Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Okkur fannst vel viðeigandi að fagna 60 ára afmæli Kórs Langholts- kirkju með flutningi á einu virtasta og veglegasta kórverki allra tíma,“ segir Jón Stefánsson og vís- ar þar til H-moll-- messunnar eftir Johann Sebastian Bach. Jón stjórn- ar Kór og kamm- erkór Langholts- kirkju á tón- leikum í kirkjunni annað kvöld kl. 20. Konsertmeistari á tónleikunum er Ari Þór Vilhjálms- son, en tíu einsöngvarar úr hópi kór- félaga fara með einsöngshlutverkin. „Þau eru öll að ljúka námi í söng eða mjög langt komin og því gaman að geta gefið þeim tækifæri til að takast á við svona krefjandi verkefni á tón- leikum,“ segir Jón og rifjar upp að vorið 2008 hafi verið gerð sú skipu- lagsbreyting á Kór Langholtskirkju að félögum var fækkað í 32 úrvals- söngvara sem allir eru söngmennt- aðir, en alls taka 40 söngvarar þátt í tónleikunum annað kvöld. „Síðast þegar við fluttum verkið árið 1999 voru söngvarar hins vegar tæplega eitt hundrað,“ segir Jón og bendir á að Kór Langholtskirkju hafi frá árinu 1990 flutt H-moll-messuna alls fimm sinnum, en eftirminnilegasti flutningurinn hafi án efa verið árið 1994 í Barbican-tónleikahöllinni í Lundúnum ásamt hinni heimsfrægu Ensku kammersveit. Kór Langholtskirkju var stofn- aður árið 1953, en hefur að sögn Jóns starfað með núverandi hætti frá 1973. „Þá var gerð sú skipulags- breyting að greiðslur fyrir messu- söng runnu til eflingar tónlistarstarf- inu við kirkjuna en ekki til kórmeðlimanna sjálfra,“ segir Jón og tekur fram að sú breyting sem og stofnun Kóraskóla Langholtskirkju hafi eflt söngstarfið til muna. „Árið 1973 stækkuðum við líka kórinn sem gerði okkur kleift að takast á við stærri verk,“ segir Jón, en kórinn hefur m.a. flutt öll stóru verkin eftir Bach. Að sögn Jóns syngja í dag samtals tæplega tvö hundruð manns í þeim sjö kórum sem starfræktir eru á vegum Kórskóla Langholtskirkju, en þeirra á meðal eru Krúttakór, Graduale Nobili og Kammerkór Langholtskirkju. „Margir þeirra sem syngja á tónleikunum annað kvöld hafa sungið undir minni stjórn frá fjögurra ára aldri,“ segir Jón, sem þekkir kórastarfið vel enda fagnaði hann 49 ára starfsafmæli í seinasta mánuði. „Ég var aðeins 17 ára krakkaskratti þegar ég spilaði á orgelið hér í minni fyrstu messu,“ segir Jón og rifjar upp að hann hafi byrjað sem lausráðinn organisti en hlotið fastráðningu strax um haustið. Spurður hvort alltaf sé jafngaman að stjórna fólki á öllum aldri í söng svar- ar Jón því játandi. „Þetta er alltaf jafngaman. Reyndar verður þetta bara skemmtilegra með hverju árinu sem líður, annars væri ég löngu hættur.“ Miðasala er á midi.is og við innganginn. „Alltaf jafngaman“  Kór Langholtskirkju fagnar 60 ára starfsafmæli sínu með flutningi á H-moll-messu Bachs annað kvöld kl. 20 Morgunblaðið/Ómar Úrvalssöngvarar Kór Langholtskirkju er skipaður 32 úrvalssöngvurum sem allir eru söngmenntaðir. Jón Stefánsson Hljómsveitin My Brother is Pale sendi í fyrradag frá sér sitt fyrsta lag, „Lost“, auk myndbands við það og hefur það hlotið nokkra spilun á netinu, bæði á YouTube og tónlist- arveitunni gogoyoko. Hljómsveitin er íslensk en var stofnuð af hol- lenskum lagasmiði, Matthijs van Issum, sem flutti hingað til lands árið 2009. Hljómsveitin hóf upp- tökur fyrir fyrstu hljómplötu sína í byrjun þessa árs og má m.a. fylgj- ast með afrekum hennar á Facebo- ok. Fölir? Hljómsveitin sem kennir sig við fölan bróður, My Brother is Pale. Lag og myndband frá My Brother is Pale Vínylmarkaður, þ.e. mark- aður þar sem vínylplötur eru til sölu, verður haldinn í dag í salnum Gym & Ton- ic í Kex hosteli við Skúla- götu og hefst hann kl. 13. Þrír slíkir markaðir hafa verið haldnir í Kexi en að þessu sinni verður ein- vörðungu boðið upp á ís- lenska tónlist á vínyl- plötum. Ýmsar hljómsveitir og tónlistarmenn munu troða upp í dag og leika lifandi tóna fyrir markaðsgesti, m.a. Valdimar, Low Roar, Hjaltalín og Kippi Kaninus og ætti því engum að leið- ast. Gleðin stendur til kl. 20. Hjaltalín Hljómsveitin er ein þeirra sem troða munu upp á vínylmarkaðnum í Kex hosteli. Vínylll og tón- leikar á Kexi KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA STARTREKINTODARKNESS3D KL. 2 - 5:10 - 8 - 10:45 STARTREKINTODARKNESS2D KL.1:30-4:30-7:20-10:10 STARTREKINTODARKNESS VIP KL. 2 - 5:10 - 8 - 10:45 PLACE BEYOND THE PINES KL. 2 - 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 KL. (2D:2) 3D: 2 - 5:10 - 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5:30 - 8 - 10:30 KRINGLUNNI STAR TREK 2 KL. (2D:2:50) 3D:5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 KL. (2D:2:50) 3D:5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:10 BURT WONDERSTONE KL. 8 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 3:40 - 5:50 STARTREKINTODARKNESS 3D KL.2:20-5:10-8-10:50 STARTREKINTODARKNESS 2D KL.2-4:40-7:30-10:20 IRON MAN 3 3D KL. 2:40 - 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 2 - 7:30 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:10 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5 NÚMERUÐ SÆTIKEFLAVÍK STARTREKINTODARKNESS KL. (2D:2) 3D:5 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 5:20 - 8 THE CROODS ÍSLTAL KL. 3:20 LATIBÆR Í BÍÓ KL. 1:30 AKUREYRI STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 STAR TREK INTO DARKNESS 2D KL. 2:50 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ  H.S. - MBL GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYND Í ANDA DIE HARD  NEW YORK OBSERVER  THE PLAYLIST J.J. ABRAMS ER MÆTTUR MEÐ BESTU HASARMYND ÞESSA ÁRS!  EMPIRE  FILM  T.V. - BÍÓVEFURINN  THE GUARDIAN “STÓRFENGLEG” “EXHILARATING” “ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND. SJÁÐU HANA!” “FRÁBÆR” Byggingav örur - byg gingatækn i I I Gylfaflöt 3 | 112 Reykjavík | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.