Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is www.veislulist.is Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupand i sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á b orð á einnota veislufötum. Sé veislan 150 manna eða me ira eru allar veitingar afhentar á einnota veislufötu m. Verð frá 2.258 pr. mann Skútan PINNAMATUR FYRIR ÚTSKRIFTINA Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tím a dags móttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” ve islum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Pinnamatur Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Refir sem lifa á búsvæðum við sjávarsíðuna, meðal annars hér á landi, hafa safnað miklu magni af kvikasilfri í líffærum sínum. Aftur á móti er lítið af kvikasilfri í refum sem veiddir hafa verið inni í landi hér. Kemur þetta fram í grein sem vísindamenn frá Leibniz í Þýska- landi, Háskólanum í Moskvu í Rússlandi og Háskóla Íslands og Melrakkasetri hafa birt í vísinda- ritinu PLOS ONE á netinu. Kveikjan að rannsókninni eru erfiðleikar með refastofninn á rúss- nesku eyjunni Mednyi í Comman- der-eyjaklasanum. Stofninn hrundi fyrir þremur til fjórum áratugum og hefur hann ekki náð sér al- mennilega á strik aftur. Ekki hafa fundist neinar sýkingar sem skýrt gætu veikindi dýranna og því beindist athyglin að hugsanlegri mengun. Leitað var til Íslands um sýni til samanburðar. Ester Rut Unn- steinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkaseturs Íslands í Súðavík og doktorsnemi við Háskóla Ís- lands, segir að beðið hafi verið um sýni úr sextíu dýrum, helmingi af búsvæðum á ströndinni og helm- ingi innar í landinu. Beðið var um fimm sýni úr hverju dýri. Ester segir að Páll Hersteinsson hafi byrjað að safna sýnum frá veiði- mönnum og hafi því verið haldið áfram. Greinin sem Ester og Páll eru meðhöfundar að fjallar um nið- urstöður rannsóknar á uppsöfnun kvikasilfurs í refastofninum. Kemur úr fæðunni Vísindamennirnir skoðuðu feldi melrakka sem höfðu verið veiddir á Mednyi-eyju fyrr á tímum og voru til á söfnum. Niðurstöður mælinga sýndu að refirnir báru einnig í sér mikið magn af kvikasilfri fyrr á ár- um. Jafnframt var sýnt fram á að kvikasilfrið var upprunnið í fæðu refanna enda fannst mikið af kvika- silfri í selum og sjófuglum á rann- sóknarsvæðinu. Það vakti sérstaka athygli vís- indamannanna hversu lítið af kvikasilfri mældist í refum sem veiddir voru inn til landsins á Ís- landi. Fæða refa á búsvæðum þar veldur því ekki sömu kvikasilfurs- mengun og við ströndina. Vísinda- mennirnir segja að þetta gæti skipt máli fyrir heilbrigði og viðgang stofnsins og tegundarinnar og benda á að refirnir á Mednyi búi ekki við þau gæði að geta leitað sér fæðu inn til landsins. Ester Rut vekur athygli á því að 90% melrakkastofnsins í Vestur- Evrópu séu hér á landi og Íslend- ingar beri mikla ábyrgð á varð- veislu tegundarinnar. Nauðsynlegt sé að halda áfram vöktun hans og hún leggur einnig áherslu á að sjó- fuglar verði vaktaðir. Þeir geti náð háum aldri og safnað upp kvika- silfri. „Niðurstöðurnar eru sláandi,“ segir Ester og vísar til þess að ekki aðeins refir lifi á sjávarfangi heldur einnig mannfólkið. Tíu sinnum meira sé af kvikasilfri í melrökkum við sjávarsíðuna en inn til landsins. Stöðva þarf mengun hafsins Vísindamennirnir segja niður- stöður rannsóknarinnar sýna að ítreka þurfi kröfuna um að stöðva frekari kvikasilfursmengun í haf- inu, sér í lagi vegna áhrifa hennar á þá rándýrastofna sem skipa efstu sætin í fæðukeðju norðurskauts- svæða. Mengun ógnar refum við sjóinn  Niðurstöður vísindarannsóknar sýna að mikið af kvikasilfri er í refum á búsvæðum til sjávarins en lítil mengun í refum inn til landsins  Ítreka kröfur um að stöðva frekari kvikasilfursmengun í hafinu Morgunblaðið/Ómar Vísindamaður Ester Rut Unnsteinsdóttir heldur áfram rannsóknum á íslenska heimskautarefnum. Melrakkinn er norðlægasta refategundin og útbreiddur á ströndinni og eyjum allt í kring- um norðurskautið, að því er fram kemur á vef Melrakkaset- urs. Melrakkinn hefur borist til Íslands með hafís, annaðhvort frá Grænlandi eða Vestur- Evrópu. Íslenski stofninn hefur að mestu verið einangraður frá því við lok ísaldar. Á Íslandi eru búsvæði hans tvennskonar, við sjó og inn til landsins. Mest er um melrakka við sjávarsíðuna, ekki síst í grennd við fuglabjörg. Norðlægasta refategundin TÓFAN EINANGRUÐ HÉR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.