Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 39
hugsa til þín, elsku besti frændi. Við munum alltaf elska þig. Þín frændsystkin, Logey Rós, Eysteinn Arnar og Eydís María. Að morgni 6. maí fékk ég sím- hringinguna sem ég var farinn að óttast að væri nærri. Vinur minn Jón Logason var fallinn frá. Nonni háði áralanga og hetjulega bar- áttu við illvígan sjúkdóm, og eins og sigurvegurum og keppnis- mönnum sæmir vann hann marga stóra sigra. En að lokum hafði sjúkdómurinn betur. Á svona stundum hrannast upp minningar sem verða til þess að fyrr en varir er maður farinn að brosa í gegn- um tárin. Sögurnar frá því við vor- um upp á okkar besta verða ekki sagðar hér, en mikið rosalega var gaman hjá okkur, elsku vinur. Það eru forréttindi að hafa kynnst þér og átt þig sem vin. Samverustund- um okkar fór því miður fækkandi síðustu árin, en þegar við hittumst voru rifjaðar upp sögur og mikið hlegið. Ég kem til með að halda fast í minninguna frá því í haust er við vorum saman á Tenerife. Með Berglindi þér við hlið og hóp af vinum, segjandi sögur, fá fólk til að hlæja. Þarna leið þér vel, elsku vinur, og þannig vil ég minnast þín. Elsku Halla, Berglind, Halla Björk, Logi og Sæþór, megi minn- ingin um góðan dreng lifa með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Hjalti Einarsson og fjölskylda. Jón Snædal Logason, Nonni, var borinn og barnfæddur í Vest- mannaeyjum og bjó þar alla tíð. Áhuginn á íþróttum kom strax á unga aldri og lék hann knatt- spyrnu og handknattleik undir merkjum Íþróttafélagsins Þórs og síðar handknattleik undir nafni ÍBV. Nonni þótti fljótlega efnileg- ur og var m.a. á yngri árum boð- aður á úrtaksæfingar í landslið í knattspyrnu. Handknattleikurinn átti þó hug hans allan enda má segja að líkamsburðir hans hafi notið sín betur þar. Nonni var í fararbroddi í sterku liði ungra drengja sem börðust um Íslands- meistaratitil í handknattleik og náði m.a. silfri og bronsi á þeim vettvangi. Þá lék hann um nokk- urra ára skeið með meistaraflokki ÍBV við góðan orðstír. Nonni var stór og stæðilegur og þótti fastur fyrir. Hann var þeirrar gerðar alla tíð að gott var að vera í liði með honum. Keppnisferill Nonna í hand- knattleik var ekki langur en rúm- lega tvítugur varð sjómennskan hans aðalstarf. Þar eins og annars staðar náði Nonni góðum árangri og var lengst af stýrimaður og skipstjóri á Smáey VE. Þótti hann góður sjómaður og var vel virtur af áhöfn og útgerð. En þó að keppnisferlinum í handknattleiknum lyki þá var það fjarri Nonna að hætta afskiptum af ÍBV. Hann var einn af stofn- endum Krókódílanna, stuðnings- mannafélags handknattleiksins hjá ÍBV. Drifkraftur og dugnaður Nonna var einstakur og þau voru mörg verkefnin bæði til sjós og lands sem hann tók að sér fyrir handknattleikinn og vann þau ávallt vel. Þá lét hann ekki sitt eft- ir liggja í annarri sjálfboðaliða- starfsemi fyrir ÍBV s.s. fyrir Þjóðhátíð o.fl. Nonni barðist um nokkra hríð við erfiðan sjúkdóm. Hugrekki hans og einurð í þeirri baráttu var aðdáunarverð sem og stuðningur sá sem Nonni naut hjá fjölskyldu og vinum. Það var honum og fjöl- skyldunni því gleðiefni þegar eldri sonur hans, Logi, hampaði Ís- landsmeistaratitli í handknattleik karla með ÍBV, sem leikmaður í 4. flokki, nú fyrir skemmstu. Var það um leið fyrsti Íslandsmeistaratitill í handknattleik karla sem til Vest- mannaeyja hefur komið. Nonna var gefið lífið en ekki tíminn. Þann tíma sem hann fékk nýtti Nonni hins vegar afskaplega vel. Velferð fjölskyldunnar og trygglyndi gagnvart vinum og vandamönnum var í forgangi hjá honum. Þær