Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Vísindamenn segja að brýnt sé að
gera ráðstafanir til að fjarlægja
gamla gervihnetti og aðra stóra hluti
úr geimnum til að afstýra árekstrum
sem gætu orðið til þess að stórt belti
umhverfis jörðina yrði stórhættu-
legur staður fyrir gervihnetti og
geimflaugar eftir nokkra áratugi.
Þetta kom fram á ráðstefnu sem
haldin var á vegum Geimrann-
sóknastofnunar Evrópu (ESA) í
Darmstadt í Þýskalandi í vikunni.
Vísindamenn áætla að í gervi-
hnattabeltinu umhverfis jörðina séu
um það bil 23.000 hlutir stærri en 10
sentimetrar að þvermáli. Nokkrir
þeirra eru heilir gervihnettir eða
gamlar eldflaugar, en margir þeirra
eru aðeins brot úr flaugum eða
gervihnöttum sem skotið hefur verið
út í geiminn. Hægt er að fylgjast
með stóru hlutunum með ratsjám en
í geimnum eru einnig hundruð þús-
unda smærri hluta sem greinast
ekki, þ.e. hluta sem eru einn til tíu
sentimetrar að þvermáli.
Heildarfjöldi þessara hluta í
geimnum hefur þrefaldast frá árinu
1978, að því er fréttaveitan AFP hef-
ur eftir Heiner Klinkrad, yfirmanni
þeirrar deildar Geimferðastofnunar
Evrópu sem fylgist með geimrusl-
inu.
Hætta á keðjuverkun árekstra
Meðalhraði hlutanna á braut um
jörðu er um 25.000 km/klst og vegna
hreyfiorkunnar geta jafnvel litlir
hlutir eyðilagt gervihnetti og gert
gat á Alþjóðageimstöðina (ISS) sem
er á braut um jörðu.
Geimruslið kemur frá eldflaugum,
sem verða eftir í geimnum, og gervi-
hnöttum, sem hafa bilað eða verið
teknir úr notkun frá því að Sovét-
menn settu fyrsta geimfarið á braut
um jörðu árið 1957. Árekstrar geta
orðið milli þessara stóru hluta, þann-
ig að þeir splundrast og hlutunum
fjölgar, með þeim afleiðingum að
keðjuverkun myndast og árekstr-
unum fjölgar sífellt.
Til að mynda varð árekstur milli
gamallar rússneskrar eldflaugar og
bandarísks gervihnattar árið 2009
með þeim afleiðingum 1.500 hlutir
dreifðust um geiminn. Öðrum gervi-
hnöttum stafar enn hætta af þessum
hlutum.
Vandamálið versnaði einnig árið
2007 þegar Kínverjar beittu nýju
vopni til að skjóta niður gamlan
veðurhnött.
Talið er að líkurnar á árekstrum
25-faldist á næstu áratugum, að öllu
óbreyttu.
Hyggst fjarlægja átta
tonna gervihnött
Yfir 350 vísindamenn frá Evrópu,
Norður-Ameríku og Asíu tóku þátt í
ráðstefnunni um geimruslið. Lagt
var til að stefnt yrði að því að fjar-
lægja um 5-10 stóra hluti af braut
um jörðu á hverju ári. Til að mynda
hefur verið lagt til að jónabyssur
verði notaðar til að breyta braut
stóru hlutanna, eins og sjá má á
skýringarmyndinni.
Meðal annars er líklegt að reynt
verði að fjarlægja tvo gervihnetti
ESA, ERS-1 og Envisat, sem svífa
stjórnlaust á braut um jörðu vegna
bilana. Lögð verður áhersla á að
fjarlægja Envisat-hnöttinn vegna
þess að hann er stærri, eða rúm átta
tonn. Talið er að til þess þurfi að
skjóta á loft um það bil tveggja
tonna geimfari, að því er fréttavefur
BBC hefur eftir Heiner Klinkrad.
