Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41Kosningar 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 Núorðið þykir sjálf- sagt að tveir skipstjórar séu á aflaskipum. Það fer betur með fólk í erfiðu ábyrgðarstarfi. Oft er það fyrsti stýrimaður sem leysir skipstjórann af næsta túr eða næsta veiðitímabil meðan hinn fer í frí. Aflamaðurinn Eldeyjar-Hjalti varð að hætta skipstjórn tiltölulega ungur eftir 16 ár á stjórnpalli. Fæturnir gáfu sig. Hann seldi skipið, fór í land og tók sæti í borgarstjórn Reykjavík- ur. Þetta var fyrir daga vökulaga. Menn stóðu uns túrnum lauk, skipið fullt. En stefnufestu skipstjórans átti Hjalti áfram. Hún brást ekki í stjórn- málum fremur en á sjó. Fátækur sveitadrengur fór hann til sjós, lærði skipstjórn, vann sig upp og virti fólk vel. Mannréttindi Mannréttindamaðurinn Abraham Lincoln var forseti Bandaríkjanna (1861-65) á dögum þrælastríðsins. Sem stjórnmálamaður leiddi hann þann hildarleik. Lincoln mælti þessi orð: „Fjárhagslegt sjálfstæði er hið mesta sjálfstæði.“ Átti þá jafnt við ríki og fólk. Stríðið snerist mjög um að frelsa þá sem unnu ánauðugir á ekrum Suðurríkjanna. Forsetinn varð að marka stefnu, taka ákvarð- anir, sameina sundrað ríkja- sambandið, koma á friði sem tókst og síðan að að ná sátt um þann frið en entist ekki ævin til þess. Stefnufesta Lincolns brást aldrei. Hún átti rætur innra með honum. Hann hafði fæðst í bjálkakofa og alist upp í sveitum Indiana og Illinois, en eignaðist bækur, varð sjálf- menntaður lögfræðingur sem hjálpaði nágrönnum sínum. Varð þingmaður og síðan forseti. Alþýðumaður sem skildi fólk, hvernig sem það var á litinn. Kosningar Orð mannréttinda- mannsins bergmála hér í sjálfstæðisstefnunni fyrir þessar kosningar. Að leysa fólk – almenning – úr ánauð ofskött- unar. Lækka fjölmarga skatta á ný og auka þannig ráðstöfunartekjur með öllum ráðum. Greiðsla af hús- næðislánum megi einnig lækka skatt- stofn. Stefnan er sú að leyfa fólki að rétta úr bakinu. Losna úr þreytandi basli við að bjarga fjölskyldunni eða fyrirtækinu áfram einn mánuðinn enn undan afborgunum og sköttum. Lækkuð en hófleg skattheimta hvet- ur fólk til athafna og einnig til að ráða atvinnulaust fólk í vinnu til sín. Allir hagnast, einnig ríkið sem fær aukið skattfé og betri skil. Þetta munu vinstrimenn aldrei skilja en nefna má nafn hins finnska Esko Aho í þessu sambandi. Aðferðin skýrist vel í orðum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hún talar tæra íslensku sem allir skilja. Stefnu- föst, alltaf kurteis, aldrei háðsk. Slíkt vekur vonir um nýja siði á Alþingi. Bjarni Benediktsson, sá ósérhlífni heilindamaður, hefur nú verið for- maður Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár. Oft í ágjöf í misgóðum veðrum. En Bjarni hefur staðið vakt sína vel. Það er því heilindafólk í brúnni. Við getum ekki beðið um betra fólk við stjórnvölinn næstu fjögur árin. Stefnufesta Eftir Ingólf S. Sveinsson Höfundur er læknir og fyrrverandi fiskimaður. Eins og sannast hef- ur í Icesave-málinu er stjórnarflokkunum ekki treystandi fyrir hagsmunum þjóð- arinnar í komandi við- ureign stjórnvalda við vogunarsjóði og er- lenda banka sem eiga langmest í „snjóhengj- unni“ svokölluðu sem telur allt að 1.000 milljarða. Efna- hagslegt sjálfstæði Íslands er um að tefla. Forseti Íslands og þjóðin