ákvarðanir sem þurfti að taka í gegnum tíðina voru teknar með þetta í huga. ÍBV vottar eiginkonu Nonna, Berglindi og börnum þeirra, Höllu, Loga og Sæþóri, sína dýpstu samúð sem og fjölskyldu og vinum. Missir ykkar er mikill. ÍBV hefur misst mikinn og traustan félaga en minningin lifir í verkum og starfi Nonna og í hug- um okkar allra. Nú er Nonni sigld- ur á önnur mið og líður betur. Faðir hans tekur vel á móti honum og saman halda þeir til hafs. F.h. ÍBV íþróttafélags, Jóhann Pétursson, formaður. Í dag kveðjum við kaffistofu- karlarnir góðan félaga, Jón Loga- son. Nonni var traustur hlekkur í þeirri sterku vinakeðju sem myndaðist á kaffistofu dekkja- verkstæðisins. Nonni hafði ákveðnar skoðanir og var réttur maður á réttum stað á kaffistof- unni. Einkennandi fyrir Nonna var þó gleðin og léttleikinn ásamt smitandi hlátrinum. Hann var ein- staklega tryggur vinur og stóð alltaf með sínum. Nonni gafst aldrei upp þótt á móti blési og það sýndi hann vel í erfiðum veikind- um síðustu ár. Við kaffistofufélag- arnir munum sakna hans sárt en viljum þakka fyrir samverustund- irnar. Berglindi, Höllu, Loga, Sæ- þóri Páli og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd kaffistofukarlanna á dekkjaverkstæðinu, Haraldur Hannesson og Magnús Bragason. Nonni minn. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Ég hélt ég væri vel undirbúinn fyrir þína hinstu kveðju. Það var mikill misskiln- ingur. Það er virkilega sárt að kveðja þig. Hins vegar er ákaflega ljúft að ylja sér við minningarnar. Við hittumst fyrst fyrir um 30 ár- um. Þá varst þú leikmaður í góð- um hópi drengja í 5. flokki og ég þjálfari. Öflugt og sérlega skemmtilegt lið og margar góðar stundir. Þegar ég læt hugann reika til þessara tíma þá stendur eitt upp úr. Svolítið sérstakt. Við vorum að koma úr keppnisferð af Skagan- um með Akraborginni og skipið lét frekar illa. Við erum ekki búnir að sigla lengi þegar mikil óhljóð fara að skera í eyru farþega. Þau bárust undan borði fremst í skip- inu. Talsverður órói myndaðist meðal farþega vegna hávaðans og mikil undrun þegar kom í ljós að þessi hljóð bárust frá 12 ára dreng, Jóni Snædal Logasyni, sem nötrandi af sjóhræðslu hafði forðað sér undir borðið og var ófá- anlegur undan því fyrr en skipið var kyrfilega bundið í Reykjavík- urhöfn. Þegar ég fylgdi þér niður landganginn þennan dag hefði ég ekki lagt mikið fé á það að þú yrðir í framtíðinni fengsæll skipstjóri. Sem varð reyndar raunin. Já, vinur minn. Þú gast tekist á við erfið verkefni. Það er mikill sannleikur að erfiðasti andstæð- ingur sem maðurinn mætir, sé hann sjálfur. Nonni minn, þú mættir sjálfum þér þegar þú gekkst úr hirð Bakkusar og valdir annað og betra líf. Sigraðir fíknina eins og sjóhræðsluna og tókst stjórn á þínu lífi og þinni skútu. Það var gæfuspor. Þessi reynsla kom sér vel þegar þú greindist með banvænan sjúkdóm. Þá kom ekki til greina að gefast upp, ein- arður og æðrulaus tókstu slaginn, einn dag í einu og vannst margar orrustur í stríði sem stóð í heil sex ár. Takk fyrir það Nonni. Kæri vinur, við svilarnir áttum sannarlega sameiginlegt áhuga- mál. Rjómaís. Þær eru ófáar stundirnar á undanförnum árum sem við höfum gjörsamlega gleymt stund og stað með góðum rjómaís. Hann bráðnaði ekki ísinn á borðunum hjá Emmu, þó pakkn- ingarnar væru stórar. Ég hef enga trú á öðru en að í Paradís sé á boð- stólnum langbesti ísinn, og sé vel fyrir mér, þig og pabba þinn með stóran bala af rjómaís á milli ykk- ar. Ég ylja mér við þá mynd. Halla mín, hún er þung þrautin sem lífið leggur á þínar herðar, fá- ir bæru hana af