Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 ✝ Hjörtur Sig-urðsson fædd- ist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 12. mars 1980. Hann lést á heimili sínu 21. apríl 2013. Hjörtur ólst upp í Vestmannaeyjum á Hásteinsvegi 60 ásamt foreldrum sínum og bræðr- um. Foreldrar hans eru hjónin Sigurður A. Sigurbjörnsson, f. 4. apríl. 1954, Baadermaður hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og Ármey Ósk- arsdóttir, f. 19. ágúst 1960, mannaeyjum. Börn Hjartar eru a) Ásrún Emma Hjartardóttir, f. 30. október 2002, móðir hennar er Margrét Guðbjörg Ás- rúnardóttir, fyrrum sambýlis- kona Hjartar. b) Adam Elí Hjartarson, f. 19. apríl 2009, móðir hans er Aldís Gríms- dóttir, fyrrum sambýliskona Hjartar. Hjörtur var mjög listrænn persónuleiki. Hann hefur alla ævi haft mikinn áhuga á teikn- ingum og list og hann vann við að húðflúra í mörg ár. Hann hafði einnig mikinn áhuga á náttúrunni og dýrum. Hjörtur vann lengst af hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja, allt fram að dán- ardegi. Útför Hjartar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 27. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 11. fiskvinnslukona hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja. Hann var næstelstur fjögurra bræðra: Sigurbjörn Sig- urðsson, f. 11. desember 1975. d. 5. september 1993. Hannes Kristinn Sigurðs- son, f. 29. nóv- ember 1984, um- boðsmaður hjá flugfélaginu Erni í Vestmannaeyjum og Óskar Elías Sigurðsson, f. 25. október 1989, starfsmaður hjá flugfélaginu Erni í Vest- Elskulegi gullfallegi frændi minn Hjörtur Sigurðsson er lát- inn aðeins 32 ára gamall. Hvílíkt högg að fá þessa frétt. Það er ótrúlegt þetta líf, allt var svo venjulegt og eðlilegt, ég var að fara í kirkju í fermingu barnabarns míns þennan fallega sunnudag, þá fæ ég símtal, hann Hjörtur hans Didda hefur kvatt þetta líf án nokkurs fyrirvara. Smátt og smátt áttar maður sig á að allt er breytt og ekkert verður eins og áður hjá fjölskyld- unni. Mér fannst alltaf þessir þrír frændur mínir í Vestmannaeyj- um vera svo flottir strákar, en nú er stórt skarð komið í fjölskyld- una hans Didda bróður. Það er ótrúlega sárt að svona ungur og hraustur tveggja barna faðir skuli vera hrifinn burt frá þessu jarðlífi svona fljótt, hann átti eftir að gera svo margt. Ég vona að bróðir þinn, frændur og frænkur hjálpi þér að komast í englahjörð- ina sem við eigum hinum megin. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Diddi bróðir, Emma, Hannes, Óskar, og fallegu börnin hans, Ásrún Emma og Adam Elí, og aðrir ástvinir, guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa djúpu sorg. Þín frænka, Erna Sigurbjörnsdóttir. Elskulegi frændi, við trúum ekki enn að þú sért farinn frá okkur. Við eigum svo margar góðar minningar, munum þegar þú komst til okkar því afi og amma höfðu gefið þér pening. Þú vildir kaupa rauðar buxur og ég spurði þig: „Af hverju biður þú ekki mömmu þína?“ Þá sagðir þú að þú fengir þá ekki að kaupa þær og fór ég með þér að kaupa þær. Þegar við komu heim var mamma ekki glöð með litinn á buxunum og ég minnti hana á að hún var líka unglingur með sinn fatasmekk og var þá málið látið niður falla. Við getum endalaust sagt skemmtilegar sögur af góð- um stundum, á jólum, páskum, að ógleymdri Þjóðhátíðinni og í fjöruferðunum sem við fórum. Við Ármey geymum allar þessar fallegu minningar um þig og eig- um allar myndirnar sem við höf- um tekið af þér. Það var svo gam- an að taka myndir af þér, þú myndaðist svo vel. Við vitum að þú ert kominn til ömmu og afa, bróður þíns og frænda þinna. Þau passa vel upp á þig því þau elsk- uðu þig svo mikið. Við Ármey geymum allar fallegu minning- arnar um þig, við elskuðum þig eins og son og bróður. Og