Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Með þessari sýningu fögnum við því að 20. maí nk. eru 30 ár liðin frá opnun safnsins og 120 ár frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar,“ segir Elísabet Bjarklind Þórisdóttir, verk- efnastjóri í Ásmundarsafni, um sýn- inguna Sagnabrunnur sem opnuð verður í Ásmundarsafni í dag kl. 16. Á sýningunni gefur að líta tuttugu höggmyndir í eigu Listasafns Reykjavíkur sem vísa allar með ein- um eða öðrum hætti í bókmenntaarf- inn. „Verkin eru þannig til vitnis um þann mikla sögumann sem Ásmund- ur var, en hann sótti sér margoft innblástur í helgisögur, goðsagnir, Íslendingasögur og þjóðsögur,“ seg- ir Elísabet og rifjar upp að Ásmund- ur hafi verið mikill bókamaður og lesið mikið. „Hann bjó yfir einstakri frásagnarsnilld,“ segir Elísabet og bendir á að verkin fangi oft drama- tískasta eða áhrifamesta augnablik hverrar sögu. Sem dæmi velji Ás- mundur dauðastund Grettis úr Grettissögu í verkinu Dauði Grettis og átökin í verkinu Móðir mín í kví kví. Af öðrum verkum má nefna Hel- reiðina sem er innblásið af þjóðsög- unni um Djáknann á Myrká og Eddu, þar sem m.a. segi: „Hel á allt. Allt er vígt dauðanum, blóm, jörð og menn.“ Safnið stærsti skúlptúrinn Elísabet bendir á að Ásmundur hafi unnið Helreiðina á stríðs- árunum. „Ásmundur var einn af mjög fáum íslenskum listamönnum sem á þessum tíma fókúseruðu á stríð og afleiðingar þess. Það helgast mögulega af því að hann var sigldur maður, en hann dvaldi erlendis við nám og störf samfleytt um tíu ára skeið í Danmörku, Svíþjóð og Frakklandi,“ segir Elísabet. Að- spurð segir hún verkin á sýningunni unnin á árunum 1922-1968 og því gefi þau góða innsýn í fjölbreyttan feril listamannsins. „Verkin eru ým- ist unnin í tré, gifs, eir, brons eða járn, en á seinni hluta ferils síns fór Ásmundur í auknum mæli að vinna verk í járn. Ásmundur lærði tré- skurð á sínum tíma hjá Ríkharði Jónssyni og vann mikið af ein- staklega fallegum tréverkum, m.a. úr Íslendingasögunum,“ segir Elísabet og nefnir í því sambandi Sonartorrek. „Það verk er reyndar til í bæði tré, steypu og gifsi, því Ás- mundur vann verk sín oft í ólík efni. Hann bjó yfir þeim einstaka hæfi- leika að geta sjálfur stækkað verkin og útbjó raunar sérstakt mælitæki í því skyni,“ segir Elísabet og tekur fram að Ásmundur hafi verið mikill uppfinningamaður og góður hönn- uður, en Ásmundarsafnið í Sigtúni beri þess glöggt merki. „Húsið sem var heimili listamannsins og vinnu- stofa er í reynd stærsti skúlptúr Ás- mundar, en hann hannaði það sjálfur og byggði,“ segir Elísabet og tekur fram að hún vonist til þess að yf- irstandandi viðgerðir á húsnæði safnsins trufli sýningargesti sem minnst, en áætlað er að viðgerðum ljúki um miðjan júní. Þrjú ný verk bætast við garðinn Að sögn Elísabetar verður mikið um að vera í tilefni afmælisársins og nefnir hún í því samhengi að þremur nýjum verkum verður bætt við höggmyndagarðinn við Ásmundar- safn og ný afsteypa kynnt. „Höggmyndagarðurinn við Ásmund- arsafn er vinsæll og mjög vel sóttur, bæði af ferðafólki og listunnendum á öllum aldri. Það er okkur því mikil ánægja að geta bætt þremur nýjum verkum við garðinn, þeirra á meðal Ljóðið um rokkinn og Eldgos, sem öll eru unnin á seinni hluta listferils Ásmundar og eru úr járni. Á morg- un, mæðradaginn, mun Dýrkun bæt- ist í hóp þeirra afsteypna sem til sölu eru hér í safninu. Þessarar afsteypu hefur verið beðið með mikilli eft- irvæntingu, enda fallegt verk,“ segir Elísabet og segir viðeigandi að af- steypan sé kynnt á mæðradeginum þar sem verkið sýni móður sem horf- ir aðdáunaraugum á barn sitt, en styttuna má m.a. sjá í högg- myndagarðinum við safnið. „Sýningin Sagnabrunnur mun standa út árið og verðum við með ýmsar uppákomur í tengslum við hana. Sem dæmi má nefna að 2. júní kl. 14 munum við bjóða upp á rútu- ferð þar sem Þorbjörg Gunnars- dóttir safnafræðingur mun fræða rútugesti um styttur Ásmundar sem staðsettar eru víðs vegar um bæinn, 11. ágúst kl. 14 verður Ingunn Ás- dísardóttir með erindi um tengsl verka Ásmundar við bókmenntaarf- inn og 8. september kl. 14 fjallar Sig- urður Pálsson skáld um heimsborg- arann Ásmund.“ Þess má að lokum geta að safnið verður opið mánudag- inn 20. maí, á annan í hvítasunnu, sem er fæðingardagur Ásmundar og af því tilefni verður aðgangur að safninu ókeypis. „Hann bjó yfir ein- stakri frásagnarsnilld“  Sagnabrunnur verður opnaður í Ásmundarsafni í dag Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Stórvirki Helreiðin er meðal þeirra verka Ásmundar Sveinssonar sem sjá má á sýningunni. Myndhöggvarinn lét m.a. útfæra verkið í steypu. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS GERSEMAR 18.5. - 25.8. 2013 HUGLÆG LANDAKORT - MANNSHVÖRF 18.5. - 30.6. 2013 SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Opið þriðjud.-fimmtud. kl. 11-14, sunnud. 13-16 Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands Opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Síðasta sýningarhelgi: Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990 og Nýjar myndir-gömul tækni List án landamæra: Grösugir strigar og Systralist Grunnsýning: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Hátíðarsýningar í tilefni 150 ára afmælis Þjóðminjasafns: Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús Fylgist með á facebook: http://www.facebook.com/thjodminjasafn Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 Tilraun til að beisla ljósið Síðasta sýningarhelgi Hellisgerði, blóma- og skemmtigarður Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Spjall um íslenska leirinn sunnudag kl. 14. NORDIC DESIGN TODAY (13.3.-26.5.2013) Innlit í Glit (8.2. – 26.5.) Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Suðvesturland | Vestur land | Vestfirðir | Norðu rland | Austurland | Suð urlandFerðasumar 2012 Ferðasumar 2013 ferðablað innanlands SÉRBLAÐ Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. maí. Í blaðinu verður viðburðadagatal sem ferðalangar geta flett upp í á ferðalögum um landið og séð hvað um er að vera á því svæði sem verið er að ferðast um í. –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út sérblað Ferðasumar 2013 ferðablað innanlands föstudaginn 17. maí. AÐGANGUR ÓKEYPIS HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 14. MAÍ KL.12:15 ERLA BJÖRG KÁRADÓTTIR SÓPRAN HANNA ÞÓRA GUÐBRANDSDÓTTIR SÓPRAN ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ ÓPERUARÍUR OG DÚETTAR EFTIR BELLINI, PUCCINI O.FL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.