Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 ✝ Jóhanna Krist-ín Gunnars- dóttir fæddist á Akranesi 16. des- ember 1934. Hún lést á LSH í Foss- vogi 30. apríl 2013. Hún var dóttir Elínar Margrétar Jakobsdóttur, f. 24.4. 1912 og Gunnars Gunn- arssonar, f. 10.7. 1904, þau létust bæði 1994. Systir Jóhönnu er Margrét, f. 1933. Jóhanna giftist 1958 Jóhanni Þorsteinssyni, f. 3.5. 1936. Jó- hanna og Jóhann eignuðust fjórar dætur. 1) Erla Berglind, f. 1958, maki hennar er Jóhann- es Ævar Hilmarsson, þau eiga tvö börn: Hilmar Ævar, f. 1978, d. 2012, hann átti þrjú börn, Jó- hanna Kristín, f. 1989. 2) Freyja, f. 1961, maki hennar er Oddur Sævar Andersson, þau eiga þrjá syni: Sigurður Rúnar, f. 1983, Sævar Örn, f. 1988 og Sigmar Þór, f. 1992. 3) Elín Margrét, f. 1962, maki Þórhallur Ottesen, þau eiga tvö börn: Helgi Rafn, f. 1983 og Valdís Ósk, f. 1991, hún á einn son. 4) Gunnhildur Björk, maki Stefán Ingvar Stefánsson, þau eiga þrjú börn: Jó- hanna Rut, f. 1986, hún á eina dóttur, Stefán Hrafn, f. 1988 og Inga Viktoría, f. 2005. Jóhanna og Jóhann skildu 1968. Jóhanna ólst upp á Akranesi og vann hin ýmsu störf þar á meðal lengst í verslun Einars Ólafssonar. Jóhanna fluttist með fjölskyldu sinni til Reykja- víkur 1963. Eftir að Jóhanna flutti til Reykjavíkur vann hún á meðal annars á slysadeild og síðar í Breiðholtskjöri í um það bil 30 ár er hún þurfti að hætta að vinna vegna heilsubrests. Útför Jóhönnu fór fram frá Kapellu í Fossvogi 6. maí 2013 í kyrrþey. Ég kveð ástkæra systur mína, Jóhönnu Kristínu Gunnarsdóttur. Hún fæddist að Tjörn á Akranesi 16. desember 1934. Ég, Gréta systir hennar var þá tæplega eins og hálfs árs. Síðan þá höfum við að mestu fylgst að, þó komið hafi tímabil þar sem langt var á milli okkar, landfræðilega séð en þó ekki, því við höfum alltaf verið svo nánar að tími og fjarlægð hefur ekki skipt okkur miklu máli. Foreldrar okkar, Gunnar Gunnarsson og Elín Margrét Jak- obsdóttir, háðu erfiða lífsbaráttu eins og títt var í upphafi síðustu aldar en þau voru fædd 1904 og 1912. Faðir okkar var sjómaður og beitningamaður en móðir okkar hugsaði um heimilið og okkur systurnar. Fyrstu árin okkar fluttum við nokkuð oft en ein af mínum fyrstu minningum var þegar við bjuggum í Gestshúsi sem var síðasta heimilið sem for- eldrar okkar leigðu. Með einbeittri sýn, dugnaði og elju tókst þeim að kaupa lítið timburhús að Suðurgötu 122, Akranesi en við það hús höfðum við systurnar markað upphaf minninga okkar um barnæskuna. Með sömu elju og dugnaði, náðu þau síðar að stækka húsið og varð byggingin um tíma leikvangur okkar systra, skreytt glitrandi glerbrotum. Með því að flytja á Suðurgötuna, fengum við aðgang að Langasandi og öðrum ævin- týrastöðum Akraness. Æska okk- ar leið við ýmis verkefni, skemmti- lega leiki en líka stundum við erfið og leiðinleg skylduverk, það fór auðvitað eftir árstíðum. Þegar pabbi var að vinna við beitingar niðri á Breið, vorum við systur sendar í hádeginu með mat handa honum. Það var drjúgur spotti fyrir sporstuttar stúlkur. Á góð- viðrisdögum á sumrin lékum við okkur á Langasandi, tíndum litrík glerbrot eða lágum í sólbaði í gras- bölunum þar sem íþróttavöllurinn er nú, tuggðum strá og létum okk- ur dreyma. Og ekki var síðra að klifra í klettunum á ströndinni. Eins var stundum farið á tveimur jafnfljótum að heimsækja ömmu og afa sem bjuggu að Vík í Innri- Akraneshreppi og hina sérstöku Tótu sem bjó hjá þeim. Lífið var stundum erfitt en í minningunni var æska okkar litrík og góð. Þegar leiðir okkar skildu um lengri eða skemmri tíma, þurftum