Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nokkur málummeinta
vafasama við-
skiptahætti, þar
með talið um
meinta markaðs-
misnotkun, eru rekin fyrir
dómstólum um þessar mund-
ir. Búst er við að fleiri sam-
bærileg mál fylgi í kjölfarið.
Umrædd mál eru afleiðing
falls bankanna og á saka-
mannabekk eru margir sem
telja sig eiga þangað ekkert
erindi. Ýmsir eru sammála því
í einstökum tilvikum eins og
gengur en aðrir hafa furðað
sig á að fleiri hafi ekki vermt
bekkinn og jafnvel í sumum
tilvikum í stað þeirra sem þar
sitja.
Allt eru þetta álitamál og
dómstóla að skera úr um sekt
eða sýknu. En hvað sem
mönnum kann að finnast um
tiltekinn málarekstur eða ein-
stök sakarefni hljóta allir að
vera sammála um að full
ástæða er fyrir þá sem nú eru
með einhverjum hætti þátt-
takendur á verðbréfamarkaði
að fara gætilega og huga vel
að regluverki og vinnubrögð-
um.
Íslendingar búa við fjár-
magnshöft sem hafa marg-
víslegar óæskilegar afleið-
ingar. Ein þeirra er að
skekkja fjármálamarkaðinn á
þann hátt að ýkja eftirspurn
eftir skuldabréfum og hluta-
bréfum. Ríkissjóður og ýmsir
aðrir lántakendur hafa nýtt
sér þetta við skuldabréfa-
útgáfu og að sama skapi hefur
þetta gagnast útgefendum
hlutabréfa.
Þessar aðstæður hafa gert
það að verkum að nýleg
hlutabréfaútboð hafa fengið á
sig afar sérkennilega mynd.
Þar hafa met verið slegin í
sýndri umframeftirspurn, en
gallinn er sá að þar er ekki um
raunverulega eft-
irspurn að ræða.
Fjárfestar skrá
sig fyrir margfalt
stærri hlutum en
þeir ætla sér að
kaupa eða hafa
nokkurt ráð á að kaupa og
með því eru veittar rangar
upplýsingar um eftirspurnina.
Í stað þess að koma í veg fyrir
þetta hafa fjármálafyrirtæki
tekið við slíkum tilboðum og
leyft þeim að standa í stað
þess að kanna stöðu bjóðenda.
Þessi þróun er vafasöm út
frá lögum um markaðs-
misnotkun og reglum sem
eiga að vernda almenna fjár-
festa. Hún er líka vafasöm út
frá almennum sjónarmiðum
um vinnubrögð á markaði og
út af fyrir sig ættu slík sjón-
armið að duga.
Innt eftir áliti á þessu eru
skilaboðin frá fjármálafyr-
irtækjunum ekki skýr og hið
sama er að segja um Fjár-
málaeftirlitið, sem virðist
ætla að bíða og sjá til.
Mikilvægt er að allir þátt-
takendur á markaði hugleiði
vandlega þessa þróun og taki
sér ekki of langan tíma í þær
hugleiðingar. Kauphöllin fékk
þungan skell fyrir fáeinum ár-
um og endurreisn hennar og
þar með innlends hlutabréfa-
markaðar er rétt að hefjast.
Afar mikilvægt er að engir
hnökrar verði á uppbyggingu
markaðarins og að vinnu-
brögð verði vönduð og fram-
kvæmd reglna skýr og ótví-
ræð á allan hátt.
Ætla má að virkur hluta-
bréfamarkaður muni eiga
stóran þátt í endurreisn ís-
lensks atvinnu- og efnahags-
lífs á næstu árum. Helstu
þátttakendur á markaði gera
hvorki sér né öðrum greiða
með því að hefja endurreisn
markaðarins á hæpnum for-
sendum.
Hlutabréfamark-
aðurinn má ekki
hefja endurreisnina
haltur og skakkur}
Þörf á traustum
undirstöðum
Umræðan umþað hvort
Bretland eigi að
segja skilið við
Evrópusambandið
verður æ hávær-
ari. Í fyrradag
sagði Boris Johnson, borg-
arstjóri Lundúna, að það yrði
sem vítamínsprauta fyrir lýð-
ræðið í Bretlandi að hætta
þátttöku í sambandinu. John
Major, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Bretlands, viðraði
fyrir nokkru svipuð sjón-
armið þegar hann
sagði að tengslin
við ESB hefðu
„eitrað bresk
stjórnmál of
lengi“ og „tekið
athygli þingsins
frá öðrum málum“.
