Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar
Tónlist Bangoura Band mun leika lög í Hafnarhúsinu um kvöldið en með þeim tónleikum lýkur hátíðinni.
Kólumbískur Íslendingur
Juan Camilo Roman Estrada,
talsmaður fjölmenningarráðs
Reykjavíkur, er einn þeirra sem
taka þátt í hátíðinni. Hann er í Fjöl-
menningarráði Reykjavíkur og hef-
ur búið hér í sex ár og á íslenska eig-
inkonu. Hann kynntist henni í
Kólumbíu þar sem hún bjó um tíma
og hún var þá íslenskur Kólumb-
íumaður á þeim tíma, eins og hann
orðar það. Þau bjuggu saman
þar í tvö ár áður en þau fluttu til
Íslands og hafa verið hér síðan.
Hann byrjaði fyrir þremur ár-
um í fjölmenningarráðinu en í
því eru sjö manns frá ýms-
um löndum; Kenía, Fil-
ippseyjum, Kólumbíu,
Hollandi, Þýskalandi,
Víetnam og Bandaríkj-
unum. „Við erum öll
Reykvíkingar,“ segir
Juan.
Aðspurður hvaða
augum hann horfi hátíð-
ina segir hann að mark-
miðið sé að efla samhljóm
milli menningarheima á
Íslandi. „Dagurinn hef-
ur tvöfalt markmið;
bæði þetta með sam-
hljóminn en hitt mark-
miðið er að innflytjendur geti verið
stoltir af uppruna sínum og fengið að
styrkja sjálfsmynd sína á Íslandi,“
segir Juan. „Sjálfsmynd fólks er
misjafnlega sterk þegar það er í
öðru landi og í annarri menningu,
þar sem það talar ekki tungumál
fólksins sem býr þar fyrir. Þessi há-
tíð er fyrir allt samfélagið, því við er-
um öll saman í þessu landi. Sem fjöl-
menningarsamfélag erum við
sterkari saman þegar við lærum
hvert af öðru. Við höldum fjölmenn-
ingarþing annað hvert ár á haustin
þar sem innflytjendur frá ýmsum
löndum hittast og spjalla saman og
þar er fjölmenningarráðið kosið.
Fjölmenningarráðið er kosið á þess-
um þingum til tveggja ára. Ráðið er
tengt Mannréttindaskrifstofu
Reykjavíkurborgar og markmiðið
með því er að vera rödd innflytjenda
á Íslandi.
Þetta er fimmta skiptið sem það
er haldinn svona fjölmenning-
ardagur.
Þetta hefur alltaf heppnast vel
og ég hvet sem flesta til að mæta. Í
ráðhúsinu verðum við með yfir fjöru-
tíu bása þar sem menning margra
annarra landa verður kynnt með
ýmsum hætti. Svo verður gaman að
dansa saman um kvöldið innan um
aðra stolta Íslendinga,“ segir Juan.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
Með vorkomunni fara söngfuglarnir á
kreik og undanfarið hefur verið heil-
mikið í boði um allt land í tónlistarlíf-
inu, þar sem alls konar kórar hafa boð-
ið til vorsöngs og afrakstur vetrar
verið kynntur.
Flaggskipið Karlakór Reykjavíkur
hefur haldið þrenna vortónleika í
Langholtskirkju undanfarið og þeir
fjórðu og síðustu verða í þeirri sömu
kirkju og frábæra sönghúsi kl. 16 í
dag, laugardag.
Á tónleikunum fá áheyrendur að
hlýða á margar af þekktustu íslensku
karlakórsperlunum sem kórinn hefur
oft sungið á langri starfsævi. Má þar
nefna lög eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson, Bjarna Þorsteinsson, Helga
Helgason og fleiri auk úrvals erlendra
laga. Einsöngvari verður Sigrún
(Diddú) Hjálmtýsdóttir, með alla þá
gleði og útgeislun sem hún er kunn
fyrir, en hún mun koma víða við í flutn-
ingi sínum í dag.
