af villuráfandi þjóð í borgarastríðinu forðum. „Við vissum ekkert um þessi hástemmdu örlög Lorca; sveitunga okkar úr skólaljóðunum; sem orti svo prýðilegar héraðslýsingar. Hann var bara enn eitt góðskáldið.“ „Þangað til Franco hóstaði loks hrok- anum fyrir hraðfleygri ör Evrópusambandsins og við urðum enn ein Evrópuþjóðin.“ Þá kom í ljós þessi píslarvættur frels- isins sem heldur nú um ör í brjósti sem hann er að reyna að toga út (eða þá að ýta lengra inn?) Tryggvi V. Líndal. ✝ Eftir andlát og jarðarför ÓLAFS HALLDÓRSSONAR, dr. phil, sendum við, börn hans, tengdabörn og barnabörn, öllum þeim sem kvöddu hann við útför, eða minntust hans með blómum og minningargjöfum, okkar innilegustu þakkir fyrir einlæga vináttu og samúð. Lilja Ólafsdóttir, Guðmundur Jónsson, Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, Karl Ólafsson, Helga Steingerður Sigurbjörnsdóttir, Jón Gestur Guðmundsson, Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Tómas Leifsson, Ólafur Daði Helgason, Olga Möller, Ása Björk Valdimarsdóttir, Björgvin Helgi Jóhannsson, Guðmundur Karl Karlsson, Ragna Engilbertsdóttir, Ólafur Örn Karlsson, Nanna Arthursdóttir, Sigurbjörn Viðar Karlsson, Svandís Edda Gunnarsdóttir, Grímur Steinn Karlsson, Ásdís Sigurjónsdóttir, Karl Emil Karlsson. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.