Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
25. maí - 8. júní.
27. júlí - 10. ágúst.
24. ágúst - 7. sept.
www.nordichealth.is
Það er einlæg skoðun mín að þegar við föstum á sérfæði Dr. Ewu Dabrowsku, í kyrrð
og í ró með uppbyggilegu fólki, náum við jafnvægi. Jafnvægi til anda, sálar og líkama.
Flest verðum við fyrir áföllum í lífinu og stundum ráðum við ekki við líf okkar sjálf.
Það er eðlilegt! Því heiti ég því að hjálpa þér, sama hvort um er að ræða lífsstíls-
sjúkdóma eða aðra vanlíðan og aðstoða þig í hvívetna. Í Póllandi vinn ég með lækni
hótelsins við að gera líf þitt betra og flestir, ef ekki allir, koma heim með nýja
og betri sýn á lífið og tilgang þess.
Ég hlakka til þess að vinna með þér að betri heilsu!
Upplýsingar og pantanir í síma 822 4844 og á
joninaben@nordichealth.is.
Heilsumeðferðir Jónínu Ben eru þekktar fyrir að skila
árangri, bæta líðan og heilsu.
Í samstarfi við lækni hótelsins er unnið einstaklingsmiðað að því að
lækna og fyrirbyggja lífsstíls-sjúkdóma svo sem háþrýsting, sykursýki 2,
húðsjúkdóma,offitusjúkdóma, streitu, þunglyndi og kvíða. Læknir hótelsins
aðstoðar fólk við að losa sig við lyf með breyttu mataræði.
Mikil fræðsla og hreyfing er í boði eftir því sem fólk treystir sér til.
Meðferðin er 2 vikur en hafi fólk komið áður er í lagi að taka
eina viku. Flogið er til Gdansk þar sem leigubíll bíður.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hægt hefur á vexti kaupmáttar og
er kortaveltan og einkaneyslan ekki
að vaxa jafn hratt og hún gerði í
kjölfar kjarasamninga í maí 2011.
Þetta kemur fram í greiningu Ís-
landsbanka sem er hér endurbirt
með leyfi bankans á grafinu hér til
hliðar. Á grafinu vinstramegin er
þróun kortaveltunnar sýnd og eru
tölurnar þar ekki núvirtar. Í bak-
grunni má sjá þróun vísitölunnar og
má af samanburðinum meðal annars
ráða að velta á debetkortum undan-
farið ár fylgir ekki verðlagsþróun.
Annað sem athygli vekur er að
veltan á innlendum greiðslukortum
erlendis er enn meiri en á greiðslu-
kortum erlendra ferðamanna á Ís-
landi. Brottförum Íslendinga frá
Keflavíkurflugvelli fjölgaði nær ekk-
ert á fyrsta ársfjórðungi frá því í
fyrra og kann það að vera vísbend-
ing um að kaupmáttur hafi staðnað.
Valdimar Ármann, hagfræðingur
hjá GAMMA, leiðir að því líkur að
mikil veiking í gengi krónunnar í
vetur hafi átt þátt í að slá á einka-
neyslu. Krónan hafi styrkst talsvert
síðan í janúar og að því sé líklegt að
ódýrari innflutningur verði til að
örva einkaneysluna á ný.
Þróun kaupmáttar skýringin
Spurður hvers vegna hægt hafi á
vexti einkaneyslu segir Ingólfur
Bender, forstöðumaður Greiningar
hjá Íslandsbanka, að skýringin liggi
að miklu leyti í þróun kaupmáttar.
„Þróun kaupmáttar launa stýrir
þessu að stórum hluta. Það hefur
hægt á vexti kaupmáttar undan-
farið. Vöxturinn var mjög lítill á
fyrsta fjórðungi þessa árs, eða að-
eins 0,9%, og það hefur dregið tals-
vert úr honum síðan einkaneyslan
fór að taka við sér 2010,“ segir Ing-
ólfur sem telur tölur Hagstofu Ís-
lands yfir innflutning undirstrika að
hægt hafi á vexti einkaneyslunnar. Í
þeim tölum komi fram að dregið hafi
úr kaupum á fatnaði, bifreiðum, hús-
gögnum og öðrum hlutum sem neyt-
endur byrji fyrst að spara við sig.
