Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 1
 Stofnað 1913  97. tölublað  101. árgangur  L A U G A R D A G U R 2 7. A P R Í L 2 0 1 3 SIGRUÐU Í SAMKEPPNI Í ÞÝSKALANDI ALLTAF Á LEIÐINNI HEIM STÁLIÐ HEFUR BETUR Á MÓTI SPÁNVERJUM SUNNUDAGUR ÞÝSKUR IÐNAÐUR 30LANGUR BORÐI 54 Á 10 ára tímabili eru um 500 íslensk heimili blessuð vegna þess að íbúar telja sig upplifa óþægileg og óút- skýranleg atvik heima fyrir. Má þar nefna einkennileg hljóð, tilfinningu fyrir nærveru einhvers sem ekki sést og jafnvel hreyfingu húsgagna. Svokölluð húsblessun er hluti af þjónustu presta og er veitt við ýmiss konar hefðbundin tækifæri en er þess utan veitt um einu sinni í viku þegar fólki finnst einhvers konar óværa sækja að heimili sínu. Þeir 90 prestar sem Sunnudags- blað Morgunblaðsins hafði samband við voru á einu máli um að það væri ekki þeirra að dæma og langflestir höfðu þá reynslu að eftir einfalda bænastund heima fyrir liði fólki bet- ur. Prestar segja að mjög oft sé alls ekki hægt að finna neitt í sálarlífi eða aðstæðum fólks sem geti orðið til þess að það upplifi ógnir í vöku, sof- andi og oft milli svefns og vöku. Óttaslegnir íbúar leita blessunar Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Þetta er svosem ekkert einsdæmi – en þetta er með meira móti þessi síðari ár,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um snjóalög á norðanverðu landinu. Mikill snjór er víða á Norðurlandi þessi dægr- in og fátt sem bendir til þess að hann taki upp á næstu dögum miðað við veðurspá. Bændur á svæðinu hafa allvíða þurft að gefa búfé sínu hey síðan í október þannig að hey- leysi blasir víða við. Þótt húspláss sé víða rúmt gætu margir lent í vandræðum ef ekki verður hægt að setja lambfé út í byrjun maí og enn meiri vandræðum með hey ef gefa þarf fénu langt fram í maí. „Fram til síðustu mánaðamóta þurfti maður að fara nokkurn veginn aftur til 1999 og kannski aftur til 1995. Það var mjög slæmt og mjög mikill snjór þá og miklu víðar um landið en núna. Hins vegar hafa á síðustu árum kom- ið mjög leiðinleg hret á vorin – en það hefur þá verið betra áður,“ segir Trausti og bætir við að á sunnanverðu landinu muni hann vart eftir minni sköflum en voru fyrir um tíu dögum og nýfallinn snjóinn taki fljótt upp sunnantil. „Það er annað um norðanvert landið og þá eru norðanverðir Vestfirðir undir líka. Það hefur verið töluverður snjór þar og eins aust- an Skagafjarðar,“ segir hann. Það má segja að gæðunum sé misskipt á milli svæða á Norðurlandi því í Eyjafjarð- arsveit er lítill snjór og frost að verða farið úr jörðu á meðan snjórinn í Skíðadal inn af Svarfaðardal er frá einum og upp í þrjá metra í túnum og upp undir fimm metra við hús. Í Aðaldal er mikill snjór og óvíst að hægt verði að bíða eftir snjóleysi áður en lambfé er sett út. »20 Svipaður snjór og var árið 1995  Mikill snjór víða um norðanvert landið  Bændur gætu lent í vandræðum með húspláss á sauðburði  Heyleysi blasir við á nokkrum bæjum  Fátt bendir til að snjó fari að taka upp miðað við veðurspána Ljósmynd/Jón Þórarinsson Snjór Bændur í Skíðadal og víðar norðantil búa við mikinn snjó nú í upphafi sauðburðar. Kosningabaráttunni er nú lokið og ganga lands- menn að kjörborðinu í dag til þess að velja þá flokka sem þeir treysta til að stjórna landinu næstu fjögur árin. Framsóknarflokkurinn mæld- ist lengi vel stærstur í skoðanakönnunum en síð- ustu rúmu vikuna hafa komið fram vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn með naumt forskot. Allt stefnir í afhroð hjá stjórn- arflokkunum en fylgi Vinstri grænna hefur þó þokast upp á við á lokasprettinum. Útlit er fyrir að veður geri kjósendum erfitt fyrir sums staðar en Vegagerðin hvetur kjós- endur á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi til að kjósa með fyrra fallinu þar sem óvíst sé með færð og veður seint í kvöld. Á Vestfjörðum hefur umdæmiskjörstjórn verið skipuð til þess að telja atkvæði ef ófært verður frá Vestfjörðum til Borgarness þar sem atkvæði fyrir Norðvest- urkjördæmi eru annars talin. Á myndinni má sjá fulltrúa kjörstjórnar sækja kjörkassa með síðustu utankjörfundaratkvæð- unum í Laugardalshöll seint í gærkvöldi. Rúm- lega þrjátíu þúsund manns hafa þegar greitt at- kvæði með þeim hætti. »2, 4, 6, 24 og 30. Morgunblaðið/Kristinn Landsmenn ganga að kjörborðinu Kosið til Alþingis í 21. skipti frá stofnun lýðveldisins í dag  Kjósendur á Vestfjörðum og fyrir norðan og austan hvattir til að kjósa snemma vegna veðurs  Mikill fjöldi hefur greitt atkvæði utan kjörfundar  Talsverð hætta er á að hagvöxtur á árinu verði undir 1%. Þetta sýnir leiðandi hagvísir Analytica sem veit- ir sýn á hagþróun næstu sex til níu mánuði og er nú í fyrsta sinn birtur fyrir Ísland. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir að vísitalan styðji við vísbend- ingar á umliðnum mánuðum um að farið sé að draga verulega úr efna- hagsumsvifum – ekki síst einka- neyslu. Án fjölgunar ferðamanna myndi samdráttur blasa við. »26 Hagvöxtur verði undir 1% Yngvi Harðarson Spáð er vonskuveðri á sunnudag á Norður- og Austurlandi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Veðrið byrjar að ganga niður á sunnudagskvöld en hvasst verður áfram fyrir austan til þriðjudags. Talsvert frost verður á nóttunni um allt land í vikunni. Kaldast verður á Norðaust- urlandi aðfaranætur þriðjudags, miðviku- dags og fimmtudags og fer niður í 15 gráðu frost við Mývatn aðfaranótt mið- vikudags en algengt að frostið verði um 10 gráður. Um næstu helgi á að hlýna á ný með úrkomu, rigningu eða slyddu. Kuldi í kortunum VEÐURSPÁIN NÆSTU DAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.