Ætli stuðningsmönnum að-
ildar Íslands að ESB þyki
ekkert sérkennilegt að fylgj-
ast með umfjölluninni um
ESB í Bretlandi? Væri ekki
rétt að taka eitthvert mið af
reynslu Breta?
Á meðan Bretar
ræða um að hætta í
ESB er Ísland að
sækjast eftir aðild}
Bretland, Ísland og ESB
Þ
að er að sönnu réttlætismál að allir fái
sömu laun fyrir sömu vinnu. Enda
sjálfsagt og eðlilegt þótt samkvæmt
hverri rannsókninni á fætur annarri
sé raunin ekki sú. Konur fá ein-
hverra hluta vegna í mörgum tilfellum lægri laun
en karlar fyrir sömu vinnu, ekki bara hér á Fróni
heldur víða um lönd. Það er vitaskuld hneyksli en
engu að síður staðreynd.
Það er hins vegar ekkert hneyksli þótt knatt-
spyrnudómarar fái meira borgað fyrir að dæma í
efstu deild karla en kvenna.
Óhætt er að segja að allt hafi orðið vitlaust eftir
að frétt birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
um síðustu helgi þar sem upplýst var að aðaldóm-
ari knattspyrnuleiks hér á landi fær 156% meira
greitt fyrir leik í Pepsídeild karla en í kvenna-
deildinni.
Hneykslisöldur fóru um samfélagið. Talað um niðurlæg-
ingu kvenna. Bent á að kvennalandsliðið sé miklu betra en
karlalandsliðið. Að íþróttaforystan vilji e.t.v. að konurnar
séu heima og ekki að vasast í íþróttum!
Allt er þetta dæmalaus málflutningur. Enginn efast um
að íslenskar knattspyrnukonur hafa staðið sig frábærlega
síðustu ár, landslið kvenna stendur karlaliðinu miklu framar
á alþjóðavettvangi en þær staðreyndir koma launagreiðsl-
unum margumtöluðu fyrir deildarleikina nákvæmlega ekk-
ert við.
Ég á engra hagsmuna að gæta í þessu máli nema þá
reyndar að dóttir mín er efnilegur knattspyrnumaður og
enga íþróttaósk á ég heitari um þessar mundir
en að hún nái langt. Hún á allt það besta skilið.
Líka góða dómara, en ég get ekki ímyndað mér
að hún eða aðrir leikmenn hafi áhyggjur af því
hvort dómari fær jafnmikið borgað þegar hann
starfar hjá þeim og dómari karlaleiks, jafnvel þó
að það sé sami maður í báðum tilfellum. Bara að
hann sé í góðri æfingu, kunni reglurnar og sé
sanngjarn og réttsýnn.
Einhverjir virtust misskilja málið og telja
kvendómara fá minna greitt en karldómara. Svo
er alls ekki – ekki ef þeir dæma í sömu deild,
altso. Staðreyndin er sú, þótt sumum finnist það
ekki skipta máli, að dómarar eru almennt á því
að mun erfiðara sé að dæma hjá körlum en kon-
um. Hvort það er 156% erfiðara get ég ekkert
um sagt, en karlar eru almennt talað sterkari,
fljótari, tækla af meiri hörku, sparka fastar – og
rífa örugglega meiri kjaft en konur! Knattspyrna er þannig
íþrótt að þessi atriði skipta miklu máli.
Ef eitthvert vit væri í kjarabaráttu dómara ættu þeir að
krefjast sömu launa fyrir „sömu“ vinnu; það að dæma í 90
mínútur. Þá gætu þeir bestu unnið sér inn drjúgan skilding í
viðbót með því að dæma meira í úrvalsdeild kvenna og jafn-
vel í neðri deildunum, en engum virðist hafa dottið það í
hug. Ætli það sé vegna þess að þeim sjálfum finnist það
ósanngjörn krafa? Að þeir viti að það er í raun ekki „sama“
vinna? A.m.k. ekki núna. Væri ekki ráð að spyrja dóm-
arana? Og leikmenn kvennadeildarinnar, hafa þeir áhyggj-
ur af þessu? skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Sömu laun fyrir sömu vinnu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Sú ákvörðun forsvarsmannafyrirtækisins Hvals hf. aðhefja hvalveiðar að nýju ísumar eftir tveggja ára hlé
hefur vakið hörð viðbrögð úti í
heimi. Dýraverndunarsamtök
þrýsta nú á bandarísk stjórnvöld að
beita Íslendinga þvingunar-
aðgerðum vegna veiðanna sem hefja
á í byrjun júní. Þá eru hrefnuveiðar
hafnar og var fyrsta hrefna sumars-
ins skotin á uppstigningardag.
