Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hvað gerist þegar ungur kolbítur
finnur tösku fulla af peningum
ásamt absint-flösku og illa kveðnu
ljóði? Um afleiðingar þess fjallar
nýtt íslenskt leikverk, Spilaborgir,
sem leikfélagið
Hugleikur frum-
sýnir í húsnæði
sínu að Eyjaslóð
9 á sunnudags-
kvöldið klukkan
20. Höfundur
verksins er Ásta
Gísladóttir. Hún
er annar ritstjóra
menningar-
tímaritsins
Spássíunnar og hefur áður tekið þátt
í leikritun fyrir Hugleik, en þreytir
nú frumraun sína sem leikskáld ein
og óstudd. Leikstjórar eru þeir Sig-
urður H. Pálsson og Þorgeir
Tryggvason, báðir gamalreyndir
Hugleiksmenn, en leikhópinn skipar
annars blanda nýgræðinga, reynslu-
bolta og afreksfólks úr öðrum leik-
félögum.
Áskorun að skrifa leikrit
Í Spilaborgum á ungi maðurinn
sem finnur töskuna í talsverðum
vandræðum með að reikna út hvern-
ig best er að vinna úr stöðunni. Þótt
nágrannarnir, stúlkan sem hann er
kannski skotinn í og ósýnilegir vinir
séu allir af vilja gerðir þá vefst þetta
þó nokkuð fyrir honum og tefur
hann frá uppáhaldsiðjunni, að
byggja spilaborgir. Aðstandendur
sýningarinnar segja að fyrir vikið
séu ævintýri drengsins kvöldstund-
arinnar virði.
„Verkið er um þennan unga mann
sem býr heima hjá veikri móður
sinni og finnur fullt af peningum.
Það veldur breytingum og byltir lífi
þeirra. Við sögu koma karakterar
sem láta sig þetta varða og inn í það
fléttast fjölskylduleyndarmál. En ég
má ekki segja of mikið,“ segir Ásta
og snarþagnar. Fléttuna má ekki
gefa upp til að skemma ekki fyrir
væntanlegum áhofendum.
Ásta segir það hafa verið tals-
verða áskorun að setjast niður og
skrifa heilt leikrit. Hún byrjaði á
verkinu þegar hún hafði skráð sig á
leikritunarnámskeið fyrir nokkrum
árum.
„Þá ákvað ég að byrja á því þar
sem það var í raun forsenda þátt-
töku í námskeiðinu, að maður væri
að vinna að leikriti. Ég vann að því á
námskeiðinu og hef skrifað það jafnt
og þétt síðan. Ég gekk síðan end-
anlega frá því í vetur.“
Þetta er fyrsta leikritið í fullri
lengd sem Ásta skrifar ein frá
grunni en hún skrifaði ásamt þrem-
ur öðrum verkið Rokk sem Hug-
leikur setti einnig upp. Hugleikur
var stofnaður árið 1984, er elsti
starfandi áhugaleikhópurinn í
Reykjavík og hefur þá sérstöðu að
leikverkin eru ætíð samin innan
hópsins. Umfjöllunarefni hópsins
eru ætíð sótt í íslenskan veruleika og
sagnaarf. Hugleikur stendur einnig
fyrir leiklistarnámskeiðum.
Týndi sjálf tösku
Ásta segist alveg geta hugsað sér
að takast á við fleiri leikrit ef Spila-
borgir ganga vel. „Ég get alveg
hugsað mér að skrifa fleiri verk, þótt
ég sé nú ekkert með ákveðnar og
mótaðar hugmyndir í skúffunni.
Þegar þetta er frá sest ég niður og
athuga hvort aðrar hugmyndir komi
til mín.“
Hún segir grunnhugmyndina, um
tösku sem týnist, hafa kviknað við
það að hún týndi sjálf einu sinni
tösku. „Ég fór að velta fyrir mér
hver gæti hafa fundið hana og datt
þá í hug kona sem gæti ekki farið
fram úr rúminu; sonur hennar hlyti
að hafa fundið hana. Síðan settist ég
niður og byrjaði að skrifa samtal á
milli þeirrra eftir að hann kom heim
með töskuna. Svo spunnust atburðir
og samtöl saman.“
Mismunandi hlutverk
Ásta hefur starfað með Hugleiki
undanfarin ár og tekið þátt í upp-
setningu margra sýninga. Smitaðist
hún ung af leikhúsbakteríunni?
„Ég held nú ekki. Ég tók reyndar
þátt í einhverjum skólaleikritum
sem krakki en fór annars ekki að
gera neitt í þessa veru fyrr en ég
byrjaði að starfa með Hugleik upp
úr árinu 2000.
Það er mjög gaman að koma að
öllum þessum mismunandi hlut-
verkum sem þarf að takast á við í
áhugaleikhúsi. Þegar maður hefur
verið lengi í félaginu hefur maður
komið að öllum þáttum starfsins –
þetta var sá síðasti, að félagið setti
upp heilt verk eftir mig!“
Aðeins sex sýningar eru fyrirhug-
aðar á Spilaborgum. Sú næsta er á
þriðjudag en síðan verða sýningar
fjögur kvöld í röð, 9. til 12. maí.
