Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Nei, það var engin vörn leikin. Ég
sótti eins og ég gat á þeim hestum
sem ég var með,“ segir Ísólfur Lín-
dal Þórisson, reiðkennari, tamn-
ingamaður og hrossabóndi á Lækja-
móti í Víðidal. Hann hafði forystu frá
upphafi í Meistaradeild Norður-
lands, KS-deildinni, og varð sig-
urvegari þegar upp var staðið eftir
síðasta mótið sem fram fór á mið-
vikudagskvöld.
Ísólfur sigraði í tveim fyrstu mót-
um deildarinnar og var í 2.-3. sæti í
þriðja mótinu. Hann var því með
góða forystu fyrir seinni hluta mót-
araðarinnar. Forskotið var 5,5 stig
fyrir síðasta mótið en þar var keppt í
tveimur greinum. Varð hann í
fimmta sæti í slaktaumatölti á Gull-
toppi frá Þjóðólfshaga og í fjórða
sæti í skeiði á Korða frá Kanastöð-
um. Helsti keppinautur hans, Bjarni
Jónasson, var fyrir ofan hann í báð-
um greinum en það dugði ekki til að
breyta röðinni. Bjarni varði í öðru
sæti í deildinni og Þórarinn Ey-
mundsson í því þriðja.
„Ég fór í öll mótin til að vinna þau.
Reyni alltaf að gera mitt besta og sé
svo til með hvort það dugi,“ segir Ís-
ólfur um síðustu keppnina. Hann
kveðst ánægður með árangurinn í
skeiði, þar hafi verið hörkukeppni og
litlu munað á efstu hestum. Hins
vegar finnst honum að einkunnin
fyrir síðasta atriðið í slaktaumatölt-
inu hafi verið fulllág. „Við því er ekk-
ert að segja. Þetta er annað árið sem
við erum með slaktaumatölt hér fyr-
ir norðan og það hafa orðið miklar
framfarir, bæði hjá hestum og knöp-
um, og keppnin hörð.“
Ísólfur hætti að mestu kennslu við
hestafræðideild Háskólans á Hólum
fyrir þremur árum og gerðist
hrossabóndi á heimabæ sínum,
Lækjamóti, ásamt því að sinna reið-
kennslu og þjálfun erlendis. „Það er
mikilvægt að kynnast fólki og ná í
viðskiptasambönd vegna sölu á
hrossum. Það er einnig mikilvægt
vegna markaðssetningar á íslenska
hestinum að reiðkennarar fari út til
að kenna fólki að ríða almennilega.“
Efnilegir hestar
„Nei, ég ætla að ferðast innan-
lands í sumar,“ segir Ísólfur þegar
hann er spurður hvort hann stefni að
úrtöku fyrir HM í Berlín, eins og
margir knapar. Segist hann vera
með efnilega hesta til að fara með á
Íslandsmót í sumar, meðal annars
Sólbjart frá Flekkudal og Kristófer
frá Hjaltastaðahvammi, en á þeim
vann hann tvö mót Meistaradeildar
Norðurlands í vetur.
Sótti eins og ég gat á hestunum
Ísólfur Líndal Þórisson sigraði í Meistaradeild Norðurlands Leiddi allan tímann en spenna skap-
aðist á lokamótinu Segir mikilvægt að Íslendingar kenni erlendis og sinni viðskiptavinum
Keppni Ísólfur Líndal Þórisson og Freyðir frá Leysingjastöðum II á Lands-
móti hestamanna í Víðidal. Þeir komust á pall í töltkeppni KS-deildarinnar.
KS-deildin
» Hekla Katharína Krist-
insdóttir og Vaki frá Hólum
sigruðu í slaktaumatölti á loka-
mótinu. Hekla varð í 7. sæti
eftir forkeppnina en vann B-
úrslitin og síðan einnig A-
úrslitin.
» Þórarinn Eymundsson og
Bragur frá Bjarnastöðum voru
fljótastir í skeiðinu.
Lögreglunni á Suðurnesjum var
síðasta vetrardag tilkynnt að heit-
um potti hefði verið stolið, en hann
hafði verið við sumarbústað.
Um er að ræða fjögurra til sex
manna pott af gerðinni Softub
T-220. Nýr kostar einn slíkur milli
sjö og átta hundruð þúsund krónur,
en þessi var aðeins kominn til ára
sinna. Eigandi sumarbústaðarins
varð að sögn lögreglunnar var við
að heiti potturinn væri horfinn þeg-
ar hann var að huga að sumarhúsi
sínu. Ljóst er að tvo hefur þurft til
að fjarlægja pottinn, svo stór sem
hann er.
Lögreglan rannsakar málið, seg-
ir í frétt á mbl.is.
Höfðu með sér heitan pott
Spennandi saga frá
Færey jum um riddara,
álfastelpur, grimman
björn, háfleygan örn
og DREKA
GEIS
LAD
ISKU
R
MEÐ
TÓN
LIST
OG U
PPLE
STR
I
Á SÖ
GUN
NI
FYLG
IR
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
Kosningakaffi
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík býður öllum sjálfstæðismönnum í kaffi og spjall
í kosningamiðstöðvum flokksins á kjördag. Skemmtun fyrir börnin, blöðrukallinn
mætir. Opið verður í kosningamiðstöðvunum kl. 9.00 – 22.00.
Á kosningakvöldi verður kosningavaka
Sjálfstæðisflokksins haldin á Hilton
Reykjavik Nordica við Suðurlandsbraut.
DJ Gullfoss & Geysir eru gleðigjafar kvöldsins.
Húsið opnar kl. 21:30.
Allir sjálfstæðismenn eru hvattir til að mæta.
Skeifan - Skeifan 7
Eyfi tekur lagið kl. 16.00
Mjódd - Álfabakki 14a
Eyfi tekur lagið kl. 14.15
Árbær - Hraunbær 102b
Eyfi tekur lagið kl. 13.00
Miðbær -NaustiðVesturgötu
Eyfi tekur lagið kl. 15.00
Grafarvogur - Hverafold 1-3
Eyfi tekur lagið kl. 13.35
Valhöll
Vöfflukaffi kl. 14 – 16
Kosningavaka
Upplýsingar um akstur:
Valhöll: 515 1700 - Árbær: 853 8370
Breiðholt: 853 8375 - Skeifan: 853 8373
Grafarvogur: 868 6783 - Naustið: 853 8371