Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Með þessari sýningu fögnum við
því að 20. maí nk. eru 30 ár liðin frá
opnun safnsins og 120 ár frá fæðingu
Ásmundar Sveinssonar,“ segir
Elísabet Bjarklind Þórisdóttir, verk-
efnastjóri í Ásmundarsafni, um sýn-
inguna Sagnabrunnur sem opnuð
verður í Ásmundarsafni í dag kl. 16.
Á sýningunni gefur að líta tuttugu
höggmyndir í eigu Listasafns
Reykjavíkur sem vísa allar með ein-
um eða öðrum hætti í bókmenntaarf-
inn. „Verkin eru þannig til vitnis um
þann mikla sögumann sem Ásmund-
ur var, en hann sótti sér margoft
innblástur í helgisögur, goðsagnir,
Íslendingasögur og þjóðsögur,“ seg-
ir Elísabet og rifjar upp að Ásmund-
ur hafi verið mikill bókamaður og
lesið mikið. „Hann bjó yfir einstakri
frásagnarsnilld,“ segir Elísabet og
bendir á að verkin fangi oft drama-
tískasta eða áhrifamesta augnablik
hverrar sögu. Sem dæmi velji Ás-
mundur dauðastund Grettis úr
Grettissögu í verkinu Dauði Grettis
og átökin í verkinu Móðir mín í kví
kví. Af öðrum verkum má nefna Hel-
reiðina sem er innblásið af þjóðsög-
unni um Djáknann á Myrká og
Eddu, þar sem m.a. segi: „Hel á allt.
Allt er vígt dauðanum, blóm, jörð og
menn.“
Safnið stærsti skúlptúrinn
Elísabet bendir á að Ásmundur
hafi unnið Helreiðina á stríðs-
árunum. „Ásmundur var einn af
mjög fáum íslenskum listamönnum
sem á þessum tíma fókúseruðu á
stríð og afleiðingar þess. Það helgast
mögulega af því að hann var sigldur
maður, en hann dvaldi erlendis við
nám og störf samfleytt um tíu ára
skeið í Danmörku, Svíþjóð og
Frakklandi,“ segir Elísabet. Að-
spurð segir hún verkin á sýningunni
unnin á árunum 1922-1968 og því
gefi þau góða innsýn í fjölbreyttan
feril listamannsins. „Verkin eru ým-
ist unnin í tré, gifs, eir, brons eða
járn, en á seinni hluta ferils síns fór
Ásmundur í auknum mæli að vinna
verk í járn. Ásmundur lærði tré-
skurð á sínum tíma hjá Ríkharði
Jónssyni og vann mikið af ein-
staklega fallegum tréverkum, m.a.
úr Íslendingasögunum,“ segir
Elísabet og nefnir í því sambandi
Sonartorrek. „Það verk er reyndar
til í bæði tré, steypu og gifsi, því Ás-
mundur vann verk sín oft í ólík efni.
Hann bjó yfir þeim einstaka hæfi-
leika að geta sjálfur stækkað verkin
og útbjó raunar sérstakt mælitæki í
því skyni,“ segir Elísabet og tekur
fram að Ásmundur hafi verið mikill
uppfinningamaður og góður hönn-
uður, en Ásmundarsafnið í Sigtúni
beri þess glöggt merki. „Húsið sem
var heimili listamannsins og vinnu-
stofa er í reynd stærsti skúlptúr Ás-
mundar, en hann hannaði það sjálfur
og byggði,“ segir Elísabet og tekur
fram að hún vonist til þess að yf-
irstandandi viðgerðir á húsnæði
safnsins trufli sýningargesti sem
minnst, en áætlað er að viðgerðum
ljúki um miðjan júní.
Þrjú ný verk bætast við garðinn
Að sögn Elísabetar verður mikið
um að vera í tilefni afmælisársins og
nefnir hún í því samhengi að þremur
nýjum verkum verður bætt við
höggmyndagarðinn við Ásmundar-
safn og ný afsteypa kynnt.