Stjórnandi kórsins er Friðrik S.
Kristinsson sem hefur verið við stjórn-
völinn í rúma tvo áratugi og við flygil-
inn er Anna Guðný Guðmundsdóttir.
Karlakór Reykjavíkur og Sigrún Hjálmtýsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Kát Hin geislandi Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, er elskuð og dáð söngkona. Hér
er hún með körlunum í Karlakór Reykjavíkur á æfingu fyrir nokkrum árum.
Ekki missa af Diddú og
körlunum að syngja í dag
Morgunblaðið/Kristinn
Samhljóma Þeir syngja sem ein rödd, karlarnir í Karlakór Reykjavíkur.
Fjölmenningardagur Reykjavík-
urborgar verður haldinn hátíð-
legur í dag og er markmiðið
með hátíðahöldunum að fagna
fjölbreyttri menningu borgar-
samfélagsins.
Hátíðin er nú haldin í
fimmta sinn og má með
sanni segja að hún hafi
öðlast sess í huga
borgarbúa enda set-
ur hún skemmti-
legan blæ á borg-
arlífið.
Fjölbreytt
skemmtidagskrá verð-
ur í boði sem hefst með
setningarathöfn kl. 13
við Hallgrímskirkju.
Hátíðinni lýkur síðan
með tónleikum í Hafn-
arhúsinu sem hefjast
klukkan 20 í kvöld.
Borg dans
og gleði
FJÖLMENNINGARHÁTÍÐ
REYKJAVÍKUR
Í tilefni af alþjóðlega farfugladeg-
inum verður Fuglavernd með fugla-
skoðun á Álftanesi sunnudaginn 12.
maí. Allflestir farfuglanna eru komn-
ir og því má búast við miklu fugla-
lífi. Ólafur Torfason, fuglamerkingar-
maður með meiru, mun leiða hópinn
en lagt verður af stað frá Kasthús-
tjörn klukkan 13:00 stundvíslega.
Mikið er nú af margæs á Álftanesi
en þær eru þar fargestir vor og
haust. Margæsin er minnsta gæsin
hér á landi, aðeins lítið eitt stærri
en stokkönd, með sótsvart höfuð,
háls og bringu og grábrúnt bak og
vængi. Fargestirnir á Álftanesi eru
af undirtegund sem er ljósari á kvið-
inn og verpa á kanadísku Íshafseyj-
unum en hafa vetursetu á Írlandi.
Aðalfæða þeirra er marhálmur, og
draga þær nafn sitt af því, en þær
sækja oft í tún á vorin og éta sjáv-
arfitjung og grænþörunga. Allir eru
velkomnir í gönguna en gaman er að
taka sjónaukann með og klæða sig
vel.
Frekari upplýsingar um alþjóðlega
farfugladaginn má finna á vefsíð-
unni www.worldmigratorybird-
day.org.
Fuglaskoðun á Álftanesi
Fargestur Margæsin dregur nafn sitt af marhálmi sem er aðalfæða hennar.
Margæsin mætt í heimsókn
Skátafélagið Héraðsbúar standa fyr-
ir strandhreinsunarátaki á göngu-
leiðinni milli Unaóss og Stapavíkur í
dag, laugardaginn 11. maí. Óskað er
eftir að sem allra flestir leggi mál-
efninu lið enda vinna margar hend-
ur létt verk. Hist verður klukkan 11
við Unaós þar sem gönguleiðin í
Stapavík byrjar en þegar líða tekur
á daginn verður þáttakendum boðið
í grillveislu. Þáttakendur eru hvattir
til að klæða sig eftir veðri, vera vel
skóaðir og koma með aukabita og
vatnsflösku. Ruslapokar og annað
sem þarf til verksins verður á
staðnum.
Skátafélagið Héraðsbúar
Hressir Skátar eru ávallt viðbúnir og
láta til sína taka þar sem þarf.
Hreinsa
ströndina