við að hafa fyrir því að hafa sam- band. Þá voru ekki símar í heima- húsum, enginn gemsi og hvað þá heldur internet. Samskiptamátinn var annar, við skrifuðumst á eða ef ég vildi heyra rödd þeirra heima, þá þurfti að boða þau í gegnum símstöðina. Í grunninn var hún systir mín kát, hún var traust kona, þraut- seig og einstaklega dugleg. Hún fékk sinn skerf af erfiðleikum í líf- inu sem hún tókst á við af sínum einstaka krafti og dugnaði en síð- ustu tuttugu árin barðist Jóhanna við margþættan heilsubrest og á tímabilum var útlitið svart. En hún kvartaði aldrei og tókst á við veikindin af sömu staðfestu og ein- urð og hún hafði tekist á við öll önnur verkefni lífsins. Ég mun sakna hennar sárt, sakna þess að heyra ekki rödd hennar en við höfum haft daglegt samband í fjöldamörg ár. Með þessum orðum þakka ég systur minni samfylgdina og vin- áttuna. Ég og fjölskylda mín vott- um dætrum hennar og öðrum ást- vinum samúð okkar. Margrét Gunnarsdóttir (Gréta systir). Elsku amma mín. Nú ertu farin á góðan stað þar sem þér líður vel. Á erfitt með að trúa því að ég skuli vera að kveðja þig. Allar þær fal- legu minningar sem við eigum og þær bestu, við náðum alltaf svo vel saman og tala nú ekki um spjöllin okkar, oft leitaði ég til þín. Þegar ég var lítil passaðirðu mig oft og mörgum sinnum, enda best að fara til ömmu í Þórufellið að gista á eggjabakkadýnunni sem þú varst með, svo mikill lúxus. Þú hefur alltaf verið mér mjög nálæg hvar sem ég er, þegar ég bjó hjá mömmu og pabba varstu bara nokkrum mínútum frá, svo þegar ég flutti í Kópavoginn bara rétt fyrir neðan mig. Fannst alltaf svo gott að geta stokkið bara til ömmu að spjalla og svo hringdi ég nú oft og spjallaði mikið og fékk ráð frá þér. Þegar ég hugsa til baka um okkar góðu minningar og eru þær nú margar, hugsa ég þegar mamma og pabbi voru að fara eitt- hvert þá kom ekkert annað til greina nema vera hjá ömmu sinni og gista. Þú sem bjóst alltaf svo vel um mig og tala ég nú ekki um þegar þú vaktir mig með rólegu rödd þinni og sagðir að það væri tími til að vakna og hjóla í skólann, þú varst búin að taka allt saman fyrir mig í töskuna og gera morg- unmatinn tilbúinn. Svo þegar ég var klár með allt þá sagðirðu „ég fylgist með út um gluggann á eftir þér“, ég leit til baka þegar ég var komin að ljósunum og þar varstu að fylgjast með mér og klikkaðir ekki á því þegar ég hjólaði til baka til þín, þar varstu líka að bíða eftir mér. Þegar ég kom til þín í heim- sókn þá vildi ég alltaf fara í bað, enda besta baðið, svo tylltum við okkur í stofuna og hlustuðum á Tvær úr tungunum og spiluðum olsen olsen. Þegar ég var ólétt þá töluðum við mikið saman um allt það nýja sem tæki við hjá mér og hafðir þú fulla trú á mér. Ég var fljót að hringja í þig eftir að ég var búin í skoðun og segja þér að litli strákurinn minn mundi láta sjá sig þessa helgi. Þú sagðir mér að vera róleg og allt myndi ganga vel og taka því rólega og varst svo ánægð að ég hafi hringt í þig og sagt þér frá þessu, enda sólarhring síðar kom strákurinn minn. Ég hringdi í þig hvern dag og sagði þér hvern- ig nóttin hafi gengið og þetta væri ekkert mál, þú sagðir mér að ég væri með draumabarn og fædd í þetta hlutverk. Þegar ég skírði Al- exander Helga þá sagðirðu við mig að þú værir svo stolt af mér og ég stæði mig svo vel í þessu öllu saman, enda sagði ég allan tímann við þig að ég myndi horfa upp til þín og geri það. Elsku amma, ég á svo erfitt með að trúa þessu en hugsa þó hvað við áttum margar góðar stundir saman og Alexander Helgi heppinn að fá að njóta þess tíma sem þú varst með okkur. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun sakna þín. Þín Valdís Ósk. Elsku amma mín, nú hefur þú kvatt þennan heim. Þú hefur feng- ið hvíldina eftir erfið veikindi. Þegar ég hugsa til baka man ég eftir mörgum minningum okkar saman uppí Þórufelli þegar ég var ung sem eldri. Alltaf var gott að koma til þín, þú tókst svo vel á móti öllum með gleði og hamingju. Þín verður sárt saknað, þú varst mér ekki bara amma heldur vor- um við svo góðar vinkonur og gát- um talað um heima og geima og um þá gömlu daga þegar þú varst ung. Eftir að ég flutti austur þá töluðum við oft saman í síma og ekki fannst okkur það leiðinlegt. Mér þykir leiðinlegt að hafa ekki verið hjá þér síðustu vikurnar en mér þótti afar vænt um það að hafa talað við þig í símann og sagt þér hvað mér þykir vænt um þig. Núna sé ég fyrir mér Hilmar taka á móti þér með opnum örmum og þið munuð vaka yfir okkur. Elska þig, elsku amma mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín Jóhanna Kristín. Jóhanna Kristín Gunnarsdóttir ✝ GodsonUwawukonye Onyemauchec- hukwu Anuforo fæddist í Maduguri í Nígeríu 2. desem- ber 1950. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 19. apríl 2013. Foreldrar hans voru Nathaniel Anuforo og Marbel Ukachi Anuforo. Godson var næstelstur í sex systkina hópi. Elsti bróðirinn var Philip, lát- inn, síðan er John, búsettur í New York, giftur Ndukwu, Mos- es, búsettur í Nígeríu, og Samu- el, búsettur í New York. Godson kvæntist Sturlaugu Rebekku Rut Jóhannesdóttur 1. Godson ólst upp í Maduguri og síðan í Amattu. Hann lauk menntaskóla í Nígeríu og vann hjá Christlieb PLC áður en hann fór til Englands. Hann hóf þar nám í endurskoðun og við- skiptafræði frá London Met- ropolitan-háskóla og útskrif- aðist sem löggiltur endurskoðandi 1977. Hann klár- aði meistaranám í við- skiptafræði með áherslu á stjórnun frá Liverpool-háskóla á Englandi 2009. Í Nígeríu vann Godson hjá Christlieb PLC og síðustu fimm árin sem hann bjó í Nígeríu við eigið fyrirtæki. Árið 1999 fluttist Godson til Íslands með fjölskyldu sinni og settist að á æskuheimili Rebekku í Stykkishólmi og bjó þar í nokkra mánuði. Árið 2000 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem þau keyptu sér íbúð og hann vann hjá SÁÁ á Vogi og síðan hjá Reykjavíkurborg. Re- bekka dó 2002. Godson kvæntist aftur Elizabeth Francis Maro frá Tansaníu 9. ágúst 2006. Útför Godsons fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 11. maí 2013, kl. 14. nóvember 1978 í Englandi og flutt- ust þau fljótlega til Nígeríu. Godson og Rebekka eiga þrjú börn: 1) Obinna Sturla Chijioke, kokkur hjá Hótel Radisson, f. í Lagos 4. ágúst 1980. 2) Ósk Ukachi, meist- aranemi við Há- skóla Íslands, f. í Lagos 17. júní 1982. 3) Onye- mauchechukwu Óðinn Chuk- wuemeka, viðskiptanemi við Háskóla Íslands, f. í Lagos 28. júní 1986. Godson og Rebekka eiga tvö barnabörn: Sturlu Chi- jioke Jafei, f. í Reykjavík 26. ágúst 2008, og Agnar Inga God- son, f. í Reykjavík 5. apríl 2012. „Hvaðan ertu?“ spurði ég vin minn Godson Anuforo einu sinni þegar við höfðum þekkst um all- langt skeið. „Eiginlega úr Stykk- ishólmi,“ sagði hann. Þar lágu rætur hans á Íslandi í gegnum eiginkonu Godsons, Rebekku Sturlaugu Rut Jóhannesdóttur, og þar bjuggu þau fyrst eftir að til Íslands kom. Snæfellsnesið var hans staður á Íslandi, og eftir lát konu sinnar hélt hann áfram að rækta þau bönd. Aldrei hitti ég hann glaðari en þegar hann kom eitt sinn af ætt- armóti á Snæfellsnesi og sagði sögur af sínu fólki hvaðanæva af landinu langt fram á