sáu til þess að Icesave-grýluna dagaði uppi fyrir EFTA-dómstólnum í eigin jarðarför. Hinn 1. apríl hefði óafturkræf vaxtakrafa, skv. Icesave III- samningnum, verið komin í um 65 milljarða. Og þar sem höfuðstóll kröfunnar er enn risavaxinn, þrátt fyrir um helmings lækkun vegna útgreiðslna úr þrotabúinu, hefðu vextir haldið áfram að „tikka“ vægðarlaust um ókomna tíð. Fyrir þessa upphæð mætti minnka skuldir 16 þúsund heimila í landinu um 4 milljónir fyrir hvert. Samfylkingin hefur svo til að bíta höfuðið af skömminni reynt að knýja fram nýja stjórnarskrá þar sem þjóðaratkvæði í máli sem þessu yrði aðeins ráðgefandi og í ofanálag með heimild til fullveld- isafsals til erlendra stofnana. Samningsafglöp núverandi stjórnvalda varðandi danska FIH- bankann, sem var í íslenskri eigu, segir svo sína sögu en þar stefnir í um 40 milljarða tap í stað gróða. Orðrétt sagði Gylfi nokkur Magnússon, fyrrverandi ráðherra, í viðtali 9. þ.m. á RÚV er fréttamaður vísaði í Icesave-málið til samanburðar: „þetta er af sömu stærðargráðu og þessar vaxtagreiðslur sem var verið að takast á um undir það síðasta og raunar aðeins hærri upp- hæð ef eitthvað er“. Þessi leiksýning í boði RÚV, þar sem þessi falsspámaður fékk tæki- færi til að draga líkið af 32 millj- arða kanínu „Já-hópsins“ upp úr kúbönskum hatti sínum, verður að teljast vanvirðing við þjóðina á þessum tveggja ára afmælisdegi seinni þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Lars nokkur Christensen frá Danske Bank prýddi forsíðu Fréttablaðsins hinn 19. þ.m. Þar varaði hann við því að íslensk stjórnvöld beittu löggjafarvaldinu til að komast yfir eignir þrotabúa bankanna. Þessi spekingur, sem Fréttablaðið mærir og titlar sem „Íslandsvin“, vílar ekki fyrir sé að rangtúlka lagalegan rétt Íslands. Í þessu drottnigarviðtali segir hann að lífeyrissjóðir á Norð- urlöndum eigi hlut í snjóhengj- unni. Hann þagði hins vegar yfir því að Danske Bank á sjálfur þarna verulegra hagsmuni að gæta. Þessi spekingur ætti að halda sig á heimavígstöðvunum þar sem Danske Bank er haldið á floti af danska ríkinu. Þjóðin má þó prísa sig sæla að Samfylkingin náði ekki að opna aftur skjá allra landsmanna fyrir tunguliprum og kjaftagleiðum dönsku kratavitr- ingunum, fyrrverandi ráðherrum Dana, þeim Mogens Lykketoft og Uffe Elleman Jensen, sem kallaðir voru á skjáinn til að reyna að hafa vit fyrir íslensku þjóðinni í Ice- save-málinu. Þar boðuðu þeir ísöld á Íslandi ef þjóðin segði NEI. Danska húsnæðiskerfið er nú að hruni komið og eignamyndun helmings einstaklinga engin, sem er í sjálfu sér ekki fréttnæmt fyrir okkur nema fyrir þær sakir að formaður Samfylkingarinnar er að bjóða upp á þennan sama mögu- leika ef tekst að véla Ísland inn í ESB. Nei við dáðleysi og ESB-daðri Eftir Daníel Sigurðsson Daníel Sigurðsson Höfundur er véltæknifræðingur. … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi. Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsskapurinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfsfólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetan- legt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Sumarkortin komin í sölu 14.900 kr. Gilda til 7. ág úst Gleðilegt sumar Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnigupp á trimform Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.