Reynt að afstýra árekstrum
Hugsanlegar lausnir þegar fram líða stundir
Ekki er hægt að hafa stjórn á geimruslinu. Þess vegna þarf að gera ráðstafanir til að breyta braut gervihnatta
sem eru enn í lagi. Geimferðastofnun Evrópu gerir slíkar ráðstafanir um þrisvar sinnum á ári til að afstýra árekstrum
Lagðar hafa verið fram tillögur um aðgerðir til að hægja á stórum hlutum á sporbraut um jörðu, eða breyta braut
þeirra þannig að þeir fari nær jörðu og brenni að lokum upp í lofthjúpi jarðar
Heimild: Geimferðastofnun Evrópu
Geimrusl
Frá því að geimferðirnar hófust fyrir meira en fimm áratugum hefur mikið magn af geimrusli
safnast fyrir á hættulegu belti umhverfis jörðina
Um það bil 23.000
hlutir eru stærri
en 10 cm að þvermáli
Í geimnum eru
hundruð þúsunda
annarra hluta sem
teljast til geimrusls
Meðalhraði hvers hlutar
er 25.000 km/klst
Árekstrar milli stóru hlutanna
verða til þess að fleiri smærri
hlutir dreifast um beltið
Eldsneyti í gömlum
eldflaugarhlutum
getur valdið sprengingum
Á ári hverju verða um
250 sprengingar og árekstrar
Tveir þriðju hlutanna eru á sporbraut í
minna en 2.000 km fjarlægð frá jörðu
Geimruslbeltið er þéttast á svæðum
nálægt heimsskautunum í um 600-1.200 km
fjarlægð frá jörðu
Aðeins 7 prósent af þessum
hlutum eru gervihnettir
sem eru í notkun
Á jörðinni er fylgst með
um 17.000 hlutum sem
voru gerðir af manna höndum
Neti kastað út
til að breyta
sporbrautinni
Aflvél fest
við hlutinn til
að knýja hann
Skotið á hlutinn
með jónabyssu
til að breyta stefnunni
„Sólarsegl“ fest
á hlutinn til að
hægja á honum
Segja brýnt að afstýra
árekstrum í geimnum
Mikið geimrusl gæti stofnað gervihnöttum í stórhættu
Róm. AFP. | Vinstrimaðurinn Enrico
Letta reyndi í gær að mynda nýja
samsteypustjórn á Ítalíu og binda
enda á tveggja mánaða stjórnar-
kreppu.
Ítalskir fjölmiðlar höfðu eftir
heimildarmönnum, sem taka þátt í
viðræðum ítölsku flokkanna, að ný
stjórn yrði líklega mynduð um
helgina. Gert er ráð fyrir að þingið
komi saman á mánudag eða þriðju-
dag til að greiða atkvæði um ályktun
um stuðning við stjórnina. Flestir
fréttaskýrendur telja að stjórnin
verði skammlíf.
Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu,
veitti Letta umboð til stjórnarmynd-
unar á miðvikudag og hótaði að segja
af sér ef ný ríkisstjórn yrði ekki
mynduð. Letta er 46 ára og honum
er lýst sem hófsömum vinstrimanni.
Flokkur hans sigraði naumlega í
þingkosningum í febrúar en mikill
ágreiningur er meðal þingmanna
hans um hvort mynda eigi ríkis-
stjórn með
hægriflokki Silv-
ios Berlusconis,
fyrrverandi for-
sætisráðherra.
Berlusconi hefur
léð máls á stuðn-
ingi við ríkis-
stjórn undir for-
ystu Letta en
segist ekki ætla
að taka sæti í henni.
Berlusconi áhrifamikill
Andstæðingar Berlusconis segja
að hann standi í raun með pálmann í
höndum eftir stjórnarkreppuna og
verði áhrifamikill á bak við tjöldin.
Fréttaskýrendur segja að vaxandi
vinsældir Berlusconis í skoðana-
könnunum hafi gert honum kleift að
knýja Letta til að velja ráðherra sem
séu líklegir til að styðja hann í dóms-
málunum sem hafa verið höfðuð
gegn honum.
Stefnir í nýja
stjórn á Ítalíu
Enrico Letta
Talið að hún verði skammlíf
Velkomin í
kosningakaffi
Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi
býður sjálfstæðismenn velkomna í kosninga-
kaffi á kjördag í kosningamiðstöðvum flokksins
í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ
og á Seltjarnarnesi.
Félagsheimili sjálfstæðismanna
Hlíðasmára 19
Kópavogur
Garðabær
Kirkjuhvoli
Safnaðarheimili Vídalínskirkju
Félagsheimili sjálfstæðismanna
Norðurbakka 1a
Hafnarfjörður
Mosfellsbær
Hlégarður
Seltjarnarnes
Félagsheimili sjálfstæðismanna
Austurströnd 3
Upplýsingar um akstur á kjörstað & önnur
aðstoð: Sími 564 6410