Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 Kveðja Fjölmenni mætti fyrir utan stjórnarráðið í gær og kvaddi Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra með rósum og hlýjum þökkum, en hún stígur senn af sviði stjórnmálanna. Golli Næsta ríkisstjórn þarf að nýta það einstaka tækifæri sem felst í uppgjöri gömlu bankanna og afnámi gjaldeyrishafta til að rétta hlut skuldsettra heimila. Sem betur fer hafa flestir fallist á að þetta sé bæði framkvæm- anlegt og nauðsynlegt. Nú snýst umræðan um það hvort réttlæt- anlegt sé að nota hluta þessa svigrúms til að rétta hlut ís- lenskra heimila, sem fram að þessu hafa borið þungann af efnahagshruninu, verðtryggt. Sanngjarnt og eðlilegt Þessar ráðstafanir eru nauðsynlegar og eðlileg niðurstaða. Flestir þeirra sem lánuðu bönkunum hafa þegar tekið á sig tapið. En nú er verið að innheimta mikið af því sem hafði verið afskrifað, m.a. í krafti neyðarlag- anna og í skjóli gjaldeyrishafta. Það var því alltaf ljóst að þeim ávinningi yrði að skipta samhliða afnámi haftanna. Það er löngu tímabært að koma til móts við það fólk sem átti eigið fé í eignum sínum, þá sem höguðu sér skynsamlega, þá sem hafa unnið baki brotnu við að standa í skilum og skorið niður í öllum öðrum útgjöldum. Nú þegar kemur að því að gera upp þrotabúin er hægt að bæta það tjón sem leiddi af bankahruninu og aðdraganda þess, rétt eins og eignir þrotabúanna voru notaðar til að bæta tjón sem annars hefði orðið á innistæðum og peningamarkaðssjóðum. Það er sanngjarnt og rökrétt. Fyrir hverja? Það mun þurfa að meta hvert tilvik fyrir sig en það verður að gerast eftir almennum reglum. Í raun verður að nálgast þetta á sama hátt og ef forsendubresturinn hefði reynst ólögmætur. Réttlæti gagnvart þeim sem skulda gagnast samfélaginu öllu, þar með talið lífeyrissjóðunum og ríkinu. Ef heimilin eru of skuldsett kemst hagkerfið ekki í gang og á því tapa allir. Þetta leysir ekki vanda allra. Margir munu þurfa sértæk úrræði, bæta þarf stöðu leigjenda og fjölmargir sem hafa mátt þola óeðlilegar skerðingar, t.d. eldri borgarar og öryrkjar, þurfa að fá bót sinna mála. Almennar aðgerðir til að leysa skuldavandann munu gera samfélagið betur í stakk búið til að skapa verðmætin sem við þurfum á að halda til að standa undir velferð fyrir alla. Afnám verðtryggingar Samhliða þessum aðgerðum þarf að koma á heilbrigðara fjármálakerfi þar sem lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn fara að virka neyt- endum í hag. Verðtryggð lán fela raunveru- legan kostnað með því að fresta vaxta- greiðslum. Verðtryggingin tekur líka úr sambandi helsta vopn stjórnvalda í barátt- unni við verðbólgu, stýrivexti Seðlabankans. Afnám verðtryggingar af neytendalánum snýst um að koma á heilbrigðara fjár- málakerfi og styrkja stöðu neytenda. Auk þess þarf að styrkja samningsstöðu neyt- enda og verja þá fyrir vaxtahækkunum með innleiðingu lyklalaga. Þetta er einfalt Ef stjórnvöld taka rökréttar ákvarðanir, skapa stöðugleika, jákvæða hvata í stað nei- kvæðra hvata og fjárlög eru unnin með hlið- sjón af heildarákvörðunum og lang- tímaáhrifum, munu Íslendingar fljótt upplifa mikla breytingu til batnaðar. Ísland býr yfir nægum auðlindum, framleiðslugetu og þekk- ingu til að allir geti notið velferðar. Til þess þarf bara skynsemi við stjórn landsins. Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson » Það er löngu tímabært að koma til móts við það fólk sem átti eigið fé í eign- um sínum, þá sem höguðu sér skynsamlega, þá sem hafa unnið baki brotnu við að standa í skilum og skorið niður í öllum öðrum út- gjöldum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Þetta er leiðin Vinnumarkaðsrannsóknir Hagstofu Íslands leiða í ljós að þrátt fyrir að skráð atvinnu- leysi í landinu hafi að sönnu minnkað nokkuð á und- anförnum misserum stafar það ekki nema að litlu leyti af fjölgun starfa. Fólki, sem telst utan vinnumarkaðar af ýmsum ástæðum, fjölgar enn, fjöldi fólks sem lengi hefur verið á atvinnuleysisbótum hefur fallið út úr kerfinu og þurft að leita á náðir félagsþjónustu sveitarfélaga. Enn leitar fólk atvinnu og betri kjara í öðrum löndum og íslenskir námsmenn erlendis fresta heimkomu sinni þar sem tækifærin hér skortir. Nýútgefin greinargerð Hagstofunnar um stöðu vinnumarkaðar í mars gefur vissulega til kynna að störfum hafi fjölgað nokkuð milli ára. Fjöldi fólks á bilinu 16 til 74 ára, sem er viðmiðunaraldurinn í þessum rann- sóknum, hefur hins vegar aukist líka þannig að hlutfall