Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 ✝ Jón SnædalLogason skip- stjóri fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1971. Hann lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 6. maí 2013. Hann var sonur hjónanna Loga Snædal Jónssonar skipstjóra, f. 21. júlí 1948, d. 15. október 1996, og Höllu Jónínu Gunn- arsdóttur fiskverkakonu, f. 5. desember 1941. Bróðir Jóns, f. 5. maí 1970, d. 6. maí 1970, jarð- sunginn óskírður Logason. Syst- ur Jóns eru Sigrún Snædal janúar 1998, og Sæþór Páll, f. 3. júlí 2001. Jón lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum í Vest- mannaeyjum vorið 1993. Hann réð sig fyrst til sjós 16 ára gam- all og starfaði sem sjómaður all- ar götur síðan, lengst af sem stýrimaður og skipstjóri á Smá- ey VE 144. Jón var alla tíð virk- ur í íþróttastarfi í Vest- mannaeyjum. Hann lék handknattleik og knattspyrnu í yngri flokkum með Íþrótta- félaginu Þór í Vestmannaeyjum og handknattleik í meist- araflokki með ÍBV. Jón var ötull stuðningsmaður í starfi félags- ins. Síðari ár stundaði Jón al- menna líkamsrækt af miklu kappi í góðum félagsskap í lík- amsræktarstöðinni Hressó. Útför Jóns verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, í dag, 11. maí 2013, og hefst at- höfnin kl. 14. Logadóttir, f. 12. júní 1973, og Sæ- björg Snædal Loga- dóttir f. 21. júní 1977. Eftirlifandi eig- inkona Jóns er Berglind Kristjáns- dóttir gler- listakona, f. 8. októ- ber 1971. Foreldrar Berglindar eru Kristján Valur Ósk- arsson, f. 13. maí 1946, og Emma Pálsdóttir, f. 10. apríl 1944. Börn Jóns og Berglindar eru Halla Björk, f. 13. nóvember 1993, unnusti Höllu er Hjálmar Viðarsson. Logi Snædal, f. 26. Elsku Nonni minn, ég hef verið skotin í þér frá 15 ára aldri. Ég man hvað mér fannst þú fyndinn og skemmtilegur strákur og var strax staðráðin í því að þú yrðir maðurinn minn. Við byrjuðum saman 1989 og eignuðumst frum- burðinn hana Höllu Björk 1993. Við vorum ung en mér fannst ég tilbúin í móðurhlutverkið, en þú varst óttalegur peyi og þurftir að skemmta þér svolítið meira. Það var alltaf fjör í kring um Nonna Loga, mikill húmor. Þú kláraðir Stýrimannaskólann vorið 1993 með stæl og réðir þig á Smáey hjá pabba þínum, bátinn sem þú varst búinn að vera á frá 16 ára aldri, endaðir þar sem skipstjóri. Við fluttum á Illugagötuna 1995. Ég gleymi aldrei þegar þú komst heim og sagðir mér að pabbi þinn væri dáinn, þvílík sorg, það var erfitt að horfa á eftir honum. Logi kom í heiminn 1998, alnafni afa síns. Mikið var ég stolt af þér þeg- ar þú hættir að drekka, duglegur og ákveðinn lærðir þú að taka einn dag í einu, síðan eru liðin 12 ár. Sæþór Páll fæddist 2001. Þú varst yndislegur pabbi og ert börnunum svo kær. Svo kom skellurinn hjá okkur í júlí 2007 þegar þú greindist með æxli í höfði og þú fórst í skurð- aðgerð, lyfjameðferð og geisla- meðferð. Þú varst algjör hetja, kvartaðir aldrei. Ef þú fannst fyrir ógleði þá fórstu bara á Hressó og hljópst ógleðina úr þér. Allt gekk vel þar til í október 2011, þá grein- istu aftur og fórst í skurðaðgerð og varst í lyfjameðferð fram í ágúst 2012. Í október í fyrra hafði myndast æxli hinumegin í heila- hvelinu á vondum stað, ekki hægt að skera, eingöngu lyfjameðferð. Þú tókst því með æðruleysi og við breyttum gjörsamlega mataræð- inu, stunduðum jóga, og ýmislegt annað, þessi vinna bar góðan ár- angur, 6. desember var æxlið horf- ið. Við áttum yndisleg jól, sem ég er þakklát fyrir. Þann 