jafn mikilli reisn. Guð blessi þig. Elsku Berglind, þú hefur geislað af trú, von og ótrú- legum krafti í ströngu stríði, nú mega allir englar himins umvefja þig kærleika og friði. Þú hefur sannarlega unnið fyrir því. Halla Björk, Logi, Sæþór, einhversstað- ar segir að maðurinn styrkist við hverja raun. Ég trúi því. Guð og gæfan gangi með ykkur allar göt- ur. Sigrúnu, Sæbjörgu og öðrum aðstandendum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Góður dreng- ur er genginn. Páll Scheving Ingvarsson. Mig langar til að minnast Nonna vinar míns í nokkrum orð- um. Ég kynntist Nonna og Berg- lindi fyrir rúmum tuttugu árum. Við náðum strax vel saman og ýmslegt var brallað. Samgangur- inn hefur síðan verið mismikill en alltaf sterk taug á milli okkar, sem hefur haldið vel og reglulegir gleðifundir haldnir. Það verður að játast hér að á fyrstu árum okkar kynna var gleðin oft fullmikil, sér- staklega hjá okkur Nonna. Heldur var hún minni hjá Berg- lindi. Svo dæmi sé tekið þá man ég eftir því að hafa hafið þjóðhátíð- argleði með Jóni löngu fyrir húkk- araball, það var óskaplega gaman, en skyggði örlítið á í allri gleðinni að Jón steingleymdi því að hann átti konu sem bar barn á brjósti. Þegar við rákumst algjörlega óvart á Berglindi með kornabarn í fanginu á leið inn í dal á laugar- dagskvöldi færðist mikill undrun- arsvipur á Jón, sem fylltist hneykslun og spurði Berglindi hvar hún hefði haldið sig. Svona voru nú fyrstu sprettirnir. En Nonni vissi sínu viti og fann hvað var honum dýrmætast. Hann setti tappann í flöskuna til þess að sinna ástinni sinni, Berglindi, og börnunum. Sú ákvörðun var al- gjörlega rétt hjá Nonna. Hann sagði mér seinna að Berglind hefði bjargað sér af glapstigum. Ég er honum sammála og er þakklátur Berglindi. Ekki hefði hvarflað að mér þeg- ar við vorum saman til sjós fyrir sex árum að höfuðkvalirnar sem þjökuðu hann þá skyldu vera upp- hafið að endinum á hans lífi. Nonni sýndi hetjulega baráttu og rétt hugarfar var með miklum ólíkind- um. Það væri svo sem hægt að prenta mánaðarupplag af Morg- unblaðinu af slúbbertasögum, en líkurnar á málaferlum og óþæg- indum eru of miklar fyrir mann á sextugsaldri. Að endingu vil ég sérstaklega votta Berglindi og Höllu móður Nonna, systkinum og börnum alla mína samúð. Guð blessi ykkur öll í mikilli sorg. Sigurjón Ingvarsson. Nonni Loga var einn af lykil- mönnum í sterkum hópi Þórsara fæddra frá 1970-1972. Á unglings- árum snerist lífið að mestu um íþróttir. Félagsskapurinn var traustur og náðust m.a. silfur og brons á Íslandsmótum í hand- bolta. Í handboltanum var Nonni gæddur þeim hæfileika að geta skotið á markið bæði með vinstri og hægri sem reyndist andstæð- ingunum snúið. Við náðum ekki Íslandsmeistaratitli en Nonni náði núna í apríl að sjá son sinn Loga hampa þeim titli með félögum sín- um í 4. flokki ÍBV. Nonni var stál- minnugur, vissi allt um íþróttir og lagði ótrúlegustu hluti á minnið, kunni m.a. öll símanúmer sem oft var gantast með. Oftast hittumst við peyjarnir á Boðaslóð 16, allir í millet-úlpum og var labbað í bæinn eða á Novu og festist á okkur nafnið Millet-geng- ið. Á Boðaslóð 16 réðu ríkjum Logi Snædal pabbi Nonna, þekkt- ur skipstjóri, þéttur á velli og tók hann hressilega á móti okkur peyjunum og kona hans Halla, an- kerið á heimilinu, ljúf og róleg, en alltaf til staðar. Nonni fékk það besta frá báðum. Hrókur alls fagnaðar, gat verið óheflaður á yf- irborðinu en undir niðri var róleg- ur einstaklingur, ljúfur inn við beinið sem menn vissu hvar þeir höfðu. Margt var brallað á unglings- árum. Það var