Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Það eru margir búnir að spyrja mig að þessu,“ svarar Jó-hanna Valdís Torfadóttir, spurð að því hvernig henni hug-nist að eiga stórafmæli á kjördag. „Mér finnst það eiginlega
bara fínt,“ heldur hún áfram. „Eru þá ekki allir í djammgírnum?“
Jóhanna er þrítug í dag og ætlar að bjóða í kjötsúpupartý í til-
efni dagsins, í samvinnu við nágrannakonuna, sem verður þrítug á
mánudag. Það á enn eftir að ákveða hvort kveikt verður á kosn-
ingasjónvarpinu, segir hún.
Jóhanna á tvær dætur, starfar öllu jöfnu sem gjaldkeri hjá
Landsbankanum í Leifsstöð en ekur rútum og trukkum í frístund-
unum, þegar tækifæri gefst. Hún ætlar að giftast unnustanum,
Böðvari Inga, í júlí. „Við trúlofuðum okkur í desember og
ákváðum svo að við vildum bara kýla á þetta fyrr en seinna,“ segir
hún. Brúðkaupið verði miðlungs-stórt. „Ég vildi bara fara til sýslu-
mannsins en hann vildi dúfurnar og hestvagninn,“ segir hún og
hlær.
Málamiðlunin var brúðkaup í Digraneskirkju og veisla í Kópa-
vogi. Jóhanna segist ekki hafa haft ákveðnar hugmyndir um veisl-
una nema að allir skemmtu sér. „Það eina sem við viljum er að fólk
komi og skemmti sér með okkur. Þetta á ekki að vera formlegt; at-
höfnin verður í kirkju en hún verður bara með skemmtilegu yf-
irbragði og þetta á bara að vera skemmtun,“ segir hún.
holmfridur@mbl.is
Jóhanna Valdís Torfadóttir er þrítug í dag
Brúðkaup Jóhanna og Böðvar Ingi trúlofuðu sig í desember sl.
„Hann vildi dúfurn-
ar og hestvagninn“
B
aldvin fæddist í
Reykjavík 27.4. 1943
og ólst þar upp. Að
loknu námi við ungl-
ingaskóla stundaði
hann nám í Englandi og Danmörku
um skeið, lauk prófum frá Sam-
vinnuskólanum að Bifröst 1982,
stundaði háskólanám við Humboldt
State University 1982-83, lauk
stúdentsprófi frá framhaldsdeild
Samvinnuskólans í Reykjavík 1984
og stundaði nám við lagadeild HÍ
1984-85.
Baldvin var við verslunarstörf
hjá SÍS 1960-62, var deildarstjóri
hjá Kaupfélagi Árnesinga og síðar
verslunarstjóri þar 1964-66. Hann
var sölustjóri bókaútgáfu 1966-68
og verslunarstjóri hjá Kaupfélagi
Hafnfirðinga 1968-80 og síðan sölu-
maður hjá ýmsum fyrirtækjum.
Baldvin hefur starfrækt eigið
innflutningsfyrirtæki í Hafnarfirði
frá 1987, Heildverslun B.E. Al-
bertssonar sf., ásamt konu sinni,
Elnu Þórarinsdóttur. Hann hefur
jafnframt verið vaktmaður á
Hrafnistu í Reykjavík frá 2006.
Baldvin æfði og keppti í knatt-
spyrnu með öllum yngri flokkum
Vals, sat um skeið í stjórn knatt-
spyrnufélagsins Hauka og starfaði
í Landssambandi íslenskra sam-
vinnustarfsmanna.
Hann hefur verið félagsmaður í
Lionsklúbbi Hafnarfjarðar frá
1973, var formaður klúbbsins 1987-
88 og 1997-98 og hefur gegnt flest-
Baldvin Elías Aalen Albertsson heildsali - 70 ára
Brú hins gullna hliðs Baldvin og Elna við Golden Gate brúna í San Francisco á ferðalagi um Kaliforníu árið 2008.
Sölumaður af guðs náð
Notarleg stund Baldvin afi og sonardóttir hans, Hrafnhildur Birta, skrafa
saman í eldhúskróknum.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Hafnarfjörður Guðmundur Kári
fæddist 10. júlí. Hann vó 3.340 g og
var 50 cm langur. Foreldrar hans eru
Guðrún Helga Guðmundsdóttir og
Yngvi Páll Gunnlaugsson.
Eyrarbakki Emily Thora fæddist 29.
desember. Hún vó 4.100 g og var 56
cm löng. Foreldar hennar eru Rakel Ýr
Gunnlaugsdóttir og Ryan Christopher
Maskell.
Nýir borgarar
Bæjarlind 16 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is
Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16
Hönnun: Jahn Aamodt
Stóll kr. 267.500
Stóll + skemill kr. 334.900
Tímalaus skandinavísk hönnun þar sem hreinar línur, gæði og þægindi haldast í hendur. Stillanlegt bak og
hnakkapúði sem tryggja hámarks þægindi. Fáanlegur í hnotu, eik eða svartbæsaður. Frábært úrval af leðri
og áklæðum í boði.
TIMEOUT