Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 Það eru margir búnir að spyrja mig að þessu,“ svarar Jó-hanna Valdís Torfadóttir, spurð að því hvernig henni hug-nist að eiga stórafmæli á kjördag. „Mér finnst það eiginlega bara fínt,“ heldur hún áfram. „Eru þá ekki allir í djammgírnum?“ Jóhanna er þrítug í dag og ætlar að bjóða í kjötsúpupartý í til- efni dagsins, í samvinnu við nágrannakonuna, sem verður þrítug á mánudag. Það á enn eftir að ákveða hvort kveikt verður á kosn- ingasjónvarpinu, segir hún. Jóhanna á tvær dætur, starfar öllu jöfnu sem gjaldkeri hjá Landsbankanum í Leifsstöð en ekur rútum og trukkum í frístund- unum, þegar tækifæri gefst. Hún ætlar að giftast unnustanum, Böðvari Inga, í júlí. „Við trúlofuðum okkur í desember og ákváðum svo að við vildum bara kýla á þetta fyrr en seinna,“ segir hún. Brúðkaupið verði miðlungs-stórt. „Ég vildi bara fara til sýslu- mannsins en hann vildi dúfurnar og hestvagninn,“ segir hún og hlær. Málamiðlunin var brúðkaup í Digraneskirkju og veisla í Kópa- vogi. Jóhanna segist ekki hafa haft ákveðnar hugmyndir um veisl- una nema að allir skemmtu sér. „Það eina sem við viljum er að fólk komi og skemmti sér með okkur. Þetta á ekki að vera formlegt; at- höfnin verður í kirkju en hún verður bara með skemmtilegu yf- irbragði og þetta á bara að vera skemmtun,“ segir hún. holmfridur@mbl.is Jóhanna Valdís Torfadóttir er þrítug í dag Brúðkaup Jóhanna og Böðvar Ingi trúlofuðu sig í desember sl. „Hann vildi dúfurn- ar og hestvagninn“ B aldvin fæddist í Reykjavík 27.4. 1943 og ólst þar upp. Að loknu námi við ungl- ingaskóla stundaði hann nám í Englandi og Danmörku um skeið, lauk prófum frá Sam- vinnuskólanum að Bifröst 1982, stundaði háskólanám við Humboldt State University 1982-83, lauk stúdentsprófi frá framhaldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavík 1984 og stundaði nám við lagadeild HÍ 1984-85. Baldvin var við verslunarstörf hjá SÍS 1960-62, var deildarstjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga og síðar verslunarstjóri þar 1964-66. Hann var sölustjóri bókaútgáfu 1966-68 og verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga 1968-80 og síðan sölu- maður hjá ýmsum fyrirtækjum. Baldvin hefur starfrækt eigið innflutningsfyrirtæki í Hafnarfirði frá 1987, Heildverslun B.E. Al- bertssonar sf., ásamt konu sinni, Elnu Þórarinsdóttur. Hann hefur jafnframt verið vaktmaður á Hrafnistu í Reykjavík frá 2006. Baldvin æfði og keppti í knatt- spyrnu með öllum yngri flokkum Vals, sat um skeið í stjórn knatt- spyrnufélagsins Hauka og starfaði í Landssambandi íslenskra sam- vinnustarfsmanna. Hann hefur verið félagsmaður í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar frá 1973, var formaður klúbbsins 1987- 88 og 1997-98 og hefur gegnt flest- Baldvin Elías Aalen Albertsson heildsali - 70 ára Brú hins gullna hliðs Baldvin og Elna við Golden Gate brúna í San Francisco á ferðalagi um Kaliforníu árið 2008. Sölumaður af guðs náð Notarleg stund Baldvin afi og sonardóttir hans, Hrafnhildur Birta, skrafa saman í eldhúskróknum. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Guðmundur Kári fæddist 10. júlí. Hann vó 3.340 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Helga Guðmundsdóttir og Yngvi Páll Gunnlaugsson. Eyrarbakki Emily Thora fæddist 29. desember. Hún vó 4.100 g og var 56 cm löng. Foreldar hennar eru Rakel Ýr Gunnlaugsdóttir og Ryan Christopher Maskell. Nýir borgarar Bæjarlind 16 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 Hönnun: Jahn Aamodt Stóll kr. 267.500 Stóll + skemill kr. 334.900 Tímalaus skandinavísk hönnun þar sem hreinar línur, gæði og þægindi haldast í hendur. Stillanlegt bak og hnakkapúði sem tryggja hámarks þægindi. Fáanlegur í hnotu, eik eða svartbæsaður. Frábært úrval af leðri og áklæðum í boði. TIMEOUT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.