Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 Nýlega birti Morgunblaðið ýmsar fróðlegar upplýsingar um menntun á Íslandi og í nágrannalöndunum. Það var þarft innlegg í umræðuna, því löngu er ljóst að góð menntun er einn af hornsteinum farsæls samfélags. Á sama tíma og þúsundir manna finna ekki vinnu við hæfi ná ýmis fyrirtæki ekki að vaxa og dafna vegna skorts á starfsfólki sem getur tekist á við verk- efni sem krefjast sérhæfðrar þekk- ingar og þjálfunar. Eðlilegt væri að stjórnmálaumræða fyrir kosningar snerist um menntun og hvernig hana mætti bæta fremur en um millifærslu á fé milli þjóð- félagshópa á umdeilanlegum forsendum eins og nú er raunin. Tölurnar sem Morgunblaðið birti 24. apríl segja að grunnskólinn á Íslandi sé töluvert dýrari en að meðaltali í OECD. Leikskólinn er miklu dýrari. Kostnaður við rekstur háskóla er hins vegar miklu lægri á Íslandi en víðast annars staðar. Skyldi grunnskólinn þá ekki vera framúrskarandi, en há- skólarnir slakir? Ekki virðist svo vera. Háskóli Íslands hefur verið á uppleið og er nú á lista yfir 300 bestu háskóla heimsins, en engum sög- um fer af því að íslensk grunnskólabörn skari fram úr. Þvert á móti, það fer mörgum sögum af himinháu brottfalli úr framhaldsskóla strax að lokinni 10 ára grunnskólamenntun. Hvað skyldi valda brottfallinu? Við stórum spurn- ingum verða svör gjarnan löng og flókin, en stundum þykir manni sem svörin blasi við, þótt fáir komi orð- um að þeim. Um nokkurra ára skeið hefur höfundur átt barn í skóla í Frakklandi. Í fyrstu bekkjum grunnskóla undu öll börnin þar glöð við að lesa og skrifa af kappi. Textarnir sem voru lagðir fyrir voru innihaldsríkir og reyndu á. Á sama tíma léku ís- lensku jafnaldrarnir sér við að teikna stafi og lesa yf- irmáta einfalda texta. Ef þau þá sáu sér það fært. Ef þau sáu sér það ekki fært, þá var það í góðu lagi. Munurinn þarna á milli var himinhrópandi hvað námið varðar. Ekki var áberandi mun- ur á gleði barnanna. Hvað bjóða svo stjórnmálamenn upp á til að færa okkur fram á við í þessu mikilvæga máli? Framsóknarflokk- urinn vill „auka fjölbreytni námsleiða til að mæta styrkleika námsmanna“. Samfylking vill „sporna við brottfalli með því að miða að því að allir nem- endur stundi nám við hæfi“. Hvað er verið að segja þarna? Er það annað en að ef nemandinn kann hvorki að lesa, skrifa né reikna eftir 10 ár í grunnskóla þá þurfi að finna honum eitthvað annað að gera? Getur verið að til sé farsælli leið og að hún felist í að nemandinn læri að lesa, skrifa og reikna á þessum 10 árum? Sjálfstæðisflokkurinn vill að fjárframlag hins op- inbera til náms fylgi nemanda á öllum skólastigum og val nemandans ráði hvort þetta framlag gangi til opinberra skóla eða fræðslustarfs á vegum einka- aðila. Það er ekki ný hugmynd, heldur aðferð sem reynd hefur verið í Svíþjóð í tvo áratugi með þeim ár- angri að allir vildu þá Lilju kveðið hafa. Þar kvarta menn ekki undan misrétti enda er skólum skylt að taka við nemendum foreldrum að kostnaðarlausu. Standi valið milli stefnu Sjálfstæðisflokks sem hef- ur virkað annars staðar og stefnu Framsókn- arflokksins og Samfylkingar er ákvörðunin ekki erf- ið. Ólíkar áherslur í menntamálum Eftir Sólrúnu Sverrisdóttur Sólrún Sverrisdóttir »Eðlilegt væri að stjórnmála- umræða fyrir kosningar sner- ist um menntun og hvernig hana mætti bæta fremur en um milli- færslu á fé milli þjóðfélagshópa á umdeilanlegum forsendum eins og nú er raunin. Höfundur er lögfræðingur. Landey ehf. er dótturfélag Arion banka og fer með eignarhald bankans á nýbyggingum og fasteignaþróunarverkefnum. Hátúni 2b | 105 Reykjavík | Sími 594 4200 | Fax 594 4201 | www.landey.is Austurbakki 2 Um er að ræða byggingarrétt að 15.500 m2 skrifstofu- og atvinnuhúsnæði við Austurbakka 2, Reykjavík. Reiturinn er merktur nr. 2 á meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrætti. Spennandi tækifæri á lifandi svæði. