Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Ég hef lengi hvatt nemendur mína til að skrifa dagbók oggjarnan læt ég þá senda mér glefsur úr dagbókinni einusinni í viku meðan námskeiðið varir. Ég mælist þágjarnan til þess að þeir skrifi eitthvað um tungumálið.
Nýlega sendi nemandi mér þetta: „Ég rakst á Benz-bíl um dag-
inn með skemmtilegu einkanúmeri. Ég áttaði mig ekki á því alveg
strax hver meiningin var, en númerið var svona: ÍÍÍÍÍÍ.“
Þarna fékk ég hugmyndina að fyrirsögn þessarar greinar. Jónas
Hallgrímsson sagði einmitt í kvæðinu Ásta að íslenskan væri
„mjúk“; hún „veitti yndi“ og hún væri „ástkær“. Já, hún er „bleik
og blá“ eins og Bláfjöllin síðla vetrar við sólarlag.
Aldrei þreytist ég á að hvetja nemendur til að lesa bækur. Og
nú reyni ég að fá alla sem ég þekki til að lesa verðlaunabókina
Illsku eftir Eirík Örn
Norðdahl. Það er eitthvað
töfrandi við stíl þessa
manns. Hinni litháísku (en
þó íslensku) Agnesi liggur
við sturlun þegar hún
reynir að fá Snorra litla til
að hætta að gráta:
„Öskrin í Snorra fylltu svefnherbergið svoleiðis að veggirnir
nötruðu og gólfið nötraði og húsið nötraði og andrúmsloftið sjálft
lék á reiðiskjálfi.
Agnes stillti sig. Hún safnaði saman hugsunum sínum í lítinn
skúta innst í höfði sér, lygndi aftur augunum og byrjaði enn á ný
á Maístjörnunni. Síðan söng hún Ciucia Liulia. Lokaði að sér og
hélt ró sinni, dró andann og ímyndaði sér að hún væri ann-
arsstaðar. Söng Vísur Vatnsenda-Rósu. Ímyndaði sér að hún lægi
ein í grasinu við bakka Nemunas og hlustaði á vindinn og vatnið.
Öskrin í Snorra runnu þannig rólega saman við nið heimsins,
hurfu ofan í eilíft bergmál upphafsins og þá gerðust undur og
stórmerki.
Agnes sofnaði“ (bls. 454-455).
Í vikunni fyrir alþingiskosningarnar voru gerðar margar skoð-
anakannanir og á ýmsu gekk um fylgið. Framsókn seig lítið eitt
og þá fór að fara um gömlu forystuna sem á að hafa sent frá sér
þetta skeyti:
Sigmundur Davíð dalar ögn
– en draumaprinsinn vinnur –
Við sitjum hér í þrúgandi þögn,
þínir Dóri og Finnur.
Stuttu síðar orti kunningi að norðan í orðastað gömlu foryst-
unnar:
Enn berst skeyti úr innsta hring,
enn má skála og þjóra.
Þegar allt er komið í kring
kyssir Finnur Dóra.
Ég las nýlega ágæta þýðingu á góðri sögu. En þýðandinn brýt-
ur á einum stað óskráða íslenska reglu: „Þegar hún kom heim eft-
ir athöfnina … sýndi mamma mér heiðurspeninginn.“ Hér stendur
fornafnið á undan nafnorðinu sem það vísar til. Gerum því þessa
breytingu: „Þegar mamma kom heim eftir athöfnina … sýndi hún
mér heiðurspeninginn.“
Í dagblaði stóð á dögunum að sú fræga Jennifer Aniston hefði
reynt að „bregða ástmanni sínum“ en það hefði reyndar ekki tek-
ist nógu vel. Af samhenginu mátti ráða að hún hefði viljað skjóta
honum skelk í bringu. Svona „bregðast“ blaðamenn stundum, eins
og aðrir.
Íslenskan er íííííí
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Þegar þetta er skrifað eftir hádegi sumardaginnfyrsta, tæpum tveimur sólarhringum áður enkjörstaðir verða opnaðir í þingkosningunumsem fram fara í dag, benda skoðanakannanir
eindregið til þess að umskipti verði á Alþingi og í stjórn-
arráðinu að kosningum loknum. Skoðanakönnun Fé-
lagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, sem birt var
hér í blaðinu sl. fimmtudagsmorgun er enn ein staðfest-
ing á því.
Eftir einhverjar pólitískar stimpingar fram í maímán-
uð taka því nýir herrar við í stjórnarráðinu innan tíðar.
Það er mikilvægt að þeir gangi hægt um gleðinnar dyr
og taki við nýjum völdum af hógværð og með auðmýkt.