t.d. flott upplitið á ýmsum góðborgurum bæjarins þegar Nonni heimsótti tjöld á einni þjóðhátíðinni og skilaði fermingarskeytum. Palli Scheving þjálfaði okkur í 5. og 4. flokki og sagði okkur sögur af uppátækjum Hildibranda eftir æfingar og gerðu menn ýmsar tilraunir til að apa það eftir t.d. með íkveikjum á bréfpokum o.fl. en þær sögur eiga ekki heima í virðulegri minningargrein. Nonni var í Barnaskólanum og í Hamarsskólanum var Berglind Kristjáns, myndarstúlka sem lagði mikið á sig til að ná í Nonna. Strákurinn var erfiður í byrjun en Berglind náði að temja hann vel. Eignuðust þau þrjú myndarleg börn og hefur stórfjölskyldan og vinir staðið vel saman í gegnum tíðina og ekki síst á síðustu vikum og mánuðum. Nonni fetaði fljótt í fótspor föð- ur síns og hóf sjómennsku strax á skólaaldri yfir sumartímann. Hann lauk skipstjórnarnámi árið 1993 og var síðan til sjós sem stýrimaður og síðar skipstjóri, lengst af á Smáey VE, sem pabbi hans hafði verið með í 15 ár. Sem sjómaður og skipstjóri naut Nonni ómældrar virðingar og viðurkenn- ingar og var hann farsæll í sínum störfum. Um þrítugt breyttust áherslur í lífinu hjá Nonna með heilbrigðum lífsstíl í faðmi fjölskyldunnar. Nonni greindist með krabba- mein í júlímánuði 2007 og sýndi mikið æðruleysi í baráttu sinni við sjúkdóminn. Hafði Nonni betur lengst af og lifði tæp 6 góð ár frá fyrstu greiningu. Það er sárt og ósanngjarnt að þurfa að kveðja æskufélaga sinn þegar hann er að- eins 41 árs en Nonni kvartaði aldr- ei, var jákvæður og tók einn dag í einu. Það var í hans anda. Mikill er missir Berglindar, barnanna, móður Nonna og fjöl- skyldna þeirra sem eiga okkar stuðning vísan á þessum erfiðu stundum. Lífið heldur áfram og minningin um góðan dreng lifir með okkur. Hafðu þökk fyrir trausta vin- áttu og hvíldu í friði. Þinn vinur, Helgi Bragason. Ì dag kveðjum við góðan vin. Við sitjum hérna saman og rifjum upp margar góðar minningar. Þau voru mörg uppátækin hjá Nonna og hann gerði óspart grín að öllu, ekki síst sjálfum sér. Berglind var 15 ára þegar hún ákvað að Nonni yrði hennar mað- ur, þá kynntumst við þessum peyja. Yndislegt var að fylgjast með þeim tveimur og sjá vináttu, kærleika og ást þeirra styrkjast með árunum. Nonni var traustur vinur, góð- ur faðir og yndislegur eiginmaður. Elsku Berglind, Halla Björk, Logi og Sæþór Páll, minning hans lifir með okkur öllum. Kæri vinur, takk fyrir sam- fylgdina. Og við kveðjumst nú. Þinn tími runninn er á enda hér. Nú ferðu á nýjan stað. Finnur friðinn þar. Og þó það reynist sárt að skilja við þig hér, ég þakka vil þér ljúflingslundina, gleðistundirnar. (Ásgeir Aðalsteinsson) Anna, Arndís, Berglind, Gunnheiður, Hulda, Jóhanna Sigríður, Karitas, Ólafur Borgar, Sigurborg, Snorri og fjölskyldur. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 ✝ Hulda SólborgEggertsdóttir fæddist 16. mars 1943. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 29. apríl 2013. Foreldrar henn- ar voru Eggert Eyj- ólfur Guðnason framleiðslumaður, fæddur í Holti á Reyðarfirði 22. júlí 1914, d. 29. nóv. 1993 og Val- borg Gísladóttir frá Bakkagerði á Reyðarfirði, f. 12. apríl 1915, d. 27. des. 2003. Hulda ólst upp við gott atlæti sem einkadóttir foreldra sinna. Hulda gekk í hjónaband 8. feb. 1964 með Guðmundi Vigni Sigurbjarnasyni, þau slitu sam- vistir 5 árum síðar. Synir þeirra eru Eggert Valur, f. 15. ágúst 1963 og Sigurður Bjarni, f. 12. sept. 1964. Eggert er kvæntur Eygló Har, dóttir þeirra er Sól- veig Mekkin, f. 16. des. 1986, í sambúð með Þorgeiri Þórð- arsyni, dætur þeirra eru Ant- onía Líf, f. 7. sept. 2005 