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins Hátúni 2b í síma 594 4210 eða 660 4210, netfang: landey@landey.is ÍS LE N SK A /S IA .I S/ L A E 63 95 4 04 /1 3 Landey býður til sölu eftirtalin lóðarréttindi: Kostnaðarhlutdeild sjúk- linga í almennum lyfjum hefur aukist mjög á þessu kjörtímabili. Hún var um 30% 2007 en er núna um 40%. Hinn 4. maí nk. verða miklar breytingar á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Markmiðin með breyting- unum eru góð en undirbún- ingurinn ónógur og tíma- setningin sætir furðu. Í hverju liggja mistökin?  Stærstu mistökin eru að taka ekki alla heilbrigðisþjónustuna undir eitt endur- greiðslukerfi. Það skiptir engu máli hvað kostnaðurinn heitir, hvort um er að ræða lyf eða aðra heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að sjúklingar séu varðir fyrir mjög háum kostnaði við heilbrigðisþjónustu og gildir þá einu hvort um einskiptiskostnað er að ræða eða uppsafnaðan kostnað. Með því að taka einn þátt út eins og hér er gert er ekki komið í veg fyrir að kostnaður sjúklinga verði hár.  Kynningin á kerfinu er ekki nægjanleg. Hvar er ráðherra heilbrigðismála? Af hverju er hann ekki til svara?  Greiðsluþátttökureglugerðin kemur mjög seint fram. Kom fyrir þremur vikum! Þeir aðilar sem eru í samskiptum við sjúklinga fá því mjög knappan tíma til að útskýra kerfið fyrir skjólstæðingum sínum.  Samskiptatæknin er ekki enn tilbúin. Það þýðir að Sjúkratryggingar og apótek lands- ins eru ekki tilbúin til að vinna eftir nýju kerfi og unnið er dag og nótt til að hægt sé að ræsa kerfið hinn 4. maí.  Ekki er tekið tillit til lyfjakostnaðar ein- staklinga fyrir gildistöku hins nýja greiðslu- þátttökukerfis. Eftir breyting- arnar geta sjúklingar þurft að greiða mjög háar upphæðir við fyrstu úttekt lyfja sinna, jafnvel svo nemi tugum þúsunda. Þetta er ávísun á að fólk hamstri lyf enda eru öll apótek landsins full af sjúklingum sem eru að sækja lyf sín fyrir breytingarnar.  Kerfið kemur ekki í veg fyrir að lyfjakostnaður geti orðið mjög hár hjá sjúklingum nema í tilviki lyfja sem SÍ greiðir í, sjúklingar munu áfram greiða fyrir öll þau lyf sem ekki hafa greiðsluþátttöku án nokk- urrar hjálpar frá ríkinu.  Það er ekki sjálfgefið að fólk fái svokallað þakskírteini þegar hámarksupphæðum í nýja kerfinu er náð. Sjúkratryggingar þurfa fyrst að samþykkja umsókn frá lækni um aukna greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga og eru í raun að yfirfara lyfjameðferð læknisins. Hvað gerist ef Sjúkratryggingar samþykkja ekki þakskírteini? Veit það einhver? Þessar kerfisbreytingar eru ekkert smá- mál. Þær eru stórmál fyrir þúsundir Íslend- inga sem nú standa frammi fyrir spurning- unni hvort þeir eigi laust fé til að leysa út lyfin sín. Það er sjálfsögð krafa að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands svari fyrir þessar breyt- ingar nú þegar. Getur þú borgað fyrir lyfin þín? Eftir Guðlaug Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórðarson » Aðalatriðið er að sjúk- lingar séu varðir fyrir mjög háum kostnaði við heil- brigðisþjónustu … Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.