Fjölmiðlar hafa síðustu áratugi hamast við að útnefna
þessa og hina „sigurvegara“ kosninga. Það verða engir
„sigurvegarar“ í þessum kosningum, bara fólk, konur og
karlar, sem taka að sér það erfiða verkefni að losa þjóð-
arskútuna af strandstað í margvíslegum skilningi og
sigla henni áfram í gegnum ólgusjó óvenjulega erfiðra
efnahagsaðstæðna bæði hér og annars staðar. Með því að
orða þetta á þennan veg er ekki verið að senda fráfarandi
ráðamönnum tóninn. Þeir tóku við þjóðarbúinu í rúst og
ekki við því að búast að hægt væri að
rétta það af á fjórum árum.
Hins vegar er hægt að gagnrýna
þá með rökum fyrir það að hafa ekki
gert minnstu tilraun til að sameina
þjóðina að baki sér í þessu erfiða
verkefni. Það liggur við að sumir
þeirra og þá ekki sízt fráfarandi for-
sætisráðherra, hafi lagt sig fram við
að auka á sundrungu í stað þess að
ýta undir samheldni. Þegar erfiðleikar steðja að í lífi
þjóða þurfa þær að standa saman. Sundruð fjölskylda
leysir engan vanda. Sundrað samfélag ekki heldur.
Það fyrsta, sem ný ríkisstjórn þarf að gera er að slá
nýjan tón gagnvart fólkinu í landinu og sýna með ein-
hverjum fyrstu aðgerðum strax á næstu vikum, að henni
sé full alvara með fyrirheitum um lausn á skuldavanda
heimilanna. Fráfarandi stjórnarflokkar virðast ekki hafa
gert sér grein fyrir hve djúpt sá vandi ristir. Ný rík-
isstjórn, hvernig sem hún verður samansett má ekki láta
það sama henda sig. Gleymi hún sér í ljóma valdanna fær
hún ráðningu að ári liðnu í sveitarstjórnarkosningum.
Næst í röðinni er að stöðva aðildarviðræðurnar við
Evrópusambandið. Fátt hefur átt jafnmikinn þátt í að
sundra þjóðinni á síðustu fjórum árum og auka á úlfúð,
sem nóg var fyrir í kjölfar hrunsins og sú skammsýna
ákvörðun að sækja um aðild að Evrópusambandinu með
nauman meirihluta Alþingis á bak við þá umsókn í stað
þess að leggja málið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. En
um leið er mikilvægt að það liggi ljóst fyrir að þjóðin
verði spurð, hvort hún vilji taka þær viðræður upp á ný.
Með því er í raun verið að leiðrétta þau afdrifariku mis-
tök núverandi stjórnarflokka að leggja spurninguna um
aðildarumsókn ekki undir þjóðaratkvæði haustið 2009.
Um niðurstöðu þjóðarinnar að lokinni slíkri atkvæða-
greiðslu getur enginn deilt.
En jafnframt er mikilvægt að ný ríkisstjórn horfi fram
á veg og gefi fólki von um betri tíð, þegar fram líða
stundir. Sú betri tíð kemur ekki strax. Það væri rangt að
telja fólki trú um að lífskjör bötnuðu á næstu misserum.
Svo er ekki. Staða ríkissjóðs er verri en af er látið og
mikilvægt að nýir húsbændur í stjórnarráðinu upplýsi
fólk sem fyrst um þann veruleika. Það er ekkert nýtt að
gerast í atvinnulífi þjóðarinnar, sem leggur grundvöll að
lífskjarabata í náinni framtíð. Þvert á móti er augljóst að
neikvæð þróun í efnahagsmálum helztu viðskiptalanda
okkar í Evrópu hefur neikvæð áhrif hér eins og m.a. má
sjá á lækkandi afurðaverði í útlöndum. Staðan á evru-
svæðinu og innan Evrópusambandsins er ekki að batna.
Helztu áhrifamenn þar á borð við kanslara Þýzkalands
og aðalbankastjóra þýzka seðlabankans tala um að það
taki áratug fyrir þessi ríki að
ná tökum á sínum vanda.
En þegar horft er til lengri
framtíðar blasa tækifærin við.
Það á ekki sízt um þann ávinn-
ing, sem við getum haft af
uppbyggingu norðurslóða og
mikilli uppbyggingu á Græn-
landi. Í báðum tilvikum er
augljóst að við eigum að geta
notið góðs af magvíslegri þjónustu við þá uppbyggingu.
Hún mun ekki sízt gagnast fólki á Norðurlandi, Vest-
fjörðum og Norðausturlandi. En við þurfum að halda vel
á hagsmunum okkar. Hvernig stendur á því að Ísland á
ekki fulltrúa á fundi, sem haldinn verður í Washington á
mánudaginn kemur um fiskveiðar á þeim hafsvæðum
fyrir norðan okkur, sem verða aðgengileg með bráðnun
hafíssins? Þar verða fulltrúar Bandaríkjanna, Kanada,
Noregs, Danmerkur og Rússlands en ekki við. Hvað
veldur?