kvöld. Godson hafði upplag ættar- höfðingjans eins og áar hans í Afríku höfðu margir verið mann fram af manni. Þegar ég kynntist honum var hann löngu orðinn for- maður samtaka Nígeríumanna hér á landi, og varð síðar forseti Afríkufélagsins. Þeirri stöðu gegndi hann til síðasta dags. Godson var sannarlega til for- ingja fallinn. Hann hafði sterka nærveru, og þótt hann væri lágur maður vexti fundu það allir þegar hann kom á vettvang. Hann var svipríkur, með djúpa og sterka rödd, og skarpar skoðanir á bæði landsmálum og gangi heimsins. Þegar hann talaði voru orð hans meitluð og þaulhugsuð. Godson var upphaflega frá Maduguri í suðurhluta Nígeríu þar sem hann fæddist árið 1950 en fjölskyldan fluttist síðar til norðursvæða Nígeríu þar sem hann ólst upp í þorpinu Amatta, næstelstur í hópi fimm bræðra og einnar systur. Hann braust til mennta, lauk menntaskóla í heimalandi sínu og eins og margir landar hans fór hann til Englands í nám. Hann lauk prófi í Lundúnum sem lög- giltur endurskoðandi. Á bökkum Thames hitti hann mærina frá Stykkishólmi, sem tók hug hans allan, og saman fluttu þau heim til Íslands árið 1999, eftir nokkra viðdvöl í Nígeríu þar sem hann rak eigið fyrirtæki. Þau hjónin eignuðust þrjú mannvænleg börn, Obinna Sturlu, Onyema Óðin og Ödu Ósk. Sviplegt fráfall móðurinnar árið 2002 varð fjöl- skyldunni mikið áfall. Síðar kvæntist Godson seinni konu sinni, Elísabetu Francis Maro, ættaðri frá Tansaníu. Godson var trygglyndur vin- um sínum, og fáa sterkari stuðn- ingsmenn eignaðist ég en hann. Hann þekkti fjölmarga, og beitti sannfæringarkrafti sínum svo unun var á að hlýða. Hann naut þeirra forréttinda að standa föstum fótum í tveimur menning- arheimum, og unni báðum. Hann þreyttist ekki á að dásama kosti Íslands en var stolt- ur af uppruna sínum í Afríku, og taldi álfuna eiga mikla framtíð fyrir sér á þessari öld. Um það vorum við sammála. Ég vissi mætavel að um sinn hafði hann átt við mein að stríða, en um það vildi hann ekki tala, og bar erf- iðleika sína karlmannlega. Rétt lentum frá Kína sagði Ada dóttir hans mér að nú væri minn gamli vinur kominn á líkn- ardeild Landspítalans. Ég hélt óðara á hans fund, og mátti ekki tæpara standa. Nokkrum stund- um síðar var hann allur. Ég þakka honum við leiðarlok fasta vináttu og trygglyndi, og bið Guð að blessa börn hans og stórfjöl- skylduna alla í sorginni sem nú kveður dyra. Össur Skarphéðinsson. Godson Uwawu- konye Onyemauc- hechukwu Anuforo Sárt er að sjá á bak góðum vini, nú þegar vorið ber okkur sinn fagnaðarboðskap lífs og gleði, og mófuglarnir austur við Lynghól eru önnum kafnir við tilhugalíf og hreiðurgerð. Þar eystra átti Helgi S. Guðmundsson margar dýrðarstundir í faðmi samheldinnar fjölskyldu, sem nú syrgir og saknar. Á slíkum stund- um er gott að geta leitað í fjár- sjóðskistu ljúfra minninga. Helgi S. Guðmundsson var ein- hver mesti sómamaður sem ég hef kynnst. Aldrei heyrði ég hann halla orði á nokkurn mann, og hann lagði lykkju á leið sína til að finna öllum málsbætur. Hann var frómur maður, góðviljaður og reyndist mörgum vel. Hann studdi ötullega við starf okkar Hróksmanna meðal barna og ung- menna á Grænlandi, og fylgdist af lifandi áhuga með starfi okkar hjá okkar góðu nágrönnum. Allar hans gjafir voru án skilyrða og hann hafði engan áhuga á að sín yrði getið. Óbifandi styrk sinn sótti Helgi til trúarinnar – hann var maður kristinn í besta skilningi, og rækt- aði trú sína svo boðskapur frels- arans var samgróinn lífsviðhorf- um hans, í orði og verki. Það var heillandi fyrir gamlan efasemdar- mann