Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Leiðtogi Churchill var mikill leiðtogi.
● Winston Churchill, fyrrverandi for-
sætisráðherra Breta, mun prýða nýjan
fimm punda seðil sem gefinn verður út
árið 2016. Hann er fyrsti stjórn-
málamaðurinn sem uppi hefur verið á
nútíma til að fá andlit sitt á seðil.
Bankastjóri Englandsbanka, Mervyn
King, segir að peningaseðlarnir heiðri líf
og starf mikilfenglegra Breta. „Winston
Churchill var svo sannarlega mikill leið-
togi.“ King segir að þar fyrir utan sé
Churchill hetja hins frjálsa heims.
Winston Churchill á
fimm punda seðil
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Það er talsverð hætta á því að hag-
vöxtur á þessu ári verði minni en
1%. Þrátt fyrir að vísbendingar séu
uppi um að umsvif í íslenska hag-
kerfinu muni aukast næstkomandi
haust þá eru engu að síður líkur á
því að hagvöxturinn verði afar
dræmur.
Þetta segir Yngvi Harðarson,
hagfræðingur og framkvæmdastjóri
Analytica, en fyrirtækið hefur birt
svonefndan leiðandi hagvísi (e.
composite leading indicator) sem á
að veita skýra sýn á efnahagshorfur
að sex mánuðum liðnum og vara
tímanlega við umskiptum í efna-
hagsumsvifum. Þetta er í fyrsta sinn
sem vísitalan er birt en ekki er vitað
til þess að sams konar vísitala hafi
áður verið gerð fyrir Ísland.
Trúverðugt tæki til að spá
Yngvi segir að slíkur hagvísir sé
mjög trúverðugt tæki til að spá um
hagvaxtarþróun til næstu 6-9 mán-
aða. Ljóst sé að hann styðji sterk-
lega við þær vísbendingar sem
greinendur hafa séð á umliðnum
mánuðum um að það sé farið að
draga verulega úr umsvifum í efna-
hagslífinu – ekki síst í einkaneyslu
almennings. Debetkortavelta
minnkaði til að mynda talsvert í
marsmánuði og telur Greining Ís-
landsbanka því líklegt að einka-
neyslan hafi dregist saman um 1-2%
á fyrsta fjórðungi ársins borið sam-
an við árið 2012.
Leiðandi hagvísir Analytica, sem
er óháð ráðgjafafyrirtæki á sviði
fjármála, er samsettur úr sex undir-
þáttum af mismunandi toga. Um er
að ræða aflamagn, debetkortaveltu,
ferðamannafjölda, heimsvísitölu
hlutabréfa, innflutning og væntinga-
vísitölu Gallup. Helmingur þessara
þátta fer nú lækkandi en hinn helm-
ingurinn hækkandi. Mikil fjölgun
erlendra ferðamanna er það sem
ræður úrslitum um skánandi horfur
með haustinu en næstu mánuði eru
það minni umsvif í verslun og sam-
dráttur í aflamagni sem eru ráðandi.
„Ljósið í myrkrinu er hinn mikli
straumur erlendra ferðamanna til
landsins,“ útskýrir Yngvi, en spár
gera ráð fyrir því að ferðamönnum
muni fjölga um 10-15% á þessu ári
frá árinu 2012. „Það er einfaldlega
þannig að ef þessi aukning væri ekki
að eiga sér stað þá værum við klár-
lega að horfa fram á samdrátt í efna-
hagslífinu.“
Hætta á enn frekari lækkun
Reynist mat Analytica rétt um
horfur í íslenska hagkerfinu þá
verður hagvöxtur ársins umtalsvert
minni en nýjustu spár Seðlabankans
(2,1%) og Hagstofunnar (1,9%) gera
ráð fyrir. Á síðustu misserum hafa
hagvaxtarspár ítrekað verið færðar
niður sökum versnandi efnahags-
horfa. Yngvi telur að það sé hætta á
því – ef tekið sé mið af hinum leið-
andi hagvísi – að það þurfi að endur-
skoða þær spár enn frekar til lækk-
unar. Hann bendir hins vegar á að
stjórnvöld geti hugsanlega gripið í
taumana og reynt að sporna við
slæmum efnahagshorfum. „Það er
einn tilgangur útreikninga á slíkum
vísitölum að veita stjórnvöldum vís-
bendingar þannig að þau geti brugð-
ist við.“
Hætt við að vöxtur verði undir 1%
Leiðandi hagvísir Analytica gefur til kynna að hagvöxtur verði talsvert minni en spár Seðlabankans
og Hagstofunnar gera ráð fyrir Ef ekki væri fyrir fjölgun ferðamanna væru horfur um samdrátt
Ekki að vænta mikils hagvaxtar á árinu
Leiðandi hagvísir Analytica og verg landsframleiðsla (frávik frá leitni)
108
106
104
102
100
98
96
94
92
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
11
20
12
20
13
20
10
Myndin sýnir að reynslan er sú að leiðandi hagvísir er um 6mánuðum á undan þróun landsframleiðslu. Þetta er
augljóst í kjölfar toppsins í júlí 2007 en viðsnúningur í landsframleiðslu varð ekki fyrr en í árslok 2007. Einnig er
þetta mjög skýrt í nóvember 2009 en botn landsframleiðslu varð síðan í maí 2010.