við pössum upp á Ásrúnu Emmu og Adam Elí, foreldra þína og bræð- ur. Fjársjóður falinn varst þú mér gleði og gull í hjarta þér örvandi hlýja um mig fer hjartað þitt kveikt hefur í mér. Seiðandi augun englabros örlitlir vængir Pétursspor leiðir mig áfram sýnir mér svífandi skal ég fylgja þér. Dagar og nætur segja mér ég mun aldrei gleyma þér mynd þín mun ávallt vera hér geymd í huga mér. (Birgitta Haukdal) Elsku Emma og Diddi, Hann- es Kristinn, Óskar Elías, Elín, Ásrún Emma og Adam Elí. Vott- um ykkur innilega samúð á erf- iðum tíma. Heimiliskettirnir ykkar, Guðný Óskarsdóttir og Ármey Valdimarsdóttir. Kveðja frá árgangssystkinum Hvað er það í hjarta manns er kallar fram þá æsku hans, vinarbrag og fyrri fund, farinn veg og skólastund? Strembinn lestur stúdentsvor, skál og gleði, hliðarspor, eða bara hversdags hjal, hugardæmi er leysa skal. Við þekkjum vel þann sterka streng og syrgjum okkar góða dreng. Örlög vísa veg um slóð, vak þú minning kyrr og hljóð. (Stefán Finnsson) Lífið er hverfult og valt. Þau eru þung skrefin sem við tökum í dag er við kveðjum kæran ár- gangsbróður. Litla samfélagið í kringum hann syrgir með að- standendum og við erum hrygg í hjarta okkar. Það er sárt að horfa á eftir ungum manni sem lífið blasti við. En skilningur okkar á tilverunni er takmörkum háður og við kveðjum Hjört okkar í öruggri trú og vissu um að hans bíði góðar móttökur. Það er við hæfi að nota alla liti litrófsins er við minnumst Hjart- ar. Allt frá aflituðu hári yfir í svartasta blek. Og allt þar á milli. Hjörtur var líflegur persónuleiki og eftirminnilegur öllum þeim sem honum kynntust. Við minnumst birtunnar sem hann færði okkur. Við minnumst ótakmarkaðra hæfileika á sviði listsköpunar. Við minnumst lipurðar og styrkleika í hreyfileikjum hvers konar. Við minnumst fallega og stíl- færða yfirbragðsins. Við minnumst brossins og hlátursins sem var svo hvellur. Við minnumst drengs í appels- ínugulri úlpu að kaupa ananas- hlunk með tvöfaldri lúxusdýfu. Við þökkum fyrir samfylgdina sem var svo litrík og björt. Við þökkum fyrir hverja einustu stund sem við áttum með Hirti. Við heiðrum líf hans og yljum okkur við minningarnar. Börnum hans tveimur og nán- ustu aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd árgangs 1980, Ester Helga Líneyjardóttir og Skapti Örn Ólafsson. Hjörtur Sigurðsson Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Bollagata 1, 201-2205, Reykjavík, þingl. eig. Halldóra Konráðsdóttir og Þorvaldur Sigurbjörnsson, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, fimmtu- daginn 2. maí 2013 kl. 11:30. Leifsgata 4b, 200-8778, Reykjavík, þingl. eig. Úr einu í annað ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkur- borg og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 2. maí 2013 kl. 10:30. Ljósvallagata 24, 200-4184, Reykjavík, þingl. eig. Einar Óskarsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 2. maí 2013 kl. 13:30. Tómasarhagi 19, 202-8753, Reykjavík, þingl. eig. Sigurbjörg Sæmundsdóttir, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Sýslumaðurinn á Blönduósi, fimmtudaginn 2. maí 2013 kl. 14:00. Vífilsgata 15, 221-7871, Reykjavík, þingl. eig. Hans Jakob S. Jónsson, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 2. maí 2013 kl. 11:00. Öldugata 18, 200-1590, Reykjavík, þingl. eig. Sveinn Andri Sveinsson og Kristín Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, fimmtu- daginn 2. maí 2013 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 26. apríl 2013. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS RAFNS JÓNSSONAR, Höfðaholti 2, Borgarnesi. Þórunn Árnadóttir, Jón Einar Rafnsson, Jónína Ísleifsdóttir, Sigríður Kristín Rafnsdóttir, Einar Hannesson, Anna Eygló Rafnsdóttir, Sveinn Gunnar Eðvarðsson, Kári Þór Rafnsson, Guðbjörg D. Þórðardóttir, Erlingur Smári Rafnsson, Unnur Margrét Karlsdóttir, Kolbrún Alma Rafnsdóttir, Hafliði Ólafur Gunnarsson, Júlíus Árni Rafnsson, Helle Larsen, afa-, langafabörn og langalangafabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður og afa, GUNNARS JÓHANNESSONAR fv. bónda á Hömrum í Grímsnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss og heimaþjónustu heilsugæslustöðvar Selfoss fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Kristín Carol Chadwick, Gunnar Kr. Gunnarsson, Auður Gunnarsdóttir, Sigurður Halldórsson, Hlynur Ch. Guðmundsson, Hafdís Óskarsdóttir, Hilmir Ch. Guðmundsson, Íris Harðardóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR, Túni, Flóa. Jóhann Stefánsson, Þórunn Sigurðardóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Guðjón Á. Luther, Guðmundur Stefánsson, Guðrún H. Jónsdóttir, Hafsteinn Stefánsson, Guðfinna S. Kristjánsdóttir, Vernharður Stefánsson, Auður Atladóttir, Jónína Þ. Stefánsdóttir, Halldór Sigurðsson, Bjarni Stefánsson, Veronika Narfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS RAFNS GUÐMUNDSSONAR, Hraunvangi 3, Hafnarfirði. Sérstakir þakkir færum við starfsfólki Drafnarhúss og Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir alúð og góða umönnun. Kristín Jóhannsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ludwig H. Gunnarsson, Rannveig Jónsdóttir, Þórður Óskarsson, Ragnar Jóhann Jónsson, Anna María Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR LILJU ÞÓRARINSDÓTTUR, Grund, Reyhólahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Barmahlíðar, Reykhólum fyrir góða umönnun og hlýju. Unnsteinn Hjálmar Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Hekla Karen, Tindur Ólafur, Ketill Ingi og Kristján Steinn. Ferjan hefur festar losað, farþegi er einn um borð, mér er ljúft af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag. Óskar Jóhann Björnsson ✝ Óskar JóhannBjörnsson fæddist í Reykjavík 11. september 1955. Hann lést á heimili sínu 5. apríl 2013. Óskar Jóhann var jarðsunginn frá Selfosskirkju 19. apríl 2013. Þakkir fyrir þúsund hlátra þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Símtal að morgni 5. apríl: Ég er með erfiða frétt. Hann Óskar hennar Siggu varð bráðkvaddur í nótt. Enn eitt ótíma- bæra dauðsfallið á góðum vini. Hugsa til elsku Siggu. Mik- ið er hægt að leggja á fólk. Tæp fjögur ár síðan hún missti son sinn hann Hjalta. Ég kynntist Óskari fyrir níu árum og er ég búin að eiga margar góðar og eft- irminnilegar stundir með þeim Siggu: Heima, ferðalögum á „Dodda“ og á Kanarí. Það var ekki lognmollan í kringum Óskar, hress, kátur og orðaforðinn mikill og sögurnar skemmtilegar. Hann ávarpaði mig alltaf: Sæl Gunna frænka! Var ég nú ekki alveg sátt við þetta í fyrstu en svo varð þetta hluti af samskiptum okkar. Þetta sýnir hvað honum þótti vænt um mig og var það gagn- kvæmt. Þegar ég kynntist Auð- uni mínum fannst Óskari nú ekki verra að hann væri úr Keflavík. Rifjuðu þeir oft upp prakkara- strikin úr æsku á „Berginu“. Nú eru skemmtilegu orðatiltækin hljóðnuð og ekkert spreð framar. Í minningu Óskars eigum við eft- ir að rifja upp margt sem var brallað og sagt og eigum eftir að brosa að því. Nú er Óskar farinn, fór snöggt, alveg í hans anda, ekkert hangs og slór. Söknuður- inn er sár. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur.) Kæri vinur, takk fyrir allar góðu stundirnar. Elsku Sigga og börn, dætur Óskars og fjölskyld- ur, systkini og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk. Þínir vinir, Guðrún (Gunna frænka) og Auðunn. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd- ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.