að sitja á sólpallinum við Lynghól og hlusta á Helga – hann predikaði ekki; hann miðlaði, af hógværð og visku. Við komum hvor úr sinni áttinni – en við urð- um vinir. Sú vinátta byggðist á gagnkvæmri virðingu og hlýju. Í dag drúpa fuglarnir austur við Lynghól höfði, þegar við kveðjum góðan dreng. Eiginkonu hans, börnum og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Far vel, góði vinur. Hrafn Jökulsson. Elsku pabbi okkar er fallinn frá eftir erfið veikindi. Það er skrítið til þess að hugsa að við komum aldrei til með að hitta hann aftur í þessu lífi. Eiginlega mjög óraun- verulegt. Hann var okkur svo mik- il stoð og stytta í öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur. Studdi okkur í einu og öllu. Ef eitthvað bjátaði á hjá einhverju okkar þá var alltaf hægt að leita til pabba ráðagóða. Hann sá alltaf það já- kvæða við allt, gat breytt svo miklu með örfáum ráðleggingum. Við systkinin, makar okkar og börn höfum átt alveg einstakt Helgi Sigurður Guðmundsson ✝ Helgi SigurðurGuðmundsson fæddist í Reykjavík 29. desember 1948. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 30. apríl 2013. Útför Helga fór fram frá Hallgríms- kirkju 8. maí 2013. samband við pabba og mömmu í gegnum tíðina, verið mjög samrýnd frá því við vorum ung. Pabbi og mamma höfðu nefni- lega þann skemmti- lega sið að bjóða okkur systkinum og síðar mökum og svo barnabörnum í pitsu á hverjum laugar- degi í rúm 25 ár. Mamma sá um baksturinn fyrstu árin en svo tók pabbi við og bakaði sínar frábæru pabbapitsur sem síðar voru alltaf kallaðar afapits- ur, á hverjum laugardegi í um 20 ár. Margur pabbinn hefur reynt að herma þetta eftir en ekki tekist. Hann pabbi náði einstöku lagi á þessu. Stundirnar sem við áttum á þessum laugadögum voru yndis- legar. Það skemmtilega við þetta var að það bættist alltaf í hópinn á þessum 20 árum, frá því að vera fimm í það að vera frá átta og upp í 16 manns í pitsu eftir því sem hóp- urinn stækkaði með árunum. Þar var að sjálfsögðu mikið spjallað og mál krufin og leyst. Flestir sem þekkja pabba og mömmu hafa komið til þeirra í sveitasæluna að Lynghóli, en þar fer svo vel um alla sem þangað koma og þá sérstaklega okkur börnin hans. Dýrmætustu tíma- rnar sem við höfum varið með pabba eru einmitt á Lynghól. Ég man svo vel þegar ákveðið var að breyta og stækka Lynghól, þá sagði pabbi að húsið yrði að vera nógu stórt til að rýma börn, maka og öll barnabörnin. Við höfum því verið allt að 17 manns saman yfir jól og páska í góðu yfirlæti. Það er svo skrítið að þegar pabbi okkar greindist með krabbamein fyrir um þremur ár- um, þá vorum við öll svo viss um að hann myndi sigrast á þessu, það gæti ekki verið að pabbi okkar góði færi frá okkur, hann ætti svo langt líf eftir þar sem hann væri svo bráðungur. Við systkinin sát- um hjá pabba fram á síðustu stundu og meira að segja þá vor- um við alltaf með von í hjarta um að hann myndi hressast og síðan læknast en þetta er sennilega ósk- hyggja allra sem eiga veika ná- komna ættingja. Svona er lífið nú ósanngjarnt stundum. Hann pabbi mun halda áfram að hafa góð áhrif á okkur því hann kenndi okkur alveg ótrúlega mikið um jákvæðni og kærleika gagn- vart náunganum. Hann verður alltaf í hjarta okkar og hugsunum. Við munum ætíð sakna elsku pabba. Guð gefi okkur styrk á næst- unni til að takast á við sorgina. Elsku mamma, amma, barnabörn og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur einnig styrk í sorginni. Þín börn, Anna María, Eva Rakel og Guðmundur Anton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.