Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fáir samtíma dægurtónlist-armenn eiga jafn skraut-legan feril að baki ograpplistamaðurinn Snoop Dogg, upphaflega Snoop Doggy Dogg (og þannig kynntumst við hon- um flest, í gegnum hina ótrúlegu Doggystyle sem út kom 1993). Þær eru fáar rappplöturnar sem ég hef hlustað jafn mikið á; rennslið í henni er fullkomið og G-fönk Dr. Dre og vesturstrandarrappið flæddi sem aldrei fyrr um útvarpsbylgjur heimsins. Snoop hefur í raun réttri aldrei náð að toppa þessa tímamóta- plötu en stórstjarna varð hann í kjöl- farið. Smákrimmi Og ferill hans, eins og segir, er ótrúlegur. Um og eftir Doggystyle Alveg ljón- harður … Endurfæddur Snoop Dogg, nú Snoop Lion, varð heillaður af menningu Jamaíka eins og sjá má. Ekki eru allir rastafarar ánægðir með það. var hann t.a.m. með morðákæru á herðunum enda smákrimmi að upp- lagi og hefur hann gert mikið úr þeim þætti í gegnum tónlist sína. Ár- ið 2000 stóð hann að gerð klám- myndar og starfaði um hríð sem melludólgur samhliða tónlistarferli. Engu að síður er hann giftur æsku- ástinni og á með henni þrjú börn. Einn sonur hans er íþróttamaður mikill og Snoop hefur réttindi sem fótboltaþjálfari (í fótbolta af amer- íska taginu). Hinn reykir gras af miklum móð að sögn föðurins sem jafnhattar sjálfur um 30 vefjur dag- lega (5-10 ef hann þarf að sinna mik- ilvægum erindum hins vegar). Ég gæti haldið áfram endalaust á þessum nótum. Snoop hefur áru í kringum sig, ekki ólíka þeirri sem hangir yfir Homer Simpson. Algjör vitleysingur og jólasveinn, samt með ráð undir rifi hverju og þannig gerð- ur að það er ekki hægt annað en dást að honum og þykja vænt um hann. Femínistinn Julie Bindel hefur meira að segja sagt opinberlega frá því að þrátt fyrir allt það sem Snoop stendur fyrir þá dýrki hún hann. Maðurinn er gangandi þversögn. Alltaf rastafari En nóg um það, við erum hingað komin til að rýna aðeins í nýjasta út- spil Snoop sem er í fullkomnu sam- ræmi við munstur það sem ég hef verið að rekja hér að ofan. Hann kall- ar sig nú Snoop Lion og segist vera búinn að taka upp rastafari-trú þeirra Jamaíkubúa. Þetta hvolfdist yfir hann eftir heimsókn þangað á síðasta ári. Hvort það sé vegna hins reykmettaða heila hans eður ei þá segist hann og vera Bob Marley end- urholdgaður og hafa þær yfirlýsingar ekki beint hitt í mark hjá regg- ísamfélaginu og hefur Bunny Wailer t.a.m., ein af goðsögnum stefnunnar, gagnrýnt Snoop opinberlega fyrir þetta. Synir Marley eru aftur á móti mun slakari gagnvart þessu öllu sam- an og hafa veitt Snoop blessun sína. Plata fylgir þessu standi öllu líka, kom hún út í vikunni og kallast Reincarnated en ekki hvað. Kvik- mynd með sama heiti kom líka út síð- asta haust og var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto. Nú streymir ekkert nema ást frá Snoop, dóttir hans syngur t.a.m. með honum í laginu „No Guns Allowed“. Snoop Lion segist ætla að gera tónlist fyrir alla fjölskylduna, hann sé enda kom- inn á þann aldur að ofbeldisdýrkun og slíkt sem stundum hefur fylgt tón- list hans sé bara ekkert sniðugt leng- ur. „Mér finnst ég alltaf hafa verið rastafari,“ hefur hann látið hafa eftir sér. „Rapp er ekki að gera neitt fyrir mig lengur. Reggíið kallaði … það er sem ferskur andblær.“ »Ég gæti haldiðáfram endalaust á þessum nótum. Snoop hefur áru í kringum sig, ekki ólíka þeirri sem hangir yfir Homer Simpson.  