Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
www.veislulist.is
Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupand
i sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á b
orð á
einnota veislufötum. Sé veislan 150 manna eða me
ira eru allar veitingar afhentar á einnota veislufötu
m.
Verð frá 2.258 pr. mann
Skútan
PINNAMATUR
FYRIR ÚTSKRIFTINA
Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tím
a dags móttakan
er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” ve
islum er vinsælt
að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð.
Pinnamatur
Þú getur lesið allt um pinnamat
og aðra rétti á heimasíðu okkar
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Refir sem lifa á búsvæðum við
sjávarsíðuna, meðal annars hér á
landi, hafa safnað miklu magni af
kvikasilfri í líffærum sínum. Aftur
á móti er lítið af kvikasilfri í refum
sem veiddir hafa verið inni í landi
hér.
Kemur þetta fram í grein sem
vísindamenn frá Leibniz í Þýska-
landi, Háskólanum í Moskvu í
Rússlandi og Háskóla Íslands og
Melrakkasetri hafa birt í vísinda-
ritinu PLOS ONE á netinu.
Kveikjan að rannsókninni eru
erfiðleikar með refastofninn á rúss-
nesku eyjunni Mednyi í Comman-
der-eyjaklasanum. Stofninn hrundi
fyrir þremur til fjórum áratugum
og hefur hann ekki náð sér al-
mennilega á strik aftur. Ekki hafa
fundist neinar sýkingar sem skýrt
gætu veikindi dýranna og því
beindist athyglin að hugsanlegri
mengun.
Leitað var til Íslands um sýni til
samanburðar. Ester Rut Unn-
steinsdóttir, framkvæmdastjóri
Melrakkaseturs Íslands í Súðavík
og doktorsnemi við Háskóla Ís-
lands, segir að beðið hafi verið um
sýni úr sextíu dýrum, helmingi af
búsvæðum á ströndinni og helm-
ingi innar í landinu. Beðið var um
fimm sýni úr hverju dýri. Ester
segir að Páll Hersteinsson hafi
byrjað að safna sýnum frá veiði-
mönnum og hafi því verið haldið
áfram. Greinin sem Ester og Páll
eru meðhöfundar að fjallar um nið-
urstöður rannsóknar á uppsöfnun
kvikasilfurs í refastofninum.
Kemur úr fæðunni
Vísindamennirnir skoðuðu feldi
melrakka sem höfðu verið veiddir á
Mednyi-eyju fyrr á tímum og voru
til á söfnum. Niðurstöður mælinga
sýndu að refirnir báru einnig í sér
mikið magn af kvikasilfri fyrr á ár-
um. Jafnframt var sýnt fram á að
kvikasilfrið var upprunnið í fæðu
refanna enda fannst mikið af kvika-
silfri í selum og sjófuglum á rann-
sóknarsvæðinu.
Það vakti sérstaka athygli vís-
indamannanna hversu lítið af
kvikasilfri mældist í refum sem
veiddir voru inn til landsins á Ís-
landi. Fæða refa á búsvæðum þar
veldur því ekki sömu kvikasilfurs-
mengun og við ströndina. Vísinda-
mennirnir segja að þetta gæti skipt
máli fyrir heilbrigði og viðgang
stofnsins og tegundarinnar og
benda á að refirnir á Mednyi búi
ekki við þau gæði að geta leitað sér
fæðu inn til landsins.
Ester Rut vekur athygli á því að
90% melrakkastofnsins í Vestur-
Evrópu séu hér á landi og Íslend-
ingar beri mikla ábyrgð á varð-
veislu tegundarinnar. Nauðsynlegt
sé að halda áfram vöktun hans og
hún leggur einnig áherslu á að sjó-
fuglar verði vaktaðir. Þeir geti náð
háum aldri og safnað upp kvika-
silfri.
„Niðurstöðurnar eru sláandi,“
segir Ester og vísar til þess að ekki
aðeins refir lifi á sjávarfangi heldur
einnig mannfólkið. Tíu sinnum
meira sé af kvikasilfri í melrökkum
við sjávarsíðuna en inn til landsins.
Stöðva þarf mengun hafsins
Vísindamennirnir segja niður-
stöður rannsóknarinnar sýna að
ítreka þurfi kröfuna um að stöðva
frekari kvikasilfursmengun í haf-
inu, sér í lagi vegna áhrifa hennar
á þá rándýrastofna sem skipa efstu
sætin í fæðukeðju norðurskauts-
svæða.
Mengun ógnar refum við sjóinn
Niðurstöður vísindarannsóknar sýna að mikið af kvikasilfri er í refum á búsvæðum til sjávarins en lítil
mengun í refum inn til landsins Ítreka kröfur um að stöðva frekari kvikasilfursmengun í hafinu
Morgunblaðið/Ómar
Vísindamaður Ester Rut Unnsteinsdóttir heldur áfram rannsóknum á íslenska heimskautarefnum.
Melrakkinn er norðlægasta
refategundin og útbreiddur á
ströndinni og eyjum allt í kring-
um norðurskautið, að því er
fram kemur á vef Melrakkaset-
urs. Melrakkinn hefur borist til
Íslands með hafís, annaðhvort
frá Grænlandi eða Vestur-
Evrópu. Íslenski stofninn hefur
að mestu verið einangraður frá
því við lok ísaldar. Á Íslandi eru
búsvæði hans tvennskonar, við
sjó og inn til landsins. Mest er
um melrakka við sjávarsíðuna,
ekki síst í grennd við fuglabjörg.
Norðlægasta
refategundin
TÓFAN EINANGRUÐ HÉR