Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Margir spyrja sig þeirrar spurn-
ingar hvað taki við eftir kosningar,
og skyldi engan undra. Miðað við
nýjustu skoðanakannanir eru allar
líkur á að núverandi ríkisstjórn
Samfylkingar og Vinstri grænna sé
fallin og að ný ríkisstjórn taki við
völdum í Stjórnarráðinu. Það hefur
ekki gerst síðan í kosningunum 1987
að sitjandi ríkisstjórn hafi fallið í
kosningum. Þar áður hafði það
nokkrum sinnum gerst frá því að
viðreisnarstjórnin féll sumarið 1971.
Allt stefnir því í spennandi kosn-
inganótt og útlit fyrir að þreifingar
um myndun nýrrar ríkisstjórnar
hefjist á morgun, ef ekki strax í nótt
eftir að meginlínur liggja fyrir.
Haldi ríkisstjórnin ekki velli, eins og
mestar líkur eru á, þá liggur fyrir að
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra mun ganga á fund Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Ís-
lands, og biðjast lausnar, jafnvel
strax á morgun. Forsetinn mun þá
biðja ríkisstjórn Jóhönnu að sitja
áfram þar til ný hefur verið mynduð.
Benda báðir á þann sama?
Að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar,
prófessors í stjórnmálafræði við HÍ,
hefur hefð skapast fyrir því að for-
setinn boði alla foringja þeirra
flokka til fundar við sig, sem fengu
þingmenn kjörna, og kalli eftir
þeirra tillögum um stjórnarmyndun.
„Ef það gerist, og það hefur í raun
gerst síðan 1991, að tveir leiðtogar
geta myndað stjórn, sem báðir
benda á sama foringjann, þá er
sjálfgefið að hann fær umboð forset-
ans til að mynda ríkisstjórn,“ segir
Ólafur, og tekur dæmi af því að ef
bæði Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Framsóknar-
flokksins, og Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
kæmu báðir með tillögu um að Sig-
mundur byrjaði stjórnarmyndun, þá
ætti Ólafur Ragnar engan annan
kost en að gera það. Hið sama
myndi gerast ef báðir myndu benda
á Bjarna.
„Ef það gerist hins vegar að eng-
inn klár meirihluti myndast, og allir
segjast vilja fá umboðið, þá hefur
forsetinn í rauninni frítt spil. Það
eru engar sérstakar reglur eða fast-
ar venjur um hver fær þá umboðið,“
segir Ólafur og bendir á að Kristján
Eldjárn hafi haft þá reglu í sinni for-
setatíð að láta þann flokk fá umboð-
ið sem var stærstur hverju sinni.
Einnig hafi sá flokkur fengið um-
boðið sem er mesti sigurvegarinn,
óháð stærð flokksins.
„Aðalatriðið er að forsetinn er
ekki bundinn af neinum sérstökum
reglum um þetta. Hann á í rauninni
bara að láta þann foringja fá umboð-
ið sem hann metur líklegastan til að
mynda meirihlutaríkisstjórn. Frá
1991 hafa menn alltaf verið búnir að
semja um stjórn, eða að fara í við-
ræður, rétt eftir kosningar. Síðan
1991 hafa menn ekki byrjað við-
ræður, sem enduðu síðan ekki með
ríkisstjórn. Fyrir 1991 var algeng-
ara að stjórnarmyndunarviðræður
tækju langan tíma, stundum einn
eða tvo mánuði. Við slíkar kringum-
stæður hafði forsetinn meira vægi
og þetta gat farið marga hringi,“
segir Ólafur.
Sé horft til baka til síðustu fjög-
urra þingkosninga þá hafa 12-20
dagar liðið frá kjördegi þar til ný
ríkisstjórn hefur tekið við völdum.
Miðað við þessa reynslu gæti liðið
skammur tími þar til ný ríkisstjórn
tekur við. Stóra spurningin er bara
hvaða flokkar munu mynda nýja rík-
isstjórn.
Hvað gerist eftir kosningar?
Allt stefnir í að ríkisstjórnin falli í kosningunum í dag Ekki gerst síðan 1987 Bíður forseta Ís-
lands eftir helgi að fela einhverjum umboð til stjórnarmyndunar Ekki bundinn af neinum reglum
Morgunblaðið/Golli
Stjórnarmyndun Jóhanna Sigurðardóttir kemur hér til Bessastaða eftir síð-
ustu þingkosningar. Hún gæti átt leið þangað aftur strax á morgun.
Kosningar Kjördagur Stjórnarmyndun Ný ríkisstjórn tekur við Sumarþing
1999 8.maí 20 dagar 28.maí 8.-16. júní
Sjálfstæðisfl.+Framsókn
2003 10.maí 13 dagar 23.maí 26.-27. maí
Sjálfstæðisfl.+Framsókn
2007 12.maí 12 dagar 24.maí 31.maí-
Sjálfstæðisfl.-Samfylking 13. júní
2009 25.apríl 15 dagar 10.maí 15.maí-
Samfylking+VG 28. ágúst
2013 27.apríl ? ? 21.maí* - ?
Ný ríkisstjórn og sumarþing
Dagsetningar eftir þingkosningar 1999-2013
* Óformleg vinnuáætlun Alþingis, tímasetning óljós
Samkvæmt stjórnarskránni ber
forseta Íslands að stefna Alþingi
saman eigi síðar en tíu vikum eft-
ir almennar þingkosningar. Eftir
undanfarnar kosningar hefur
stutt sumarþing verið haldið, allt
frá einum degi í lok maí 2003 upp
í rúma þrjá mánuði eftir síðustu
kosningar.
Ekki liggur fyrir hvenær Alþingi
verður kallað saman næst en
samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu Alþingis er unnið út frá
því innanhúss að það geti orðið í
vikunni eftir hvítasunnu. Allt fer
þetta þó eftir því hvernig stjórn-
armyndun gengur og lengd sum-
arþingsins fer jafnframt eftir því
hvaða málaskrá ný ríkisstjórn
setur á dagskrá. Nokkur stór mál
bíða nýs þings að taka fyrir, eins
og undirbúningur fjárlaga og sér-
stakt veiðileyfagjald. Samkvæmt
þingskapalögum ber að kalla Al-
þingi saman að hausti annan
þriðjudag septembermánaðar ár
hvert, sem að þessu sinni er 10.
september.
Þegar nýtt þing kemur saman í
sumar verður
það væntan-
lega verkefni
Steingríms J.
Sigfússonar,
fv. formanns
VG, að setja
Alþingi þar
sem hann hef-
ur lengstan
samfelldan
starfsaldur
þeirra þingmanna sem eru að ná
endurkjöri. Tók Steingrímur fyrst
sæti á Alþingi árið 1983, eða fyrir
30 árum. Fari svo að Steingrímur
nái ekki kjöri, sem verður að telj-
ast afar ólíklegt miðað við síð-
ustu kannanir, hefur Einar K.
Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki,
næstlengstan starfsaldur á þingi.
Settist Einar á þing árið 1991 en
hafði frá 1980 nokkrum sinnum
komið inn sem varaþingmaður.
Næstur á eftir Einari í starfsaldri
á þingi kemur Össur Skarphéð-
insson, Samfylkingu, sem settist
fyrst á þing eftir kosningarnar ár-
ið 1991.
Mörg mál bíða úrlausnar
ÓLJÓST HVENÆR ÞINGIÐ KEMUR SAMAN EFTIR KOSNINGAR
Framundan er mik-
il nýliðun á þingi.
Landskjörstjórn
hefur ákveðið að
vísa til lögregl-
unnar máli fram-
bjóðanda Flokks
heimilanna sem
er á tveimur list-
um fyrir flokk-
inn; í Reykjavík norður og Norðvest-
urkjördæmi. Landskjörstjórn barst
ábending um þetta nýverið, eftir að
listarnir höfðu verið samþykktir án
athugasemda. „Landskjörstjórn hef-
ur ekki lagaheimild til að taka upp
fyrri úrskurð um að listarnir væru
gildir. Hins vegar er um refsivert at-
hæfi að ræða af hálfu frambjóðand-
ans og því var ákveðið að vísa mál-
inu til lögreglu. Það verður gert
eftir helgina,“ segir Freyr Ófeigs-
son, formaður landskjörstjórnar, við
Morgunblaðið. Hann segist ekki
muna dæmi þess að þetta hafi komið
upp áður í kosningum. Málið gefi
ekki tilefni til lagabreytingar, held-
ur frekar þess að vanda betur til
samanburðar og yfirferðar á listum
á milli kjördæma.
Umræddur frambjóðandi er Rún-
ar Páll Rúnarsson, sem er í 9. sæti í
Norðvesturkjördæmi, þar titlaður
kerfisfræðingur. Sami maður er
„Rúnar P. Rúnarsson“ í 22. sæti í
Reykjavík norður, titlaður vél-
smíðanemi. Hann hefur gengst við
báðum starfstitlunum.
Kærður fyrir að vera
á tveimur listum
Frambjóðendur í alþingiskosning-
unum í dag eru alls 1.512 talsins.
Þar af eru karlar 58,2% frambjóð-
enda og konur 41,8%. Þetta eru
svipuð hlutföll og fyrir síðustu
kosningar vorið 2009. Meðalaldur
frambjóðenda er 46,2 ár, heldur
hærri en síðast. Elsti frambjóðand-
inn er 104 ára og sá yngsti 18 ára.
Alls eru 15 framboð með lista í
þessum kosningum, þar af bjóða 11
fram lista í öllum kjördæmunum
sex. Sjaldan eða aldrei hafa fram-
boðin verið fleiri, en til sam-
anburðar voru frambjóðendur í síð-
ustu kosningum tæplega 900.
Á kosningavef innanríkisráðu-
neytisins segir að við skoðun á
fimm efstu sætum á öllum fram-
boðslistum komi í ljós að konur séu
hlutfallslega fleiri í framboði í
Reykjavíkurkjördæmunum en ann-
ars staðar á landinu. Meðalaldur
fimm efstu frambjóðenda er lægst-
ur í Suðurkjördæmi, eða 42,9 ár, og
hæstur í Reykjavíkurkjördæmi
norður, eða 47,5 ár. bjb@mbl.is
Karlar 58% frambjóð-
enda og konur 42%
Yfir 1.500 fram-
bjóðendur á listum
15 framboða
1.512
manns á lista hjá 15 framboðum
fyrir þingkosningarnar í dag.
880
karlar þar af, eða 58,2% allra fram-
bjóðenda á listunum.
632
konur í framboði, eða 41,8%.
46,2
ár er meðalaldur frambjóðenda, sá
elsti 104 ára og sá yngsti 18 ára.
‹ KOSNINGAR 2013 ›
»
Viltu selja eða
kaupa fyrirtæki?
Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík,
GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665,
Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is
Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög-
giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er
með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem
rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef-
andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára-
hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum
fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting.
(magnus@firmaconsulting.is)
Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er
ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við
kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.