„Það bendir sterklega til þess að
fólk sé að bregðast við þessum hæga
vexti í kaupmætti. Síðan hafa stýri-
vextir verið hækkaðir og við það
hækkuðu óverðtryggðir vextir og
það hefur einhver áhrif þó að þau
séu nú ekki mikil,“ segir Ingólfur og
vísar til aukinnar greiðslubyrði af
óverðtryggðum lánum.
Veikara gengi veikir kaupmátt
Þá bendir Ingólfur á að launa-
hækkanir síðan í maí 2011 hafi aukið
kaupmátt en að veiking krónunnar í
vetur hafi ýtt undir verðbólgu og þar
með vegið gegn þeirri kaupmátt-
araukningu sem samið var um.
Aðrir áhrifaþættir séu þrengingar
á útflutningsmörkuðum, lítil fjár-
festing, mikil skuldsetning heimila
og fyrirtækja, neikvæð áhrif gjald-
eyrishafta og óvissa vegna þeirra.
Allt leggist þetta á eitt um að verð-
mætasköpun í hagkerfinu vaxi ekki
hraðar en raun ber vitni. Það komi
niður á kaupmætti heimilanna.
Ólafur Darri Andrason, hagfræð-
ingur ASÍ, segir að við gerð kjara-
samninga í haust verði horft til þess
hvort sterkara gengi lækki verðlag.
„Við horfum til þess hvernig við
getum með skynsamlegum hætti
unnið upp þann kaupmátt sem hefur
tapast. Verðbólgan hefur valdið okk-
ur verulegum vonbrigðum. Hún er
að vísu á niðurleið núna en búist er
við því að krónan veikist aftur með
haustinu. Ef styrking krónu að
undanförnu skilar sér ekki að fullu í
lækkuðu verðlagi, eins og margt
bendir til, og hún veikist aftur í
haust þá verða kjarasamningar
ábyggilega mjög erfiðir. Við horfum
á kaupmáttaraukningu frekar held-
ur en miklar launabreytingar.
Kjarasamningar verða lausir í nóv-
emberlok. Eftir því sem verðbólgan
er meiri því minna er eftir í launa-
umslaginu og því meiri ástæða er til
þess að hækka krónutölu launa
meira. Það er kannski ekki það
heppilegasta. Betra er að menn
haldi aftur af verðhækkunum þannig
að við gætum fengið kaupmáttar-
aukningu án þess að vera með launa-
hækkanir í háum prósentutölum.“
Halldór Árnason, hagfræðingur
hjá Samtökum atvinnulífsins, segir
forsendur launahækkana hafa
brugðist. „Verðbólgan hefur verið að
minnka undanfarna mánuði sam-
hliða styrkingu krónunnar sem hef-
ur aukið kaupmátt launa. Minni
einkaneysla en ráð var fyrir gert á
sér fyrst og fremst skýringar í þeirri
stöðnun sem verið hefur í efnahags-
lífinu undanfarin ár og lítilli fjárfest-
ingu. Forsendur um hagvöxt sem
umsamdar launahækkanir vorið
2011 byggðu á reyndust ekki jafn
traustar og vonir stóðu til. Þannig
spáir Hagstofan nú einungis 3,5%
hagvexti árin 2012 og 2013 í stað allt
að 5,5% vaxtar og samanlagðar fjár-
festingar eru áætlaðar aukast um
2% í stað 15-30%,“ segir Halldór.
Hækkanir séu ekki óraunhæfar
„Aukin einkaneysla skilar þjóðar-
búinu litlu ef hún er til komin vegna
óraunhæfra launahækkana sem
leiða til hærra verðlags.
Sveiflur í gengi krónunnar hafa
einnig verið viðvarandi sem hefur
leitt til meiri verðbólgu og óstöð-
ugleika en ella hefði orðið. Það
hlýtur að vera sameiginlegt
kappsmál atvinnurekenda og
launþega við gerð næstu
kjarasamninga að ná tökum á
þessum sveiflum í gengi
krónunnar og stöðugleika í
verðlagi. Það er hin ábyrga
leið til að auka kaupgetu
launafólks þegar fram í
sækir,“ segir Halldór.
