Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 29
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Björgunarmenn leituðu í gær að
hundruðum manna sem er saknað
eftir að átta hæða bygging hrundi á
miðvikudag í bæ nálægt Dhaka,
höfuðborg Bangladess. Að minnsta
kosti 304 létu lífið og um 80 manns
var bjargað úr rústunum í gær.
Hermt var að 50 til viðbótar hefðu
fundist þar í gær og reynt yrði að
bjarga þeim í dag.
Þúsundir mótmæltu í Dhaka
Í byggingunni voru nokkrar verk-
smiðjur sem framleiddu fatnað fyrir
evrópsk fyrirtæki. Skýrt hefur verið
frá því að sprungur hafi myndast á
veggjum byggingarinnar fyrir hrun-
ið en starfsmenn verksmiðjanna
samt verið neyddir til að halda áfram
að vinna.
Þúsundir manna tóku þátt í mót-
mælum í Dhaka í gær og fyrradag til
að krefjast þess að eigandi bygg-
ingarinnar yrði handtekinn og að-
stæður starfsmanna fataverksmiðja
í Bangladess yrðu bættar. Lögreglu-
menn beittu táragasi og skutu
gúmmíkúlum til að dreifa mótmæl-
endum eftir að þeir lokuðu vegum,
kveiktu í húsum og réðust á fata-
verksmiðjur.
Hermt er að eigandi byggingar-
innar hafi farið í felur, en forsætis-
ráðherra Bangladess hefur lofað að
hann verði handtekinn og sóttur til
saka.
AFP
Ólga í Bangladess Lögreglumenn við rústir byggingarinnar skjóta tára-
gashylkjum að harmi slegnu fólki sem efndi til mótmæla á staðnum.
Hundruð létu
lífið í hruninu
Tugum manna bjargað úr rústunum
Dzhokhar
Tsarnaev, sem er
grunaður um
sprengjutilræðið
í miðborg Boston
15. apríl, hefur
verið fluttur af
sjúkrahúsi í
fangelsi, að sögn
bandarískra yfir-
valda í gær. Tsarnaev verður hald-
ið í fangelsi í Fort Devens í
Massachusetts. Fangelsið var áður
herstöð og er ætlað fyrir fanga sem
þarfnast læknismeðferðar. Tsarna-
ev, sem er nítján ára, særðist í átök-
um við lögreglu og 26 ára bróðir
hans beið bana eftir sprengju-
tilræðin.
BANDARÍKIN
Tilræðismaðurinn
fluttur í fangelsi
Lögreglan í
litlum bæ í
Belgíu, Zedel-
gem, hefur hvatt
bæjarbúa til að
skila tugum þús-
unda evra sem
þjófar köstuðu út
úr bíl þegar þeir
óku á ofsahraða
á flótta undan lögreglunni. Þjóf-
arnir höfðu stolið peningaskáp úr
húsi í bænum og köstuðu honum út
úr bílnum þegar lögreglumenn
veittu þeim eftirför. Peninga-
skápurinn opnaðist og evruseðlum
rigndi yfir götuna. Vegfarendur
hirtu alla peningana og þjófarnir
ganga enn lausir.
BELGÍA
Evruseðlum rigndi
yfir götuna
Um 1,3 milljónir barna tóku í gær þátt í íþróttaviðburðum, svonefndum
„Konungsleikum“, til að fagna því að krónprins Hollands, Willem-
Aleksander, verður krýndur konungur á þriðjudaginn kemur og tekur við
völdum af móður sinni, Beatrix drottningu. Krónprinsinn er hér með arg-
entínskri eiginkonu sinni, Maximu, þegar leikarnir voru settir í Enschede.
AFP
Verðandi konungi fagnað Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér
nánari upplýsingar um prófið og dæmi um
prófspurningar sem finna má á heimasíðu
Læknadeildar, www.laeknadeild.hi.is
HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ
Inntökupróf í Læknadeild HÍ
Læknisfræði og sjúkraþjálfun
Inntökupróf í Læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun
verður haldið í Reykjavík miðvikudaginn 12. og fimmtudaginn 13. júní 2013.
Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið.
Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin
til og með 20. maí 2013. Skráning fer fram á netinu, www.laeknadeild.hi.is
Próftökugjald er 15.000 kr.
Þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sam-
bærilegu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Umsóknin telst því ekki gild
fyrr en staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini eða rafrænt stúdentsprófsskírteini úr Innu
hefur borist skrifstofu Læknadeildar, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi
en þá skal skila staðfestingu til skrifstofu Læknadeildar um að stúdentsprófi verði lokið
áður en inntökupróf hefst. Staðfesting þarf að berast eigi síðar en 20. maí 2013.
Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo
daga, með þremur tveggja tíma próflotum
hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða
prófsins birtist í einni einkunn sem verður
reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað
er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar
en um miðjan júlí.
Árið 2013 fá 48 nemendur í læknisfræði og
25 í sjúkraþjálfun rétt til náms í Læknadeild
Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig
hjá Nemendaskrá fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki
öðlast rétt til náms í Læknadeild, eiga þess
kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í
aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningar-
gjalds skv. reglum Háskóla Íslands.
Styrkir úr tónlistarsjóði
Umsóknarfrestur til 22. maí 2013
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður
til á tímabilinu júlí 2013 - janúar 2014. Frá 2013 færist umsýsla tónlistarsjóðs frá
mennta- og menningarmálaráðuneyti til Rannís.
Hlutverk tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslensku
tónlistarfólki og tónsköpun þess. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild
og markaðs- og kynningardeild.
Umsóknargögn er að finna á www.rannis.is.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi.
Næst verður auglýst eftir umsóknum í október 2013 vegna verkefna á fyrri
hluta árs 2014.
Nánari upplýsingar veita:
Ragnhildur Zoëga, ragnhildur.zoega@rannis.is og Lýður Skúli Erlendsson,
lydur.skuli.erlendsson@rannis.is
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
Dunhaga 5, 107 Reykjavík,
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is