Vandamál „Verkið er um þennan unga mann sem býr heima hjá veikri móður sinni og finnur fullt af peningum,“
segir Ásta Gísladóttur um fyrsta leikverk sitt í fullri lengd. Verkið er frumsýnt á sunnudagskvöld.
Taska full af peningum
kemur í leitirnar
Hugleikur frumsýnir Spilaborgir eftir Ástu Gísladóttur
Ásta Gísladóttir
Gerry Smyth
flytur lög úr
verkum írska
stórskáldsins
James Joyce á
tónleikum í Stúd-
entakjallaranum
annað kvöld kl.
20. Smyth er
kennari í írskri
sögu og bók-
menntum við Liverpool John Moo-
res-háskólann í Englandi. Hann
hefur stundað rannsóknir á tónlist í
verkum Joyce. Tónleikarnir eru
stytt útgáfa á dagskránni Irish It-
inerary sem flutt hefur verið víða
um lönd á vegum Culture Ireland.
Aðgangur er ókeypis.
Lög úr verkum
James Joyce
James Joyce
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:00 Fös 17/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00
Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 19:00 Sun 9/6 kl. 13:00
Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn.
Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Fim 23/5 kl. 19:00 Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn.
Fös 3/5 kl. 19:00 Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn.
Lau 4/5 kl. 19:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn.
Sun 5/5 kl. 13:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn.
Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn.
Fim 9/5 kl. 14:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn.
Fös 10/5 kl. 19:00 Lau 1/6 kl. 13:00 Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn.
Lau 11/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn.
Sun 12/5 kl. 13:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn.
Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Fim 6/6 kl. 19:00
Fim 16/5 kl. 19:00 Fös 7/6 kl. 19:00
Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu!
Gullregn (Stóra sviðið)
Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas
Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00
Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas
Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas
Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Lau 27/4 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00
Þri 30/4 kl. 20:00 Fös 10/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00
Fös 3/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00
Lau 4/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Snýr aftur í takmarkaðan tíma.
Núna! (Litla sviðið)
Sun 28/4 kl. 20:00 5.k Þri 14/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00
Þri 7/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00
Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas
Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu
Tengdó (Litla sviðið)
Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Fös 10/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00
Fim 2/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00
Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Fim 16/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00
Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Fös 17/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00
Sun 5/5 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas
Fim 9/5 kl. 20:00 aukas Fim 23/5 kl. 20:00
Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur!
Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið)
Sun 28/4 kl. 20:00 4.k Fim 9/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00
Sun 5/5 kl. 20:00 5.k Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00
Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mýs og Menn –HHHHH– SGV. Mbl
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 Aukas. Fös 31/5 kl. 19:30
Sun 28/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Lau 1/6 kl. 19:30
Fim 2/5 kl. 19:30 Aukas. Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 7/6 kl. 19:30
Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Lau 8/6 kl. 19:30
Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Fös 14/6 kl. 19:30
Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Lau 15/6 kl. 19:30
Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn
Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð
Kvennafræðarinn (Kassinn)
Lau 27/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 Lau 25/5 kl. 19:30
Fös 3/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 Fös 31/5 kl. 19:30
Lau 4/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30
Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 24/5 kl. 19:30
Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum?
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 28/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 14:00 Sun 2/6 kl. 14:00 Lokas.
Sun 5/5 kl. 14:00 Sun 26/5 kl. 14:00
Síðustu sýningar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 27/4 kl. 13:30 Lau 4/5 kl. 15:00 Lau 25/5 kl. 13:30
Lau 27/4 kl. 15:00 Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 15:00
Lau 4/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 15:00
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Hvörf (Kúlan)
Fös 3/5 kl. 19:00 Aðalæf Mið 8/5 kl. 19:00 Sun 12/5 kl. 19:00
Lau 4/5 kl. 19:00 Frums. Fös 10/5 kl. 19:00
Sun 5/5 kl. 19:00 Lau 11/5 kl. 19:00
Lab Loki í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Karma fyrir fugla (Kassinn)
Lau 8/6 kl. 19:30 aukas. Sun 9/6 kl. 19:30 aukas.
Aukasýningar í júní
Gilitrutt (Brúðuloftið)
Lau 27/4 kl. 13:30 Lau 4/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 13:30
30.04 - Þriðjudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg
03.05 - Föstudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Kaldalón
04.05 - Laugardagur kl. 21:30 Laddi lengir lífið – UPPSELT Kaldalón
08.05 - Miðvikudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg
10.05 - Föstudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg
11.05 - Laugardagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg
12.05 - Sunnudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg
17.05 - Föstudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – Örfá laus sæti Silfurberg
24.05 - Föstudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – Örfá laus sæti Silfurberg
25.05 - Laugardagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg
31.05 - Föstudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – Ný sýning Silfurberg
01.06 - Laugardagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – Ný sýning Silfurberg ...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga