Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 131. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Sigga Beinteins breytti …
2. Varð frá að hverfa sökum veikinda
3. „Ákvað að búa mér til vinnu“
4. 12 konur sem þú ættir að …
Listakonan Ragnheiður Bjarnason
mun í dag fremja gjörninginn „The
White Walkers“ á gjörningahátíðinni
Verona Risuona í Verona á Ítalíu en
markmiðið með þeirri hátíð er að
koma list inn í almenningsrými. Verk
Ragnheiðar er gjörningur sniðinn að
almannarými og umfjöllunarefnið
ástin, að kaupa sér ást eða vera virki-
lega ástfanginn, eins og Ragnheiður
lýsir því, og um von ungra kvenna um
að prinsinn komi einn daginn á hvíta
hestinum og bjargi þeim. Ragnheiður
útskrifaðist með BA-gráðu frá dans-
braut Listaháskóla Íslands árið 2009
og hefur unnið sem sjálfstætt starf-
andi listakona frá útskrift. Verk henn-
ar eru þverfagleg, í þeim blandast
dans og hreyfilist saman við innsetn-
ingar og sjónlistir.
Morgunblaðið/Golli
Ragnheiður flytur
gjörning í Verona
Efnt verður til umræðufundar á
morgun kl. 21 í Þjóðleikhúskjall-
aranum í tengslum við sýningu leik-
hópsins Lab Loka á leikverkinu Hvörf-
um, sem fjallar um Guðmundar- og
Geirfinnsmálið. Lögfræðingarnir
Ragnar Aðalsteinsson og Brynjar
Níelsson, fjölmiðlamennirnir Sig-
ursteinn Másson og Jón Daníelsson
auk Tryggva Hübner munu sitja við
pallborðið en fundarstjóri verður Ill-
ugi Jökulsson. Einnig
verða ýmsir í salnum
sem málinu tengj-
ast með einum eða
öðrum hætti. Um-
ræðurnar hefjast að
lokinni 6. sýningu á
Hvörfum.
Rætt um Guðmundar-
og Geirfinnsmálið
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-8 m/s og rigning með köflum eða skúrir, en úrkomu-
lítið um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 10 stig.
Á sunnudag SA átt 5-10 m/s, en norðaustan 8-13 um kvöldið. Rigning og súld með köfl-
um S- og V-lands en skýjað með köflum og þurrt að kalla annars staðar. Hiti 3 til 8 stig.
Á mánudag A og NA 8-15 m/s NV-til og með norðurströndinni, en annars hægari. Rign-
ing eða skúrir, en léttir til um sunnanvert landið þegar líður á daginn. Hiti 2 til 10 stig.
Bjarki Gunnlaugsson lék undir stjórn
Davids Moyes hjá Preston á sínum
tíma og segir að hann hafi strax séð
að Skotinn gæti náð langt sem knatt-
spyrnustjóri. „Hann er gríðarlegur
karakter og hefur ákveðið viðmót
sem gerir það að verkum að leikmenn
óttast hann á jákvæðan hátt,“ segir
Bjarki um nýráðinn stjóra Manchest-
er United. »2-3
Leikmenn óttast Moyes
á jákvæðan hátt
Arnór Smárason tók þátt í
að vinna fyrsta stóra titilinn
sem Esbjerg hlýtur í dönsku
knattspyrnunni í 34 ár.
Hann hefur nú orðið bikar-
meistari í tveimur löndum.
„Ég er bara mjög sáttur að
vera kominn með tvo
stóra titla aðeins
24 ára gamall,“
segir Arnór. »4
Arnór með sinn
annan stóra titil
Ægir Þór Steinarsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, ætlar að
reyna fyrir sér í atvinnumennsku
næsta vetur. Hann segir skilið við
bandaríska háskólakörfuboltann eftir
tvö ár þar. „Ég hef ekki fengið
nein formleg tilboð. Mér hefur
verið sýndur áhugi og ég
held að margir ís-
lenskir leikmenn
verði varir við
áhuga á mark-
aðnum núna,“
segir Ægir. »1
Ægir ætlar í atvinnu-
mennskuna í Evrópu
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is
„Við eigum von á því að þarna verði
fulltrúar frá 90 þjóðernum,“ segir
Jóna Vigdís Kristinsdóttir, verk-
efnastjóri á mannréttindaskrifstofu
Reykjavíkurborgar, en í dag er
fjölmenningardagur Reykjavíkur-
borgar haldinn hátíðlegur í fimmta
sinn. Dagskráin hefst við Hall-
grímskirkju þar sem Jón Gnarr,
borgarstjóri Reykjavíkur, setur há-
tíðina. Eftir það fer skrúðganga
niður Skólavörðustíginn að Ráð-
húsi Reykjavíkur þar sem boðið
verður upp á fjölbreytta dagskrá.