Verndunarsamtökin benda á að
það sé í valdi Barack Obama, for-
seta, að ákveða efnahagslegar
þvinganir gegn Íslendingum. Sam-
kvæmt hinu svonefnda Pelly-ákvæði
í bandarískum fiskveiðilögum getur
forseti landsins bannað innflutning á
sjávarafurðum frá löndum ef við-
skiptaráðuneytið staðfestir við for-
setann að þau stundi veiðar sem
grafi undan friðunarmarkmiðum al-
þjóðasamtaka, þar með talið Al-
þjóðahvalveiðiráðsins, og dragi úr
virkni þeirra.
Beitti engum þvingunum
Annað ákvæði bandarískra fisk-
veiðistjórnarlaga, svonefnt Packwo-
od-Magnusson-ákvæði kveður einn-
ig á um að sé það staðfest að land
grafi undan friðunarmarkmiðum
beri utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna að draga úr fiskveiðiheimildum
þess lands í bandarískri lögsögu um
að minnsta kosti helming.
Bæði Japanir og Norðmenn
hafa reglulega verið útnefndir á
grundvelli Pelly-ákvæðisins vegna
vísinda- og atvinnuveiða. Þá voru Ís-
lendingar útnefndir árið 2004 þegar
vísindaveiðar á hrefnu voru hafnar
og var sú útnefning framlengd
tveimur árum síðar þegar atvinnu-
veiðar hófust.
Ekki varir við hik á ferðum
Obama staðfesti aftur árið 2011
að Íslendingar græfu undan frið-
unarmarkmiðum en greip ekki til
neinna þeirra þvingunaraðgerða
sem hann hafði vald til að beita.
Þess í stað beindi hann því til emb-
ættismanna hvort rétt væri að
ferðast til Íslands og að þeir ræddu
við Íslendinga um hvalveiðimál þeg-
ar þeir væru staddir hér á landi.
Miðað við söguna er því ólíklegt
að viðskiptaþvingunum verði beitt
til þess að reyna að fá Íslendinga til
að láta af umdeildum hvalveiðum
sínum. Samkvæmt upplýsingum frá
utanríkisráðuneytinu hafa banda-
rískir embættismenn alltaf tekið
hvalveiðimál upp á fundum með ís-
lenskum starfsbræðrum sínum en
ekki hafi orðið vart við aðrar afleið-
ingar af útnefningunni á grundvelli
Pelly-ákvæðisins. Hjá atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytinu hafa
menn ekki orðið varir við að banda-
rískir embættismenn hiki við að
ferðast til Íslands þrátt fyrir tilmæli
forsetans frá 2011.
Ljóst er að Packwood-
Magnusson-ákvæðið í bandarískum
lögum hefur lítinn fælingarmátt.
Samkvæmt upplýsingum frá at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt-
inu stunda Íslendingar engar veiðar
í bandarískri lögsögu og því hefðu
hugsanlegar refsiaðgerðir á grund-
velli þeirra engin áhrif hér.
Þrátt fyrir að áður hafi verið
kallað eftir viðskiptaþvingunum
gegn Íslandi og að stjórnvöld í
Bandaríkjunum hafi staðfest að þau
telji hvalveiðar Íslendinga
grafa undan vernd-
unarmarkmiðum, þá hafa
þau enn ekki treyst sér til
þess að beita þeim.
Óvíst er hvort
breyting
verði þar á
nú.
Geta bannað inn-
flutning fiskafurða
Morgunblaðið/Ómar
Hvalskurður Starfsmenn Hvals hf. í Hvalfirði skera langreyði sumarið
2010. Veiðarnar í sumar eiga að skapa 150 störf við veiðar og vinnslu.
Árið í ár er það síðasta sem
veiða má langreyði samkvæmt
fimm ára leyfi sem gefið var
út árið 2009. Alls má veiða
154 dýr en flytja má fimmt-
ung kvóta á milli ára frá síð-
asta ári.
Það er fyrirtækið Hvalur hf.
sem ætlar að hefja veiðarnar í
byrjun júní en það er í eigu
Kristjáns Loftssonar. Árið
2009 veiddu skip fyrirtæk-
isins 125 langreyðar og 148
árið eftir.
Vegna versnandi efnahags-
ástand í Japan, sem er helsta
innflutningsland hvalkjöts, í
kjölfar jarðskjálftans og flóð-
bylgjunnar miklu árið 2011
voru hvalveiðar hvorki stund-
aðar hér við land það ár né í
fyrra. Batnandi ástand á
markaði þar er sögð
ástæðan fyrir því að veið-
arnar séu teknar upp á
nýjan leik.
Mega veiða
154 dýr í ár
HVALUR HF.