Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Kristín Hallsdóttir, nemi í umhverfis- og byggingarverkfræði íHáskóla Íslands, er 24 ára í dag. Hún lauk síðasta vorpróf-inu í gær, fór í próflokafögnuð og hélt upp á afmælið í leið- inni. „Í kvöld er síðan stórt matarboð með fjölskyldunni,“ segir Kristín. „Mamma eldar alltaf uppáhaldsmatinn minn á afmælisdag- inn.“ Í boði verður kjúklingaréttur og sangria. Á mánudaginn leggur hún land undir fót, en þá tekur við þriggja vikna útskriftarferð. Þar mun hún heimsækja Abu Dabi, Dubai og Taíland. „Þetta verður bæði námsferð og afslöppun,“ segir Kristín. Á þessum slóðum er að finna stærstu byggingu í heimi og verður ferðin því án efa afar áhugaverð fyrir nema í umhverfis- og bygg- ingarverkfræði. Eftir námsferðina tekur síðan við slökun í Taílandi. „Ég vinn í Grindavík í sumar,“segir Kristín. Hún mun starfa við pökkun í efnaverksmiðju þar í bæ. „Ég fer síðan örugglega í útilegu háskólanema í Hallgeirsey.“ Þegar tími gefst til hittir Kristín vini sína, hreyfir sig og fer í fjall- göngur. Hún er virk í félagsstarfi innan skólans og var hún meðal annars skemmtanastjóri nemendafélagsins VÍR í vetur og ritari hjá samtökunum IEEE. „Það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ segir Krist- ín, glöð í bragði. larahalla@mbl.is Kristín Hallsdóttir er 24 ára í dag Önnum kafin Kristín Hallsdóttir verkfræðinemi hefur nóg að gera við nám og störf, en í gær lauk hún síðasta vorprófinu. Fer í námsferð til Dubai í sumar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Guðmunda Berg- sveinsdóttir verð- ur níræð á morg- un, 12. maí. Af því tilefni tekur hún á móti gestum milli kl. 15 og 18 á heimili dóttur- dóttur sinnar í Árlandi 6, Reykjavík. Guðmunda vonast til að sjá sem flesta ættingja og vini. Gjafir eru vinsamleg- ast afþakkaðar. Árnað heilla 90 ára Kópavogur Ísabella Rós fæddist 16. janúar kl. 19.14. Hún vó 13 merkur og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Andrea Ýr Arnarsdóttir og Pétur Freyr Jóhannesson. Nýr borgari Hulda Þor- grímsdóttir, Rauðhömrum 12, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag, 11. maí. Eiginmaður hennar er Gunnar Hermannsson. Hulda og Gunnar verða í Búlandi 30 á af- mælisdaginn. 85 ára Ó lafur Róbert Rafnsson fæddist í Reykjavík 11.5. 1973 og ólst upp í Breiðholtinu þar sem hann gekk í Fellaskóla. Hann lærði kerfisfræði í Rafiðn- aðarskólanum 1999-2000 sem lauk með sjö prófgráðum frá Microsoft. Hann hefur einnig sótt fjölmörg nám- skeið á sviði upplýsingatækni á Ís- landi og í Hollandi á vegum KPMG. Ólafur hefur sinnt ráðgjöf og rekstri í upplýsingatækni frá 1996. Sérsvið hans eru innleiðing á stjórn- kerfi upplýsingaöryggis, innri þjón- usta, rekstur og verkefnastjórnun. Ólafur stýrði um árabil samþætt- ingu á upplýsingakerfum og rekstri fyrirtækja Capacent. Hann hefur einnig sinnt ráðgjöf í upplýsinga- tækni er lýtur að öryggismálum á Ís- landi og í Danmörku. Ólafur sá um innleiðingu og breyt- ingar á upplýsingakerfum KPMG á Íslandi og sá um rekstur þeirra vegna krafna frá KPMG International. Kröfur alþjóðafyrirtækisins byggð- Ólafur Róbert Rafnsson tölvuráðgjafi – 40 ára Á Þingvöllum Ólafur Róbert og kvennakórinn, Hera Sóley, Eva Júlía, Helena Fanney, Una Bergþóra og Guðný Ósk. Tölvugúrú og golfari Hjónin Ólafur Róbert Rafnsson og eiginkona hans, Guðný Ósk B. Garðars- dóttir, kennari og leikskólastjóri. Sverrir Frank Kristinsson frá Mosfelli er sjötug- ur í dag, 11. maí. Eiginkona hans er Sigríður B. Blön- dal og búa þau á Spáni. Netfang þeirra er siggab2@gmail.com. 70 ára „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgun- blaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.