31. janúar fékkstu frábæra skoðun og leyfi til að fara á sjóinn, sem þú varst bú- inn að þrá svo mikið. Svo kom aft- ur skellur 6. mars, þá veiktistu al- varlega og náðir þér ekki aftur. Ótrúlegt að á þessum tæplega sex árum, fannst mér þú aldrei veikur, þú varst mikil hetja. Ég þekki t.d. engan sjómann sem farið hefur með krabbameinslyfin sín á sjó- inn. Ég er þakklát fyrir margt á þessum sex árum, þrátt fyrir þessa algjöru rússíbanareið hjá okkur elskan. Ég er þakklát fyrir að hafa getað sinnt þér vel síðustu tvo mánuði, ásamt hópi af yndis- legu fólki, sem hjálpaði okkur mikið. Þú varst ekki mikið fyrir sjúkrahús, enda varstu þar bara í 15 klukkutíma í lokin. Mikið er ég þér þakklát fyrir að koma til baka á sjúkrahúsinu og leyfa börnun- um, foreldrum og Daða að kveðja þig. Ég náði að hrista þig til baka og bað þig að bíða eftir þeim. Ég er í dag þakklát fyrir það hvað ég hef verið ofvirk á myndavélinni í gegnum árin. Ég er mjög þakklát fyrir okkar yndislega líf, við elsk- uðum hvort annað heitt og vorum mjög góðir vinir. Við sögðum oft við hvort annað „ég elska þig útaf lífinu“ og við ætluðum að verða gömul saman. En lífið fer því mið- ur oft á annan veg en við ætlum. Ég mun hugsa vel um yndislegu og fallegu börnin okkar og ég veit að þú munt alltaf vera með okkur, ástin mín. Megi góður Guð geyma þig og ég veit að nú líður þér vel. Ég veit að pabbi þinn, bróðir og allt okkar fólk hefur tekið vel á móti þér. Ég elska þig útaf lífinu. Þín eiginkona, Berglind. Pabbi var skemmlegasti og fyndnasti maður sem ég hef kynnst. Það er ömurlegt hvað ég þurfti að vera ungur þegar pabbi féll frá. Ég man vel kvöldin þegar við sungum hvor annan í svefn. Þá sungum við lagið Góða nótt minn litli ljúfur. Það er gott að núna líð- ur pabba vel og getur verið hann sjálfur og núna getur hann verið með pabba sínum og bróður. Ég er svo sáttur með að pabbi vildi bíða eftir okkur uppi á spítala og kveðja okkur. Pabbi, hvíldu í friði. Ég hlakka rosalega mikið til að hitta þig á himnum. Þegar við hitt- umst, alveg sama hversu langt er liðið, mun ég sjá um þig á himnum, þá passa ég upp á þig, ekki guð. Pabbi farðu vel með þig á himn- um. Sé þig seinna. Sæþór Páll Jónsson. Elsku fallegi og yndislegi pabbi minn. Nú ertu farinn frá okkur og kominn á betri stað. Þú ert algjör hetja í augum okkar allra. Allt það sem þú gerðir fyrir mig og allar þær stundir sem við áttum saman er ég þér ævinlega þakklát fyrir. Ég er fullviss um það að pabbi þinn og bróðir munu taka á móti þér opnum örmum. Þeir eru trú- lega mjög glaðir að sjá þig og þú eflaust þá, þrátt fyrir að þú hafir viljað vera hér með okkur mömmu og strákunum. En ég heiti þér því að ég passa upp á mömmu og strákana þína, hafðu ekki áhyggj- ur af því. Ég var ekki alltaf sú still- tasta og ekki þú heldur miðað við allar sögurnar sem ég hef heyrt af þér kallinn minn, en ég er nú að þroskast. Þú ert búinn að berjast eins og hetja í gegnum þessi veik- indi þín og ég gæti ekki verið stolt- ari af þér. Ég leit alltaf upp til þín og ég mun gera það að eilífu. Það var erfitt að horfa upp á þig kvelj- ast og sjá þig svona veikan, en í leiðinni þakka ég fyrir að hafa staðið þér við hlið þann tíma sem þú varst sem mest veikur og í gegnum öll þín veikindi. Þú sagðir sjálfur að þú ætlaðir aldrei að dvelja lengi á spítala og það gerðir þú svo sannarlega ekki. Það er ómetanlegt að hafa getað haft þig hér heima, í faðmi fjölskyldunnar. Þú verður