Rapparinn silkimjúki Snopp Dogg heitir nú Snoop Lion  Tók upp rastafari-trú og segist end- urholdgaður … sem Bob Marley! Aðalsteinn Stef- ánsson, Hjörtur Hjartarson og Þór- oddur Bjarnason opna sýningu á inn- setningum og mál- verki í Stúdíó Stafni, Ingólfsstræti 6, í dag kl. 15. Listamenn- irnir sýndu saman strax eftir að þeir út- skrifuðust úr fjöl- tæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1996 og endurtaka nú leikinn með sýningu sinni í Stúdíó Stafni. Verk Aðalsteins á sýningunni er innsetning sem unnin er út frá lög- málum leikmyndahönnunar þar sem leikið er með rýmið. Verk Hjartar á sýningunni eru málverkin Blátt 1, 2, 3, 4 og 5 en þau eru unnin undir áhrif- um vatnslitaverka Turners frá Feneyjum og Faxaflóanum. Verk Þórodds á sýningunni heitir Ísland skuldar 1.016 milljarða. Klöppum fyrir Íslandi. Endurfundir listamanna í Stúdíó Stafni Þremenningar Þóroddur Bjarnason, Aðalsteinn Stef- ánsson og Hjörtur Hjartarson sýna í Stúdíó Stafni. Stórkostleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna 14 -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is MISSIÐ EKKI AF FYNDNUSTU OG BESTU MYNDINNI Í SERÍUNNI ÍSL TAL KEMUR FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ROBERT DOWNEY JR. BEN KINGSLEY GWYNETH PALTROW GUY PEARCE FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS! Stór og yfirdrifinn teiknimyndahasar af betri gerðinni. T.V. - Bíóvefurinn  VJV Svarthöfði Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU - T.K. kvikmyndir.is H.V.A -Fréttablaðið LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L 12 12 12 IRON MAN 3 3D Sýnd kl. 2-5:20 -8 -10:10 -10:40 LATIBÆR - BÍÓUPPLIFUN Sýnd kl. 2 - 4 - 6 OBLIVION Sýnd kl. 5:30 - 8 SCARY MOVIE 5 Sýnd kl. 10:30 THE CROODS 3D Sýnd kl. 2 G.I. JOE 2 RETALIATION 3D Sýnd kl. 8 Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi -Empire -Hollywood Reporter FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ HALLE BERRY Í AÐALHLUTVERKI SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS - T.K., KVIKMYNDIR.IS - H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK. MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! - H.S.S., MBL FALSKUR FUGL KL. 6 14 / SCARY MOVIE 5 KL. 8 14 OBLIVION KL. 10 12 / THE CALL KL. 8 - 10 16 LATIBÆR KL. 2 (TILB) - 4 - 6 L THE CROODS 3D KL. 4 / FLÓTTINN FRÁ 3D KL. 2 (TILB) PASSION KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.45 - 8 - 10.15 16 THE CALL KL. 8 - 10.10 16 / OBLIVION KL. 9 12 LATIBÆR KL. 4 (TILBOÐ) - 6 / KAPRINGEN KL. 5.45 FALSKUR FUGL KL. 4 - 6 - 8 - 10 14 THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.20 (TILBOÐ) L THE CALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 THE CALL LÚXUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 LATIBÆR KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L FALSKUR FUGL KL. 6 - 8 14 SCARY MOVIE KL. 6 - 8 - 10 14 OBLIVION KL. 8 - 10.40 12 OBLIVION LÚXUS KL. 1 12 G.I JOE RETALATION 3D KL. 10 12 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 1 (TILB.) - 3.10 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 1 (TILB.) - 3.10 L FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 1 (TILB.) - 3.40 L -H.S., MBL G.H.J., RÚV -H.V.A., FBL “FÍNASTI FUGL”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.