Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 Ný stjórn VR hélt sinn fyrsta stjórn- arfund á miðvikudag- inn síðastliðinn. Mörg verkefni bíða hinnar fjölmennu stjórnar, ekki síst kjarasamn- ingagerðin sem von- andi tekst að ljúka fyrir lok nóv- embermánaðar. Um leið og stjórnin tók til starfa biðu vandasöm verkefni, m.a. tilnefning fjögurra fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna til næstu þriggja ára. Mikilvægt er að vanda það val, enda heldur sjóðurinn utan um réttindi 140.000 einstaklinga og nema eignir sjóðsins í dag rúmum 400 þúsund milljónum króna. Tvennskonar afglöp Því miður virðist stjórn félags- ins hafa gert tvenn mjög alvarleg mistök við tilnefningu sína. Ann- ars vegar gekk hún að kröfu ný- kjörins formanns þess efnis að fyrrverandi þingmaður Samfylk- ingarinnar yrði valinn stjórn- arformaður og hins vegar var til- lagan ekki borin undir og rædd í Trúnaðarráði félagsins en það er brot á lögum þess. Engin ástæða er til að fara nánar út í fyrra at- riðið, svo augljós eru hin pólitísku fingraför. Þó ber þess að geta að forsvarsmenn Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna hafa reynt í lengstu lög á síðustu árum að halda stjórnmálastéttinni utan við þá hagsmuni sem sjóðnum er ætlað að verja. Hitt atriðið er ekki síður alvarlegt og reynist mér nauð- ugur einn sá kostur að rekja það mál nokkru frekar. 14. greinin brotin Þegar núverandi formaður VR bauð sig fram til embættisins, lagði hún mikla áherslu á að virkja Trúnaðarráð félagsins enn frekar. Ráðið er samsett af 18 stjórnar- og vara- stjórnarmönnum, 82 einstakling- um sem kjörnir eru listakosningu og 6 einstaklingum sem skipa stjórnir deilda félagsins á Austur- landi og í Vestmannaeyjum. Taldi hún að leita þyrfti meira í „gras- rótina“ og kalla eftir viðhorfi fé- lagsmanna þegar meiriháttar ákvarðanir væru teknar á vett- vangi félagsins. Nú ber svo við að Trúnaðarráð félagsins hefur tilteknum skyldum að gegna lögum samkvæmt og á síðustu tveimur árum hefur það í æ meira mæli verið kallað til við ákvarðanatöku. Helstu dæmin um það tengjast endurskoðun núver- andi kjarasamnings félagsins en hún hefur tvívegis farið fram, í janúar 2012 og 2013. Í 14. grein félagsins, sem fjallar um ráðið, segir: „Í félaginu skal starfa trún- aðarráð sem skal vera stjórn fé- lagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins s.s. við gerð kjarasamninga og meiriháttar framkvæmda á vegum félagsins.“ Ljóst er að tilnefning í stjórn líf- eyrissjóðsins er ein sú veigamesta ákvörðun sem stjórnin tekur á hverjum tíma og því er ljóst að hún fellur undir 14. greinina og Trúnaðarráðið hefði alltaf átt að vera til umsagnar um hana. Í fyrri tíð, þegar tilnefning til stjórnar Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna hefur verið ákvörðuð, hafa formenn VR gengið mun lengra í þeirri viðleitni að kalla eftir viðhorfi félagsmanna til ákvörðunarinnar. Tilnefningin var ætíð tekin til umræðu og af- greiðslu á svokölluðum nýársfundi sem haldinn var með stjórn, Trún- aðarráði og trúnaðarmönnum en fundarsetu á þeim fundum höfðu allt að 300 manns. Nú þykir for- manni félagsins tilhlýðilegt að ganga frá málinu á lokuðum fundi fimmtán stjórnarmanna og þriggja varamanna. Af því tilefni er ekki laust við að manni verði hugsað til Jónasar og orða hans: „Nú er hún Snorrabúð stekkur.“ Lög stéttarfélagsins VR brotin? Eftir Stefán Einar Stefánsson »Nú þykir formanni félagsins tilhlýðilegt að ganga frá málinu á lokuðum fundi fimmtán stjórnarmanna og þriggja varamanna. Stefán Einar Stefánsson Höfundur er fyrrv. formaður VR. Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist Glæsilegt úrval af skartgripaefni Stærsta föndurverslun landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.