Leiðandi hagvísir
VLF
● Spænska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir
áframhaldandi samdrætti upp á 1,3% á
þessu ári, en að hagvöxtur verði 0,5%
á næsta ári.
Í nýrri efnahagsspá sem birt var í
gær er gert ráð fyrir að atvinnuleysi
verði 26,7% á næsta ári og 25% árið
2015. Atvinnuleysi mældist 27,2% á
fyrsta fjórðungi þessa árs.
Þá er búist við að fjárlagahalli þessa
árs verði 6,3 prósent af vergri lands-
framleiðslu og fari ekki niður fyrir 3%,
sem er markmið Evrópusambandsins,
fyrr en 2016.
Enn samdráttur á Spáni
● Klakki ehf. er áfram stærsti eigandi VÍS en listi yfir stærstu eigendurna var
birtur á vef Kauphallarinnar í gær. Klakki er eignarhaldsfélag í eigu íslenskra
og erlendra fjármálastofnana og lífeyrissjóða.
Klakki á 31% hlutafjár, Hagamelur ehf. sem er í eigu þeirra Árna Haukssonar
og Hallbjörns Karlssonar, á 9,9% hlut og ARIO Hedge á 8,1%. Þá koma Lands-
bankinn hf. 3,4%, Lífeyrissjóður verslunarmanna 3%, Straumur fjárfesting-
arbanki hf. 2,8%, Arion banki hf. 2,2%. Tíu stærstu fara með 66% hlutafjár.
Klakki ehf. áfram stærsti eigandi VÍS
● Alls bárust um 7 þúsund áskriftir
að heildarandvirði 357 milljarðar
króna í almennu hlutafjárútboði í
Tryggingamiðstöðinni hf. sem lauk í
fyrradag. Í útboðinu buðu Stoðir
28,7% hlut í TM til sölu á verðbilinu
17,75 – 20,10 krónur á hlut og hefur
stjórn Stoða ákveðið útboðsgengið í
efstu mörkum, 20,10 krónur á hlut.
Söluandvirðið nemur 4,4 milljörðum
króna á útboðsgengi. Enginn hlut-
hafa TM mun eiga yfir 10% eign-
arhlut.
Í áskriftarhluta útboðsins, þar sem
tekið var við áskriftum frá 100.000
krónum til 49.999.999 króna, bárust
áskriftir fyrir 22 milljarða króna. Í
ljósi mikillar þátttöku hefur há-
marksfjárhæð útboðsins verið ákveð-
in 452.250 krónur. Áskriftir upp að
þeirri fjárhæð verða ekki skertar.
Umfram eftirspurn í TM
STUTTAR FRÉTTIR
!"# $% " &'( )* '$*
++,-..
+/0-/1
++2-,2
30-4.
+.-.42
+5-52,
+34-/1
+-+/24
+51-//
+13-0,
++5-35
+/+-3.
++2-./
30-21
+.-..4
+5-5./
+32-3
+-+/5/
+5,-2
+13-2.
305-,./,
++5-11
+/+-54
++1-43
30-1+
30-013
+5-/1
+32-11
+-+.+4
+5,-.3
+13-.3
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Helsti styrkur leiðandi hagvísis er
að hann getur gefið til kynna að
framundan séu mjög snörp um-
skipti. „Það hefði verið gott að
vera með slíkan hagvísi árið
2007,“ segir Yngvi.
Hugmyndin að baki vísitölu
Analytica er sú að framleiðsla hef-
ur aðdraganda. Leiðandi hagvísir
er reiknaður á grundvelli þátta
sem mælast í upphafi fram-
leiðsluferilsins og veita vísbend-
ingar um eftirspurn eftir vörum og
þjónustu. Svo unnt sé að auka
landsframleiðslu þarf til að mynda
að afla aðfanga og stofna til fjár-
festinga.
Vísitölur leiðandi hagvísa hafa
verið reiknaðar fyrir helstu iðnríki
um áratugaskeið. Hérlendis hefur
hins vegar skort nauðsynlegar
upplýsingar til að útbúa slíka vísi-
tölu. Að sögn Yngva þá gerðu
breytingar í aðferðafræði OECD í
mars 2012 það að verkum að nú er
unnt að nota upplýsingar um
landsframleiðslu til að hanna leið-
andi hagvísi á mánaðargrunni.
Hefði komið að gagni 2007
LEIÐANDI HAGVÍSAR REIKNAÐIR FYRIR HELSTU RÍKI Í ÁRATUGI
Norska hugbúnaðarfyrirtækið
Opera Software hefur undirritað
nýjan samning við Advania vegna
umsvifa fyrirtækisins í gagnaveri
Advania í Hafnarfirði.
Samningurinn felur í sér liðlega
60% aukningu á umsvifum Opera
Software í gagnaverinu Advania
Thor, sem þjónar meðal annars 300
milljónum notenda Opera Mini-
vafrans í tölvum, snjallsímum, sjón-
vörpum og öðrum nettengdum
tækjum, segir í tilkynningu.
Í gagnamagni er internetumferð
viðskiptavina Opera Software í
gagnaverinu Advania Thor áþekk
allri annarri internetumferð á Ís-
landi. Með þessum nýja samningi
eykst þessi umferð til mikilla muna.
Opera Software var stofnað árið
1994 og var fyrirtækið einn af
fyrstu viðskiptavinum gagnavers-
ins Advania Thor þegar það var
tekið í notkun árið 2010.
Opera stóreykur viðskiptin við Advania