Sala raforku um sæstreng til Evrópu er áhugavert
tækifæri þótt skiptar skoðanir séu um hvort hún geti
skilað okkur einhverjum raunverulegum tekjum. Slíkir
sæstrengir verða lagðir á næstu árum frá Noregi til
Bretlandseyja og meginlands Evrópu. Þennan mögu-
leika þarf að ræða enn frekar á opinberum vettvangi.
Olían er auðvitað sýnd veiði en ekki gefin en ekki hægt
að útiloka neitt í þeim efnum.
Tækifærin eru mörg og fáránlegt af 320 þúsund
manna þjóð að ætla með aðild að Evrópusambandinu að
veita 500 milljónum manna hlutdeild í þeim.
Ný ríkisstjórn þarf að marka skýra stefnu um nýtingu
þessara tækifæra og hvernig þeim verður fylgt eftir.
Svo mundi það ekki skaða að nýir landsfeður skæru
niður tildrið og hégómaskapinn í yfirstjórn lýðveldisins.
Það hefur ekki minnkað undir vinstristjórn.
Nýir valdhafar eiga að
ganga hægt um gleðinnar dyr
Ný ríkisstjórn þarf að sýna á
fyrstu vikunum að henni sé
full alvara með lausn á
skuldavanda heimilanna
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Margt getur skemmtilegt gerstí kosningabaráttu. Magnús
Óskarsson, sem lengi var borg-
arlögmaður, sagði sögu af ónefnd-
um frambjóðanda, sem reytti af sér
brandara á kjósendafundi. Einn
fundargesturinn var andstæðingur
hans og kallaði fram í: „Það nægir
ekki að segja hér brandara. Það
geta allir gert!“ Ræðumaður svar-
aði að bragði: „Segðu þá einn!“ Þá
varð fundargesturinn orðlaus. Sag-
an mun komin frá Danmörku, og
ræðumaðurinn var Klaus Berntsen
úr Vinstri flokknum.
Sigurður Grímsson var ungur
lögfræðingur, sem fá átti í framboð
fyrir Alþýðuflokkinn 1923. Hann
fór til gamalreynds áróðursmanns
flokksins, Ólafs Friðrikssonar,
kvaðst vera óvanur ræðuhöldum og
spurði, hvernig hann skyldi bregð-
ast við frammíköllum á fundum.
Ólafur svaraði: „Blessaður vertu,
það er enginn vandi. Þú hefur það
bara eins og ég einu sinni á fundi.
Það byrjaði einhver að kalla fram í.
Ég hvessti þá á manninn augun og
hrópaði á móti: Þú varst ekki svona
borubrattur forðum, þegar þú grést
úti í Viðey! Maðurinn snarþagnaði
og varð jafnvel skömmustulegur á
svipinn. Ég er viss um, að hann
hefur aldrei komið út í Viðey.“
Einn flokksbróðir þeirra Sig-
urðar Grímssonar og Ólafs Frið-
rikssonar, rithöfundurinn Guð-
mundur G. Hagalín, kunni líka
ísmeygilegar áróðursbrellur. Lengi
fram eftir 20. öld skiptist Alþingi í
efri og neðri deild, og réð tilviljun,
í hvora þeirra þingmenn settust.
En Hagalín gerði sér fyrir kosning-
arnar 1933 ferð til aldraðra hjóna á
Ísafirði, sem ætíð höfðu kosið sjálf-
stæðismanninn Jón Auðun Jónsson
(föður Auðar Auðuns). Eftir að
Hagalín hafði lokið úr kaffiboll-
anum, leit hann á hjónin og sagði
alvörugefinn: „Það er ljótt með
hann Jón ykkar Auðun. Hann er
búinn að vera tíu ár á þingi fyrir
ykkar tilstilli og er enn ekki kom-
inn upp í efri deild!“ Þetta fannst
hjónunum lök frammistaða og kusu
þann frambjóðanda, sem Hagalín
mælti með.
Ári síðar voru aftur kosningar á
Íslandi. Þá flutti kommúnistaleið-
toginn Brynjólfur Bjarnason inn-
blásna ræðu á kjósendafundi á Ísa-
firði um, hvernig hér yrði
fyrirmyndarríki og gósenland eftir
valdatöku kommúnista. Þegar
Brynjólfur lauk ræðu sinni, gall við
í Hagalín: „Hallelúja!“ Allur sal-
urinn hló. Fundargestir sögðu
Hagalín, að þetta hefði verið stysta
og skýrasta kosningaræða, sem
þeir hefðu heyrt.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Sögur úr kosningum
Heimsþekktar gæðavörur
sem allir þekkja
Heildsöludreifing: ACT ehf,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla
á Íslandi