starfandi einstaklinga af heild- arfjöldanum hefur aukist mun minna en höfðatölufjöldi starfandi einstaklinga. Aukn- ingin er þar að auki svo lítil að hún er langt innan skekkjumarka. Af þessu hljótum við að draga þá ályktun að ef við ætlum að ná raunverulegum ár- angri við að ná niður atvinnuleysinu, skapa störf fyrir þá sem árlega koma nýir inn á vinnumarkaðinn og auka möguleika Íslend- inga erlendis á að snúa aftur heim þurfi grundvallarbreytingu á stjórnarstefnunni. Þær áherslur og stefnumörkun, sem ráðið hefur ríkjum hjá núverandi ríkisstjórn og meiri hluta þingmanna, dugar engan veginn til að endurheimta þá góðu stöðu á vinnumarkaði sem Ís- lendingar hafa löngum getað státað af. Sjálfstæðisflokkurinn leggur á það þunga áherslu að búa verði atvinnulífinu þau skilyrði að það nái að vaxa og dafna. Aukinn kraftur í hagkerfinu er forsenda árangurs. Fjölgun starfa hjá hinu opinbera er ekki lausnin og þótt einstakar op- inberar framkvæmdir geti hjálpað til tímabundið er þar ekki að finna varanlegan grundvöll hagvaxtar í landinu. Íslensk fyr- irtæki, stór og smá, verða að fá svigrúm til að blómstra. Hvetja verður til aukinnar fjár- festingar, útflutnings og verðmætasköp- unar. Annað er ávísun á stöðnun. Nú þegar við göngum til kosninga þurfum við að spyrja hvernig við viljum sjá þessi mikilvægu mál þróast á næstu fjórum árum. Sættum við okkur við óbreytt ástand eða viljum við umskipti? Hvað atvinnumálin varðar er lykilspurningin sú hvort við viljum ná niður atvinnuleysi með raunverulegri fjölgun starfa eða hvort við treystum bara á að ástandið lagist af sjálfu sér. Eftir Birgi Ármannsson » Spurningin er sú hvort við viljum ná niður atvinnu- leysi með raunverulegri fjölg- un starfa eða hvort við treyst- um á að ástandið lagist af sjálfu sér. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fjölgun starfa er forgangsmál Í dag er kosið um framtíðina. Í dag höfum við tækifæri til að kjósa lægri skatta, betri lífskjör og aukin lífsgæði. Það ræðst í dag hvert við stefnum sem þjóð og hvernig við komum þeim til bjargar sem höll- um fæti standa. Í dag hafa Íslend- ingar tækifæri til að skapa fólki ný tækifæri og nýja möguleika. Þess vegna er mikilvægt að kjósendur nýti kosningarétt sinn, hinn mik- ilvæga rétt sinn til að hafa áhrif á stjórn landsins og stefnu. Á þessu kjörtímabili hefur orðið æ ljósara að lykilorðin í rekstri þjóðfélagsins eiga að vera raunsæi, frelsi og stöðugleiki. Þessi lyk- ilgildi eru samofin og án þeirra verður ekki ágengt í þeirri sókn sem þjóðinni er lífs- nauðsynleg. Saman höfum við í dag tækifæri til að tryggja Íslendingum betri lífskjör. Raunhæfar aðgerðir Grundvallarmarkmið stefnu Sjálfstæðis- flokksins í þessum kosningum er að auka ráðstöf- unartekjur heimilanna og bæta lífskjör fólks. Í því felst jafnframt að við verðum að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu í landinu, að hlúð sé að öldruðum og öryrkjum og að menntun verði samkeppnishæf við það sem best gerist. Jafnframt verður næsta ríkisstjórn að leysa vanda heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raun- hæfar tillögur um það hvernig hægt sé að lækka skuldir heimilanna strax, umbylta húsnæðislána- markaðnum og gera ungu fólki auðveldara að eignast fyrstu fasteignina. Fái Sjálfstæðis- flokkurinn til þess fylgi mun áhrifa þessara aðgerða gæta fljótt og heimilin og íbúar landsins finna að það verður auðveldara að ná endum saman. Lægri skattar eru hagsmunamál allra. Við munum beita okkur fyrir því að þeir verði í samræmi við ís- lenskan veruleika. Með því gerum við heimilunum kleift að ná endum saman og löðum fram fjárfestingu í atvinnulífinu. Samhliða þessu þarf að koma hér á stöðugleika, stöðva hallarekstur ríkisins og tryggja vöxt til framtíðar. Tækifæri til að breyta Í dag erum við bjartsýn. Nú höfum við tæki- færi til að snúa blaðinu við. Í dag munum við velja nýja ríkisstjórn sem hefur bjarta framtíð- arsýn, ríkisstjórn sem mun stuðla að því að þjóð- in haldi áfram á þeirri framfarabraut sem fyrri kynslóðir hafa rutt. Ríkisstjórn sem mun finna kröftum þjóðarinnar farveg og búa í haginn fyrir afkomendur okkar. Það er framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif á framtíðina Eftir Bjarna Benediktsson Bjarni Benediktsson » Fái Sjálfstæðisflokkurinn til þess fylgi mun áhrifa þess- ara aðgerða gæta fljótt og heimilin og íbúar landsins finna að það verður auðveldara að ná endum saman. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.