og Glód- ís Líf, f. 8. febrúar 2010, og vikugömul tvíburasystkini. Upp- eldissonur Eggerts og sonur Eyglóar er Haukur Unnar, f. 27. ágúst 1981, sam- býliskona hans er Svanhildur Svans- dóttir og sonur þeirra Snæþór Unnar, f. 27. mars 2010. Dóttir Egg- erts frá því áður er Aðalbjörg, f. 19. janúar 1983, í sam- búð með Gesti Guð- jónssyni, þau eiga tveggja vikna gamla dóttur. Sigurður er kvæntur Jaroon Nuamni, sonur þeirra er Guðmundur Borgar Sigurðsson. Börn Jaroon eru Sukarya Nuamni og Adam Omnoy, kona hans er Jóna Katr- ín Hilmarsdóttir, þau eiga tvö börn, Guðbjörgu Maríu Omnoy og Adam Árna Omnoy. Hulda giftist Eggerti Ólafs- syni, yfirvélstjóra hjá Landhelg- isgæslu Íslands, þann 31. des. 1989 og bjuggu þau fyrst í Hveragerði og svo síðustu 15 ár- in á Hellu. Hún útskrifaðist sem þjónn úr Hótel- og veitingaskóla Íslands 1973, og starfaði svo á helstu veitingahúsum borg- arinnar eftir það. Útför Huldu fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag, 11. maí 2013, kl. 13.30. Ævileið okkar mannanna er mislöng og oft ólík af blæbrigð- um, en flest skiljum við eftir spor á veginum. Móðir mín, Hulda Sól- borg Eggertsdóttir, lést á sjúkra- húsinu á Selfossi eftir harðvítug- an bardaga við illvígan sjúkdóm, en bjartar og fagrar minningar geymast í hugum okkar sem þekktu hana best. Mamma var einkadóttir foreldra sinna, og var alin upp við ástríki og góða siði. Starfsferill hennar var á veitinga- húsum borgarinnar, en árið 1973 útskrifaðist hún úr Hótel- og veitingaskóla Íslands sem þjónn og starfaði hún við fagið allar göt- ur síðan eða á meðan heilsan leyfði. Hún fékk góðar gáfur í vöggugjöf sem nýttist henni vel við námið. Framkoma hennar einkenndist af glaðværð og hátt- vísi sem var öðrum góð fyrir- mynd, skilningur og hjálpfýsi sýndi glögglega gott og göfugt hjarta. Árið 1964 giftist hún fyrri manni sínum Guðmundi Vigni Sigurbjarnasyni, þau slitu sam- vistum eftir fimm ára hjónaband. Á gamlársdag 1989 gekk hún að eiga seinni mann sinn Eggert Ólafsson yfirvélstjóra hjá Land- helgisgæslu Íslands, mikinn heið- ursmann sem reyndist henni góð- ur eiginmaður og frábær félagi. Þau hófu sinn búskap í Hvera- gerði en bjuggu síðustu 15 ár á Hellu á Rangárvöllum. Eggert var formaður félags eldri borgara í Rangárvallarsýslu en hann varð bráðkvaddur á heimili þeirra þann 12. desember 2009. Var það mikið áfall fyrir mömmu þegar til stóð að eyða elliárunum saman. Í veikindum sínum sýndi hún mikla þraut- seigju og æðruleysi. Mamma kvaddi þegar sumarið er rétt handan við hornið, en innan skamms hefst gangan mót hækk- andi sól á ný. Ég minnist allra góðu stundanna sem við áttum saman. Þú áttir þína erfiðu tíma en yfirvannst þá með léttri lund og styrk, nú ertu horfin okkur í bili, en ljúfu minningarnar lofa góðan endurfund. Takk fyrir mig og mína, mamma mín. Eggert Valur Guðmundsson. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flý ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Elsku Hulda mín. Ég sakna þín, elsku vinkona, við vorum jafngamlar og búnar að vera vin- konur í 50 ár. Við unnum saman, í sömu at- vinnugrein, oft á sama vinnustað. Samgangurinn hefur kannski minnkað aðeins í seinni tíð, en við töluðumst við í síma nær daglega. En nú ert þú laus við veikindin og kvalirnar og komin til ástvina þinna, sem fóru á undan og hafa örugglega tekið vel á móti þér. Elsku Hulda mín, takk fyrir öll árin sem við áttum saman. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Kveðja, Dollý og Pétur. Hulda Sólborg Eggertsdóttir VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.