alltaf í hjarta mínu og ég mun hugsa til þín alla daga, elsku hjartans gullið mitt. Get ekki lýst því í orðum hvað ég elska þig mikið og sakna þín. Hvíldu í friði ástin mín. Minning þín lifir í hjarta mínu að eilífu. Hlakka til að hitta þig hvenær sem það nú verður, en þá er aldrei að vita nema ég splæsi í einn ís handa þér. Elska þig að ei- lífu. Þín uppáhalds og eina dóttir, Halla Björk Jónsdóttir. Elsku besti pabbi minn. Nú ert þú farinn frá okkur og kominn á annan og vonandi betri stað. Sem mér finnst mjög skrítið því að mér líður bara eins og þú sért úti á sjó. Besta hrós sem ég get fengið er það að ég sé líkur þér, en ástæðan fyrir því að fólk segir það er lík- lega sú að ég hermdi eftir mjög mörgu sem þú gerðir því að ég leit svo upp til þín. Þú varst fyndnasti og skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst og svo má nú ekki gleyma því að þú varst alveg fjall- myndarlegur drengur. Þú varst sannkölluð hetja að komast svona langt í gegnum öll þessi ógeðslegu veikindi sem þú þurftir að bera. Lífið getur stundum verið ósann- gjarnt en maður verður bara að halda áfram. Ég vil bara þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og okkur öll. Svo vil ég líka bara þakka Guði fyrir það að þú gast séð mig verða Íslands- meistara í handknattleik sem gerði þig vonandi stoltan af mér. Ég ætla ekki að hafa þetta neitt miklu lengra því að það verður að vera pláss í blaðinu fyrir allar þessar minningargreinar um þig. Þær verða örugglega mjög marg- ar, sem sýnir bara hvað fólki þótti vænt um þig. Hvíldu í friði, elsku pabbi, og megi Guð geyma þig. Þinn ástkæri sonur, Logi Snædal Jónsson. Elsku Nonni. Við höfum alltaf litið á þig sem hálfgerðan pabba okkar og munum ávallt gera. Okk- ur þykir svo vænt um þig og vilj- um þakka þér kærlega fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Þú ert flottasti og sterkasti maður sem við höfum kynnst. Þú komst okkur alltaf til að brosa, en þegar við hugsum að- eins til baka þá fórum við oft í fýlu út í þig, þar sem þú stríddir okkur svolítið mikið. Það var alltaf svo gaman að koma í pössun til ykkar. Þið tókuð okkur alltaf opnum örm- um. Þú komst í heiminn sem hetja og fórst frá okkur sem enn meiri hetja. Minning þín mun lifa í hjarta okkar alla tíð. Þín verður sárt saknað, við elskum þig. Emma og Gígja. Sofðu, unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit, – minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun bezt að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson) Elsku Nonni minn, þakka þér fyrir öll þau góðu ár sem við áttum saman. Þú varst alltaf ljúfur og góður strákur. Ég sakna þín sárt, Guð geymi þig ástin mín. Megi Guð styrkja eiginkonu þína og yndislegu börnin þín. Hvíl í friði elsku sonur. Þín mamma. Elsku Nonni bróðir, hetjan í lífi mínu, er dáinn. Alveg finnst mér ótrúlega skrítið að eiga ekki eftir að hitta þig aftur á þessari jörð en þegar við munum hittast aftur kem ég með nokkrar góðar sögur í farteskinu sem við getum skemmt okkur yfir. Mér finnst svo frábært hvað við vorum alltaf góðir vinir alveg frá því við vorum börn og uppúr, pössuðum vel uppá hvort annað. Þú varst fyrirmyndin mín. Við áttum svo ótrúlega margar skemmtilegar stundir saman hvort sem það vorum bara við tvö eða með fjölskyldum okkar. Þú varst langbesti æfingafélagi sem ég hef haft og var alltaf hrikalega gaman að æfa með þér því keppn- isskapið var svo gríðarlegt og sést það best á því