Hægt hefur á vexti kaupmáttar
Veiking krónu í haust dró úr kaupmætti heimila Minnkandi vöxtur einkaneyslu og kortaveltu
þykir vísbending um minnkandi kaupmátt Mikilvægt þykir að gengisstyrking skili sér í verðlagið
Kortavelta janúar–mars 2007–2013
80.000
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
Kreditkort, heimili innanlands (vinstri ás) Greiðslukort, heimili erlendis (vinstri ás)
Debetkort, heimili innanlands (vinstri ás) Erlend greiðslukort, innanl. (vinstri ás)
Tölur eru í milljónum króna
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
450
425
400
375
350
325
300
275
250
Ví
si
ta
la
ne
ys
lu
ve
rð
s
íj
an
úa
rá
rh
ve
rt
53.297
47.426
7.749
3.621
266,9
403,3
70.131
57.687
16.070
14.374
Heimild: Hagstofa Íslands
Þrátt fyrir að brottförum Íslendinga
frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi
fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2009 er
langur vegur frá því að þær séu farn-
ar að nálgast hámarkið árið 2008.
Eins og sést á grafinu hér fyrir of-
an voru ríflega 102.000 brottfarir á
fyrstu þremur mánuðum ársins 2008
eða tæplega 13.000 fleiri en 2007.
Hrun varð í brottförum milli ára
2008 og 2009 en þær drógust þá sam-
an um helming milli ára.
Þeim fjölgaði um 8.000 milli 2009
og 2010 og um tæplega 6.000 milli
2010 og 2011. Þeim fjölgaði svo um
ríflega 6.000 milli 2011 og 2012.
Umskipti urðu á þessu ári enda
fjölgaði brottförum aðeins um 311
milli ára 2012 og 2013. Svarar það til
aðeins 0,44% aukningar milli ára.
Tvöföldun frá árinu 2009
Aðra sögu er að segja af brottför-
um útlendinga frá Keflavíkurflug-
velli en þær voru til dæmis tvöfalt
fleiri á fyrstu þremur mánuðum árs-
ins en sömu mánuði 2009.
Þá lætur nærri að gistinætur á
hótelum á fyrsta ársfjórðungi þessa
árs séu tvöfalt fleiri en á árinu 2007.
Hefur þeim fjölgað um ríflega
160.000 síðan 2011.
Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli (jan.–mars)
400.000
350.000
300.000
250.000
200.000
150.000
100.000
50.000
0
Allar brottfarir frá Keflavíkurflugvelli Brottfarir Íslendinga
Brottfarir útlendinga Gistinætur á hótelum, fjöldi
Heimild: Ferðamálastofa/Hagstofa Íslands
204.755
149.508
89.351
60.157
392.430
193.571
71.434
122.137
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Brottförum Íslendinga
fjölgar sáralítið milli ára
„Fólk horfir upp á lánin hækka í
mikilli verðbólgu. Þetta slær á
það og eykur bjartsýni um að
greiðslubyrði haldist í takt við
kaupmátt,“ segir Sigurður Erl-
ingsson, forstjóri Íbúðalána-
sjóðs, aðspurður hvort minnk-
andi verðbólga styrki
greiðslugetu lántakenda.
Öll útlán sjóðsins eru verð-
tryggð en þau standa nú í 779
milljörðum króna. Alls eru
53.000 heimili með lán hjá
sjóðnum og eru þar af
3.755 heimili í vanskilum.
Voru þau flest um 4.220 í
júlí í fyrrasumar. Þá eru
637 heimili með frystingu
á lánum en þau voru flest
738 í fyrrasumar. Sigurður
segir uppboð á eignum
eiga einhvern þátt í því að
vanskil hafi minnkað.
Eykur bjart-
sýni lántaka
ÍLS OG VERÐBÓLGA
Raunbreyting einkaneyslu, kortaveltu
og kaupmáttar launa
frá sama ársfjórðungi árinu áður, %
Heimild: Íslandsbanki
20%
15%
10%
5%
0%
-5%
-10%
-15%
-20%
-25%
-30%
5%
0%
-5%
-10%
Einkaneysla (vinstri ás) Raunbr.kortaveltu (vinstri ás) Kaupmáttur launa (hægri ás)
1. ársfj. 2002 1. ársfj. 2013