Morgunblaðið - 27.04.2013, Page 35

Morgunblaðið - 27.04.2013, Page 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 Ný stjórn VR hélt sinn fyrsta stjórn- arfund á miðvikudag- inn síðastliðinn. Mörg verkefni bíða hinnar fjölmennu stjórnar, ekki síst kjarasamn- ingagerðin sem von- andi tekst að ljúka fyrir lok nóv- embermánaðar. Um leið og stjórnin tók til starfa biðu vandasöm verkefni, m.a. tilnefning fjögurra fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna til næstu þriggja ára. Mikilvægt er að vanda það val, enda heldur sjóðurinn utan um réttindi 140.000 einstaklinga og nema eignir sjóðsins í dag rúmum 400 þúsund milljónum króna. Tvennskonar afglöp Því miður virðist stjórn félags- ins hafa gert tvenn mjög alvarleg mistök við tilnefningu sína. Ann- ars vegar gekk hún að kröfu ný- kjörins formanns þess efnis að fyrrverandi þingmaður Samfylk- ingarinnar yrði valinn stjórn- arformaður og hins vegar var til- lagan ekki borin undir og rædd í Trúnaðarráði félagsins en það er brot á lögum þess. Engin ástæða er til að fara nánar út í fyrra at- riðið, svo augljós eru hin pólitísku fingraför. Þó ber þess að geta að forsvarsmenn Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna hafa reynt í lengstu lög á síðustu árum að halda stjórnmálastéttinni utan við þá hagsmuni sem sjóðnum er ætlað að verja. Hitt atriðið er ekki síður alvarlegt og reynist mér nauð- ugur einn sá kostur að rekja það mál nokkru frekar. 14. greinin brotin Þegar núverandi formaður VR bauð sig fram til embættisins, lagði hún mikla áherslu á að virkja Trúnaðarráð félagsins enn frekar. Ráðið er samsett af 18 stjórnar- og vara- stjórnarmönnum, 82 einstakling- um sem kjörnir eru listakosningu og 6 einstaklingum sem skipa stjórnir deilda félagsins á Austur- landi og í Vestmannaeyjum. Taldi hún að leita þyrfti meira í „gras- rótina“ og kalla eftir viðhorfi fé- lagsmanna þegar meiriháttar ákvarðanir væru teknar á vett- vangi félagsins. Nú ber svo við að Trúnaðarráð félagsins hefur tilteknum skyldum að gegna lögum samkvæmt og á síðustu tveimur árum hefur það í æ meira mæli verið kallað til við ákvarðanatöku. Helstu dæmin um það tengjast endurskoðun núver- andi kjarasamnings félagsins en hún hefur tvívegis farið fram, í janúar 2012 og 2013. Í 14. grein félagsins, sem fjallar um ráðið, segir: „Í félaginu skal starfa trún- aðarráð sem skal vera stjórn fé- lagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins s.s. við gerð kjarasamninga og meiriháttar framkvæmda á vegum félagsins.“ Ljóst er að tilnefning í stjórn líf- eyrissjóðsins er ein sú veigamesta ákvörðun sem stjórnin tekur á hverjum tíma og því er ljóst að hún fellur undir 14. greinina og Trúnaðarráðið hefði alltaf átt að vera til umsagnar um hana. Í fyrri tíð, þegar tilnefning til stjórnar Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna hefur verið ákvörðuð, hafa formenn VR gengið mun lengra í þeirri viðleitni að kalla eftir viðhorfi félagsmanna til ákvörðunarinnar. Tilnefningin var ætíð tekin til umræðu og af- greiðslu á svokölluðum nýársfundi sem haldinn var með stjórn, Trún- aðarráði og trúnaðarmönnum en fundarsetu á þeim fundum höfðu allt að 300 manns. Nú þykir for- manni félagsins tilhlýðilegt að ganga frá málinu á lokuðum fundi fimmtán stjórnarmanna og þriggja varamanna. Af því tilefni er ekki laust við að manni verði hugsað til Jónasar og orða hans: „Nú er hún Snorrabúð stekkur.“ Lög stéttarfélagsins VR brotin? Eftir Stefán Einar Stefánsson »Nú þykir formanni félagsins tilhlýðilegt að ganga frá málinu á lokuðum fundi fimmtán stjórnarmanna og þriggja varamanna. Stefán Einar Stefánsson Höfundur er fyrrv. formaður VR. Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist Glæsilegt úrval af skartgripaefni Stærsta föndurverslun landsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.