hvernig þú fórst í gegnum veikindin þín, lést ekkert stoppa þig hvort sem það var í vinnu eða í hreyfingu. Alltaf varstu svo stoltur af Berglindi í sambandi við hennar sköpun, börnunum þínum hversu vel þau stóðu sig hvort sem það var í íþróttum eða í skólanum. Fann ég líka hversu stoltur þú varst af mér þegar ég var að keppa í hlaupum, alltaf fyrstur til að hringja og at- huga hvernig hefði gengið. Ég er líka svo ánægð með að þú hafir getað klárað 100 km hlaupið með mér þegar ég hljóp í Hressó, komst beint úr löndun og hljópst síðustu tuttugu kílómetrana með mér. En núna held ég að fagnað- arfundirnir séu miklir þarna hin- um megin, pabbi okkar stendur við hliðið og tekur vel á móti þér og spyr hvað sé nú að frétta og þú svarar bara allt meinhægt. Þið verðið örugglega í margar vikur að ræða málin. Elsku Nonni minn, söknuður- inn er mjög mikill en ég mun halda minningunni um þig á lofti. Megi guð styrkja Berglindi, Höllu Björk, Loga, Sæþór Pál, mömmu og okkur öll hin í þessari miklu sorg. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Enginn jafnast á við bróður, því enginn veit jafnmikið um mann og hann. Enginn skilur eins rökin að baki því sem maður gerir og hann. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH.) Ég elska þig að eilífu. Þín systir, Sæbjörg. Mikið er það óraunverulegt að sitja hér í eldhúsinu hjá henni mömmu, horfa yfir eyjuna okkar fögru og vera að skrifa minning- argrein um þig, elsku Nonni minn. Ég var heppin að eiga þig sem bróður og er ég þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman hér, þó sá tími hafi verið allt of stuttur. Við áttum margar frábærar stundir saman. Einkenni þessara stunda voru gleði, hlátur, frábær húmor og skemmtilegar sögur sem erfitt er að rifja upp hér því þær eru flestar bannaðar innan átján ára. Þú hefur alltaf verið mikill áhugamaður um íþróttir, stundað- ir þær af kappi sjálfur (hver man ekki eftir því af hverju handbolta- skórnir fóru á hilluna á sínum tíma), hafðir gaman af því að fylgj- ast með þínum börnum á því sviði og var það stoltur faðir sem fylgd- ist með honum Loga verða Ís- landsmeistari í handbolta með ÍBV fyrir tveimur vikum. Þú hef- ur haldið með QPR síðan ég man eftir mér og varst síðast á laug- ardaginn í búningi þíns liðs, stolt- ur af liðinu þrátt fyrir fall þeirra í fyrstu deild. Þú varst traustur og stóðst alltaf með þínu fólki. Þú varst mikill keppnismaður og hjálpaði það þér mikið í þinni baráttu. Tókst á við veikindin af æðruleysi og jákvæðni, húmorinn alltaf til staðar og því voru þessi úrslit ekki sanngjörn. En eins og þú veist best sjálfur þá deilum við ekki við dómarann. Ég veit þér líður vel núna, hef- ur fengið góðar móttökur frá föð- ur okkar og bróður og vita allir sem þekktu ykkur pabba hvert umræðuefnið ykkar er, sjó- mennskan sem ykkur var svo kær. Þið stígið öldurnar saman á ný, við hin stígum öldurnar saman hér. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa henni Berglindi þinni, yndislegu börnunum þínum sem þú varst svo stoltur af, mömmu okkar og systur á þessum erfiða tíma. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, elsku Nonni minn, minningin um yndislegan bróður mun alltaf vera í hjarta mínu, hittumst svo í góðu giggi seinna. Þín systir, Sigrún. Í dag kveðjum við ástkæran tengdason okkar, Jón Snædal Logason. Hann er okkur í fersku minni dagurinn sem Nonni kom inn í líf fjölskyldunnar. Þann morgun voru mjög stórir og miklir skór í forstofunni hjá okkur, og gjörsamlega útilokað að þeir til- heyrðu einhverjum fjölskyldu- meðlimi. Talsverð spenna var í loftinu á heimilinu, hvaða tröll skyldi nú eiga þetta gríðarlega skótau? Það var mikill léttir, sérstak- lega fyrir húsfreyjuna, þegar hún sá fjallmyndarlegan dreng læðast út stuttu síðar. Hann átti eftir að koma oftar. Þó skal það tekið fram að á fyrstu mánuðum í samband- inu hjá Berglindi og Nonna gistu þau þó meira heima hjá Nonna, hann passaði ekki í rúmið hennar Berglindar. Berglind hefur alla tíð vitað hvað hún vill og sótt það af krafti. Hún vildi Nonna, hann átti að verða maðurinn hennar. Þegar hann var kominn í gildruna þá var að búa til heimili. Það átti sér lang- an aðdraganda, Berglind hafði safnað í sitt bú af mikilli elju frá barnsaldri, allt skipulagt. Þau hófu búskap 19 ára gömul. Næsta atriði í skipulaginu var barneignir, það gekk eftir, Halla Björk birtist eins og engill, svo prakkararnir Logi og Sæþór. Það var bara eitt atriði í öllu skipulaginu sem ekki gekk upp. Nonni var ótrúlegur ólátabelgur og mikill gleðimaður, það féll ekki alveg að skipulaginu, en tengdafaðirinn var himinlifandi og lagði glaður í margar svaðilfar- ir með tengdasyninum. Þetta féll ekki jafn vel í kramið hjá tengda- móðurinni og eiginkonunni. En koma tímar og koma ráð. Lífið er að velja og Nonni valdi að leggja frá sér söngolíuna og sneri sér að fjölskyldunni og heilsunni. Af miklum dugnaði og vék aldrei af þeirri braut. Takk fyrir það Nonni minn. Hann var erfiður dagurinn þeg- ar við fengum þær skelfilegu frétt- ir að Nonni væri með illkynja æxli í höfði. Það er okkur ógleymanlegt hvernig Nonni, þessi mikla hetja, á fyrsta degi kenndi okkur að taka einn dag í einu. Það var kerfið sem unnið var eftir í sex ár. Allan þennan tíma kvartaði Nonni aldr- ei og ef einhver varð óstöðugur, þá sá Nonni um að rétta hann við, og lét hann sá hinn sama vita af því að hann væri á leið niður á Hressó og ætlaði að hlaupa 10 kílómetra. Engar áhyggjur af mér. Nonni gaf okkur sex góð ár og það er ágætt að það komi fram að Nonni var til sjós allan þennan tíma. Þrátt fyrir að ganga í gegnum tvær erfiðar skurðaðgerðir og geisla og marg- ar lyfjameðferðir. Kærar þakkir elsku vinur. Berglindi, börnunum, elsku Höllu móður Nonna, systkinum og öllum öðrum aðstandendum þeirra sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Emma og Kristján. Elsku Nonni minn, mikið þykir mér sárt að kveðja þig. Þú varst mikill baráttu- og keppnismaður, það sá ég í þinni baráttu við sjúk- dóminn. Ég dáðist að þér, hvernig þú fórst í gegnum þetta á já- kvæðninni, húmornum og æðru- leysinu. Þú varst tilbúinn að gera allt sem hægt var til að ná bata, með réttu mataræði, hreyfingu og óhefðbundum lækningum. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað, þar sem þú ert laus við kvalirnar. Það var erfitt að horfa upp á þig vesl- ast upp smátt og smátt. Síðustu dagana varstu orðinn kvalinn og ég er þakklát fyrir að þú þurftir ekki að kveljast lengi. Elsku Nonni minn, takk fyrir allt og allt. Ég mun sakna þín. Elsku systir, Halla Björk, Logi, Sæþór, Halla, Sæbjörg og Sigrún, Guð varðveiti ykkur öll. Hafdís Kristjánsdóttir. Elsku Nonni okkar, þú varst skemmtilegasti, fyndnasti og frá- bærasti frændi í öllum heiminum. Það var alltaf gaman að vera ná- lægt þér. Minning þín verður allt- af í hjörtum okkar og munum við Jón Snædal Logason Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.