Margir koma að deginum
„Í göngunni verður heljarinnar
dreki,“ segir Jóna. Hann mun vafa-
laust vekja athygli, því hann er um
tíu metrar á lengd og dreginn
áfram af tólf manneskjum.
Margir koma að skrúðgöngunni
og verða um fjörutíu atriði í henni.
Að baki hverju atriði eru nokkrir
einstaklingar sem vinna saman að
undirbúningi.
„Einhverra hluta vegna hafa veð-
urguðirnir alltaf verið okkur hlið-
hollir,“ segir Jóna. „Við erum með
konu frá Kenía sem pantar alltaf
sérstaklega gott veður fyrir okk-
ur,“ bætir hún við og hlær. „Hún
kann marga veðurdansa og sér því
alltaf um þennan hluta.“
Kaupmenn á Skólavörðustígnum
taka göngunni fagnandi að sögn
Jónu og hafa gaman af. „Hún
lífgar upp á verslunarlífið,“
segir hún.
Ekki bara fyrir
útlendinga
Gangan endar við
Ráðhúsið en þar verða
yfir fjörutíu aðilar
sem sýna handverk,
hönnun og kynna sína
menningu. Þar geta
gestir og gangandi kynnt sér fram-
andi matargerð og fengið að
bragða á ýmsu góðgæti. Í kvöld
verða tónleikar í Hafnarhúsinu þar
sem boðið verður upp á afríska tón-
list.
Markmið dagsins er að vekja at-
hygli á fjölmenningu á Íslandi og
því sem þjóðernin mörgu hafa upp
á að bjóða. Jóna segir þetta einnig
tækifæri fyrir hópa til að tengjast
innbyrðis, sýna sig og sjá aðra.
„Við hvetjum fólk til að slást í för
með göngunni,“ segir Jóna. „Sumir
halda að þetta sé bara fyrir útlend-
ingana, en þetta er fyrir okkur öll.“
Umfang dagsins verður meira
með hverju árinu. „Við ætlum að
verða stærri en Gay Pride,“ segir
Jóna. »10
Athygli vakin á fjölmenningu
Tækifæri til að
kynnast mismun-
andi þjóðernum
Morgunblaðið/Ómar
Frá öllum heimshornum Það var líf og fjör í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þegar undirbúningur fyrir fjölmenningar-
daginn fór fram. Í dag taka fulltrúar frá 90 þjóðernum þátt í dagskránni sem hefst á skrúðgöngu.
Að sögn Jónu Vigdísar Krist-
insdóttur býr fólk frá um 130
löndum í Reykjavík í dag. Þátt-
takendur í dagskránni í dag
verða meðal annars frá Taí-
landi, Búlgaríu, Rússlandi,
Ungverjalandi, Gana, Kína
og Nígeríu. Þá verður einn-
ig fólk frá erlendum nem-
endafélögum, afródansarar
og trommuleikarar frá
Kramhúsinu ásamt félögum í
félaginu Ísland-Palestína.
Í ár verður í fyrsta skipti vík-
ingahópur í göngunni. „Þetta eru
íslensku víkingarnir okkar,“ segir
Jóna. „Við erum mjög ánægð að fá
þá með okkur.“
Í Ráðhúsinu geta gestir til að
mynda fengið nafnið sitt ritað á
arabísku, kynnt sér alþjóðleg ung-
mennaskipti og spjallað við full-
trúa frá félagi Litháa hér á landi.
Fjölbreytt ganga í ár
Í REYKJAVÍK BÝR FÓLK FRÁ 130 LÖNDUM
Jóna Vigdís Kristinsdóttir