„Höggmyndagarðurinn við Ásmund-
arsafn er vinsæll og mjög vel sóttur,
bæði af ferðafólki og listunnendum á
öllum aldri. Það er okkur því mikil
ánægja að geta bætt þremur nýjum
verkum við garðinn, þeirra á meðal
Ljóðið um rokkinn og Eldgos, sem
öll eru unnin á seinni hluta listferils
Ásmundar og eru úr járni. Á morg-
un, mæðradaginn, mun Dýrkun bæt-
ist í hóp þeirra afsteypna sem til sölu
eru hér í safninu. Þessarar afsteypu
hefur verið beðið með mikilli eft-
irvæntingu, enda fallegt verk,“ segir
Elísabet og segir viðeigandi að af-
steypan sé kynnt á mæðradeginum
þar sem verkið sýni móður sem horf-
ir aðdáunaraugum á barn sitt, en
styttuna má m.a. sjá í högg-
myndagarðinum við safnið.
„Sýningin Sagnabrunnur mun
standa út árið og verðum við með
ýmsar uppákomur í tengslum við
hana. Sem dæmi má nefna að 2. júní
kl. 14 munum við bjóða upp á rútu-
ferð þar sem Þorbjörg Gunnars-
dóttir safnafræðingur mun fræða
rútugesti um styttur Ásmundar sem
staðsettar eru víðs vegar um bæinn,
11. ágúst kl. 14 verður Ingunn Ás-
dísardóttir með erindi um tengsl
verka Ásmundar við bókmenntaarf-
inn og 8. september kl. 14 fjallar Sig-
urður Pálsson skáld um heimsborg-
arann Ásmund.“ Þess má að lokum
geta að safnið verður opið mánudag-
inn 20. maí, á annan í hvítasunnu,
sem er fæðingardagur Ásmundar og
af því tilefni verður aðgangur að
safninu ókeypis.
„Hann bjó yfir ein-
stakri frásagnarsnilld“
Sagnabrunnur verður opnaður í Ásmundarsafni í dag
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Stórvirki Helreiðin er meðal þeirra verka Ásmundar Sveinssonar sem sjá
má á sýningunni. Myndhöggvarinn lét m.a. útfæra verkið í steypu.
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
GERSEMAR 18.5. - 25.8. 2013
HUGLÆG LANDAKORT - MANNSHVÖRF 18.5. - 30.6. 2013
SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur.
KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN
Opið þriðjud.-fimmtud. kl. 11-14, sunnud. 13-16
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. www.listasafn.is
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands
Opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Síðasta sýningarhelgi:
Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990 og Nýjar myndir-gömul tækni
List án landamæra:
Grösugir strigar og Systralist
Grunnsýning:
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Hátíðarsýningar í tilefni 150 ára afmælis Þjóðminjasafns:
Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús
Fylgist með á facebook: http://www.facebook.com/thjodminjasafn
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17
Tilraun til að
beisla ljósið
Síðasta sýningarhelgi
Hellisgerði,
blóma- og skemmtigarður
Opið 12-17, fim. 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Spjall um íslenska leirinn
sunnudag kl. 14.
NORDIC DESIGN TODAY
(13.3.-26.5.2013)
Innlit í Glit (8.2. – 26.5.)
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Suðvesturland | Vestur
land | Vestfirðir | Norðu
rland | Austurland | Suð
urlandFerðasumar 2012
Ferðasumar 2013
ferðablað innanlands
SÉRBLAÐ
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105 kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. maí.
Í blaðinu verður
viðburðadagatal sem
ferðalangar geta flett
upp í á ferðalögum
um landið og séð
hvað um er að vera á
því svæði sem verið
er að ferðast um í. –– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið
gefur út sérblað
Ferðasumar 2013
ferðablað
innanlands
föstudaginn
17. maí.
AÐGANGUR ÓKEYPIS
HÁDEGISTÓNLEIKAR
Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU
ÞRIÐJUDAGINN 14. MAÍ KL.12:15
ERLA BJÖRG KÁRADÓTTIR SÓPRAN
HANNA ÞÓRA GUÐBRANDSDÓTTIR SÓPRAN
ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ
ÓPERUARÍUR
OG DÚETTAR
EFTIR BELLINI,
PUCCINI O.FL.